Alþýðublaðið - 17.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.09.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ tftœjargjölá. Hér með er alvaríega skorað á alla þá, konur sem karla, sem eiga ógoldið aukaútsvar, fasteignagjald, barnaskólagjald eða annað áfallið gjald til bæjarsjóðs Reykjavíkur, að greiða það tafarlaust. Æ œj ar cjj a !é £ er i nn. Sjómannafélag Rvikur heldur fund Laugardaginn x8, þ. m. kl. S síðdegis í Bárubúð (niðri). Mætið stundvíslega féSagar! Stjórnin. Sf, Brjóstsykurgerðin „Nói” Oðinsgötu 17. Sími 942. loli kettnugttr. Eítir Upton Sinclair. Fjórða bók: Brfðaskrá Kola konungs. (Frh.). XXIV. Hallur fór úr sorgarklæðum ekkjunnar og hætti þar með glensinu, sem hann vegna verka- mannanna hafði byrjað á. Og nú kom afturkastið. Hann' fann að hann var þreyttur. SamSeitt i tíu daga hafði hann verið sífeldri geðshræringu undirorpinn svo honum hafði varla komið dúr á auga. Nú hallaði hann sér fölur og dauðþreyttur aftur á balc í sæti sínu. Honum var ilt í höfð- inu og hann sá að alt, sem hann hafði gert uppi í Norðurdalnum, hafði mistekist. Öll æfintýralöng- unin, sem hann var gagntekinn af þegar hann byrjaði þetta „sumarnámskeið í hagnýtri þjóð- hagsfræði", var horfin. Lestin nam staðar í Pedro og hann lét aka sér í vagni til gisti- hússins. Hann var með sorgar- klæði ekkjunaar, vafin í böggul, undir handleggnum. Hann hefði vel getað skilið þau eftir I vagn- inum, en á þessum tíu vikum hatði hann lært að meta pening- ana. Hann ætlaði að skila frú Zamboni fötunum. Hann hafði lofað henni peningum, en henni veitti ekki af þeim til raatarkaupa handa krökkunum. Sá fyrsti, sem Hallur rakst á, er hann kom inn í fordyrið, var bróðir hans. Og fanst honum sér líða enn ver, er hann sá höfð- ingjaandlitið, sem orðið var bein- línis göfugmannlegt af óánægju. Bróðir hans krafðist þess af hon- um að fá að vita, hvar hann hefði verið. Og Hallur anzaði: „Eg hefi heimsótt ekkjur og munaðarleysingja I “ „Einmitt það“, sagði Edward, „og á meðan lætur þú mig sitja hér og mygla! Hvað hefurðu þarna undir handleggnunx?“ Haliur leit á böggulinn. Og glensið vaknaði aftur í honum. Það var ómögulegt að sleppa svo góðu tækifæri. „Það er minja- gripur frá einni ekkjunni", sagði hann og rakti sundur fötin fyrir augum bróður síns, sem varð steinhissa. „Kona sem fiú Swajka heitir, gaf mér þau. Öanur kona, sem heitir frú Zamboni, átti þau, en hún þarfnast þeirra ekki lengur“. „En hvað ætlar pú að gera með þau?“ „Það er svo að sjá, sem frú Zamboni ætli að giftast aftur“. Hallur varð laumulegur í mál- rómnum. „Það er saga að segja frá því, Edward — þér mun þykja gaman að því, að kynnast siðum og háttum þess þjóðflokks. Hún mætti manni á götunni, vel, vel búnum manni, segir hún — hún heldur því fast fram að hann hafi verið heldrimaður. En hvern- ig svo sem þessu var varið, þá varð hann mjög hrifinn af henni og gaf henni stórfé, og húa hejdur að hann ætli að giftast sér. Hún keypti sér því ný föt, og nýi bóndinn á að fá þessi sorgar- klæði. Það er svo að sjá, sem það sé siður í landi hennar — eins og merki þess, að hún taki hann sem eftirmann. Frú Swajka bað mig að reyna að finna hann. Hann sagðist nefnilega heita Smith eins og eg, svo hún hélt, að eg þekti hann kannske". Askorun tií alþýðunnar. Verkalýður! Konur og menn! Geíið nákvæman gaum hvaða verzlanir það eru, sem auglýsa í Al- þýðublaðinu, og hverjar verzlanir gera það ekki, og hagið ykkur eftir því. Slsót>t5LÖÍML í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) seiur mjög vandaðan skófatnað svo sem: Karlmanna- og Verkamannastíg- vél, Barnastígvél af ýmsum stærð- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stsgvéi af ýms- um gerðum. Allar viðgerðir leyst- ar fljótt og vel af headi. Kosriið og reyniðl Virðingarfyist Ól. Th. Nýleg karlmannsföt úr svörtu Civioti. nýr sloppfrakki og nýleg- ur barnavagn (keyrður að framan) til sölu með tækifærisverði, a. v. á. Ritstjóri og ábyrgðarm&ðtsr: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðian Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.