Morgunblaðið - 08.06.1983, Qupperneq 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Spjallað um útvarp og sjónvarp
„Tomin komið fyrir sem
næturverði í dýragarði“
Fyrir utan tíðindin frá
Grímsvötnum af eldsumbrotum
er minnisstæðast úr fréttum síð-
ustu viku, er kom til handalög-
mála nýlega á milli tveggja
stjórnmálamanna í beinni út-
sendingu sjónvarpsins í Brasilíu.
íslenska sjónvarpið sýndi at-
burðinn síðastl iðið föstudags-
kvöld 27. maí. Stjórnmálamenn-
irnir voru á öndverðum meiði
um stjórnmál í landi þar sem
ekki ósjaldan kemur til póli-
tískra víga á götum úti. Sem bet-
ur fer tókst stjórnanda útsend-
ingarinnar að stilla til friðar áð-
ur en stjórnmálamennirnir rifu
fötin utan af hvor öðrum.
Það var aftur rólegra og af-
slappaðra andrúmsloft í þætti
Jónasar Jónassonar, „Kvöldgest-
ir“, sem var á dagskrá útvarps-
ins um miðnætti. Jónas tilkynnti
í lok þáttarins að þetta væri síð-
asti þátturinn og eru það sorgar-
tíðindi. Þáttur Jónasar hefur
notið almennra vinsælda út-
varpshlustenda, hann hefur ver-
ið frábærlega vel heppnaður frá
fyrstu tíð og er full ástæða til
þess að skora á Jónas að byrja
með þáttinn á ný á haustmánuð-
um í upphafi vetrardagskrár.
Gestir Jónasar í þessum þætti
síðastliðið föstudagskvöld voru
séra Bernharður Guðmundsson,
fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, og
Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlist-
armaður, sem bæði voru góðir
gestir. Þorgerður hefur nýlega
fengið svonefnd bjartsýnisverð-
laun sem veitt eru einu sinni á
ári Norðurlandabúa að loknum
fundi í Kaupmannahöfn og nor-
ræn samstarfsnefnd veitir í við-
urkenningarskyni fyrir afrek á
sviði lista og vísinda. Þau verð-
laun á hún fyllilega skilið. Fram-
lag hennar til íslenskrar tónlist-
ar er mikið og lofsvert. Séra
Bernharður Guðmundsson hefur
reynst íslensku þjóðkirkjunni
góður fulltrúi og unnið gott starf
í fræðlu- og útbreiðslumálum
kirkjunnar. Hann sagði í þættin-
um „Kvöldgestir" frá starfi sínu
að trúmálum í Afríku og spjall-
aði um líf sitt og starf í þágu
kristinnar trúar. Þorgerður Ing-
ólfsdóttir rakti nokkuð ítarlega
framlag sitt til Hamrahlíðar-
kórsins sem hún byrjaði að
stjórna fyrir um það bil fimmtán
árum. Kórinn hefur vakið al-
þjóða athygli fyrir fagran söng
og þáttur Þorgerðar Ingólfsdótt-
ur í þjálfun kórsins mikill og at-
hyglisverður.
Skemmtiþáttur Bandaríkja-
mannsins Sammy Davis jr. og
breska háðfuglsins Bruce For-
syth í sjónvarpinu laugar-
dagskvöldið 26. maí, var frábær
og-er ég mikið ósammála nafna
mínum Friðrikssyni sem í DV
gefur þessum þætti lægstu eink-
unn og segir hann leiðinlegan.
Sammy Davis er þrátt fyrir hvað
hann er ófríður og lítill fyrir
mann að sjá, skemmtikraftur á
heimsmælikvarða og með ólík-
indum hvað sá maður er fjölhæf-
ur. Hann hefur mikla eftir-
hermugáfu og leikur auk þess á
fjölmörg hljóðfæri og er ágætur
söngvari þegar honum tekst best
upp eins og í þessum þætti. Ég
saknaði þess að Sammy steppaði
líið sem ekkert, en í þeirri göf-
ugu íþrótt er hann í allra
fremstu röð. Þeir félagar
Sammy og Bruce skemmtu
sjónvarpsáhorfendum í klukku-
stund með ærslum og sprelli og
hermdu meðal annars eftir
Frank Sinatra, hinum kunna
glaumgosa og leiðtoga í Holly-
wood, „borg gleðinnar".
„Stiklur", þáttur ómars Ragn-
arssonar, var á dagskrá sjón-
varpsins sunnudagskvöldið 29.
maí eftir fréttir og auglýsingar.
Að þessu sinni var ómar í heim-
sókn hjá Vilhjálmi Hjálmars-
syni, fyrrverandi bónda, alþing-
ismanni og menntamálaráð-
herra. Vilhjálmur fylgdi ómari
um heimabyggð sína í Mjóafirði
og þeir röltu um túnfótinn
heima hjá Vilhjálmi á Brekku og
Vilhjálmur sagði frá búskap í
Mjóafirði og framtíð hans.
Vilhjálmur klæddist íþrótta-
fatnaði og ekki að sjá að þar færi
tæplega sjötugur maður, hann
var léttur í spori og hljóp um
túnin eins og tvítugur unglingur.
Þessi þáttur var eins og fyrri
þættir Ómars fróðlegur og
skemmtilegur og kostir þáttanna
helstir að þeir eru góð kynning á
landi og þjóð auk þess sem
myndataka og öll úrvinnsla
tæknimanna er frábær.
„Óvinir ríkisins" heitir bresk
sjónvarpsmynd sem sýnd var í
sjónvarpinu síðastliðið mánu-
dagskvöld og lýsir sannsögu-
legum atburðum. Það mun hafa
verið árið 1977 sem 243 mennta-
menn, rithöfundar og blaðamenn
í Tékkóslóvakíu undirrituðu
mannréttindayfirlýsingu í anda
Helsinki-sáttmálans. Þeir stofn-
uðu hreyfinguna Charta 77 og
urðu að þola ofsóknir og hand-
tö'kur af hálfu sósíalískra yfir-
valda í Tékkóslóvakíu. Myndin
lýsir örlögum eins þessara
manna, heimspekikennarans
Julius Tomin og fjölskyldu hans.
Heimspekikennarinn var sviptur
öllum mannréttindum. Julius
Tomin var komið fyrir sem næt-
urverði í dýragarði. Eiginkona
Tomin, Zdena, ritaði frásögn af
atburðum eftir að þau hjónin
Eilíf umræða
Bókvitið og askarnir
Opið bréf til Árna Gunnarssonar, skrifstofu-
stjóra í menntamálaráðuneytinu, og Ingvars
Gíslasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra,
frá Hallgrími Hróðmarssyni, kennara við MH
Því miður hefur dregist nokkuð
að ég kæmi því í verk að skrifa
ykkur þetta bréf. Það er mjög
bagalegt af því að nú eruð þið báð-
ir komnir úr ykkar fyrri störfum.
En vonandi eruð þið samt tilbúnir
að ræða við mig opinberlega um
samskipti mín við ráðuneyti
menntamála að undanförnu.
Breytingin skiptir litlu í þínu til-
viki, Árni Gunnarsson, þar sem þú
ert nú kominn í ábyrgðarmeira
starf innan ráðuneytisins. Og þó
þú, Ingvar Gíslason, sért laus úr
embætti ráðherra þá ertu ekki
laus undan þeim ákvörðunum sem
þú hefur tekið sem slíkur.
Umsókn um árs-
orlof hafnað
Það sem mig langar til að ræða
í bréfinu því arna er umsókn mín
um ársorlof næsta skólaár og að
þið ráðuneytismenn skulið hafna
henni. Ég er skipaður kennari í
eðlisfræði og stærðfræði við
Menntaskólann við Hamrahlíð og
hef kennt það lengi að ég á rétt á
orlofi (starfsaldur 13 ár). Ég er
með BA-próf í eðlisfræði, stærð-
fræði og efnafræði (frá 1972). En
síðasta vetur stundaði ég nám við
Háskóla íslands í almennri bók-
menntafræði jafnframt kennsl-
unni. Ég lauk þar prófi í 10 eining-
um og hyggst taka haustpróf í 5
einingum til viðbótar. í umsókn
minni gat ég þess að ég hefi áhuga
á að halda áfram námi mínu í
bókmenntafræðum við háskólann
í Kaupmannahöfn. Þið ráðuneyt-
ismenn höfnuðuð umsókn minni
og gáfuð þá skýringu: „að umsókn
yðar miðast við orlof til að stunda
háskólanám í grein sem ekki teng-
ist kennslusviði yðar, og það telur
ráðuneytið ekki samrýmast gild-
andi ákvæðum um orlofsveitingar
til kennara".(1)
Þá fullyrðingu að almenn bók-
menntafræði tengist ekki mínu
kennslusviði ætla ég að ræða síðar
í bréfinu. En víkjum aðeins að
„gildandi ákvæðum". f lögum um
menntaskóla (nr. 12/1970) segir
svo í 12. grein: „Nú hefur kennari
gegnt embætti í 10 ár og óskar að
hverfa frá störfum í eitt ár til að
efla þekkingu sína og kennara-
hæfni og skal hann þá senda yfir-
stjórn skólanna beiðni um orlof
ásamt greinargerð um, hvernig
hann hyggst verja orlofsárinu. Ef
ráðuneytið telur þá greinargerð
fullnægjandi, getur það veitt
kennaranum árslorlof með fullum
launum. Engum kennara skal þó
veita slíkt orlof nema einu sinni.
Beiðni um orlof skal senda með
ársfyrirvara. Yfirstjórn skólanna
veitir kennurum er þess óska,
leiðbeiningar um, hvernig orlofs-
ári skuli varið, en allir verða þeir
að gefa henni fullnægjandi
skýrslu um störf sín a orlofsári
loknu, að viðlögðum launamissi
fyrir það ár. Yfirstjórn skólanna
setur nánari reglur um fram-
kvæmd orlofs kennara. Skal þess
gætt, að það trufli ekki störf skól-
ans eða torveldi þau.“ í reglugerð
um menntaskóla (nr. 12/1971) er
nánast sama orðalag í 57. grein
nema að þar hefur yfirstjórn skól-
anna fengið heitið menntamála-
ráðuneytið.
í þessum lögum og reglugerð er
skýrt talað um að kennarinn
hverfi frá störfum til að efla þekk-
ingu sína og kennarahæfni — og
það er einmitt það sem ég hafði í
huga.
I sérkjarasamningum Hins ís-
lenska kennarafélags og fjármála-
ráðherra frá 1. ágúst 1982 segir:
„Framhaldsnám: 13.1. Um leyfi til
framhaldsnáms félaga í HÍK
skulu eftir því sem við getur átt
gilda ákvæði reglugerðar nr. 62
frá 17. mars 1975.“ Þessi reglugerð
er reyndar um orlof til grunn-
Hallgrímur Hróðmarsson
skólakennara og þessvegna er
þetta sérstaka orðalag notað. En í
reglugerðinni er lýst hver skilyrði
eru fyrir orlofum, hvernig eigi að
raða umsækjendum í forgangsröð
og fleira. Of langt mál er að tí-
unda þetta plagg hér, en ég leyfi
mér að fullyrða að ekkert ákvæði í
því mæli gegn orlofsveitingu til
mín.
Þetta eru þau „gildandi ákvæði“
sem þið hafið að styðjast við og i
þeim getið þið ekki fundið neitt
sem mælir gegn því að veita mér
ársorlof. Enda er það athyglisvert
að þið hafið ekki reynt að visa
beint til neinna skriflegra ákvæða
sem styðja mál ykkar. Hér er því
um að ræða túlkanir ykkar á því
hvernig fara eigi eftir „gildandi
ákvæðum".
Umsókninni hafnað þrátt
fyrir viðbótarupplýs-
ingar og rökstuðning
í apríl á þessu ári lá fyrir að
nokkrir af þeim 10 kennurum á
framhaldsskólastigi sem fengu
orlof gætu ekki þegið það af ýms-
um ástæðum. Og var þá leitað til
þeirra umsækjenda sem næstir
voru í röðinni í starfsaldri. Ekki
var haft samband við mig þó enn
ætti eftir að úthluta einu orlofi.
Þess í stað var auglýst eftirt við-
bótarumsóknum og bárust nokkr-
ar. Þar sem ég taldi umsókn mína
enn í fullu gildi sendi ég inn við-
bótarupplýsingar um nám mitt í
vetur og væntanlegt nám mitt
næsta vetur. í bréfi mínu til ráðu-
neytisins segir: „Ef ég fæ orlof
næsta ár er mjög líklegt að ég geti
lokið 30 einingum í bókmennta-
fræði til viðbótar (og hef þá 45
einingar). En eins og kunnugt er
þarf 30 einingar til þess að grein
sé metin sem aukagrein til BA-
prófs og 60 einingar til að hún sé
metin sem aðalgrein. Ég tel að eft-
ir árið eigi ég stutt í að geta hafið
kennslu í þessari grein. En jafn-
framt tel ég að hæfni mín sem
kennara muni stóraukast. Ekki
síst í öllu innra starfi skólans því
mikil nauðsyn er að kennarar fái
nasasjón af því sem kollegar
þeirra eru að gera.“(2>
Ég sendi einnig inn umsögn Álf-
rúnar Gunnlaugsdóttur, eins af
kennurum mínum við HÍ, um
þessa orlofsbeiðni mína, en þar
segir: „Ég vona að haft verði í
huga, þegar fjallað verður um um-
sókn hans, að nám í bókmenntum
veitir mönnum ekki aðeins starfs-
menntun, heldur nær til fleiri
þátta og skilar sér því aftur á
óbeinan hátt og ekki alltaf áþreif-
anlegan í uppeldi, mannlegum
samskiptum og ekki síst við að
koma hugmyndum áfram milli
kynslóða." (3>
Einnig fylgdi bréfi mínu um-
sögn Örnólfs Thorlaciusar, rektors
MH, en þar segir m.a.: „I kennslu-
fræðum er nú talsvert fjallað um
samþættingu námsgreina, en í
framkvæmd strandar slík sam-
þætting, a.m.k. í framhaldsskól-
um, oftast á þröngri fagþekkingu
kennara. Það hlýtur því að teljast
kostur að hafa meðal kennara í
framhaldsskóla menn sem lagt
hafa stund á ólík fræði, jafnvel
þótt kunnátta þeirra nýtist ekki
beinlinis til fagkennslu í öllum
þessum fræðum." (4>
í framhaldi af þessu var síðan
gerð eftirfarandi samþykkt í
stjórn Hins íslenska kennarafé-
lags þann 19. apríl sl.: „Stjórn
HlK mælir með því að Hallgrímur
Hróðmarsson, kennari við MH, fái
orlof það sem enn er óúthlutað.
Losni fleiri orlof leggur stjórnin
til að umsækjendur komi til
greina í þessari röð:“ — og síðan
kemur upptalning nafna. Én allt
kom fyrir ekki — umsókn minni
var hafnað og kennurum með
minni starfsaldur að baki var
veitt orlof.
Þó í umsögn Álfrúnar sé vikið
að almennu gildi menntunar er
ráðuneytið ekki tilbúið að fallast á
að það nýtist mér á mínu
„kennslusviði" á framhaldsskóla-
stigi. Þó í umsögn minni og örn-
ólfs sé vikið að innra starfi skól-
ans og samþættingu námsgreina
þá er ráðuneytið enn við sama
heygarðshornið. — Þetta getur
ekki nýst þér, Hallgrímur, á þínu
„kennslusviði“ á framhaldsskóla-
stigi.
Ög það sem merkilegra er: ann-
ar þeirra manna sem hafnar um-
sókn minni og neitar að viður-
kenna gildi bókmennta sem al-
menns þekkingartækis, er sjálfur
menntaður í bókmenntafræði.
Tengsl bókmennta
og raungreina
— “I can’t believe that,“ said
Alice. “Can’t you?“ the Queen
said, in a pitying tone. “Try again:
draw a long breath, and shut your
eyes.“ Alice laughed. “There’s no
use trying," she said: “One can’t
believe impossible things." “I dare
say you havn’t had much pract-
ice,“ said the Queen. “When I was
your age, I always did it for
halfan-hour a day. Why, sometim-
es I’ve believed as many as six
impossible things before break-
fast.“
Margir kannast eflaust við text-
ann hér að ofan. Þetta er úr sög-
unni um Lísu í Undralandi eftir
Lewis Caroll. En hvar ætli ég hafi
síðast rekist á hann? — Jú, það
var í kennslubók í eðlisfræði
„Patterns in Physics", í kaflanum
sem fjallar um þá ótrúlegu stað-
reynd að hraði ljóssins mælist
alltaf sá sami hver svo sem mæl-
andinn er og hvar svo sem hann
er. Þannig hafa menn um langan
tíma reynt að tengja það besta
sem við eigum í bókmenntum
okkar því sem við erum að fást við
hverju sinni.
En lítum á tvö dæmi úr íslensk-