Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
37
Ný vönduð bók um fjalla-
mennsku komin á markað
Höfundar hinnar nýju vöndudu bókar um fjallamennsku, fv. Magnús Guð-
mundsson, Hreinn Magnússon og Ari Trausti Guðmundsson, glugga í bók-
ina- Ljósmynd Mbl. Ól.K.M.
Sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi
FJALLAMENNSKA heitir ný vönd-
uð bók, sem Bókaútgáfan Órn og
Örlygur hefur gefið út. Höfundar
bókarinnar eru þeir Ari Trausti Guð-
mundsson og Magnús Guðmunds-
son, en auk þess hefur Hreinn
Magnússon tekið fiestar myndir f
bókinni.
Á blaðamannafundi, sem boðað
var til í tilefni útkomu bókarinn-
ar, kom fram hjá höfundum, að
gróft mætti skipta bókinni í tvo
hluta, annars vegar umfjöllun um
almennar fjallaferðir og svo hins
vegar umfjöllun um sérhæfða
fjallamennsku og klifur, en báðir
þessir þættir njóta mjög ört vax-
andi vinsælda hér á landi.
Útkoma þessarar bókar, sem er
sú fyrsta sinnar tegundar hér á
landi, er mikið ánægjuefni fyrir
alla þá sem leggja stund á fjalla-
mennsku og útiveru almennt.
Mjög er til bókarinnar vandað. í
henni eru tæplega 200 myndir og
uppsetning efnisins er mjög að-
gengileg fyrir lesendur.
í bókinni segir, að ferðaslóðir
íslenzkra fjallamanna heima við
liggi um hálendi, sem er að mörgu
leyti einstakt í heiminum. „Ræður
þar mestu lág snælína, eldvirkni
og rakt og kalt loftslag. Jöklar eru
stórir, berg molnar auðveldlega,
gróður er fremur lítill og frost-
þensla í jarðvegi mikil, að
ógleymdum mörgum stríðandi
vatnsföllum."
í bókinni er að finna 10 heilræði
til fjallamanna, en þau eru eftir-
farandi: 1) Gerið ferðaáætlanir
með hliðsjón af landakortum og
leiðalýsingum. 2) Takist ekki á við
of erfið verkefni of snemma.
Reynið erfiðari ferðir eða klifur
smám saman, með aukinni
reynzlu. 3) Ferðist í félagi við
aðra. Haldið hópinn. Veitið ekki
hópi forystu fyrr en nægileg
reynzla er fengin. Einn maður
ætti ekki að vera í forystu fyrir
meira en 10 mönnum. 4) Búið ykk-
ur ávallt undir hið versta. Skór
skulu vera hlýir. Hafið meðferðis
regnföt, hlý föt, varafatnað, næg-
an mat handa öllum, landakort,
flautu, áttavita, neyðarblys,
sjúkratösku og álpoka. 5) Ætlið
ykkur nægan tíma og haldið sem
jöfnustum hraða. Flýtir er óþarf-
ur, slór sömuleiðis. 6) Veltið ekki
grjóti. Kynnið ykkur og fylgið
reglum Náttúruverndarráðs. 7)
Fylgist með veðri. Haldið ekki
áfram skeytingarlaust ef það
versnar. 8) Reynið ekki kletta-,
snjó- og ísklifur án reynzlu eða án
forystumanns eða leiðsögumanns.
9) Ef þið villist, flanið ekki að
neinu. Ihugið stöðuna, haldið hóp-
inn og leitið vandlega að góðri leið
úr ógöngunum. 10) Skiljið eftir
skilaboð um áætlaða leið, varaleið
og áætlaðan tíma. Ef út af bregð-
ur, látið þá vita af ykkur.
Annars er að finna í bókinni
ýmis heilræði og leiðbeiningar um
útbúnað, leiðaval og margt fleira,
sem kemur að góðum notum, sér-
staklega fyrir þá sem þekkja
fjallamennsku lítið. Eftir að hafa
lesið bókina er því óhikað hægt að
mæla með henni fyrir alla áhuga-
menn um fjallamennsku.
— sb.
NC plast
þakrcnnur
norsk gæóavara
NC plast-þakrennur eru sérhannaðar fyrir breytilegt
veðuríar og standa því auðveldlega aí sér harða
íslenska vetur.
Sérlega létt og einlöld uppsetning gerir þér kleift að
ganga írd rennunum sjdlíur dn mikillar fyrirhafnar.
KfCl
IIRI
Kllr
NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333
Listamennirnir Ásgerður Búadóttir, Magnús Tómasson og Gunnar Örn.
Norræn listasýn-
ing í Helsinki
Fyrir skömmu var opnuð nor-
ræn listasýning í Konsthallen í
Helsinki undir nafninu „Borealis
— norrænar myndir 83“. Sýningin
er á vegum Norrænu listamið-
stöðvarinnar í Sveaborg og eru á
henni verk þriggja listamanna frá
hverju Norðurlandanna og Fær-
eyjum.
íslensku listamennirnir eru
Ásgerður Búadóttir, Gunnar
Örn og Magnús Tómasson. Sví-
inn Tage M. Hörling valdi
myndirnar á sýninguna í sam-
vinnu við þjóðardeildir norræna
myndlistarbandalagsins. Sýn-
ingin verður í Helsinki fram í
júlí, þaðan fer hún til Danmerk-
ur, Noregs og Færeyja. Hún
verður sett upp á Kjarvalsstöð-
um næsta sumar og lýkur í Sví-
þjóð haustið 1984.
Fer mn á lang
flest
heimili landsins!