Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
41
1. ársfjórðungur 1983:
Tekjur Volvo-samsteyp-
unnar jukust um 99%
— Söluaukning samsteypunnar var um 58%
HEILDARTEKJUR Volvo-samsteyp-
unnar sænsku, fyrir skatta, nsr tvö-
földuðust á 1. ársfjórðungi þessa árs,
þegar þær voru samtals um 1,03
milljaröar sænskra króna, boriö
saman við 516 milljónir sænskra
króna á sama tíma í fyrra.
Pehr Gyllenhammer, aðalfor-
stjóri Volvo, sagði á fundi með
blaðamönnum, að þessar tölur,
sem sýndu fram á 99% tekjuaukn-
ingu, væru þær beztu á einum
ársfjórðungi frá upphafi. Hann
sagði, að tekjur samsteypunnar
hefðu aukizt á öllum vígstöðvum,
nema í dótturfyrirtækinu Scand-
inavian Trading Co., sem varð
fyrir áföllum í olíuviðskiptum
fyrstu mánuði ársins.
Heildarsala Volvo-samsteyp-
unnar jókst á 1. ársfjórðungi um
liðlega 58%, þegar hún var sam-
tals að upphæð um 26,63 milljarð-
ar sænskra króna. Gyllenhammer
sagði, að mest söluaukning hefði
orðið í bíladeild og orkusöludeild
samsteypunnar, eða um 89% sam-
tals.
Á blaðamannafundinum sagði
Gyllenhammer, að Volvo-menn
væru ekki of bjartsýnir á efna-
hagsbata í iðnríkjunum á þessu
ári. „Við munum áfram vinna á
tiltölulega veikum mörkuðum. Við
myndum taka of mikla áhættu
færum við að færa út kvíarnar
meira en orðið er í bili. Við mun-
um því fara okkur hægt á næstu
mánuðum," sagði Pehr Gyllen-
hammer, aðalforstjóri Volvo.
Framfærslu-
kostnaður
hækkaði um
0,7% í Dan-
mörku í apríl
Framfærslukostnaður hækkaði um
0,7% f aprílmánuði sl. í Danmörku,
samkvæmt upplýsingum dönsku hag-
stofunnar, sem sagði jafnframt, að
hækkun framfærslukostnaðar síðustu
12 mánuði væri um 7,7%.
t>essi aukning í aprfl kemur í kjölfar
tvcggja mánaða, þegar framfærslu-
kostnaður lækkaði nokkuð, aðallega
vegna lækkandi verðs á orku, þ.e. olíu,
benzíni, rafmagni og gasi á alþjóða-
markaði.
Þess má geta, að tóbaksvörur
hækkuðu um 6,6% í aprílmánuði
vegna skattahækkana ríkisins og
sömu sögu er að segja af póst- og
símagjöldum, sem hækkuðu um
2,2% í aprílmánuði.
Samkvæmt upplýsingum dönsku
hagstofunnar lækkaði verð um 0,1%
á olíu, gasi og rafmagni á alþjóða-
markaði, sem kom sem mótvægi við
hækkanir innanlands.
V öruskipta jöfnuöur
neikvæður um liölega
BMW 3231
um af tæknilegum ástæðum. „Við
höfum þegar hafið byggingu nýrra
verksmiðja, en þær komast ekki í
gagnið fyrr en á árunum 1985—
1986. Eftirspurn eftir 3- og 5-línu
fyrirtækisins hefur vaxið gríðar-
lega undanfarið, en við getum
hreinlega ekkert gert í málinu.
Okkur tókst með herkjum að auka
framleiðsluna um 3% á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs, en það er líka
allt og sumt,“ sagði Kuenheim.
388,5 milljónir
Vöruskiptajöfnuður fslendinga var
neikvæður um liðlega 388,5 milljónir
króna fyrstu fjóra mánuði ársins, en
hann var til samanburðar neikvæður
um liðlega 646,4 milljónir króna á
sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstofu íslands.
Verðmæti útflutnings fyrstu fjóra
mánuði ársins var 4.467,5 milljónir
króna, en verðmæti innflutnings var
hins vegar 4.856,0 milljónir króna.
Ef litið er á vöruskiptajöfnuðinn f
aprílmánuði kemur í ljós, að hann
var neikvæður um liðlega 198,3
milljónir króna, en var til saman-
burðar neikvæður um liðlega 82,6
milljónir króna á sama tíma f fyrra.
Verðmæti útflutnings í aprílmánuði
var liðlega 1.201,3 milljónir króna,
króna
en verðmæti innflutnings hins vegar
liðlega 1.399,6 milljónir króna.
Útflutningur á áli og álmelmi var
að verðmæti tæplega 881,8 milljónir
króna fyrstu fjóra mánuði ársins, en
var til samanburðar að verðmæti
tæplega 279,5 milljónir króna á
sama tíma í fyrra. Verðmæti kísil-
járnsútflutningsins fyrstu fjóra
mánuðina var tæplega 63,3 milljónir
króna, en var til samanburðar lið-
lega 51 milljón króna á sama tíma í
fyrra.
Innflutningur fyrir fslenzka álfé-
lagið vegur þyngst, en verðmæti
hans var tæplega 500 milljónir
króna, borið saman við tæplega 125,6
milljónir króna á sama tíma í fyrra.
Við samanburð við utanríkisverzl-
unartölur 1982 verður að hafa í
huga, að meðalgengi erlends gjald-
eyris í janúar-april 1983 er talið vera
89,8% hærra en það var í sömu mán-
uðum 1982.
Mercedes Benz 190 E
ódýrujxjjaNegu
Hafa-baöskáparnir úr furu eru
komnir aftur. Fást í 3 litum.
Verö aöeins 2140.-
VALD. POULSEN f
Suöurlandsbraut 10. Sími 86499.
Innréttingadeild 2. hæö.
Er móða
rúðunum
hjá þér?
Ef einangrunarrúöa veröur óþétt myndast meiri
eða minni móöa á innri hliö ytra glersins. Þetta fer
versnandi og smám saman verður útfelling á salti
á yfirboröi glersins. Saltiö hefur tærandi áhrif og
eftir nokkurn tíma myndast hvítir taumar eöa
flekkir á glerinu og rúöan verður ónothæf. Þegar
svo er komiö er ekki um annað aö velja en aö
skipta um rúöu og þaö getum viö gert fyrir þig.
En ef lekinn og móöan sem honum fylgir eru ný-
lega til komin getum viö boðið upp á aöra lausn og
lengt þannig um nokkur ár endingartíma óþéttra
einangrunarrúöu. Aöferöin er í stuttu máli þessi:
Boruö eru tvö göt á ytra gler hinnar óþéttu rúöu, í
honum efst og neöst. Síöan er sprautað meö há-
þrýstidælu inn í rúöuna og hún þannig þvegin og
síöan skoluð aö innan. Vatninu er síöan dælt úr
rúöunni og hún þornar á 1—2 vikum (eftir veöri).
Götunum er síðan lokaö meö gegnsæjum plast-
ventlum.
Sem viömiðun má nefna aö kostnaður viö slíka
viðgerð er nálægt 25% af veröi nýrrar rúöu (án
ísetningar) en aö sjálfsögöu fer veröiö nokkuð eftir
fjölda rúöa og öörum aðstæöum. Viö bjóöumst til
aö koma í heimsókn og gera tilboö í viðgerö á
þeim rúöum sem viö teljum aö hægt sé aö gera
viö. Tilboð gerum viö þér aö kostnaðarlausu og án
allra skuldbindinga af þinni hálfu.
Við veitum frekari upplýsingar og tökum á móti
pöntunum í símum:
91-42867, 79846, 79420, 93-7369 og 96-22308.
FJÖLTAK HF.
Dalalandi 6 — 108 Reykjavík
t