Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
57
félk í
fréttum
Þrjér af aðalparsónunum ( „Dynaaty". Fallon, dóttirin, Steven,
sonurinn, og Alexis, fyrrverandl oiginkona Blakes. Blake sjálfan
vantar á myndina.
Dynasty
55
Sjónvarpsþátturinn sem gerir
„Dallas“ að hreinu barnagamni
Blake Carrington heitir maft-
urinn, sem fær Ewing-fjölskyld-
una í Southfork til aö Ifta út sem
saklausan sunnudagaskóla, og
hann er ættarhöföinginn ( sjón-
varpsmyndaflokknum „Dyn-
asty“, sem slegift hefur út „Dall-
as“ bæöi ( Bandaríkjunum og
Bretlandi.
„Dynasty" fjallar eins og „Dall-
as“ um fólk, sem oröiö hefur
auöugt á olíuvinnslu, og gerist
myndin í Denver í Colorado.
Blake, sem John Forsyth leikur,
er kvæntur hinni ungu og fallegu
Krystle (Linda Evans) en hann
lætur hjónabandiö ekki hindra
sig í aö lyfta sér upp meö ööru
kvenfólki. Ekki vantar heldur
konurnar í kringum hann og
hann á þaö sammerkt meö J.R. í
Dallas, aö hann hefur kynþokka,
vald, peninga og takmarkalausan
metnaö.
Um samanburöinn viö Dallas
segir John Forsyth: „Dynasty
fjallar um þaö sama en hefur þó
meira af öllu — kynlífi, baktjalda-
makki og taugaáfalli. Auk þess er
handritiö betur skrifað."
j myndinni á Blake sér dóttur,
Fallon aö nafni, vergjarna í meira
lagi, og er hún leikin af Pamelu
Sue Martin, sem er ekki síður
vinsæl vestra en J.R. Ástarævin-
týri hennar falla þó fööur hennar
ekki alltaf vel í geö og síst af öllu
þegar hún tekur upp á því aö
sænga meö erkióvinum hans í
olíubraskinu.
Sonur Blakes, Steven (Lloyd
Bochner), er ekki heldur neinn
augasteinn fööur síns. Steven
botnar hvorki upp né niöur í olíu-
viöskiptunum og raunar ekki í
viöskiptum yfirleitt og auk þess
er hann ekkert líkur fööur sínum
meö kvensemina. Hann er hrifn-
ari af sínum eigin kynbræörum.
Slangan í Edensgaröi Carr-
ington-fjölskyldunnar er þó Alex-
is (Joan Collins), fyrrverandi eig-
inkona Blakes, sem er staöráöin
í aö ná sér niöri á honum og beit-
ir til þess öllum brögöum.
Sagt er aö „Dynasty" hafi orö-
iö til þess aö Joan Collins skildi
við manninn sinn, Ron Kass. Jo-
an á aö hafa veriö oröin svo heill-
uö af persónunni Alexis og tvö-
feldninni og bellibrögðunum,
sem hún beitir i myndinni, aö hún
hafi verið farin aö koma fram viö
hann á sama hátt. Þaö endaöi aö
sjálfsögöu meö skilnaði.
COSPER
COSPER
22.JÚNI
Ætlarðu í sumarfrí?
Ef svo er þá er 3ja vikna
ferðin til Benidorm 22. júní
ódýrasti kosturinn. — Hreint
ótrúlega lágt verð.
Mjög góð gisting - Sértilboð
á Don Miguel II
50ABARNA
AFSIÁTTUR
Meðalverð fyrir hjón með 2
börn Kr. 13.875.-
TAKMARKAD FRAMBOÐ
KYNNIÐ YKKUR
GREIÐSLUKJÖRIN
SPUNNŒ) UM STAIÍN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
rýna í fréttaskeytin, punkta niður hjá sér og skrifa það,
sem fyrir hann er lagt. Hann sér forsíðuna fyrir sér með
andlátsfrétt Stalíns. Hugsar um, hvaða áhrif dauði hans
hafi á þróun mannlífs á jörðinni. Dregur úr stríðshætt-
unni? Verður saminn friður í Kóreu? Hvernig skyldu
leppríkin bregðast við? Skyldi flóttamannastraumurinn
frá Austur-Þýzkalandi minnka? Hann er ákveðinn í að
fara þangað og kynna sér ástandið. Hann veltir fyrir sér,
hvort ólgan eigi eftir að koma upp á yfirborðið, sýnileg og
lífshættuleg eins og glóandi hraun.
Hann leggur frá sér skeytin. Hvað skyldi vera að marka
þessar fréttir? Hann trúir ekki öllu, sem hann er að lesa,
t.a.m. ekki hvenær og hvernig Stalín veiktist. Veit að
félagar hans laga það í hendi sér. Leggja áherzlu á það
eitt, sem kemur þeim vel. Bezt getur hann trúað því, að
þeir hafi eitrað fyrir hann. En hann getur ekki skrifað
það. Hann verður að halda sig við staðreyndir þessara
fréttaskeyta, sem eru þó kannski ekki meira virði en
gróusögur hasarblaða.
Þeir segja Malenkov, Bería og Búlganin verði eftir-
menn Stalíns, einhver þeirra eða allir. Það er að vísu ekki
ólíklegt. Skyldi Voroshíloff verða forseti Sovétríkjanna,
eins og sagt er? Sumir segja Molotov taki aftur við
embætti utanríkisráðherra af Vyshinsky. Eða Búlganin?
Hefur hann herinn á bak við sig? Reynir Bería gagnbylt-
ingu með öflugar hersveitir öryggislögreglunnar á bak við
sig?
Það kemur óbragð í munninn á unga blaðamanninum,
þegar hann les, að arftakar Stalíns muni halda áfram
friðarstefnu hans, eins og komizt er að orði í tilkynningu
sovézkra stjórnvalda. Og guð hjálpi heiminum, ef satt er
að Rússar séu að hefja fjöldaframleiðslu á kjarnorku-
vopnum. Enginn veit á þessari stundu, hverjum líkaböng
glymur. Enginn. En eitt er þó nokkurn veginn víst: Stalín
verður nú kallaður fyrir þann dóm, sem engum þyrmir.
Nú getur hann ekki áfrýjað frekar en þeir félagar hans,
sem hann gekk milli bols og höfuðs á. Blaðamaðurinn
hefur sjálfur mestan áhuga á samskiptum Sovétríkjanna
og Kína. Hann veltir fyrir sér, hvað Mao-Tse-Tung muni
gera. Hann hefur dálitla von um, að hann losni undan
sovézka okinu. Og þó! Hvað skyldi uppáhaldsdálka-
höfundur hans, Edward Crankshaw, segja um það? Hann
hefur oft þýtt greinar eftir hann og finnst hann merkastur
þeirra, sem skrifa um heimsmálin. Bezt að sjá, hvort ekki
hefur komið grein frá honum. Blaðamaðurinn stendur
upp, gengur inn í næsta herbergi, spyr. Jú, ný grein frá
Observer. Öll réttindi áskilin. Skrifuð í tilefni af fráfalli
Stalíns, óleyfilegt að birta hana, fyrr en tilkynnt hefur
verið um dauða hans.
Blaðamaðurinn tekur grein Crankshaws, ber hana aug-
um: Stalín er fæddur í fimm fermetra herbergi í skúr
með einum glugga . . . Þar var lítið borð, stóll, trérúm,
annað ekki ... Grimmd hans á rætur í siðlausu þjóðlífi
Kákasus .. hálfsvalt I prestaskólanum ... hungurverk-
föll . . pyntaður og sendur í útlegð fyrir byltingar-
starfsemi . .. tók líkamlegum refsingum með jafnaðar-
geði margir byltingarmanna, þ.á m. Lenin, leituðu
hælis undan ofsóknum í Vesturlöndum, en Stalín flýði
aldrei úr landi ... varð félagi í bolshevikaflokknum 1903
.. . talsmaður NEP-stefnunnar í efnahagsmálum, sem
veitti einkarekstri örlítið olnbogarými um skeið til að
vinna bug á hungursneyð . . . Búkharin vildi halda lengur
í þessa efnahagsstefnu en Stalín .. . var því grunaður um
kapítalískar tilhneigingar . . . Stalín trúði því einlæglega,
að sú stefna Trotskys að láta heimsbyltinguna hafa for-
FRAMHALD