Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 8

Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAtíSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Um 2,4% hagvöxtur í Bretlandi 1983 UM 2,4% vöxtur verður í brezku efnahagslífí á þessu ári, en síðan mun hægja verulega á og um mitt næsta ár verður um stöðnun að ræða, auk þess sem atvinnuleysi mun halda áfram að aukast, segir m.a. í niðurstöðum spár brezku efnahagsstofnunarinnar „The Independent National Institute of Eco- nomic and Social Reserch". Spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir því, að einungis í Japan og Bandaríkjunum verði meiri vöxtur í efnahagslífinu á þessu ári. Vöxt- urinn verði um 3% í Japan og 2,5% í Bandaríkjunum. Stofnunin gerir ráð fyrir því, að vöxtur í brezku efnahagslífi verði liðlega 1% á öllu næsta ári, sem verði einhver minnsti vöxturinn ef litið er á efnahag „Sjö hinna stóru", þ.e. Bandaríkjanna, Kan- ada, Japans, Frakklands, Vestur- Þýzkalands, Ítalíu og Bretlands. í niðurstöðunum segir ennfrem- ur, að það muni reynast mörgum hinna vestrænu iðnríkja erfitt að komast upp úr þeirri lægð, sem þau hafa verið í undanfarin miss- eri, þótt eitthvað muni rofa til al- mennt á þessu ári. Stofnunin segir, að verðbólga verði um 5,1% á þessu ári í Bret- landi, en hraðinn um þessar mundir er aðeins 4%, sem er sá, lægsti um langt árabil. Verðbólga muni hins vegar aukast nokkuð á næsta ári og verða í nágrenni við 8,4%. Meðalverðbólga i hinum ríkjunum sex verði um 5,2% á þessu ári og muni síðan vaxa upp í um 5,7% á því næsta. Talsmaður stofnunarinnar sagði aðspurður, að ein megin- ástæðan fyrir því, að hægja myndi á vexti í efnahagslífi Bretlands þegar á næsta ári, væri hin tiltölu- lega litla fjárfesting, sem væri framundan í brezkum iðnaði, en verulega aukin fjárfesting væri í raun frumforsenda framfara á næstu misserum. Eimskip með áætl- unarsiglingar til Spánar og Portú- gals mánaðarlega EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur ákveðið að taka upp reglulegar áætlunarsigl- ingar til Portúgals og Spánar á mánaðarfresti, að sögn Birgis Harðarsonar, forstöðumanns meginlandsdeildar Eimskips. Viðkomuhafnir verða Lissabon og Leixoes í Portúgal og Bilbao á Spáni. „Vöruskiptajöfnuður íslands og Portúgals hefur verið Portúgal óhagstæður um nokkurt árabil, þar sem íslendingar hafa flutt meira út til Portúgal en flutt hef- ur verið til fslands. Stafar þetta fyrst og fremst af mikilli sölu á saltfiski til Portúgal," sagði Birgir Harðarson ennfremur. „Með þessum áætlunarsigling- um Eimskips vill félagið leggja sitt af mörkum til þess að þessi vöruskiptajöfnuður geti orðið Portúgölum hagstæðari, enda hafa portúgölsk stjórnvöld farið þess á leit við íslendinga, að þeir auki innflutning sinn frá Portú- gal,“ sagði Birgir Harðarson enn- fremur. Birgir Harðarson sagði að- spurður, að sömu flutningstaxtar myndu verða í gildi og eru frá Hamborg í dag, en umsjón með þessum siglingum verður í hönd- um meginlandsdeildar Eimskips. OECD: Efnahagsbati í Sviss á næsta ári EKKI ER ÚTLIT fyrir efnahagslegan bata í Sviss fyrr en á næsta ári, ef marka má niðurstöður athugunar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Sérfræðingar stofnunarinnar segja, að þjóðarframleiðsla muni aukast um 0,3—0,4% á þessu ári, sem sé töluvert undir spám stjórnvalda. Um 1,3% samdráttur varð í þjóðarframleiðslu Svisslendinga á síðasta ári, en efnahagssérfræð- ingar OECD gera síðan ráð fyrir um 1,9% aukningu á árinu 1984. Verðbólgan var um 5,7% í Sviss á síðasta ári og OECD spáir því, að hún verði í námunda við 3,5% á þessu ári, en muni síðan enn fara minnkandi á næsta ári og verða um 3%. Efnahagssérfræðingar OECD spá því, að útflutningur Svisslend- inga muni dragast saman um 1% á þessu ári, sem muni hafa í för með sér eitthvað aukið atvinnu- leysi í landinu, sem þó er mjög lítið. Því er spáð, að útflutningur Svisslendinga muni síðan aukast um liðlega 2,5% á næsta ári og atvinnuleysi þar með minnka á nýjan leik. Reykjavíkurhöfn: Um 9,5 milljóna króna tap á rekstrinum 1982 — Flutningsmagn jókst um 17,6% ALUS komu 2.638 skip til Reykjavíkurhafnar á síðasta ári, samtals að stærð um 2.875.711 brúttórúmlestir. Skipakomum fjölgaði um 8,5% frá fyrra ári, en rúmlestatala jókst um 1,0%. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Reykjavíkurhafnar. Af heildarskipakomum eru 2.308 komur íslenzkra skipa eða 87,5%, en að stærð eru íslenzku skipin um 57,8% af heildinni og hefur hlutfall íslenzkra skipa bæði að fjölda og stærð aukizt lítið eitt frá fyrra ári. Heildar vöru- og aflamagn, sem fór um höfnina á síðasta ári, nam um 2,0 milljónum tonna, sem er 17,6% aukning frá fyrra ári. Flutningar til hafnarinnar minnk- uðu um 11,7%, en jukust frá henni um 3,2%. Mestur varð samdrátt- urinn í innflutningi á olíu, um 29% eða um 67 þúsund tonn. Rekstrartekjur Reykjavíkur- hafnar urðu um 52,8 milljónir króna og hækkuðu um 58,4% milli ára og fóru reyndar um 14,7% fram úr áætlun. Bein rekstrar- gjöld námu 34,7 milljónum króna og hækkuðu um 86,8% milli ára og fóru um 13,8% fram úr áætlun. f efnahagsreikningi kemur fram, að lausafjárstaða hafnar- sjóðs er lítið eitt betri en um sl. áramót, en hlutfall veltufjármuna og skammtímaskulda er 0,9 og hefur þá verið tekið tillit til þess að um það bil helmingi af afborg- unum af langtímalánum hefur verið frestað með samningi við Hambrosbank. Langtímaskuldir hafnarinnar hafa þrefaldazt á árinu úr 31,4 milljónum króna í 93,0 milljónir króna, enda þótt ný lán nemi að- eins 35,3 milljónum króna að með- töldum gengisbreytingum til ára- móta. Niðurstöður efnahagsreikn- ings eru 999,9 milljónir króna, miðað við 563,7 milljónir króna í árslok 1981. Aukningin milli ára er því 77,38%. Af yfirliti um fjár- magnsstreymi kemur fram að tap samkvæmt rekstrarreikningi er um 9,5 milljónir króna, afskriftir um 22,9 milljónir króna, þannig að eigin fjáröflun var um 13,4 millj- ónir króna. Daimler-Benz kominn upp fyrir Volkswagen Þýzkir bflaframleiðendur: — Söluaukning Daimler-Benz um 6,1% 1982 — Um 1,3% sölusamdráttur hjá Volkswagen — Söluaukningin mest hjá BMW, eða um 22% DAIMLER-BENZ er orðinn stærsti bflaframleiðandi Vestur-Þýzkalands, ef tekið er mið af sölu á síðasta ári, en undanfarin ár hefur Volkswagen verið í fyrsta sætinu. Talsmaður Daimler-Benz sagði á blaðamannafundi fyrir skömmu, að hagnaður fyrirtækisins hefði aukizt um 12% á síðasta ári, þegar hann hefði verið í námunda við 372,6 milljónir dollara, borið saman við 334 milljónir dollara á árinu 1981. Heildarsala Daimler-Benz, sem framleiðir hina þekktu Mercedes Benz-bíla, jókst á síðasta ári um liðlega 6,1%, þegar hún var sam- tals að fjárhæð 15,74 milljarðar dollara, borið saman við 14,83 milljarða dollara á árinu 1981. Talsmaður Volkswagen, sem verið hefur stærsti bílaframleið- andi Vestur-Þýzkalands um ára- bil, sagði á dögunum, að heildar- sala fyrirtækisins hefði dregizt saman um 1,3% á síðasta ári, þeg- ar hún var samtals að fjárhæð um 15,1 milljarður dollara. Það er í fyrsta sinn síðan 1974, að sam- dráttur verður í heildarsölu Volkswagen og á síðasta ári tap varð á rekstri fyrirtækisins í fyrsta sinn síðan 1975. Tapið var í kringum 121 milljón dollara. Gerhard Prinz, aðalforstjóri Daimler-Benz, sagði fyrir skömmu, að hann ætti von á svip- uðum gangi á þessu ári, og því litu forsvarsmenn fyrirtækisins til framtíðarinnar með björtum aug- um. Talsmaður Volkswagen sagði á hinn bóginn, að fyrirtækið myndi væntanlega ekki rétta úr kútnum fyrr enn á næsta ári, en ýmsar aðgerðir væru í burðarliðn- um. Það gekk vel hjá fleirum en Daimler-Benz á síðasta ári. Þriðji stærsti bílaframleiðandi Vestur- Þýzkalands, BMW, tilkynnti ný- verið, að hagnaður fyrirtækisins hefði aukizt um 38% á síðasta ári og verið í kringum 80,9 milljónir dollara, borið saman við 58,7 milljónir dollara á árinu 1981. Söluaukning BMW var einnig mikil, eða um 22%, þegar heild- arsalan var um 4,69 milljónir doll- ara, borið saman við 3,86 milljónir dollara á árinu 1981. Talsmaður BMW sagði fyrir skömmu, að sölu- aukningin á þessu ári yrði vænt- anlega á bilinu 12—13% og reynd- ar hefði hún orðið mun meiri, ef fyrirtækið hefði hreinlega undan í framleiðslunni. Afgreiðslufrestur er nú um sjö mánuðir. Prinz, aðalforstjóri Daimler- Benz, sagði að aðalástæðan fyrir þessu batnandi gengi fyrirtækis- ins væri sífellt styrkari staða þess á erlendum mörkuðum, en um 66% af heildarsölu fyrirtæksins færi til útlanda. Daimler-Benz framleiddi alls 458.345 fólksbíla á síðasta ári, sem er um 4% aukning frá árinu á undan. Heildarframleiðsla BMW á síð- asta ári var 377.684 fólksbílar, sem var um 8,2% aukning frá ár- inu a undan. Útflutningur jókst hins vegar nokkru meira, eða um 17%, en alls voru fluttir út 246.886 bílar á síðasta ári. Eberhard von Kuenheim, aðal- forstjóri BMW, sagði á fundi með blaðamönnum, að aðalvandamál fyrirtækisins í dag væri sú stað- reynd, að ógerlegt væri að auka framleiðsluna á næstu tveimur ár-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.