Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 13

Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNl 1983 45 Vilhjálmur Hjálmarsson fengu hæli í Bretlandi árið 1981 og myndin byggir á þeirri frá- sögn. Átakanleg mynd um bar- áttu fyrir frelsi og mannréttind- um þar sem einræði Kommún- istaflokksins er algjört yfir fólk- inu og lífi þess. Þáttur dr. Þórs Jakobssonar, „Spútnik", sitthvað úr heimi vís- indanna, er á dagskrá útvarpsins vikulega á þriðjudögum klukkan fimm síðdegis. Þátturinn hófst þannig þriðjudaginn 31. maí að Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur á Landspítalanum, sagði frá tækni til geislalækninga og lýsti ýms- um tækjum t.d. svonefndum línuhraðli og var það fróðleg frásögn. Þættir dr. Þórs Jak- obssonar úr heimi vísindanna eru ávallt mjög fróðlegir fyrir áhugamenn um tæknimál og vís- Jónas Jónasson indi. Fyrir tæpum hálfum mán- uði spjallaði dr. Þór t.d. við Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðing, um eðli og orsakir jarðskjálfta. Ragnar hefur aflað sér víðtækrar menntunar í jarð- skjálftafræðum og er líklega í fremstu röð vísindamanna í jarskjálftafræðum, það vel að sér um jarðskjálfta að ég hef hann jafnvel grunaðan um að geta komið þeim af stað, t.d. ein- um litlum uppá 2—3 gráður á Richter-mælikvarða. í útvarpinu eru margir tón- listarþættir þar sem leikin er létt tónlist, dans og dægulög. Ólafur Þórðarson er umsjónar- maður þáttar eftir hádegi á mánudögum sem nefnist „Mánu- dagssyrpan" og ég hef af og til í vetur hlustað á þátt ólafs og lík- ar hann vel. Ólafur spjallar fjör- lega og skemmtilega við hlust- endur og velur oft ágæta tónlist til flutnings í þáttum sínum. Sama má segja um þætti Ás- geirs Tómassonar, „Fimmtudagssyrpan", og Páls Þorsteinssonar og Þorgeirs Ástvaldssonar, „Þriðjudagssyrp- an“, þeir eru einnig ágætir. Samkvæmt prentaðri dagskrá þá er þess getið að mánudag 30. maí klukkan 17.40 sé þáttur sem ber heitið „Síðdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni". Ég er áhugamaður um garðrækt og opnaði því fyrir útvarpið þegar þáttur Hafsteins var á dagskrá. Ég vökvaði blómin á meðan ég beið þess að þáttur Hafsteins hæfist, en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ekkert varð úr þættinum og í staðinn var leikin sinfóníutónlist og svo kom skákþátturinn þar á eftir. Engin skýring kom á fjarveru Haf- steins úr garðinum en ég bíð spenntur þáttarins sem er í prentaðri dagskrá fimmtudag- inn 2. júní. Dagskrá Ríkisútvarpsins dag- ana 28. maí til 2. júní var héldur lítilfjörleg og tilbreytingalaus og fátt sem vakti athygli mína. Dagskrá sjónvarpsins er þó fjöl- breyttari og ekki í jafn föstum skorðum og útvarpsdagskráin en gæti þó verið betri. Það vantar t.d. meira íslenskt efni í dagskrá sjónvarpsins annað en íþróttir sem eru á dagskrá meira eða minna alla daga og mér skilst að íþróttaunnendur fái samt aldrei nóg, enda íþróttadellan kostuleg della. Ólafur Ormsson Mynd Mbl. KÖE. Lyftingamenn hrökklast út vegna lélegra aðstæöna íslenzkir lyftingamenn hafa um langt árabil mátt búa við ákaflega slæmar aðstæður til æfinga. Hinum sænska þjálfara þeirra ofbauð aðstaðan svo að hann lýsti „Jakaból" — æfingahús þeirra lyftinga- manna, heilsuspillandi. Lyftingamenn brugðu á það ráð á laugardag að æfa úti — æfðu á útitaflinu í Lækjargötu í ausandi rigningu. um framhaldsskólum. Það hafa myndast margar góðar sögur af mjög virtum kennara sem eitt sinn kenndi efnafræði við einn af framhaldsskólum landsins. Hann hafði gott lag á að tengja þá grein við aðra þætti í mannlífinu og þá ekki síst bókmenntir. Hann dvaldi oft lengi við gömlu gullgerðar- mennina sem segja má að hafi verið fyrstu efnafræðingarnir. Hann lýsti hvernig þeir bræddu efnin í deiglum sínum — en þaðan höfum við: „að vera í deiglunni". Eitt árið hafði kennarinn mjög áhugasama nemendur sem ekki fannst fara mikið fyrir efnafræði- tilraunum í kennslunni. Og eins og góðum nemendum sæmir kvört- uðu þeir undan þessu. Hann brást ljúfur við og sagði að í næsta tíma skyldi hann gera tilraun. Og í næsta tíma mætti hann með stóra og þykka bók með aragrúa til- rauna og sýndi þeim. Og hann benti þeim á að mjög margar til- raunir voru í bókinni um eigin- leika vatnsins. En svo dró hann upp aðra bók sýnu minni og sagð- ist ætla að gera tilraun um vatnið með aðstoð hennar. Og uppúr henni las hann þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Vatninu eftir Nor- dahl Grieg. Varla er hægt að hugsa sér áhrifameiri aðferð til að sýna nemendum hvers virði vatnið er þeim þjóðum heims sem njóta þess í ríkum mæli. Þegar hann hafði lokið lestri kvæðisins sátu menn nokkra stund hljóðir — en svo sagði’ann: „Jæja, nú skulum við koma út og skoða skýin — þar er vatnið í sinni fegurstu rnynd." — Ég hef það oft heyrt þessa sögu að mér þykir sennilegt að þetta sé eitthvert markverðasta atvik úr framhaldsskólagöngu þessara nemenda. Annað dæmi um tengsl bók- mennta og raungreina hef ég úr eðlisfræðikennslu við Mentaskól- ann að Laugarvatni. Þar kenndi í mörg ár Þórir Ólafsson, nú próf- essor við Kennaraháskóla Islands. Og í máladeildinni reyndi hann að tengja sögu eðlisfræðinnar því sem gerðist í mannkynssögunni á hverjum tíma. I kennslubókinni sem hann notaði (Harvard Phys- ics Project) var t.d. talið upp hverjir voru samtímamenn Galílei og hverjir samtímamenn New- tons. Þannig var hægt að sýna áhugasömum nemendum það sem var að gerast í eðlisfræðinni í snertingu við aðrar hræringar í mannlífinu. Og á hverjum vetri lét hann nemendurna hlusta á upp- töku af leikriti Bertolt Brechts „Ævi Galílei", en það hafði verið leikið í útvarpinu nokkru áður. En hversvegna að láta nemendur í eðlisfræði hlusta á þetta leikrit? — Jú, það var eðlilegt — í því má finna góðar vísindalegar rökræður á auðveldu og skiljanlegu máli fyrir nemendurna. — Og í því sjá þeir hvernig vísindamaðurinn beigir sig fyrir valdinu á þessum tíma — kirkjuvaldinu — og af- neitar kenningum sínum um að jörðin snúist í kringum sólu — af því að slíkar kenningar eru vald- höfunum ekki þóknanlegar. En vísindamaðurinn heldur áfram rannsóknum sínum í leynum og smyglar loks handritinu að loka- verki sínu úr landi til þess að framþróunin verði ekki stöðvuð. í leikritinu eru einnig vangaveltur um það djúp sem getur myndast milli vísindamannsins og hins al- menna manns og hversu slæmar afleiðingar rannsóknir geta þá haft fyrir mannkynið. Sigurganga Hitlers árið 1938 var sá veruleiki sem blasti við Brecht þegar hann samdi fyrstu útgáfu verksins, en breytingar á henni komu eftir að sprengd hafði verið fyrsta kjarn- orkusprengjan árið 1945. Þegar Brecht lést var hann byrjaður á verki sem fjallaði um vísindamanninn Albert Einstein. Það er mikill missir fyrir bók- menntir og raungreinar að honum tókst ekki að ljúka því. Þetta ætti að nægja um tengslin milli þessara greina en ég get ekki stillt mig um að nefna einn þátt enn: I íslenskum skólum vitna menn gjarna í lýsingar skáldanna okkar á náttúrunni. Og það hefur góð áhrif því hver gleymir útliti engjarósarinar ef hann hefur heyrt kvæði Jóns Helgasonar, „Á Rauðagili": „dumbrauðu höfði um dægrin Ijós drúpir hin vota ennjarós“. Önnur tengsl við raungreinar Fyrst ég er byrjaður á þessari tengslaumræðu vil ég ræða tvo þætti úr minni eigin kennslu. Ég hef þurft að segja nemendum mín- um frá eðli kjarnorkunnar. Og alltaf hef ég komið inn á í því sambandi að kjarnorkusprengjum var varpað á milljónir íbúa borg- anna Nagasaki og Hirosíma í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Og umræðan hefur alltaf þróast yfir í það að fjalla um hættuna sem fylgir kjarnorkustríði og ábyrgð vísindamannsins sem lætur þekk- ingu sína í té misvitrum herfor- ingjum til „sóknar og varnar". Og þegar ég nú fékk bréf ykkar ráðu- neytismanna á dögunum fór ég að velta fyrir mér hversu oft ég hefði farið út fyrir mitt „kennslusvið" eins og þið hugsið ykkur það. Einnig velti ég því fyrir mér hvort þið ráðuneytismenn væruð tilbún- ir að gefa mér skriflega lýsingu á mínu „kennslusviði"? Og jafn- framt hvort þið væruð tilbúnir að gefa út yfirlýsingar um það hvort mér væri leyfilegt að fara út fyrir skilgreiningu ykkar á mínu „kennslusviði" í kennslu minni. Svo ég geri ykkur vandamálið aðeins ljósara þá ætla ég að segja ykkur frá öðru dæmi. I vetur var ég með óvenjulíflegan hóp í eðlis- fræði 123. Þetta er félagsbrautar- fólk og fólk með sérstakan áhuga á tungumálum (eða það ímynda ég mér fyrst það velur þau). Ög einn daginn var ég allt í einu kominn á kaf í umræðu um austræna dul- speki við það. Einn nemandinn í hópnum vissi heilmikið um þessi mál og fræddi okkur um yin og yang. Yang er hið sterka, karllega, skapandi afl og tengist himninum. En Yin er hinn dökki, móttæki- legi, kvenlegi og efnislegi þáttur og er táknaður með jörðinni. Og þessir andstæðu þættir spila sam- an í tilverunni — þeir eru kjarn- inn í öllum fyrirbærum náttúr- unnar og í öllum mannlegum að- stæðum. En hvernig í ósköpunum var hægt að tengja þetta eðlis- fræði? Jú — ég hafði nýlega lesið bók sem heitir „The Tao of Phys- ics“ eftir Fritjof Capra, Ph.D. í fræðilegri kjarneðlisfræði, þar sem hann lýsir skemmtilegum tengslum austrænnar dulspeki og nútíma eðlisfræði. Sem dæmi um samspil ólíkra þátta í nútíma eðl- isfræði tók hann tvíeðli ljóssins. Hvernig það í einn tíma hegðar sér líkt og bylgjur en í annan líkt og agnir (eða orkuskammtar). Þetta tvíeðli rekumst við einnig á hjá ögnum t.d. hafa rafeindir ákveðna bylgjulengd sem háð er hraða þeirra og massa. Ef þessir nemendur mínir hefðu þekkt meira til nútíma eðlisfræði þá hefði ég getað minnt þá á að þó þessir þættir væru nauðsynlegir til að fá nálgunarlýsingu á hegðun ljóssins og efnisins þá væru þeir að sjálfsögðu háðir takmörkunum þeim sem felast í óvissulögmáli Heisenbergs. En samskonar óvissa er einmitt ríkjandi í vísdómsorð- um austrænna spekinga um lífið og tilveruna. Er ykkur ráðuneytismönnum ekki orðið ljóst að það getur orðið soldið erfitt að afmarka „kennslu- svið“ ákveðins kennara? Og svona í framhjáhlaupi hvað með þessa tvo kennara sem ég tilgreindi áð- an — fóru þeir út fyrir sitt „kennslusvið"? Og ef svo er að ykkar mati — máttu þeir það? — og voru þeir hæfir til þess að ykk- ar mati? Ekki vegna óánægju í núverandi starfi Þetta er nú orðið nokkuð langt bréf en eitt verð ég að segja ykkur áður en að lokaorðunum kemur: Ég hef mjög gaman af því að kenna eðlisfræði — mitt „kennslu- svið“. (Reyndar hef ég líka mjög gaman af því að kenna stærð- fræði, stjörnufræði og efnafræði.) Og ég er alltaf að sannfærast bet- ur og betur um að þar sem nám í bókmenntum hefur gildi í sjálfu sér geti það nýst mér á ómetanleg- an hátt í kennslustarfi mínu — í kennslustundum — og ekki síður utan þeirra í öllu því starfi sem fer fram og ætti að fara fram inn- an veggja þess fyrirbæris sem nefnist skóli. Mér finnst satt að segja — þessa dagana eftir að þið höfnuð- uð umsókn minni — að ráðuneyti menntamála hafi sett talsvert ofan. Og mér finnst reyndar — þessa dagana — dálítið erfitt að vera undir þessa stofnun settur. Við Islendingar höfum í gegnum tíðina barist gegn fordómum í garð menntunar. En nú er engu líkara en hið háa ráðuneyti hafi gert málsháttinn „Bókvitið verður ekki í askana látið“ að kjörorði sínu — og er það mjög miður. Spurningar í lokin Ég vil að lokum spyrja ykkur, Árni og Ingvar: Eruð þið ekki á því að einhver mistök hafi átt sér stað þegar umsókn minni um orlof næsta skólaár var hafnað á dög- unum? Og í framhaldi af því, er ekki hægt í samráði við nýjan menntamálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, að leiðrétta þessi mistök? Jafnframt ítreka ég spurn- ingarnar um „kennslusvið" mitt og þeirra ágætu manna sem ég minntist á. Eg held það væri mjög forvitnilegt fyrir kennara almennt að fá útlistun ráðuneytisins á því hvað það vill ganga langt í slíkum skilgreiningum. Ætli ég verði ekki að beina þessum spurningum sér- staklega til þín, Árni? I sambandi við þetta má geta þess að ég hef kennt efnafræði alveg til stúd- entsprófs nemendum á náttúru- og eðlisfræðibrautum en hef sjálf- ur ekki nema 10 einingar í þeirri grein á háskólastigi. Svo hef ég kennt stjörnufræði til stúdents- prófs, en í þeim fræðum hef ég engin háskólapróf. Það væri einn- ig forvitnilegt að fá vitneskju um álit ráðuneytisins á svoddan ráðs- lagi skólameistara minna sem nánast kröfðust þess að ég kenndi þessar greinar. Til vara — spurningar til Ragn- hildar Helgadóttur, ráðherra menntamála: Ef svo ólíklega vildi til að þeir herramenn, sem ég stíla þetta bréf til, vilji ekki kannast við að fram- in hafi verið mistök í ráðuneyti menntamála þegar umsókn minni um ársorlof var hafnað á dögun- um — þá langar mig að spyrja þig, Ragnhildur, hvað finnst þér um þetta mál? Finnst þér ekki ástæða til að taka fram fyrir hendurnar á svona herrum? Með fyrirfram þökkum og von um skjót svör, Úr bréfi frá menntamálaráöuneytinu til HH frá 6. maí 1983, undirritað af Birgi Thorlacius og Áma Gunnars- syni. 2. Úr bréfi frá HH til menntamálaráðu- neytisins c/o Árni Gunnarsson frá 14. aprfl 1983. 3. Úr umsögn Álfrúnar Gunnlaugsdótt- ur, dósents í almennri bókmennta- fræði við Háskóla fslands, frá 13. aprfl 1983. 4. Úr umsögn Örnólfs Thorlaciusar, rektors MH, frá 14. aprfl 1983.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.