Morgunblaðið - 08.06.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 08.06.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 55 Stjórn Rauðakrossdeildarinnar á Dalvík ásamt bílstjórum fyrir utan nýja sjúkr&bflinn. Nýr sjúkrabíll tekinn í notkun á Dalvík Dalvík 2. júní. FYRIR skömmu kom til Dalvíkur nýr sjúkrabfll sem er í eigu Rauða- krossdeildarinnar. Bfllinn er af gerö- inni Chevrolet-Starline og er búinn öllum fullkomnasta búnaði til al- mennra sjúkraflutninga og getur flutt 2 sjúklinga í einu. Sjúkrabíllinn er búinn að vera lengi á leiðinni en nú er liðið nær 1 xk ár frá því hann var pantaður. Hann átti að flytjast hingað til lands beint frá Bandaríkjunum en í brotsjó sem flutningaskipið fékk á sig skemmdist bíllinn mikið. Er hingað til lands var komið var innréttingin tekin úr bílnum og flutt yfir í annan bíl sem innflytj- andinn átti óráðstafaðan. Kaup- verð bílsins er nú orðið kr. 750.000 en var kr. 300.000 þegar hann var pantaður. Að sögn Rögnvaldar Friðbjörnssonar, sem annast hef- ur þessi kaup deildarinnar, réðst deildin í þessi kaup á sínum tíma þar sem hún taldi sig auðveldlega geta fjármagnað þau en deildin átti tvo bíla fyrir og hefði söluverð þeirra þá farið langt með að fjár- magna þessi kaup. Bílarnir 2 voru óhagkvæmir í rekstri og sameinar þessi eini bíll kosti hinna tveggja. Þar sem kauðverð bílsins hafði hækkað um 150% frá því hann var pantaður varð deildin að leita til Rauðakross íslands um fjárstuðn- ing. Sagði Rögnvaldur það mjög erfitt fyrir deildina áð sinna Bflstjórar nýja sjúkrabflsins, f.v.: Eirfkur Helgason og Einar Arngrímsson. endurnýjun og viðhaldi sjúkra- bifreiða með þeirri gjaldtöku sem nú væri fyrir sjúkraflutninga og yrði því deildin að leggja fram fé til þeirra hluta sem hún aflaði með ýmsu móti. Sjúkrabíllinn er notaður fyrir Dalvíkurlæknishérað sem nær yf- ir Dalvík, Svarfaðardal, Ar- skógsströnd og Hrísey og greiðir það laun bílstjóra. Bíllinn er vel búinn til aksturs í snjó og ófærð eins og nauðsynlegt er í snjóþungu læknishéraði, en hann hefur drif á öllum hjólum. Sunnudaginn 29. maí var bíllinn almenningi til sýnis og komu margir Dalvíkingar til að skoða hann en jafnframt stóð Rauða- krossdeildin fyrir kaffisölu til fjáröflunar. í Rauðakrossdeildinni á Dalvík eru 180 félagar og er nýkjörinn formaður Helga Þórsdóttir á Bakka í Svarfaðardal. Fréttaritarar. Neytendasamtökin: Neytendum meinað að kaupa ódýra búvöru STJÓRN Neytendasamtakanna sam- þykkti einróma eftirfarandi ályktun á fundi 5. júní. Neytendasamtökin benda á, að undanfarna daga hefur komið skýrt í ljós að samtök framleiðenda bú- vara hafa þá stöðu á markaðnum vegna úreltra lagaákvæða og styrks í stjórnkerfinu, að þau geta farið sínu fram án tillits til hagsmuna neyt- enda eða smásöluaðila. Þessu valdi sínu hafa samtök framleiðenda beitt með þeim hætti að ekki verður við það unað. Síðustu verðhækkanir á búvörum eru óeðlilegar miðað við launahækkanir. Neytendum er meinað að kaupa ódýra búvöru vegna þess að samkeppnishömlum er beitt. Áformað er að koma á einok- unarsölu á eggjum sem stríðir gegn hagsmunum neytenda. Neytendum er boðið upp á stórgallaðar kartöflur sem fyrsta flokks vöru. Innflutning- ur og sala á grænmeti er óviðunandi enda hneppt í viðjar einokunar og úreltrar tollalöggjafar. Samtök framleiðenda á búvörum fá mikla styrki frá hinu opinbera, meðan stuðningur hins opinbera til sam- taka neytenda er óverulegur. Neytendasamtökin krefjast þess í ljósi framangreindra atriða að úrelt verðlagningarkerfi á búvörum verði afnumið; — að samkeppnishömlur á fram- leiðslu og sölu búvara verði afnumd- ar, þannig að smásalar geti fengið ódýra jógúrt eða aðra framleiðslu til sölu óháð því hvar verslunin er stað- sett; — að landbúnaðarráðherra setji ekki reglur um einokunarsölu á eggj- um; — að neytendum standi jafnan til boða ætar kartöflur, þannig að inn- flutningur kartafla hefjist áður en óviðunandi ástand skapast; — að farið verði eftir mats- og gæðareglum um kartöflur; — að neytendum séu tryggðir valkostir með því að smásalar geti haft á boðstólum fleiri en eina teg- und af kartöflum; — að einokun á innflutningi á grænmeti verði afnumin; — að stjórnvöld styrki kynn- ingarstarf neytenda á sama hátt og þau styrkja samtök framleiðenda til að jafnræði ríki með markaðsaðil- um. Neytendasamtökin ítreka ábend- ingar um, að flestar landbúnaðaraf- urðir, sem framleiddar eru innan- lands eru háðar einokunarsölu og framleiðslustjórnun, sem tekur fyrst og fremst mið af hagsmunum fram- leiðenda. Staða neytenda hér á landi er í þessu efni veikari en í nágranna- löndum okkar. Það er óviðunandi að samtök framleiðenda skuli geta beitt geðþóttaákvörðunum algerlega í andstöðu við hugmyndir um eðlilega viðskiptahætti. Koparkranar fyrir vatn, gufu og olíu, ávallt fyrirliggjandi. VALD. POULSEN! Suöurlandsbraut 10, sími 86499. úarðhúsgögn i f i A\l i i ivt/oli EIB nwi Bláskógar í fjölbreyttu úrvali. Góöir greiösluskilmálar Hagstætt verð. ARMULI 8 SÍMi: 86080 Karlmannaföt frá kr. 1.795,00 Terylenebuxur, nýkomnar Gallabuxur Flauelsbuxur Gallabuxur, kvensnið Stretch-gallabuxur Regngallar o.m.fl. ódýrt kr. 475,00 kr. 315,00 og kr. 365,00 kr. 330,00 kr. 330,00 kr. 525,00 kr. 585,00 Andrés, herradeild, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Péglers

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.