Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
47
I morgen Mario
Jóhanna Kristjónsdóttir
I morgen Mario, eftir Grete Roulund.
Útg. Foriaget Rhodos
Dálítið óvenjuleg bók og skondin.
Danskur höfundur lýsir lífi portúg-
alska betlarastráksins Mario. En
mér skilst að Grete Roulund hafi
áður leitað fanga í bækur sínar
utan heimaslóða, á Spáni og í Kan-
ada.
Tónninn í I morgen Mario er
mjúkur og mildur. Sögusviðið er
Madeira. Sagt er frá samskiptum
betlarastrákanna innbyrðis; þeir
hafa sín föstu siðalögmál og frá
þeim má ekki víkja. Mario vinnur
fyrir ungum systrum sinum og
hann er í rauninni tákn þess ein-
staklings sem yfirvinnur erfiðleik-
ana og lætur aldrei bugast þrátt
fyrir að allt er honum andstætt —
að minnsta kosti ef velferðarkvarði
okkar er notaður. Það er eiginlega
alveg óhjákvæmilegt að lesara fari
að þykja vænt um Mario, svo mann-
eskjulegur er hann f stolti sínu,
auðmýkt og reisn.
Grete Roulund sendi frá sér smá-
sagnasafnið Verdito árið 1981 og
mun þá hafa fengið góða dóma.
Hún þykir hafa nokkra sérstöðu
meðal danskra höfunda og þótt ég
hafi ekki lesið fleiri bækur eftir
hana en I morgen Mario þykist ég
geta skilið það, að efnistök hennar,
afstaða hennar til persóna og at-
burða, er býsna fjarri stíl og skrif-
um margra danskra kollega hennar,
sem enn eru á kafi í vandamálabók-
um, sem sumar hverjar hafa svo
sem engan tilgang annan en vera
eins konar skýrsla. Blackhawk kom
út í fyrra og hlaut einnig ágætar
undirtektir. I morgen Mario er
splunkuný.
Eitt af verkum Evu á sýningunni I Ásmundarsal.
Eva í Asmundarsal
Myndlist
Valtýr Pétursson
Ung listakona heldur nú sem
stendur sína fyrstu einkasýningu í
Ásmundarsal við Freyjugötu. Þar
getur að líta rúmlega fimmtíu
myndir, gerðar á ýmsa vegu: coll-
age, olíumálverk, vatnslitir og
akríl. Sumt er gert á pappír, ann-
að á striga. Það er óneitanlega dá-
lítið þröngt á þingi þarna í Ás-
mundarsal, og ég er ekki í neinum
vafa um, að betur hefði farið á
veggjum ef svolítið hefði verið
grisjað og hefði sýningin í heild
ekki beðið tjón af. Það er alltaf
gott að láta hlutina hafa það rými,
sem skapar þeim andrúmsloft,
sem svo oft er nauðsynlegt til að
listaverk geti talað sínu máli til
fulls.
Það er hressilegur blær yfir
þessum verkum Evu Benjamíns-
dóttur. Hún hefur visst áræði og
notfærir sér myndflötinn á leik-
andi hátt, þar sem litur og form
fær að spila saman í órofa sam-
hengi. Það er viss spenna í sumum
þessara verka, sem fyrst og fremst
vitna um litameðferð af hinu góða,
ef svo mætti til orða taka. Eva
virðist hafa meira til málanna að
leggja í byggingu litarins en í
sjálfu forminu. Það er lausara og
um leið léttara í sér og verður því
ekki eins sannfærandi og litbygg-
ing flestra þessara verka. Þau eru
að mínum dómi nokkuð persónu-
leg og hafa lipurt yfirbragð, sem
vitnar um lífsfjör og leikandi hug-
arfar þessarar listakonu, sem er
að hefja feril sinn sem málari.
Hún er búsett utanlands eins og
stendur og ekki á verri stað en
sjálfri Boston. Þar eru ágæt lista-
verk í söfnum og margir starfandi
góðir listamenn, og er ekki að efa,
að Eva Benjamínsdóttir hefur
komizt í kynni við ýmislegt á þeim
slóðum. Það er ágætt að fá áhrif
frá fleirum en einum stað í mynd-
iist okkar. Að undanförnu hefur
Holland verið þar allsráðandi, og
nokkuð held ég, að séu skiptar
skoðanir um þann kunningsskap.
Hér kemur ung listakona með nýj-
ar hugmyndir, og því ber sannar-
lega að fagna. Þessar hugmyndir
koma úr nágrenni New York-
borgar, en það er nú álitið nafli
myndlistar af mörgum, en þess
má einnig geta til gamans, að
Boston-fólk hefur alla tíð þótt
nokkuð íhaldsamt. Ef Evu Benja-
mínsdóttur tekst að blanda nokk-
urs konar hanastél úr þessum
tveimur andlegu veigum, já, þá
ætti allt að vera í lagi.
Það var skemmtilegt að sjá
þessi verk, og þau voru eins og ég
hef þegar sagt, nokkuö hressileg.
Þau koma fólki í gott skap og nán-
ari viðkynning verður að skera úr
um varanlegt gildi þeirra. Þetta er
fyrsta sýning listakonu, sem lofar
ágætu, og svo skulum við sjá hvað
setur, og óska henni góðs gengis.
Valtýr Pétursson
LAWN-BOY
GARÐSLÁTTUVÉLIN
Þaö er leikur einn aö Rafeindakveikja. sem
slá meö LAWN-BOY tryggir örugga gang-
garðsláttuvélinni, setningu.
enda hefur allt verið Grassafnari, svo ekki
gert til aö auövelda
þér verkið.
1
þarf aö^raka.
3,5 hö, sjálfsmurð tvi-
gengisvél, tryggir lág-
marks viðhald.
Hljóölát.
Slær út fyrir kanta og
alveg upp aö veggjum.
Auöveld hæöarstilling.
Ryðfrí.
Fyrirferðalitil, létt og
meðfærileg.
o
VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR
EN AÐ DUGA.
HITAMÆLAR
\ V® i
SöyiDllaiiM®(yir
JJ(?»(rQ©®©[Ri & (S(q)
Vesturgötu 16,
sími13280.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Gleðilegt
Nýtt!
eiðaeigendur
Bílkó auglýsir nýja smunstöö
Fyrst
af öllu!
Pú nefnir olíutegundina o. s. frv. og viö sinnum
bílnum aö kostgaefni, seljum olíusíur og loftsíur í
flestar tegundir bíla.
Á
meðan!
Pú færð þér kaffi á efri haeð
og lítur í blööin.
ÍBarnaleikherbergi á haeðinnil.
Að
sjálfsögðu!
Að
auki!
Bílaþjónustan Kópavogi s/f
SmiÖjuvegi 56 - 200 Kópavogur @7 91 1 O
OpiÖ yfin sumarmánuðina
mánudaga — föstudaga 8°° — 1 9°°
laugandaga S°° — 1 6°°
# Gufuþvottur, utan dyra
# Sala og ásetning á sílsalistum, aurhlífum
og grjóthlífum.
# Seljum ýmsa smáhluti til viögeröa.
# Tökum aö okkur aö þrífa og bóna bíla.
Eins og veriö hefur geta viðskiptavinir komiö og
þrifið, bónað og gert við bíla sína sjálfir, í
rúmgóöu, hreinlegu og björtu húsnaeði að
Smiðjuvegi 5G Kópavogi.