Morgunblaðið - 08.06.1983, Qupperneq 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Q4U á leiö með
sína aðra plötu
Tiltölulega stutt er síöan
Q4U sendi frá sér sína fyrstu
plötu. Sala á henni hefur
gengið bærilega, ekki hvaö
síst þegar tekið er tillit til allra
þeirra erfiöleika, sem íslensk
plötuútgáfa á við aö etja
þessa dagana.
Sveitin er ekki aldeilis af baki
dottin og aö sögn Árna Daníels,
hljómborðsleikara flokksins, er
þess að vænta að hljómsveitin
haldi í hljóöver áöur en langt
um líður til þess aö taka upp
litla plötu, hugsanlega þriggja
laga.
Fimmti maðurinn
að ganga í Egó?
Þær fregnir bárust Járnsíö-
unni til eyrna fyrir nokkrum
dögum, að ekki aðeins væri
ein breyting væntanleg á
liösskipan Egó, heldur tvær.
Þegar er Ijóst, að ungur
trommuleikari úr hljómsveit-
inni BG tekur sæti Magnúsar
Stefánssonar.
Nú hefur það heyrst aö
Gunnar Rafnsson, sem síðast
var í Kikk, sé nýgenginn eöa
um þaö bil aö ganga til liös viö
Egó. Gunnar lók á hljómborð í
Kikk og vitaö er aö Egó hefur
haft augastaö á hljómborös-
leikara um nokkurt skeiö. Ekki
selt dýrara en keypt var.
Valgeir og
Bjólan saman
á breiðskífu
Þessa dagana eru þeir Val-
geir Guöjónsson, Stuðmaður
með meiru, og Siguröur Bjóla
Garðarsson að leggja síöustu
hönd á breiöskífu sem þeir
hafa verið aö vinna aö undan-
farið.
Þrátt fyrir tiiraunir i þá áttina
hefur ekki tekist aö hafa uppi á
Valgeiri, enda maöurinn ekki í
símaskránni. Eftir því sem næst
veröur komist á þessi plata
þeirra aö vera mjög í anda
Stuðmanna, þannig aö aö-
dáendur þeirra ættu aö fá
eitthvaö fyrir sinn snúö.
Fimmtán í
sex mánaða
fangelsi
Ekki er langt síöan skýrt var
frá því á Járnsíöunni, aö ít-
alskir aödáendur Eric Clapton
heföu fariö hamförum fyrir
utan tónleikahöll, þar sem
hann var aö leika, af einskær-
um vonbrigöum yfir því að fá
ekki miöa á tónleika hans.
Ekki uröu lætin minni þegar
Joni Mitchell tróö upp í Mílanó
í síöustu viku. Þar upphófst
hraustlegt grjótkast aödáenda
hennar er lögreglan reyndi aö
bola þeim burt frá tónleikahöll-
inni, þar sem þeir létu ófriölega
vegna skorts á miðum.
Ekki færöist ró yfir svæöiö
fyrr en lögregla haföi handtekiö
fjölda manns. Fimmtán voru
dæmdir í hálfs árs fangelsi og
sækja því væntanlega ekki
tónieika á því tímabili.
Morgunblaöiö/EBB.
Fimmmenningarnir í Deild I. Frá vinstri: Björgvin, Ásgeir, Sigurgeir, Eiríkur og Richard.
Deild 1 — áður Puppets — í Járnsíðuspjalli:
„Sendum ekkert annað
en gott frá okkur“
- stefnt að breiðskífuútgáfu með haustinu
Talsvert langt er nú oróið um
liðið frá því fyrst var skýrt frá
hljómsveitinni Puppets. Þegar
fyrstu fregnir fóru af staö voru
þeir Eiríkur Hauksson, Sigurgeir
Sigmundsson, Rúnar Erlingsson,
Kristján Edelstein og Oddur
nokkur, fyrrum trommari Tappa
Tíkarrass, í myndinni. Þetta var
langt í frá aö vera endanleg
mynd.
Áöur en hljómsveitin lék loksins
opinberlega fyrir nokkrum vikum
höföu oröiö býsna margar breyt-
ingar. Kristján hætti alfariö og er
reyndar aö mestu kominn út úr
„bransanum", Oddur hætti einnig í
hljómsveitinni og reiöarslagiö kom
síöan er Rúnar Erlingsson hætti.
„Hann sagöi alltaf viö okkur, aö
hann kæmi aftur þegar hann væri
búinn í stúdíóinu meö Egó. Ég taldi
mig vita betur og sagöi viö hann,
aö úr því hann tæki þetta verkefni
aö sór yröi ekki aftur snúiö. Þaö
varö og raunin," sagöi Eiríkur
Hauksson, er Járnsiöan heimsótti
hijómsveitina Deild 1, sem áöur
hét Puppets.
Björgvin í slaginn
Núna er Deild 1 skipuö þeim Ei-
ríki, Sigurgeiri og þeim Richard
Korn, bassaleikara, Ásgeiri, fyrrum
trommara Purrks Pillnikks, og
Björgvin Gíslasyni, sem bættist i
hópinn fyrir rúmri viku. Fari þaö
eitthvaö á milli mála er rétt aö
skýra frá því, aö Eiríkur er söngvari
sveitarinnar, en Sigurgeir annar
gítarleikara hennar.
„Ástæöan fyrir því aö Björgvin
gekk í hópinn," sagöi Eiríkur og
hélt svo áfram: „var aöallega sú,
aö upphaflega ætluöum viö aö
vera sem „back-up“-sveit hjá hon-
um við kynningu á nýju plötunnl
hans. Þegar viö fórum aö kynnast
betur kom í Ijós, aö hann „fílaöi“
bandiö vel og þaö varö aö sam-
komulagi fyrir nokkru aö hann yrðl
fimmti meölimurinn í Deild 1."
Aö sögn Eiríks mun hljómsveltin
fyrst um sinn leika blandaö pró-
gramm fyrri laga Puppets, laga
Björgvins svo og nýrra vinsælla
laga. Hins vegar hefur stefnan ver-
iö tekin á plötuupptöku meö
haustinu. Munnlegt vilyröi fyrir
samningi liggur fyrir frá Steinum
hf„ en ekki hefur veriö gengiö frá
honum skriflega. „Eins og þróunin
hefur veriö hjá okkur á undanförn-
um mánuöum kæmi þaö mér ekki
á óvart þótt ekkert þeirra laga,
sem Puppets var aö æfa, kæmi
fram á. plötu hljómsveitarinnar í
haust.“
Metnaðarmál
„Þaö er okkur mikiö metnaö-
armál aö skila af okkur góöri plötu
í haust. Viö ætlum okkur aö gefa
okkur góöan tíma í þessa plötu og
hljótum aö stefna á erlendan
markaö. Geröum viö þaö ekki
stæöum viö ekki í þessu. Þaö er
bara asnalegt aö láta sig ekki
dreyma um slíkt. Þetta hefur sýnt
sig vera möguleiki,“ sagöi Eiríkur.
„Þaö er líka mikiö mál aö kom-
ast erlendis til þess aö kynnast
ööru fólki, ööru andrúmslofti,“
bætti Sigurgeir viö.
Deild 1 er þannig hljómsveit, aö
vegni henni ekki vel er ekki hægt
aö álasa meölimum hennar fyrir
getuleysi. Eiríkur hefur um langt
skeiö veriö talinn einn allra besti
rokksöngvari landsins og saman
mynda þeir Sigurgeir og Björgvin
traust gítarpar. Richard Korn er
nokkuö óskrifaö blaö í poppinu
enn sem komiö er, en ef marka má
tilþrif hans í þeim lögum, sem um-
sjónarmaöur Járnsíöunnar fékk aö
heyra á æfingu á sunnudag, þarf
enginn aö óttast aö hann skili ekki
sínu þegar á reynir. Sjálfur segir
Eirikur, aö þeim hinum hafi fundist
allt, sem þeir höföu veriö aö gera,
handónýtt þegar Korn gekk til liös
viö þá meö sina Sinfóníureynslu.
Þá er aöeins eftir aö geta Ásgeirs,
sem sannast sagna viröist geta
spilaö hvaöa tónlist sem er.
Eftir aö hafa dregiö fimmmenn-
ingana út úr æfingasvæöinu og í
síödegissólina i Grjótaþorpinu
hófst garnareksturinn. Þeir félagar
voru fyrst aö því spuröir hvaö heföi
valdiö því aö hljómsveitin kom ekki
miklu fyrr „á götuna“ en raun bar
vitni.
Hver úr sinni áttinni
„Þaö spilaöi svo margt inn í.
Fyrir þaö fyrsta komum viö hver úr
sinni áttinni og þurftum tíma til aö
kynnast og ekki bættu manna-
breytingarnar úr skák.“ Þaö eru
einkum Eiríkur og Sigurgeir, sem
hafa orð fyrir þeim félögum.
Björgvin situr og hlustar meö at-
hygli. Hinir tveir mega ekkert vera
aö þvi aö standa i viötali og um-
ræðurnar fara fyrir ofan garö og
neöan hjá þeim.
— Kom aldrei upp neinn ótti
hjá ykkur um aö hljómsveitin
kæmist e.t.v. aldrei á legg?
„Vafalítiö höfum viö einhvern
tímann fyllst efasemdum, en eftir
því sem á leið geröum viö okkur
betur grein fyrir þvi aö ekki skipti
svo miklu máli hvort viö yröum vik-
unni fyrr eöa seinna á feröinni. Aö-
almáliö var aö leyfa sveitinni aö
smella almennilega saman áöur en
fariö yröi af staö. Hún er reyndar
ekki ennþá fullmótuö þvi Björgvin
er svona smám saman aö komast
inn í hlutina.“
„Þaö tekur svona hljómsveit
talsveröan tíma aö slípa sig sam-
an,“ segir Björgvin. „Hljómsveit
fær engan karakter fyrr en hún
hefur náö aö spila nokkrum sinn-
um opinberlega og þessi hljóm-
sveit hefur lítiö gert af slíku.“
Skýringin á því aö leitað var til
Richard Korn þegar Rúnar bassa-
leikari hætti var sú, aö þeir Eiríkur,
Richard og Sigurgeir léku saman
um nokkurra vikna skeiö í hljóm-
sveit, sem aldrei kom fram nema
einu sinni. Þá lék Sigurgeir meö
Richard og Graham Smith viö
kynningar á plötu þess siöast-
Ódýr ferð á
tónleika Bowie
í Stokkhólmi
Flestum er nú oröið Ijóst, aö
ekkert gat orðið af komu Davíd
Bowie hingað til lands í sumar.
En íslendingar eru þekktir fyrir
annað en að leggja árar í bót og
nú hafa Samvinnuferðir/Land-
sýn í samvinnu viö einkaaöíla
ákveðiö að efna til hópferðar á
tónleika Bowie á Ullevi-leik-
vanginum í Stokkhólmi þann
12. júní næstkomandi.
Farið veröur út þann 11. og
kostar feröin um 8.000 krónur og
er þá innifalinn miöi á tónleikana.
Meö kænsku og réttum sam-
böndum tókst að útvega 50 miöa
á tónleikana þótt löngu væri
uppselt og veröur þátttaka í ferö-
ina að sjálfsögöu miöuö viö þann
miöafjölda.
Þeir, sem hafa áhuga á þessari
ferö, ættu aö hafa hraðan á því
miöafjöldinn er takmarkaður.
Þátttakendum í feröinni veröur
gefinn kostur á aö koma heim
þriöjudaginn 14. júní eöa ein-
hvern tíma síöar og þá frá
Stokkhólmi eöa Kaupmanna-
höfn. Hótel er ekki inni í þessum
„pakka“ og geta því þeir sem
eiga ættingja eöa vini í Stokk-
hólmi eöa nágrenni væntanlega
fengið aö liggja þar fyrir lítiö.