Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Aðbúnaður
starfsfólks til
fyrirmyndar
VIÐSKIPTAFRÆÐINEMAR á 4. ári við Háskóla ís-
lands efndu til námsferðar til Bandaríkjanna í endað-
an janúar síðastliðinn. Lagt var upp 22. janúar og
komið aftur hingað til lands 6. febrúar. 45 viðskipta-
fræðinemar tóku þátt í ferðinni og fararstjóri með
þeim var dr. Ingjaldur Hannibalsson, sem kennir við
háskólann.
Ferðakostnaðinn greiddu þeir sjálfir og var ýmislegt
gert til að afla tekna til ferðarinnar. Meðal annars
voru seld jólakort og gefið út auglýsingablað og sögðu
viðskiptafræðinemarnir að af ferðinni hefði ekki orðið
nema vegna stuðnings fyrirtækja, stofnana og ein-
staklinga.
Ingjaldur sagði að ferðin hefði í alla staði tekist vel
og gengið samkvæmt áætlun. Heimsótt voru meðal
annars fyrirtæki, alþjóðastofnanir og skólar í Banda-
ríkjunum og fer hér á eftir frásögn nokkurra þeirra
sem þátt tóku í ferðinni af heimsóknum til helstu
fyrirtækja og stofnana.
Dr. Ingjaldur Hannibalsson
Vidskiptafrædinám á Is-
landi ber af frá þekking-
arlegu sjónarmiði
„VIÐ heimsóttum og kynntum
okkur tvo háskóla í Bandaríkjunum,
Georgetown University í Washing-
ton og New York University í New
York,“ sagði Jón Gunnar Borgþórs-
son.
„Okkur voru kynntir skólarnir
og uppbygging graduate-náms þar
í viðskiptafræðum. Það er um
þrenns konar leiðir að ræða sem
viðbót við námið hérna, MS-nám,
MBA-nám og framhaldsnám í
verslunarfræðum. Háskólinn í
Washington var fyrst heimsóttur.
Þetta er skóli sem jesúítar settu á
stofn og þar eru margar sögu-
frægar byggingar. Það bar þó alls
ekki á því að trú væri mikilvæg í
skólahaldinu. Við sátum í tímum,
heimsóttum sameiginlegar vist-
arverur stúdenta, skoðuðum stórt
og mikið bókasafn og margt fleira.
MBA-náminu er einkum ætlað að
ala upp stjórnendur og forsvars-
menn fyrirtækja. Nemendum er
kennt að temja sér ákveðni og að
taka ákvarðanir, enda urðum við
vitni að ofsalegum fundi með
kennurum og stúdentum, þar sem
verið var að kenna þetta. Áhrifin
sem skólinn hafði á mig voru þau,
að hann væri vel skipulagður og
auðugur með glæsilegum bygging-
um. Það var nokkuð áberandi að
það var verið að reyna að selja
Jón Gunnar Borgþórsson
okkur skólann með því að auglýsa
kosti hans, kannski úr hófi.
Við fórum svipaða skoðunarferð
um New York University, hlýdd-
um á fyrirlestra og var fylgt um
húsnæði og byggingar skólans.
Viðmótið þar var aftur á móti
mannlegra og bar ekki eins mikið
á því að reynt væri að selja okkur
skólann.
Heildaráhrifin af þessum heim-
sóknum og þau not sem við höfð-
um af þeim eru þau helst, að
okkur varð ljóst hversu mikill reg-
inmunur er á uppbyggingu fram-
haldsnáms í Bandaríkjunum og
hér á landi. Munurinn er hvorki
alfarið jákvæður né alfarið nei-
kvæður, þ.e.a.s. eingöngu öðru
landinu í hag. í Bandarikjunum
er, a.m.k. í þessu MBA-námi,
greinilega lögð miklu meiri
áhersla á að búa til stjórnendur
fyrirtækja, byggja upp sjálfs-
traust hjá þeim og þjálfa þá í að
taka ákvarðanir, heldur en á aka-
demískt nám. Fólkið í þessu námi
virtist vera „aggressívt", eins og
það vildi sífellt vera að taka
ákvarðanir. Og það er einmitt frá
hinu þekkingarlega sjónarmiði,
sem hið íslenska nám stendur því
bandaríska miklu framar. Til að
mynda höfðum við haft nasasjón
af flestu því, sem þau virtust vera
að læra, og það er ótrúlegt hvað
hægt er að ná út úr íslenskum
kennurum, miðað við þær aðstæð-
ur sem þeir búa við. Skólagjöldin
eru há, nema frá 7—15 þúsund
dollarum og það var talað um að
annað eins þyrfti maður að hafa
með sér til að lifa þarna þokkalegu
lífi, svo að framhaldsnám þarna
er spurning um talsverðar fjár-
hæðir," sagði Jón Borgþórsson að
lokum.
„Við heimsóttum höfuðstöðvar
Pepsi Cola fyrirtækisins 4. febrúar,
daginn áður en við fórum heim og
uppbyggingin þar kom svo sannar-
lega á óvart," sagði Katrín Atladótt-
ir. „Maður þekkir fyrirtækið ein-
göngu af gosdrykkjunum, en það er
langt í frá að það takmarki sig við þá
framleiðslu. Fyrirtækinu er skipt í
fímm deildir, og fyrir utan gosdrykk-
ina eru skyndibitaframleiðsludeild,
veitingahúsarekstur, íþróttavöru-
deild og flutningadeild. Sérhver
deild fyrirtækisins er fremur sjálf-
stæð og vinnur sínar eigin rekstrar-
áætlanir.
Fyrirtækið selur nú gos til 147
landa og hefur orðið mikil aukn-
ing á markaðshlutdeild, einkum í
SA-Asíu, en þar var á síðastliðnu
ári 6. stærsti markaður Pepsi
Cola. Þá á fyrirtækið svo dæmi sé
tekið 5300 veitingahús víðs vegar
um Bandaríkin. Pepsi Cola fyrir-
tækið framleiðir Wilson íþrótta-
vörur og er þar einkum um tenn-
isspaða og golfvörur að ræða.
Okkur var sagt að þeir hefðu að
undanförnu lagt mikla áherslu á
þennan þátt framleiðslunnar,
bæði með þjálfun starfsfólks og
ýmsum söluhvetjandi aðgerðum í
því sambandi. Þá voru stofnuð
dótturfyrirtæki í Frakklandi og
Þýskalandi. Árangurinn lét ekki á
sér standa því að salan á íþrótta-
vörum jókst um 20%.
Flutningadeildin heldur uppi
flutningum um Bandaríkin, eins
og nú er milli 20 ríkja og eru eink-
um fluttar búslóðir.
Almennt kom fram hjá þeim
sem sáu um að kynna okkur fyrir-
tækið, að það hefur verið í mjög
örum vexti. Dæmi um það er að
framleiðsluverðmætið jókst um
412 milljónir Bandaríkjadollara
árið 1981, en þá var heildarveltan
um 7 billjónir dollara.
Markaðsmál fyrirtækisins ein-
kennast af gengdarlausu auglýs-
ingastríði. Við fengum að kynnast
auglýsingastefnu Pepsi frá upp-
hafi og mátti sjá að mikil vinna er
lögð í auglýsingar, enda skiptir
miklu máli hvernig til tekst. Til
dæmis er veltan á gosdrykkja-
markaðnum í Bandaríkjunum ein-
um 27 billjónir dollara, svo það
munar mikið um hvert prósent-
Katrín Atladóttir
ustig í söluhlutdeild. Það er her-
deild af sérfræðingum sem vinnur
að því að búa jafnvel til eitt slag-
orð og vörurnar eru auglýstar
þannig í Bandaríkjunum að þær
höfða til frítíma fólks, en í Sovét-
ríkjunum til dæmis verður að aug-
lýsa þær þannig að þær höfði til
fólks í vinnunni. Það er því bundið
löndum og menningarsamfélögum
hvaða auglýsing er notuð í það og
það skiptið og í þeim er reynt að
hafa eitthvað einkennandi fyrir
þjóðlífið í hverju landi. Skipt er
um auglýsingar á þriggja ára
fresti.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins
standa á stóru landflæmi, 144
hektörum og allur aðbúnaður
starfsfólks er til fyrirmyndar. Til
að mynda eru á svæðinu sundlaug-
ar, tennisvellir og heilsuræktar-
stöðvar fyrir starfsfólkið. Það var
hreinlega með ólíkindum hvað bú-
ið var vel að starfsfólkinu, en þeir
hjá fyrirtækinu töldu að það borg-
aði sig og að ekki væri hægt að
ofmeta það að hafa gott og ánægt
starfsfólk.
í garðinum fyrir framan aðal-
stöðvarnar er mikið safn högg-
mynda alls staðar að úr heiminum
og það gladdi okkur að fá að sjá að
ein höggmyndin var eftir Ásmund
Sveinsson myndhöggvara, þ.e.
„Gegnum hljóðmúrinn“,“ sagði
Katrín að lokum.
Almannatryggingar í Bandaríkjun-
um mjög mismunandi eftir fylkjum
„FYRSTA heimsóknin sem var á
dagskrá í ferðinni, var heimsókn í
utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna,"
sögðu þeir Finnur Ingólfsson og Haf-
þór Helgason, sem stunda nám í þjóð-
hagskjarna.
„Það vakti óneitanlega athygli
okkar að þar stóðu yfir mótmælað-
gerðir þegar okkur bar þar að garði,
vegna stefnu Bandaríkjanna í Mið-
Ameríku. Þegar inn var komið var
vel tekið á móti okkur og haldinn
fundur með starfsmanni ráðuneyt-
isins, sem sérhæft hafði sig í ís-
lenskum málefnum. Okkur fannst
það koma nokkuð greinilega fram
hjá honum og þeim sem þennan
fund sátu að þjóðir geti ekki ætlast
til þess aö Bandaríkjamenn fari um
allan heim til að verja þær, án þess
að eitthvað komi á móti og þeir
virtust telja að framlag íslendinga
til NATO í því tilliti væri herstöðin
sem staðsett er hér á landi. Annars
einkenndi þennan fund svipaður
áróður og maður heyrir í sífellu, hjá
hvoru stórveldinu sem er, um mikið
verri stöðu hvað vígbúnað snertir
miðað við hinn aðilann.
Úr utanríkisráðuneýtinu var
haldið til Brooking-stofnunarinnar,
sem er sjálfstæð stofnun í utanrík-
is- og efnahagsmálum. Þar eru
stundaðar óháðar rannsóknir á
þessum sviðum og hittum við þar
tvo ráðgjafa að máli, annan í efna-
hagsmálum og hinn í utanríkismál-
um. Það var ekki mikið nýtt sem
fram kom í umræðunum um utan-
ríkismálin, en það spunnust
skemmtilegar og gagnlegar umræð-
ur um efnahagsmál. Ráðgjafinn i
efnahagsmaalum var langt í frá að
vera bandamaður stefnu Reagan-
stjórnarinnar í efnahagsmálum, því
að hann gagnrýndi stefnu hennar
og var óhræddur við að láta í ljósi
persónulegar skoðanir sínar, eins
og raunar einnig utanríkismála-
ráðgjafinn. Þessi efnahagsráðgjafi
var sérhæfður í almannatrygging-
um og sagði okkur talsvert af al-
mannatryggingabótum í Bandaríkj-
unum, meðal annars það, að þær
«r
Finnur Ingólfsson
eru mjög mismunandi eftir fylkj-
um.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
Alþjóðabankinn voru einnig heim-
sóttir og vorum við frædd um starf-
Hafþór Helgason
semi þeirra. Hvort tveggja var
stofnað 1944, i þeim tilgangi að
minnka óróa á gjaldeyrismörkuð-
um. Að stofnuninni stóðu 29 rfki en
í dag er meðlimafjöldinn orðinn 143
og þar á meðal erum við íslend-
ingar. Það er ráð 22 ríkja sem hefur
stjórn sjóðsins með höndum. Norð-
urlöndin hafa einn fulltrúa sameig-
inlega og skiptast þau á um sætið á
tveggja ára fresti og kemur það því
í hlut íslendinga á tíu ára fresti að
sitja í stjórn sjóðsins. Samkvæmt
reglum sjóðsins má ekki breyta
gengi um meira en 1% án þess að
óska eftir leyfi og hefur aldrei stað-
ið á leyfisveitingum til okkar ís-
lendinga, þó oft hafi verið eftir leyf-
inu leitað, enda skipta gengisbreyt-
ingar okkar gjaldmiðils ákaflega
litlu í heildarjafnvæginu. Alþjóða-
bankinn lánar f sérstök uppbygg-
ingarverkefni og hefur að undan-
förnu legið undir gagnrýni, vegna
þess að lönd hafa ekki getað endur-
greitt lán hans vegna harðra endur-
greiðslureglna.
Þá sóttum við einnig Sameinuðu
þjóðirnar heim og verðbréfamark-
aðinn í New York og kynntumst eðli
hans og starfsemi," sögðu þeir Haf-
þór og Finnur að lokum.