Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Öryggið er
goðsögn
Er Stóri dóm-
ur orðin tóm?
eftir Jakob S. Jónsson
Njósnasögur hafa sjaldnast
hlotið sérstaka athygli bók-
menntagagnrýnenda, eins og unn-
endum slíkra sagna er kunnugt;
yfirleitt eru þær álitnar nauðsyn-
legar bókaútgáfufyrirtækjum til
að kosta útgáfu á lítt seljanlegum
góðbókmenntum, og að öðru leyti
eru þær afþreying, stundargaman
undir svefninn eða hvíld frá dags-
ins önn og amstri. Allt annað en
bókmenntir, eins og það orð er
skilið í merkingunni „vel skrifaðar
bækur“.
Þó hafa margir ágætir höfundar
fengist við njósnasagnaskriftir
með prýðilegum árangri; skrifað
bækur, sem hafa sitthvað meira
að færa lesendum sínum en stund-
argamanið eitt og sér.
Einn slíkur höfundur er nýkom-
inn fram á ritvöllinn hér í Svíþjóð.
Sá er tæplega sextugur og hefur
ekki fengist við skriftir áður, en
lifað býsna ævintýralegu lífi áður
fyrr, unnið sem bréfberi, járn-
brautastarfsmaður, sjómaður,
biblíusali, fasteignasali og blaða-
maður, svo fátt eitt sé talið; hann
trúir ekki á öryggið, sem er sam-
félagsleg goðsögn að hans mati,
velur sér njósnasöguformið af því
að lífið er þannig — og hann held-
ur því fram að öll afbrot hafi ein-
herja orsök; mikilvægasta orsökin
er sú, að valdhafarnir krefjast
hlýðni, valdsins vegna. Og hann
skipar sér ekki á bekk með stjórn-
málamönnum eða hugmyndakerf-
um.
Hann heitir Kjell-Olof Borne-
I GÆR hélt Karlakór Akureyrar
hljómleika í hinni gömlu Nikulásar-
kirkju í miðborginni í Kaupmanna-
höfn við hinar beztu undirtektir
áheyrenda, sem að stærstum hluta
voru íslendingar. Nikulásarkirkjan
var aflögð sem sóknarkirkja fyrir
nokkrum árum og er nú notuð sem
sýningarsalur og til tónleikahalds.
Karlakórinn er í söngför um
Danmörku og Noreg og mun syngja
á kóramóti í Álasundi, en hér sá
íslendingafélagið í Kaupmanna-
höfn um fyrirgreiðslu fyrir hann.
Stjórnandi kórsins er Guðmundur
Jóhannsson, en undirleikari Ingi-
mar Eydal, og einsöngvarar þeir
mark, og bók hans „Legat till en
trolös" — „Arfur til svikuls
manns" — hlaut mikla athygli og
verðskuldaða þegar hún kom út á
árinu sem leið, og hún aflaði ný-
lega höfundi sínum tveggja viður-
kenninga: Sænska leynilögreglu-
akademían veitti henni viðurkenn-
ingu sem besta nýliðaverk á leyni-
lögreglusagnasviðinu og Sher-
lock-verðlaun Stokkhólmsdag-
blaðsins Expressen féllu Borne-
mark í skaut.
„Arfur til svikuls manns" segir
frá miðaldra njósnara, Greger
Tragg, sem starfar fyrir austur-
þýsku leyniþjónustuna. Þar er
enginn annars vinur í raun, frem-
ur en í leyniþjónustum yfirleitt;
launráð og svik eru njósnaranum
nálæg og þrúgandi áhyggjuefni.
Þegar að því kemur að Greger
Tragg fær kost á að velja á milli
efnahagslegs öryggis á efri árum
eða áframhaldandi starfs undir
„verndarvæng" leyniþjónustunn-
ar, velur hann fyrri kostinn, þótt
það val geti skiljanlega kostað
hann lífið, þar sem hann þarf að
gerast tveggja þjónn um nokkurn
tíma. Eins og njósnasagna er
vandi, gengur sagan ekki þrauta-
laust fyrir sig. Án þess að Ijóstra
upp of miklu, er óhætt að segja að
atburðarásin er ágætlega hröð og
ber Greger Tragg og kumpána
hans miklli ótal staða: Stokk-
hólms, Berlínar, Basel og írlands,
og svo auðvitað í nánd við tak-
mörk lífs og dauða eins og vera
ber.
Bornemark tekst ágætlega að
draga upp trúverðuga mynd af
Guðmundur Stefánsson, Hreiðar
Pálmason og Óskar Pétursson.
Voru þeir allir klappaðir upp og
varð kórinn að syngja nokkur auka-
lög. Fagur og tær tenór Óskars Pét-
urssonar frá Álftagerði vakti ein-
kum athygli mína, en bræður hans
tveir sungu nýlega dúett með
Karlakórnum Heimi í söngför til
Reykjavíkur. Á söngskránni voru
einkum íslenzk lög sem vera ber f
slíkri för, en einnig söng kórinn tvö
lög á norsku.
f vandaðri og myndskreyttri
söngskrá er rakin saga Karlakórs
Akureyrar, en hann var stofnaður
1929, og þar er einnig ávarp bæjar-
Kjell-Olof Bornemark
hræringum og átökum í alþjóðleg-
um heimi njósna; frásögn hans er
eðlileg og lipur og blessunarlega
laus við alla ævintýralega tilgerð.
Fyrir vikið gæti maður freistast
til að trúa því að atburðir eigi sér
stað einmitt á þann hátt sem hann
lýsir: í hversdagslegu umhverfi
hins ofurvenjulega samfélags-
þegns, og í hópi þess fólks, sem
hefur verið treyst fyrir lýðræðinu
og til að gæta réttar hins venju-
lega manns. Það er ekki laust við
að óttablandinn hroll setji að
manni við lesturinn og að hugur-
inn fyllist efa um heilindi þeirra
er sitja í raunverulegum valda-
stólum. Og þá er að mínu viti til-
ganginum náð með frásögunni,
henni tekst að verða njósnasaga
sem stendur við öll fyrirheit þess
sagnaflokks um spennu og æsir
lesandann.
f blaðaviðtali lýsti Kjell-Olof
Bornemark þeirri skoðun sinni, að
margt hefði farið úrskeiðis í vel-
ferðarríkinu Svíþjóð. Hann kveður
bilið vera að aukast milli stétta og
á góðri leið með að verða enn
stærra en þegar hann sjálfur var
að komast til þroska á tímum
kreppunnar; lögreglan beitir
ofbeldi af minnsta tilefni; og
skrifræðið hefur tekið á sig hlægi-
lega mynd í og með því að tölvum
er betur treyst en lifandi fólki. Og
Kjell-Olof Bornemark kveðst
segja frá í bók sinni þeirri sömu
sviksemi og hann sjái í samfélag-
inu alll í kringum sig. — jsj
stjóra Akureyrar, Helga Bergs. Út-
dráttur ljóðanna á norsku er ritað-
ur með þeim og eykur það áreiðan-
lega athygli frænda okkar á Norð-
urlöndum á íslenzkum söng og sér-
kennum laganna.
í lok hljómleikanna afhenti for-
maður kórsins, Eggert Jónsson, for-
manni íslendingafélagsins, óttari
Ottóssyni, fána karlakórsins í
þakklætisskyni og Óttar afhenti
kórnum blómvönd frá dönskum að-
dáanda. Áður en leiðir skildust var
þjóðsöngurinn sunginn og héldu
kórfélagar og gestir þeirra síðan í
skoðunarferð í Jónshús.
G.LÁsg.
eftir Þórhall
Steingrímsson
Það er oft sagt að á kjördegi
kveði kjósendur upp sinn Stóra
dóm yfir valdhöfum landsins. Sá
dómur verði ekki vefengdur og
honum verði ekki áfrýjað. Með
þetta í huga fara kjósendur inn í
kjörklefana til að leggja sitt af
mörkum við dómgæsluna. Nota
réttinn til að hafa áhrif.
Sjálfstæðisflokkurinn er um
marga hluti til fyrirmyndar öðr-
um flokkum á íslandi. Hann tók
snemma upp val á framboðslista
og síðan opið prófkjör. En próf-
kjör er einna mikilvægasta atriðið
fyrir almenna kjósendur í flokkn-
um til að hafa áhrif, í rauninni
ekki síðra en sjálfur kosningarétt-
urinn. Þannig hefur sjálfstæðis-
fólki verið tryggður réttur til að
velja fólk í framboð fyrir sig og
síðan að velja eða hafna listanum
sínum eftir ástæðum hverju sinni.
Þetta eru dýrmæt réttindi þó
okkur þyki þau sjálfsögð. Þetta er
lýðræðið í framkvæmd.
1 síðasta prófkjöri vegna alþing-
iskosninga í Reykjavík röðuðu
kjósendur Sjálfstæðisflokksins
frambjóðendum á lista hans. Þessi
niðurstaða prófkjörsins var að
langmestu leyti höfð í heiðri við
endanlegan frágang á framboðs-
listanum og speglaði því vilja
flokksmanna. 1 sjálfum kosning-
unum kaus sjálfstæðisfólk í
Reykjavík síðan listann og kvað
um leið upp endanlegan dóm sinn
yfir frambjóðendum flokksins á
listanum. Sá dómur var svo hljóð-
andi: Sex efstu menn og konur á
lista flokksins í Reykjavík sitja á
alþingi næsta kjörtímabil. Ná-
kvæmlega sex einstaklingar en
hvorki fimm eða sjö. Þetta var
stóri dómur kjósenda í Reykjavík
og löglega upp kveðinn.
Nú er með þessum dómi verið að
velja fólk til setu á alþingi og ekki
gefst ráð til að svara fleiri spurn-
ingum á þessum kjörseðli enda er
ekki um fleira spurt, berum orð-
um. En hins vegar hlýtur það að
vera vilji kjósenda að þessir sex
kjörnu fulltrúar móti starfið á al-
þingi fyrir hönd sjálfstæðismanna
í Reykjavík. Þar með talið að
semja við aðra stjórnmálaflokka
um ríkisstjórnir og önnur mikil-
væg mál. Það brýtur því algerlega
í bága við réttlætistilfinningu
kjósenda í Reykjavík þegar manni
sem ekki er í hópi kjörinna full-
trúa Reykvíkinga er falin stjórn-
armyndun fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn og um leið forysta fyrir þing-
mönnum Reykjavikur. Til hvers
erum við þá að velja fólk til setu í
„En hins vegar hlýtur
það að vera vilji kjós-
enda að þessir sjö
kjörnu fulltrúar móti
starfið á alþingi fyrir
hönd sjálfstæðismanna
í Reykjavík. Þar með
talið að semja við aðra
stjórnmálaflokka um
ríkisstjórnir og önnur
mikilvæg mál.“
æðstu valdastofnun landsins, ef
þeir eiga síðan að lúta forystu
utanaðkomandi manna í mikil-
vægustu málum þjóðarinnar?
Þó svo að skipulagsreglur
Sjálfstæðisflokksins nái ekki að
girða fyrir óhöpp af þessu tagi, þá
er það eingöngu vegna þess að
ekki er gert ráð fyrir þessum
möguleika, en ekki vegna þess að
hann þyki ofur eðlilegur kostur.
Þetta er tvímælalaust í andstöðu
við hugsun og vilja kjósenda sem
kom fram í síðustu kosningum,
síðasta Stóra dómi fólksins. Undir
þennan leka verður að setja á
næsta landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins. Og hann á að halda eins
fljótt og auðið er.
Á sama hátt og kjósendum er
boðið að velja sér þingmannsefni í
röð og síðan þingmenn, þá ætlast
kjósendur til að sá sem flest at-
kvæði hlýtur sé í forsvari fyrir
hina. Að minnsta kosti á meðan
kjósendur fá ekki að velja slíka
forsvarsmenn á þingi með beinni
kosningu. Það er að öllu leyti eðli-
legri ráðstöfun en að leita út fyrir
þingflokkinn eftir leiðtoga fyrir
þingmenn. Þetta er brennandi
spurning um virðingu og sjálfs-
virðingu alþingismanna, ekki síð-
ur en heimastjórnin var íslend-
ingum og síðan stofnun lýðveldis-
ins.
En með þeim hætti sem nú hef-
ur verið valinn er verið að hrinda
Stóra dómi kjósenda og fyrir
bragðið verða kosningar ekki
teknar jafn alvarlega í framtíð-
inni á íslandi.
Þórhallur Steingrímsson er versl-
unarmaður í Matvörubúðinni í
Grímsbæ.
Karlakór Akureyrar í söng-
för um Danmörku og Noreg
Bókar getió
eftir Bergsvein
Skúlason
„Hér land og þar land
og nóg er allt Island.“
Gott fólk gaf mér einhvern tíma
í vetur stóra og vel útgefna bók
eftir dr. Harald Matthíasson
kennara á Laugarvatni. Hún heit-
ir hvorki meira né minna en Land-
ið og Landnáma. Örn og örlygur
er útgefandi. Bókin er eins konar
ferðasaga, samin í þeim tilgangi
að kynna öllum almenningi á að-
gengilegan hátt hin fornu land-
nám fyrstu norrænu landnáms-
mannanna og takmörk þeirra.
Merkilegt og frumlegt framtak.
Síðan hef ég öðru hvoru verið að
rölta með höfundinum um landið
og haft gagn og gaman af. Ekki
veitti mér af að rifja upp það litla
sem ég vissi um Landnámu og það
sem hún fjallar um.
Haraldur er yfirlætislaus og
skemmtilegur förunautur meðan
hann fylgir hinni gömlu bók sem
fastast, en þegar hann grípur til
getspekinnar, eða hefur ekki gefið
sér nægan tíma til að kynna sér
nógu vel þá staði sem hann fjallar
um, er það eins og verða vill hjá
leikum og lærðum, að ekki geta
allir verið á sama máli.
Hann segir réttilega, að Þránd-
ur mjóbeinn hafi numið eyjar
fyrir vestan Bjarneyjaflóa og búið
í Flatey. En svo vill hann bæta við
landnám karlsins og segir: „Sjálf-
sagt hefur hann einnig numið
Bjarneyjar og þær eyjar, er þar
liggja til.“ Þetta er hugdetta höf-
undarins. Eins og allir kunnugir
vita, eru Bjarneyjar sunnan
Bjarneyjaflóa en ekki vestan, og
því alls ekki í landnámi Þrándar.
Er það skýrt tekið fram í gömlu
Landnámu, og óþarfi að vera að
skekkja því á neinn hátt.
Sagan ber það með sér, að þeir
félagar, Geirmundur heljarskinn
og Þrándur mjóbeinn, koma
hingað síðla Landnámsaldar. Er
þá orðið þröngt um menn, að
„Þótt ég hafi gert þess-
ar léttvægu athuga-
semdir við bók Haralds
Matthíassonar, er hún
góð og stórfróðleg. Og
hin þarflegasta mun
hún vera öllum almenn-
ingi, er einhverju lætur
sig varða landnámið og
sögu þess.“
þeirra tíðar hætti, í sunnanverð-
um Breiðafirði. Sennilega eru
Bjameyjar fullsetnar og búið að
draga þar marga feita fiska á
land, þegar Þrándur kemur til
skjalanna á þessum slóðum. Fram
hjá þeim hefur hann því siglt á
leið sinni til Flateyjar. Líklega séð
þar reyki stíga til lofts úr lágum
kofum, og því látið hólmana eiga
sig. — Hitt er sennilegra, og að því
lætur Haraldur liggja, að í land-
námi Þrándar auk Flateyjar og
Hergilseyjar, hafi verið eyjar sem
við gamlir menn af þessum slóð-
um nefnum Inneyjar, og eru
Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyjar
og Sviðnur, þótt það sé allsendis
óvíst.
Hallsteinn goði Þórólfsson á
Hallsteinsnesi í Þorskafirði mun
hafa verið á sveimi um Breiða-
fjörð nokkru á undan Þrándi mjó-
beini, og þá stungið við stafni og
kynnt sér staðhætti og landslag í
Inneyjum, ef trúa má sögunni um
saltvinnslu þræla hans í Svefneyj-
um, þótt aldrei byggi hann úti í
eyjum sjálfur. Og víst má telja, að
vel hafi hann þekkt til í Sviðnum
og vitað af hinum sjálfgerða gálga
þar við sjóinn, er svo auðvelt var
að hengja menn í. Annars hefði
hann að líkindum stútað þrælum
sínum í Svefneyjum, þegar hann
taldi sig ekki hafa þörf fyrir þá
lengur.