Alþýðublaðið - 12.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.09.1931, Blaðsíða 2
ÆfcÞSÐUBfcAÐIÐ Batnandi manni er bezt að lifa. Með 801X1u yfirskrift og er yfir þessari grein, tilkynnir „Morgun- blaðíð“í dag, imeð feitu letri, þann lofsverða , ásetning blaðritara sinina, að fara nú að reyna að lifa samkvæmt þessum gainla og ágæta málshætti. Fyrsta skilyrðið tiil betrunar er lað skilja í hverju manni er ábóta vant. Þeir „Morgunblaðs“-menln- irnir hafa séð, að þeiim var vant i því að geta ritað sæmilega, en af því ásetningur þeirra um að vera „batnandi mienn“ var bjarg- fastur, hafa þeir tekið það ráð að birta fram undir tvo dálka úr Alþýðublaðinu. Ekki verður annað sagt en að það sé góður siður, sem, „Morg- unblaðið“ hefir tekið þarna upp, að birta greinar úr Alþýðublað- inu, og verður vonandi áframhald af því. Auðvitað verður ekki hjá því kómist, að hinir elskulegu „Morg- unblaðsritarar, sem nú hafa ásiett sér að fara að verða að nýrri og betri rnönnum, misskilji nokk- uð í greininnái. í 'henni er talað um, að við þurfum að eiga á- hrifaríka og handfasta fjármála- menn, ef við eigum ekki að lenda í skuldafjósi einhvers stórveld- isins, en þar siem „Morgunbíaðið" segir að þetfá sé stefna síns flokks, að hafa svona menn, er bersýniliegt, að þeir þarna hjá „Morgunbl,aðinu“ halda, að þessir miklu fjármálamenn, sem taLað er um, séu Magnús Guðmundsson sem tók „enska lánið“ 1921 fyrir raunverulega næstum 10% rentu og veðætti tolltek ur landsins, og Knud Zimsen, sem 1929 tó,k Pru- dential-lániö og veðsetti að nokkru leyti fasteignir bæjarins. Vonandi flytur „Morgunblaðið“ fljótlega eitthvað fleira af grein- um Alþýðublaðsins, t .d. einhverj- ar, þar sem sagt er frá Eggert Claessen, Stefáni Th. Jónssyni, og fleirum af fjármálagörpum í- haldsins. „Morgunblaðið“ verður áreiðanlega lesið þá dagana. VígbúnaHarhlé tillögnr Dana Genf, 11. sept. U. P. FB. Frézt hefir, að fulltrúar Dammerkur í Þjóðabandalaginu ætii að bera fram tillögu þess efnis, að allar rikisstjórnir falliist á að öllum vígbúnaði verði hætt á meðan afvopnunarstefnan stendur yfir. Búist er við, að meiiri hluti þeirrá þjóða, sem í Þjóðabiandalaginu eru, muni fallast á tillögu Dana. Krisiilefj sumkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 annaö kvöld. Allir vel- komnir. Það var skömm að pví. „Morgunblaðið“ flytur í dag grein með þiessari fyrirsögn, þar sem það segix frá því, að hópur útlendra ferðamanna, er hingað hafi ikomið með útlendu skipi, hafi sagt, þegar þeir heyrðu að íslendingar ættu sjálfir nægan og góðan sikipakost, að það hefði verið sikömm að því, að þeir hefðu ekki komið með þessúm íslenzku skipum. En „Morgunblaðið“ getur ekki um hvað þessir fierðamienn myndu hafa sagt, ef þeir hefðu vitað, að tveir mienn úr stjórn Eimskiipa- félags íslands, Jón Þorláksson og Hallgríniur Benediktsson, hafa svo árum skiftir haft einka-eim- skipafélag fyrir sjálfa siiig og leigt skip bak við Eimskipafé- lagið og flutt með þeim tugi sikipsfarma til landsins. Vill ékki „Morgunblaðið“ birta aðra grein um petta og hafa sömu fyrir- sögn. Yfirlæknirmn á Nýja-Kieppi. Ég undirrituð dvaldi á Nýja- Kleppi mér til heilsudótar frá 14, janúar til 31. apríl þ. á. Kveið ég mikið fyrir að fara þangað, vegna þess að mér höfðu borist til eyrna ýmsar miður fagrar sögur um yf- irlæknirinn, Lárus Jónsson, svo sem það að hann vanrækti störf sín, væri þeim ekki vaxinn, skorti reglusemi o, s. frv. En reynsla mín varð allt önnur. Allan þann tíma, sem ég dvaldi á Nýja-Kleppi, var framkoma yfirlæknisins við mig og aðra sjúklinga í þeirri deild, sem ég var í, svo góð, að á betra varð ekki kosið, Hann var skyldu- rækinn og reglusamur og sýndi okkur sjúklingunum á allan hátt föðurlega umhyggju, Mun ég jafn- an minnast þessa ágæta msnns með einlægu þakklæti fyrir fram- komu hans við mig þann tíma, sem ég var undir hans umsjá, og ég veit að ég tala hér einnig fyr- ir munn margra annara sjúklinga hans. Er furðulegt að enn skuli vera reynt að spilla áliti þessa mæta manns með illu umtali manna á milli, en ég veit að hlýir hugir og þakkarorð smælingjanna, sem hann hefir hjálpað, vérða þyngri á nietunum. í þessu sambandi finn ég mér skylt að geta þess, að Jórunn Bjarnadöttir, yfirhjúkrunarkona og Steinunn Jóhannesdóttir, hjúkrun- arkona, er stjórnaði þeirri deild, sem ég dvaldi í, voru okkur sjúkl- ingunum sérstaklega góðarogum- hyggjusamar í hvívetna. Vil ég hér með færa fölki þessu mitt inni- legasta þakklæti fyrir allt gott, sem ég á því upp að inna. Ingibjörg Gísladóttir, Syðri-Lækjargötu 4. Hafnarfirði. Vextlr hæbka. í gær komu fregnir af því, að norsku vinnudeilunni væri lokið. Þar með ct mynduð þörf fyrir lánsfé til þess að setja í gang með fyrirtæki þau, sem stöðvuð hafa verið, og strax nota bankarnir sér það til þess að setja upp rentuna, svo sem sjá má á eftirfarandi skeyti: Oslo, 11. sept. Unitied Press, FB. Forvextir háfa verið hækkaðir 4 í 5% frá og mieð laugardegi að telja. Hafnarfjörður. Stúkan Daníelsher nr. 4 heid- ur fyrsta fund sinn á haustinu á morgun í G.-T.-húsinu kl. 4 'SÍð- degis. Osn dissInD og veglnn. St. FRAMTÍÐIN. Fundur verður á mánudaginn á venjul. stað óg stundu. Taugaveikin. Tvent dó í sumar úr tauga- veiki í Hruinamannahreppi í Ár- inessýslu. Er veikin á tveimiur bæjum þar, Skipholti og Hvammi. Liggur enn þrent í henni af þeim bæjum,. ,Minnisbók ferðamanna* heitir bók, sem bráðlega kem- ur á bóikamarkaðinn. Höfundur hewnar er Sigurður Skúlason meistari, en útgefandi Óskar Gunnarsson. Bókin inniheldur margs fconar fróðleik fyrir þá, sem vilja ferðást um landið og kynna sér það, bæði í bygðum og óbygðum. Þar eru kort og uppdrættir af landinu og bílveg- um, enn fremur getið am mierk- ustu sögustaði, vegalengdir og margt fleira, sem þægilegt er fyrir ferðafólk að fá í einni bók. Bókin verður um, 6 arkir, pnent- uð á vandaðan pappír, og kemr ur út um næstu mánaðaimót. Verð hennar verður afar-lágt, að eins 1 króna. Íslenzkír leirmunir. er hafa Íítils háttar gallast í brenzlu, verðá seldir fyrir líti’ð verð í dag og á morgun í List- vinafélágshúsinu við Skólavörð- una. Sólmyrkvi. Deildarmyrkvi á sólu er í dag nálægt suðurheimskautinu, aðal- lega í Súður-Amieríkti. Leifur heppni. Líkan vikingaskips-stefxiisins fyrir likneski Leifs heppna hefir nú verið sett upp framan við Skólavörðuna, og er verið að ljúka við það verk. Erling Krogh söng í Iðnó í gærkveldi fyrir fullu húsi. Áheyrendum líkaði hið bezta og klöppuðu honum óspart lof í lófa. Kappróðraimót íslands fer fram á rnorgun kl. 2 úti við ÖrfMsey. Bátar ganga frá Steinbryggjunni frá kl. 1. Vafa- laust verður fjölmeint þarna, því mikil keppni er hjá báðum fé- lögunum, „Ármanni“ og „K. R.“, að ná í sigurlaunin, hið fagra róðrarhorn. Gagnfræðaskólinn í Neskaupstað, Séra Jakob Jónsson, prestur á Norðfirði, hefiir verið settur s-kóla- stjóri hans næsta skólaár. Hiutaveltur tvær verða haldnar á morgun og hefjast báðar kl. 4. Aðra heldur „K.R.“ í húsi sínu, hina lúðTasveitin „Svanur“ í G.-T.- húsinu. Séra Sigurður Einarsson heldur fyrárlestur í Iðnó kl. 4 e. h. á morgun. Mun þetta erindi verða eitt hið ailna fróðlegastia og skemtilegasta, er séra Sigurður hefir haldið. Sjaldgæfa söngskemtun hiefir Einar Markan í Iðnó á morgun. Söngskráin er eingöngu samansett af íslenzkum tónskáld- uim, og flest lögin hafa aldréi heyrst áður. Má nefna 3 lög eftir Sigurð Þórðarson: Sjódraugar (Davíð Stefánsson), Mamrna (Stefán frá Hvítadal) og Ave María. Þar næst 3 lög eftir Pái Isólfssion: Heimir (Grímur Thom- sen), Söknuður (Tómas Guð- mundsson) og Riddarinn og mieyjan (dr. Alexander Jóhann- esson), og enn fremur 3 eftir Þórhall Árnason: Kvöldvísa (Kristján Jónssion), Hún kysti mig (Stefán frá Hvítadal) og Scha- fers-Klagelied (Goethe) og svo eitt lag eftir söngvarann sjálfan, Ved Himlens Port. 2 lög eftir Emil Thioroddsen (sem sjáifur verður við hljóðfærið), Wiiegen- lied og Nachts. Sv. Hringflug verður á miorgun hér yfir bæn- um. Verður flogið í 12 míniút- ur í einu og kostar hvert sætx í flugvélinni þann tíma 12 kr Flugið hefst kl. 2, en skrifstofa Flúgfélagsins, Hafnarstræti 15, verður opin frá kl. 11 f. h. Landlæknisembættið. er auglýst laust til umsóknar með frestí til 24. þ. m., þar eð Guðmundur Björnson hefir sagt því af sér sökum heilsubrests. Nœturvördur er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur og lyfja- búðinni „Iðunini". Nœturlœknir er í nótx Oskar Þórðarson, Öldugötu 17, uppi,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.