Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 22

Morgunblaðið - 08.06.1983, Page 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 Rekstrarkostnaður vél- mennis 2,52$ á tímann verkamaðurinn hefur 12$ „Við heimsóttum IBM fyrirtækið 1. febrúar. I*að var stofnað 1914 og fæst aðallega við framleiðslu á tölv- um og skyldum tækjum eins og kunnugt er. Starfsmenn eru 325 þús- und og það hefur viðskipti við 120 þjóðir. l*að leggur mikla áherslu á þjálfun starfsfólks og þjálfar það upp með ákveðnum hætti, enda telur IBM sig eiga mikið undir starfsfólk- inu,“ sagði Hermann Aðalsteinsson. Verksmiðjan sem við skoðuðum hóf starfsemi 1963 og framleiðir mjög flóknar straumrásir (chips). Þetta var geysilega stór verk- smiðja, 2—3 milljónir ferfeta og stóð á 450 hektara landi. Það kom fram hjá þeim sem sýndu okkur verksmiðjuna, að IBM telur sig vera tæknilegan leiðtoga á sviði tölvuframleiðslu og tækni og þeir voru lítt fáanlegir til að ræða um samkeppnisaðila sina, létu raunar eins og þeir væru ekki til. Við fengum að sjá tvær mismunandi framleiðslulínur verksmiðjunnar, aðra algjörlega sjálfvirka og tölvustýrða, hina eldri handstýrða og sást glögglega hversu miklu munaði á starfsmannafjölda og framleiðni. Við heimsóttum einnig annað fyrirtæki, sem er í tölvufram- leiðslu með meiru. Það er Honey- well fyrirtækið, sem er hið fimmta stærsta í tölvuframleiðslu í heim- inum. Okkur var kynnt fram- leiðslulínan hjá þeim, en sölu- og kynningaraðstaðan vakti einkum athygli okkar. Þeir leggja mikla áherslu á hana og taka mjög vel á móti þeim sem vilja versla við þá. Dæmigert um hvernig æskilegt er að tekið sé á móti viðskiptavinum. Meginmunurinn á framleiðslu þessara tveggja tölvufyrirtækja virtist vera sá, að Honeywell legg- ur áherslu á að hanna og byggja verkfæri og kerfi sem geta tengst kerfum frá öðrum framleiðendum, en IBM reynir að halda sérstöðu sinni og beinlínis byggir kerfi, sem aðrir geta ekki tengst. Þá heimsóttum við Polaroid ljósmyndavörufyrirtækið, þar sem okkur var meðal annars sýnd filmuframleiðsla fyrirtækisins og i lokin fengu allir að prófa þær myndavélar sem þeir framleiða. Fjórða heimsóknin þessarar tegundar var til Unimation fyrir- tækisins, sem sérhæfir sig í fram- leiðslu vélmenna og má segja að sú heimsókn hafi verið rúsínan í Hermann Aðalsteinsson pylsuendanum. Vélmennum á nú- verandi stigi þróunarinnar má skipta í tvo flokka, annars vegar vélmenni sem hönnuð eru til að færa til hluti og hins vegar vél- menni sem hönnuð eru til að framkvæma mismunandi flóknar aðgerðir. Heimsóknin hófst með því að okkur var sýnd kvikmynd um hvað vélmenni væru fær um að gera í dag. Til að mynda kom þar fram, að nú geta vélmenni séð í tveimur víddum og einungis tímaspursmál hvenær sú þriðja bætist við. Eftir því sem störfin eru einfaldari eru vélmennin betur hæf til að taka þau að sér. Þau eru því tilvalin í endurtekningasöm, leiðigjörn og óhreinleg verk. Nytsemin er tví- mælalaus. Fyrir utan það böl sem þau losa mannkynið við með því að vinna þessi verk, þá auka þau framleiðni mjög mikið. Japanir eru skýrasta dæmið um það. Þar voru árið 1981 yfir 10 þúsund vélmenni í notkun og framleiðni óx um 6,1% meira en í nokkru öðru landi. Okkur voru sýndar tvær gerðir vélmenna. Annað fékkst við raf- suðu og hitt flutti hluti milli framleiðslulína. Rafsuðuvélmenn- ið var lítið á mælikvarða vél- menna, ekki nema 160 kíló og kostaði 20 þúsund dollara. Verðið átti eftir að lækka enn frekar, því það var á niðurleið, hafði í upphafi verið 38 þúsund dollarar. Það eru auðvitað ótal þjóðfélagsleg atriði sem verður að taka með í reikn- inginn við almenna notkun vél- menna, en sem dæmi um hag- kvæmni þeirra, þá fær verkamað- ur 12 dollara á timann fyrir púnt- suðu, en rekstrarkostnaður vél- mennis er 2,52 dollarar, sem sýnir glögglega að þetta hlýtur að vera framtíðin. Hér á landi er eflaust hægt að beita vélmennum við ýmis störf, til að mynda við vél- og skipasmíði og í sjávarútvegi. Að þjóðfélagslegum afleiðingum verður auðvitað vel að hyggja, en rétt að benda á, að vélmenni út- rýma ekki aðeins störfum, heldur skapa þau líka,“ sagði Hermann að lokum. Vélmenni í Unimation-verksmiðjunni. Gagnkvæm tillitssemi aJlra vegfarenda Um slitna hjólbarða Um daginn var í pistlum þessum fjallað lítilsháttar um hjól- barða. Þá var brýnt fyrir ökumönnum mikilvægi þess að aka ekki á slitnum hjólbörðum. Samkvæmt íslenskum lögum má lág- marksdýpt sólamynsturs vera 1 mm, en víða eru um þetta efni strangari reglur. T.d. er lágmarksdýpt 1,6 mm í Sviss, Austurríki og í Luxemborg. Ýmsir telja að þegar við 3 mm mörkin sé kominn tími til að skipta um hjólbarða. Ef slitið verður meira fara eiginleikar hjólbarðans ört versnandi, einkum veggripið í bleytu. Hraöi 2 km/klst. Á meðfylgjandi myndum, sem teknar eru á tilraunabraut hjólbarðaverksmiðju í Luxemborg, sést greinilega hvernig þessu er farið. Myndirnar eru teknar upp í gegnum glerplötu, um leið og ekið er yfir hana. Á plötunni er þunnt vatnslag, rétt eins og víða myndast á steyptum og malbikuðum akbrautum í rign- ingartíð. Efri myndaröðin sýnir snertiflöt óslitins radialhjól- barða, en sú neðri það sem flestir mundu kalla hálfslitinn hjól- barða af sömu gerð. Þessar myndir tala skýru máli. Strax á 75 km hraða er veggrip þeirrar bifreiðar sem er með slitna hjólbarða orðið mjög lélegt og á 100 km hraða flýtur hún nánast á vatnslaginu. Veggripið er nær ekkert og stórhætta hefur skapast. Með þessu sést glögglega hve sólamynstrið gegnir mikilvægu hlutverki í því að veita vatni undan hjólbarðanum, þannig að betra veggrip fáist á blautu yfirborði. Bifreiðaeigendur ættu að skoða þessar myndir vel um leið og þeir leiða hugann að ástandi hjólbarða á eigin bifreiðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.