Alþýðublaðið - 17.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1920, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ áíaðsÍQS er í Aiþýðuhúsina við lagólfsstræti og Hverfisgöte. Slml 0»^.. Auglýsingum sé skilað þangað cða í Gutenberg í síðasta lagi ki. so, þaun dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Kaupfélag Þingeyínga, Ársrit Kaupfélags Þing- eyinga I.—ÍV. ár. Kaupfélag Þingeyinga, sem er elzta kaupfélag landsins, um 40 ára gamalt, hefir tekið upp þann sið, að gefa árlega út skýrslur um starf sitt. Hefir Alþýðublað- inu borist nýlega þeir fjórir ár- gangar, sem út eru komnir. Er það heilmikil syrpa, rúmlega 200 blaðsíður. Ársrit þessi eru mjög fróðleg Og einstök í sinni röð, þar sem þau gefa glögt yfirlit yfir starf- semi einhvers stærsta kaupfé- lags á landinu. Auk þess eru öll lög og reglur félagsins birt í þeim. Reikningar þess og yfirlit yfir sjóðeignirnar eru talandi vottur lim vöxt þess og viðgang. Fund- argerðir 4 síðustu aðalfunda eru þarna birtar og ýmsar skýringar forstjóranna, sem gefa ýmsar mik- ilsverðar upplýsingar og sýna með- al annars fram á það, að pöntun- arfyrirkomuiag félagsins er alger- lega íslenzkt og fundið upp, auk- ið og fullkomnað af Þingeyingum. Er það atriði eitt mjög svo eftir- tektavert, og lýsir í sjálfu sér þrautseigju og fyrirhyggju þeirra er upptökin eiga að félagsskapn- um. í 40 ár er félagið búið að starfa og er svo að segja búið að aia upp nýja „samvinnukynslóð” í Þing- eyjarsýslum. Enda munu þingeysk- ir bændur, að öðrum bændum ó- löstúðum, hinir frjálslyndustu hér á landi. Og hefir einstaklings- hyggjan mjög orðið að rýma þar sess fyrir lýðhyggjunni. Nokkur dæmi skulu hér tínd til úr ársskýrslunni 1920, sem sýna hvert bákn félagið er orðið. Við- skiftaveltan var árið 1919: kr. 6,613,646,38. Fasteignir á félagið sem virtar eru á 80 þús. kr. Sam- eignarsjóðir félagsins eru kr. 114,- 435,82 og séreignarsjóðir kr. 244,- 302,96. Útlendar vörur, eftirstöðv- ar og keypt á árinu hafa numið kr. 823,708,19, en innlendar vörur hafa numið kr. 1,044,630,25. Álls eru deildir félagsins 20, og eru ýmsar skýrslur í ritunum, sem skýra frá og greina sundur við- skifti þeirra. Yfirleitt má segja það um árs- rit þessi að þau séu mjög fróðleg, og verða þau vafalaust síðarmeir ágætt heimildarrit, þegar fullkom- in saga kaupfélagsskaparins hér á landi verður samin. I. Bm daginn og Yeginn. Yeðrið í morgun. Vestm.eyjar . . . N, hiti 7,o. Reykjavfk .... SA, hiti 3,2. ísafjörður .... Iogn, hiti 5.1- Akureyri .... N, hiti 5,5- Grímsstaðir . . . N, hiti 3.5- Seyðisíjörður . . logn, hiti 7.L feórsh., Færeyjar logn, hiti 3,4- Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir suðaustan land, loftvog hægt fallandi á Suð- urlandi og í Færeyjum, stöðug annarsstaðar, hæg norðlæg átt. Útlit fyrir svipað veður. Kveibja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en ki. 71/4 í kvöid. Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Ein- rænn úlfur*. Nýja Bio sýnir: „Mál- aða mærin". Hljómleikar Páls ísólfssonar í fyrrakvöld voru vel sóttir og gerðu menn góðan róm að þeim eins og þeir áttu skilið. Skipaíerðir. „Austri" korn í gær frá Englandi með kol. „Haukur" kom frá Svíþjóð. flutti þangað síldarfarm, en hafði aðeins seglfestu hingað. Dönsk skonnorta, „Hugin", kom með saltfarm. Fer til ísafjarðar. Godthaab fór til Grænlands, eftir að hafa tekið hér kol. Jón Forseti fór aftur á veiðar í gær og kom í morgun með fisk, sem hann seldi hér. Síra Ásgeir Isgeirsson hefir verið skipaður prófastur í Daía- prófastsdæmi frá síðastliðnum far- dögum að telja. Veittar kennarastoðnr. Pálí Zophoníasson hefir verið skipaður skólastjóri á Hólum í Hjaitadal. Páll Jónsson hefir verið skipað- ur i. kennari við bændaskólaan á Hvanneyri. Gunnlaugur Björnsson hefir ver- ið settur fyrst um sinn 2. kennari við Hólaskóla. Þórir Guðmundsson hefir verið settur 2. kennari við Hvanneyrar- skólann, fyrst um sinn. Þá hefir 30 kennurum nýlega verið veitt kennarastaða við barna- skólann hér í bæ um eitt ár. Póstmeistari er á leið hingað frá Sauðárkróki, segir fregn að norðan. Fylgir það með, að það sé vegna skeytis um peninga- kreppuna, að hann brá við svo skyndiiega og lagði af stað hingað. Bryggjuhans Kvöldúlfs, sem Iegið hefir á hiiðinni við bryggju félagsins, hefir nú verið lagaður. Stendur hann nú „réttum fótum" á sínum stað. Vilhjálnaur Ingvars- son verkstjóri stóð fyrir verkinu. Bryggjusmfðinni mun nú haldið áfram. Fiskveiðar á smábáta hafa glæðst mjög síðustu dagana og þakka menn það því, að minna sé nú af togurum við veiðar hér úti fyrir. »Vinnukona«, greinin móti hr. S. Þ., kernur á morgun. Til minnis. 22. des. í fyrra lét stjórnarráðið telja gull íslands- banka og reyndist það um 700 þús, kr. Bankinn hafði þá útistand- andi yfir 8 milj. kr. í seðlum. En 31. des. var gullið orðið yfir 3. milj. kr. eftir því sem bankinn gefur upp í reikningum sínum. Hvernig kom þessi gullaukning þar sem ekkert skip kom til Reykjavíknr frá útiöndum á tíma- biiinu, og hvaðan kom það þar sem útflutningur gulls er bannað- ur frá ölium nálægum löndumf Verðlagsnefndin tilvonandi. Bæjarstjórn samþ. í gær að ganga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.