Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
39
nokkurn tímann leiðst. — Kross-
inn og upprisan eru þessar tvær
andstæður. Á krossinum tók
Kristur á sig mannleg kjör. Hann
afneitaði ekki þessum kjörum,
heldur gekk hann inn í skuggatil-
veruna sem markast af hinum
neikvæðu þáttum allrar tilveru.
En hann hélt frá krossinum til
upprisunnar og braut okkur þann-
ig leið úr myrkrinu til ljóssins,
Það er nauðsynlegt, að börn alist
upp í slíku andrúmslofti endurlausn-
arinnar; að þau fái frið til að upplifa
hinar raunverulegu hliðar lífsins,
skuggann og birtuna, og læri að
gleðjast við birtuna, af þvi að hún
hrekur burt myrkrið í skapandi og
endurleysandi starfi leiks og já-
kvæðra samskipta við önnur börn og
við fullorðna.
Fyrirgefningin
Eitt af því sem stendur næst
rótum allrar hugsunar í helgum
bókum er sú afstaða milli manna
og milli Guðs og manna sem
markast af hugtakinu fyrirgefn-
ing. Raunhæf skoðun mannlegs
lífs gerir beinlínis ráð fyrir því að
meðal hrösulla manna verði einatt
ófriður, illdeilur, misklið, sáttrof
og ill verk. Menn verða sekir um
illsku hver gagnvart öðrum og
gagnvart Guði. Þessi raunhæfa
skoðun styðst við reynslu jafn-
gamla mannkyni. I uppeldi barna
verður þessi vitund um hið raun-
verulega eðli lífsins að koma fram
með þeim hætti, að menn verði
ekki furðu lostnir, ef barnið gerir
eitthvað af sér. Jafnvel meðal
barna er illskan og eigingirnin
partur af „náttúrlegu" lífi. En
jafnmikil talið mikilvægt er það,
að andrúmsloft friðþægingar og
fyrirgefningar ríki. Áð fyrirgefn-
ingin sé lífsstíll á borð við and-
rúmsloftið sem menn anda að sér.
í dæmisögum Jesú og fjölmörg-
um köflum öðrum i ritningum
helgum, er um þetta efni fjallað
frá öllum hliðum. Þetta er eins og
grunntónn i Biblíunni og ætti að
vera í kristinni kenningu og lífi.
Það væri fásinna að ætla að gera
þessu efni skil hér, einhverju hinu
stærsta í samanlagðri guðfræð-
inni. Að „friðþægja" er að koma á
friði, og fyrirgefning er forsenda
alls, hún er það „andrúmsloftu er
mótar alla vitund um mannleg
samskipti. En fyrirgefning hefur
að forsendu sinni iðrun, að játa
bresti sína, ganga í sjálfan sig,
auðmýkja sjálfan sig fyrir þeirri
staðreynd, að rangt hafi verið
gert. Þetta er þungt skref, því að
„sæmdin" er ríkur þáttur í sálar-
lífi hvers barns jafnt sem fullorð-
ins. Og þá er það oft ekki léttari
þraut að veita fyrirgefningu, að
láta af þeirri tilhneigingu sem all-
ir menn hafa, að ná fram hefnd-
um, að halda fram sæmd sinni. —
Hér hvílir að baki kristin „sálar-
fræði“ sem er í því fólgin að skoða
mann og barn sem þátt í samneyti
einstaklinga er stefnir að friði og
jafnvægi, kærleika og skilningi,
m.ö.o. heilbrigðum samfélagsháttum
í barnahópnum. Einstaklingnum er
þannig búinn „rammi", skynsam-
leg mörk, umgerð utan um líf
hans, sem er samfélag og ábyrgð,
en innan þessara marka er ein-
staklingurinn frjáls.
Frelsið
Annað kristið meginhugtak er
frelsið. Til frelsis frelsaði Kristur
oss. Sannleikurinn mun gera yður
frjálsa. Og svo mætti lengi telja.
„Frelsi Guðs“ er ákaflega mik-
ilvægt hugtak. Hann hefur frelsi
til þess að „miskunna þeim sem
hann vill miskunna". Hann er ekki
bundinn af tæknilegum lögmálum
efnasambanda né lögbundinni
hringrás eðlisfræði. Kraftaverkið
er tákn um frelsi Guðs, og því er
kraftaverkið í lífí barnsins, — þetta
óvænta sem leiðir í Ijós dulin mögn í
sálarlífi og tilveru — einn megin-
þátturinn í frelsinu. Frelsið er
undirstaða og forsenda sköpunar-
innar, hinnar listrænu sköpunar í
litum og formum í leik barnsins
sem og í lífi Guðs skapara og
endurlausnara. En frelsið er ekki
taumleysi. í raun er frelsi sköpun-
arinnar í listum (og í föndri
barnsins) háttbundið og hnitmið-
að við t.d. eðli efnis þess sem unn-
ið er úr, en einnig ríkir frelsi ein-
ungis innan „ramma* eða innan
marka þeirra laga sem eiga við um
hið fagra, um hlutföll og hrynj-
andi. Uppeldi til frelsi í listsköpun
er því um leið uppeldi til ögunar
undir efniviðinn og lögmál fegurðar-
innar.
Þannig er einnig háttað frelsinu
í mannlegum samskiptum. Frelsið
er tamið við lögmál ábyrgðarinn-
ar. Spurningunni nafntoguðu, Á
ég að gæta bróður míns?, ber að
svara játandi. Hver maður er
ábyrgur. Hann nýtur frelsis ein-
ungis innan marka ábyrgðar
gagnvart náunganum, öðrum
manni eða öðru barni, og ábyrgðar
gagnvart lífstilgangi sínum, gagn-
vart Guði. Þannig er Kristur bæði
frelsi og lögmál. Líf í Kristi er líf í
frelsi, en frelsið á aðeins við innan
marka kærleikslífsins, kristslífs-
ins. — Þannig er það mikilsvert að
barnið fái að njóta frelsis og fái að
njóta þess að vera það sjálft. Á
börn má ekki leggja ánauðarok
um hegðun né um viðhorf sem eru
þeim óeðlislæg í þeim skilningi að
þau hamli eðlilegum þroska og
vellíðan. Á hinn bóginn þarf barn-
ið að alast upp við þess háttar
frelsi sem er jákvætt gagnvart
öðrum, tekur tillit til annarra og
viðurkennir rétt þeirra, — að einn-
ig önnur börn hafí rétt til þess að
vera þau sjálf. Þannig á allt kristið
uppeldi barna að stefna að frelsi
innan ramma áyrgðar og fúsleika
til fyrirgefningar. Takmarkið er
einstaklingur sem lifir í heillyndu
og heilbrigðu samneyti við um-
hverfi sitt, Guð, aðra menn og
náttúruna.
Landið
Samneytið við landið, tunguna
og söguna á að vera snar þáttur í
uppeldi barna jafnt sem í sjálfs-
þroska hvers einstaklings. Sköpun
og friðþæging, sátt og sáttargjörð
í helgum bókum stefnir að alls-
herjar sátt dýra, náttúru og
manna (Hósea 2.21—23). Að elska
tunguna, landið og fólkið í landinu
felur í sér að rækta. Alþjóðaorðið
er merkir menningu (cultura) er
dregið af sögninni að rækta. Litlir
gróðurreitir í skólagörðum barna
kenna þeim að elska og rækja
kraftaverkið í náttúrunni, er lífið
brýst fram í frelsi sínu. Og gleði-
leikur barnsins stefnir að þessu
sama marki.
„Hjálpaðu mér til þess að vera
góður íslendingur" er efni í kvöld-
bæn barna. — Og það vekur hug-
ann um, hvað það er að vera góður
íslendingur. Það er að elska Guð
og náungann, landið sitt og líf
þjóðarinnar. Að rækja það sem
fegurst vex af jarðargrösum i
landinu og lífgrösum hins kristna
þjóðlífs. Bænaversin og sálma-
stefin, sem liðnar kynslóðir hafa
skilað oss í arf, skrýðast nýju
skrúði í huga barnsins. Hvort for-
eldrar og forráðamenn barna
rækja þau með börnum sínum,
sker úr um það, hvort þau, foreldr-
arnir, eru góðir íslendingar.
Þórír Kr. Þórðarson er prófessor
rið guðfræðideild Hiskólans.
HlTACHI
Staðlaðar stærðir ganga ekki alltaf! — Hér er Karitas verkstjóri að máta
galla á Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmann.
Guðrún Pétursdóttir afgreiðahistjóri á lager fyrirtækisins.
Lára Indriðadóttir, einn sjötíu starfsmanna sem nú vinna við framleiðslu á
Henson-fatnaði.
þar sem samkeppnin er hörð við
hvers konar þjónustustofnanir
hins opinbera, sem keppa um
sama vinnuaflið. Laun fólks á
saumastofum eru því miður ekki
há, en það kemur meðal annars til
af því að við erum að keppa við
erlenda aðila, sem láta framleiða
fyrir sig í Asíu og víðar þar sem
ódýrt vinnuafl er fyrir hendi.
Við reynum þó að gera eins vel
fyrir okkar starfsfólk og hægt er,
og ég hef átt því láni að fagna að
hafa sama starfsfólkið árum sam-
an. Hér vinna enn konur sem voru
í fyrirtækinu við stofnun þess eða
rétt á eftir, og sumar eru komnar
á áttræðisaldur."
Nær engin yfir-
bygging
— Mikil eftirspurn eftir fram-
leiðslunni er væntanlega forsenda
velgengni fyrirtækisins, en er þó
ekki erfitt að reka fyrirtæki við þá
óvissu sem ríkir og ríkt hefur í
íslensku efnhagaslífi?
„Ja, erfitt og erfitt eru ekki erf-
iðleikar til að sigrast á? Vaxtamál
og skortur á rekstrarfé háir okkur
að sjálfsögðu eins og öðrum, og
gerði það verulega á þeim tíma
sem fyrirtækið keypti nýtt hús-
næði í Skipholti og unnið var að
endurbótum á því.
I þessum erfiðleikum hefur það
hins vegar hjálpað okkur mjög
mikið, að yfirbyggingin í fyrirtæk-
inu er nær engin. Hér er einn
starfsmaður sem sér um allt bók-
hald og launaútreikninga, og ég er
starfandi í hönnun og ýmsu öðru,
auk framkvæmdastjórnar. Þetta
skiptir miklu máli, ekki síst ef fer
að harðna í dalnum; þá hafa fyrir-
tæki hreiniega ekki efni á að hafa
margt fólk á launum við skrif-
stofustörf og útréttingar, fram-
leiðslan stendur ekki undir slíku
nema að mjög takmörkuðu leyti.
Þetta hefur komið sér vel hjá
okkur og okkur hefur tekist að
þrauka, þrátt fyrir neikvæða
þróun í íslenskum fataiðnaði. Ég
get nefnt sem dæmi, að á þeim 14
árum sem Henson hefur starfað,
hafa tíu til fimmtán fyrirtæki í
fataiðnaði hætt, og engin ný hafa
komið í staðinn. Við slíkar að-
stæður er bara nokkuð gott að
hafa haldið velli, og við höfum
gert heldur betur.
Velgengni fyrirtækisins hefur
oltið á þessum atriðum sem ég hef
nefnt; lítilli yfirbyggingu, frábæru
starfsfólki, varan hefur líkað vel.
Og síðast en ekki síst get ég þakk-
að konu minni, Esther Magnús-
dóttur, sem hefur verið hér allt í
öllu með mér, vakin og sofin í
fyrirtækinu, margt. Án þess gengi
þetta ekki,“ sagði Halldór að lok-
um. _ AH