Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Lítill pistill um vísindi
og heimilislækningar
eftir Guðstein
ÞengUsson lœkni
Á laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu birtist í Morgunblaðinu
greinargerð frá sérfræðingum og
framkvæmdastjórn Hjartavernd-
ar. Greinargerðin virðist eiga að
vera svar við fréttatilkynningu frá
Félagi íslenskra heimilislækna,
þar sem látið var að því liggja, að
þær umfangsmiklu rannsóknir,
sem fram færu á vegum Hjarta-
verndar, væru ekki til neins gagns
fyrir einstaklinginn og kæmu ekki
að neinum vísindalegum notum
heldur. Þess vegna heitir greinar-
gerðin í heild sinni: „Eru tilvísanir
heimilislækna gagnslausar?"
Henni fylgir mynd, sem ég fæ ekki
séð að standi í neinu sambandi við
þær rannsóknir sem fara fram hjá
Hjartavernd.
Mér virðist greinargerð Hjarta-
verndar standa talsvert skáhallt
við það, sem heimilislæknar voru
að gagnrýna. Þess vegna get ég
ekki stillt mig um að skrifa um
þetta fáein orð. Þau eru að sjálf-
sögðu ekki að neinu leyti rituð á
vegum Félags íslenskra heimilis-
lækna, þeir skýra sín sjónarmið
betur, ef þeim finnst ástæða til.
Ég hef aðeins áhuga á málinu sem
gamall heimilislæknir.
í greininni er ágætt yfirlit yfir
störf Hjartaverndar. Ég held, að
það hafi ekki farið fram hjá mörg-
um, sem um þessi málefni hugsa á
annað borð, hve mikilvægu hlut-
verki stofnunin hefur gegnt þau ár
sem hún hefur starfað, ekki síst
vegna rannsókna á tíðni hjarta-
og æðasjúkdóma og hverjir séu
helstu áhættuþættirnir við mynd-
un þeirra hér á landi. Þetta starf
er vel unnið og hefur geysimikla
vísindalega þýðingu, enda vakið
athygli vísindamanna erlendis og
aukið hróður íslenskrar læknis-
fræði. Hjartavernd er því stofnun,
sem við getum öll verið stolt af.
Það er rétt að benda á, að sá hópur
manna, sem rannsakaður er, hefur
verið valinn með tölfræðilegum og
skýrslufræðilegum aðferðum
þannig, að þessi hópur er rétt sýn-
ishorn af heildinni.
Jafnframt þessari starfsemi
hefur verið nokkuð um það, að fólk
hefur fengið tilvísanir til Hjarta-
verndar og gengið gegnum sams
konar rannsóknakerfi og hópur-
inn, sem valinn var til hinnar vís-
indalegu könnunar. Þessar tilvís-
anir eru flestar þannig til komnar,
að tilvísunarhafa hefur langað til
að „láta rannsaka sig virkilega
nákvæmlega" og ganga þannig
fyllilega úr skugga um, að ekkert
væri athugavert við heilsufar
hans. Oftast er þetta fólk, sem
hefur engin sérstök sjúkdómsein-
kenni. Stundum hefur tilvísandi
læknir viljað notfæra sér þá þjón-
ustu, sem Hjartavernd býður upp
á og senda þangað til rannsókna
Guðsteinn Þengilsson
sjúklinga sem höfðu einkenni er
bent gátu til sjúkdóma í hjarta
eða æðum. Sjálfur hefur hann þá
e.t.v. ekki haft aðstöðu til að láta
gera þessar rannsóknir á eigin
vegum. Það er um þessa hópa, sem
ágreiningurinn virðist vera milli
heimilislækna og Hjartaverndar.
Eins og ég vék að áðan, koma
menn oft til heimilislækna og
biðja um tilvísun til Hjartavernd-
ar. Meðan aðstaða heimilislækna
til rannsókna var lélegri en nú er,
var það að sjálfsögðu kjörið að fá
„Ég tel ekki rétt að segja,
að það sé gagnslaust að
senda fólk með tilvísanir
til Hjartaverndar, því fer
mjög fjarri. En ég held
fram, að það sé óþarft, því
að heimilislæknar geti
annast allar nauðsynlegar
rannsóknir á skjótari og
hagkvæmari hátt...“
svo margar athuganir gerðar á
einum stað, enda sparaði það
læknum mikla vinnu. Nú hefur
þessi aðstaða víða gjörbreyst til
batnaðar hin síðari ár. Á
heilsugæslustöðvum, þar sem
meinatæknar eru við höndina er
unnt að taka daglega sýnishorn af
blóði og þvagi o.s.frv. Sumt er
rannsakað á staðnum en annað,
s.s. öll blóðefnafræði, fer fram á
stærri rannsóknastofum á sjúkra-
húsunum eða í Domus Medica.
Þangað senda sumir heimilislækn-
ar öll sýnishorn beint. Með þessu
móti getur heimilislæknirinn gert
eða látið gera undir sinni umsjá
sams konar rannsóknir og þær
sem fram fara hjá Hjartavernd.
Þetta hefur ýmsa kosti fram yf-
ir það að senda fólk með tilvísanir
til Hjartaverndar. Heimilislækn-
irinn hefur allar niðurstöður I
höndum a.m.k. þrefalt fyrr en ef
hann biði eftir niðurstöðum frá
Hjartavernd. Það sparar sjúkl-
ingnum mikinn tíma og rannsókn-
in í heild kostnaðarminni bæði
fyrir sjúklinginn og þjóðfélagið,
Éf niðurstöður benda til þess að
sérfræðilegrar meðferðar sé þörf,
er þegar leitað til sérfræðings, t.d.
í hjartasjúkdómum, og athuganir
hans og meðferð koma því miklu
fyrr til framkvæmda en ef hin
seinlegri leið væri farin. Benda má
á það, að oftast líða 3 vikur frá því
að sjúklingur fer til Hjartavernd-
ar og þar til niðurstöður berast
heimilislækni, og er þá ekki með-
talinn biðtíminn frá því að sjúkl-
ingurinn fær tilvísun og þangað til
hann kemst að til rannsóknar. Sá
tími getur að sjálfsögðu verið mis-
langur eftir aðstæðum.
Ég tel ekki rétt að segja, að það
sé gagnslaust að senda fólk með
tilvísanir til Hjartaverndar, því
fer mjög fjarri. En ég held því
fram, að það sé óþarft, því að
heimilislæknir geti annast allar
nauðsynlegar rannsóknir á skjót-
ari og hagkvæmari hátt, bæði
fyrir sjúklinginn og þjóðfélagið.
Niðurstöður mínar í þessu rabbi
eru því þessar:
1) Gildi Hjartaverndar sem vís-
indalegrar rannsóknastofnun-
ar er hafið yfir allan vafa.
Starfsemi hennar er ómetanleg
og er okkur íslendingum til
mikils sóma.
2) Tilvísanir til Hjartaverndar í
því skyni að rannsaka einstaka
sjúklinga og „gera allsherjar
úttekt á heilsufarinu" tel ég
óþarfar með öllu eins og að-
stæðum er háttað nú. Heimil-
islæknirinn getur annast þess-
ar rannsóknir á hagkvæmari,
skjótvirkari og markvissari
hátt.
Guðsteinn Þengilsson
Hvorn tekjuskatt-
inn á að afnema?
eftir dr. Magna
Guðmundsson
Við höfum tvo tekjuskatta í
þessu landi: stighækkandi tekju-
skatt og útsvar, sem er flatt. Báðir
eru beinir skattar, en svo nefnast
skattar, sem greiddir eru af ein-
staklingum eða fyrirtækjum til
gjaldheimtu beint. Báðir falla á
tekjur af vinnu eða eignum og eru
því tekjuskattar.
Það þykir ekki góð pólitík að
hafa tvo eða fleiri skatta á einn og
sama skattstofninn. Annan
nefndra tveggja skatta ætti að af-
nema. Spurningin er aðeins: hvorn
þeirra? Einnig þarf að athuga,
hvernig fá megi ríkissjóði eða
sveitarsjóðum annan tekjustofn í
staðinn.
Þess er fyrst að geta, að báðir
þessir beinu skattar hafa þá ótví-
ræðu yfirburði yfir óbeina skatta,
sem leggjast á eyðslu eða útgjöld
(sbr. söluskatt), að þeir hækka
ekki vöruverð eða þjónustu og
auka því ekki verðbólgu.
Tekjuskatturinn, sem er stig-
hækkandi, er sjálfvirkt hagstjórn-
artæki. Þegar tekjur vaxa al-
mennt, eykst skattheimtan vegna
stighækkunarinnar hlutfallslega
meira en tekjurnar og kemur fram
sem tekjuafgangur hjá ríki. Með
þessum hætti dregur úr kaupgetu
að tiltölu, og vöxtur ráðstöfunar-
tekna verður minni en vöxtur
þjóðartekna. Neyzla og eyðsla
minnkar að sama skapi, og það
stuðlar að jafnvægi. Þegar tekjur
almennt eru aftur á móti fallandi,
minnkar skattheimtan vegna s*ig-
lækkunar skattsins niður tekju-
stigann hlutfallslega enn meira,
þannig að lækkun ráðstöfunar-
tekna verður mun minni en ella
hefði orðið.
Þjóðfélagið má illa án þessa
sjálfvirka hagstjórnartækis vera.
Af þeirri ástæðu stendur nær að
fella brott útsvarið, sem er flatur
tekjuskattur og hefir því ekki
þessar verkanir. Útsvar er nú
11,88% á brúttótekjur með fáein-
um undantekningum, en veittur er
afsláttur (lækkun), kr. 1159 á
mann. Það jafngildir því, að byrj-
að sé að reikna útsvar á brúttótekj-
ur, sem nema tæpum kr. 10 þús.
Hins vegar leggst tekjuskattur á
nettótekjur. Þrep eru þrjú: 25%,
35% og 50%. Tekjuskattsafsláttur
er kr. 17.351, sem jafngildir því, að
byrjað sé að reikna skattinn á
nettótekjur, er nema tæpum kr. 70
þús. Það má því ljóst vera, að út-
svar kemur mun þyngra niður á
lágtekjum og miðlungstekjum en
tekjuskatturinn gerir.
Éf það er rétt, að þessir tveir
skattar séu ranglátir vegna lélegr-
ar skattheimtu, ef þeir eru í fram-
kvæmd nánast launaskattar, ber
„Það þykir ekki góð
pólitík að hafa tvo eða
fleiri skatta á einn og
sama skattstofninn.“
hiklaust að afnema útsvarið, en
gera tekjuskattinn um leið skap-
legri.
Tekjuskatt á ekki að leggja á
tekjur, sem duga aðeins fyrir
nauðþurftum. Á tekjur ofar því
lágmarki (= persónufrádrætti)
komi stighækkun í mörgum þrep-
um, með jöfnum halla, þó þannig
að í efsta þrepi sé ekki tekið meira
en nemur 50% tekna.
Persónufrádráttur er heppi-
legra form en persónuafsláttur
(skattafsláttur). Hinn síðarnefndi
gerir skattútreikning mun flókn-
ari og erfiðari. Ein af grundvall-
arreglum skattfræðinnar er ein-
faldleiki. Sérhver skattþegn á rétt
á því og kröfu til þess að vita og
geta fundið út með einföldum
hætti, hvað honum ber að greiða í
skatt.
Ef sveitarfélögin geta ekki án
útsvarsins verið, ber að reikna það
með öðrum hætti. Það ætti að
koma sem álag (%) á innheimtan
tekjuskatt — og mætti gjarnan
vera breytilegt innan marka, eins
og hvert skattumdæmi kynni að
óska. Slíkt myndi skapa heilbrigða
samkeppni milli héraða, sem gæti
á ýmsan hátt orðið gagnleg.
Enn betri lausn fyrir sveitarfé-
lögin væri að fá til ráðstöfunar
síðasta stig virðisaukaskatts
(smásölustigið), þegar sá skattur
verður upp tekinn.
Alfred Guðmundsson og starfsmenn NeUgerðarinnar að störfum.
Netagerð Thorbergs
flytur í Grandaskála
NETAGERÐ Thorbergs Einarssonar og Netagerð Alfreðs Guð-
mundssonar hefur nú verið steypt saman í eitt fyrirtæki og hefur
starfsemin öll verið flutt í Grandaskála í Reykjavík.
Netagerð Thorbergs Einars-
sonar var stofnuð 1931 og er því
meðal elstu fyrirtækja sinnar
tegundar í landinu. í febrúar á
þessu ári voru færð undir sömu
stjórn Netagerð Thorbergs og
Netagerð Alfreðs Guðmundsson-
ar. Nú hefur hið nýja fyrirtæki,
sem ber nafn Thorbergs Einars-
sonar, flutt í nýtt húsnæði í
Grandaskála í Reykjavík. Fyrir-
tækið annast framleiðslu og við-
gerðir á hvers kyns veiðarfærum
fyrir skip af öllum stærðum, s.s.
botnvörpu, snurvoð og rækju-
troll, auk þess sem það framleið-
ir allan nauðsynlegan búnað til
fisk- og laxeldis.
Nýja húsnæðið er u.þ.b. 1000
fermetrar að stærð og skiptist
jafnt í vinnupláss og nóta-
geymslur.
Helstu eigendur fyrirtækisins
eru Alfreð Guðmundsson, sem
jafnframt er framkvæmdastjóri,
og Þórður Þorfinnsson.