Alþýðublaðið - 17.09.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.09.1920, Blaðsíða 3
uppástungu landsstjórnarinnar "m að skipa verðlagsnefnd, og stakk bæjarstjóm upp á £ hana Birni Sigurðssyni fyrv. sendiherra í London, Héðni Valdimarssyni cand. polyt. og Guðjóni Guðlögs- syni alþm. Flótti bolsivíka. Morgunblaðið flytur í dag mynd af flótta bolsi- víka. Eftir rnyndinni að dæma er bolsivíkaherinn tveir róssneskir bændur vopnlausir, tvær kerlingar á millipilsunum og 3 pokar af kartöflum, alt á Ijórhjóluðum vagni með tveim hestum fyrir, sem standa jafn kyrrir og Gráni hans Jóns, sem ekki komst úr sporunum í Morgunblaðinu um daginnl Islands Falk kom að norðan í morgun. Meðal farþega Björn O. Björnsson, stud. theol. Éiealar jréttir. Kosningasigrar bolsivíka i Jugoslavín. Fregn frá Belgrad, höfuðborg Jugoslavíu, hermir, að við bæjar- stjórnarkosningar er fóru þar fram nýlega, hafi bolsivíkar komið að 30 bæjarfulltrúum og fengið þar með yfirgnæfandi meiri hluta. Af þessu leiðir, að borgarstjórinn í Belgrad verður að vera úr flokki boisivíka. Auk þessa hafa bolsi- víkar fengið meiri hluta í 7 öðr- um borgum í Jugoslavíu. Rosta. Kol frá Ameríku til Rússlandg. Um síðustu mánaðamót kom 3000 smálesta kolaskip við í Vardö í Noregi. Var það á leið til Rússlands með farminn og er það fyrsti kolafarmurinn frá Ame- ríku er þangað fer eftir að verk- lýðsstjórnia tók við völdum. Tímarnir breytast. Prinsar og prinsessur Htaka niður fyrir sig“. Tengdadóttir Vil- hjálms keisara, ekkja Jóakims Prins sem fyrirfór sér i Potsdam fyrir 2 mánuðum síðan, er trúlof- uð verksmiðjueiganda einum stór- auðugum í Brandenburg, Guerard nafni. Einnig hefir krónprins- af Saxlandi nýlega gifst dótt- ALÞYÐUBL AÐIÐ ur bankastjóra eins er Heinemann heitir. Hefðu slík undur sem þessi skeð fyrir 6—7 árum, mundi það hafa þótt hið mesta hneyksli. Öll stærstu blöð £ heiroi hefðu þá fengið næg orð að fást við um nokkurn tíma, og veslingarnir sem hefðu orðið sekir um slíkt athæfi hefðu verið gerðir rækir úr öllu samfélagi við þjóðhöfðingja og hirðir þeirra. En tímarnir breytast. Framtíð flugvélaflutninga: Álit H. Gr. Wells. Nýlega hélt hinn heimsfrægi rit- höfundur og visindamaður H. G. Wells ræðu i Birmingham um framtið flugflutninga. Hann kvað ástandið í heiminum vera þannig nú, að eigi liti glæsilega út með flugflutninga. Væri fjandskapur þjóðanna innbyrðis því til hindr- unar. En samt myndi ekki takast að spyrna á móti. Gufuskipin, sem brezka heimsveldið bygði sitt veldi á, væru að hverfa úr sögunni fyrir framgangi flugvél- anna. í framtiðinni kvað hann flugleiðirnar myndu liggja um hin stóru meginlönd, og verzlun og það vald sem henni fylgdi færast «m leið frá hinum gömlu slóðum á nýjar. En hindranir hinna ein- stöku Ianda gegn flugferðunum yrðu að hverfa, og nú sæist bet- ur og betur hver nauðsyn væri á allsherjarstjórn fyrir allan heiminn í þessu máli sem öðrum alþjóða- málefnum. Herforingjar úr liði Koltjaks sjálfboðaliðar í ranðhernnm. Margir af herforingjunum úr liði Koltjaks hafa gerst sjálfboðaliðar í her bolsivíka í stríðinu gegn Pólverjum. Áður en þeir fóru til herstöðvanna héldu þeir fund í Moskva og sendu kveðjuskeyti til 3. alþjóðasambands verkamanna, til rauðhersins og foringja verk- lýðsins. Rosta. Caruso kominn í leitirnar. Fyrir nokkru síðan var sagt frá því, að Caruso hefði hoifið er hann var á leið milli tveggja borga i Ameríku; var ýmsum getum leitt að því hvað orðið hefði um hann. En engin þeirra var rétt. Söngmanninn langaði blátt áfram til þess, að vera laus við leiksviðið lítinn tíma, svo hann gæti skemt sér við veiðar, er vinur hans hafði __________________3__ Samtal. Hvar verzlar þú? Eg verzla við Theodór Sigurgeirsson á Grundar- stíg 11. Er gott að verzla við hann? Já. Sízt er hann verri en hinir. Hann er líka alþýðumaður. Nú, já. já. Eg held eg fari þá þangað. boðið honum á. Og vegna þess að konan hans var í þvi sálará- standi, að hún hafði enga löngun til að sjá hann, stakk hann af á millistöð svo lítið bar á og mút- aði járnbrautarþjóninum. Þegar hann var svo búinn að skemta scr sem hann lysti, kom hann aftur £ leitirnar. : Clemenceau á ný fram á sjónarsviðið. Þegar Clemenceau náði eigi að verða forseti, dró hann sig i hlé úr hinu pólitfska Kfi, en nú er hann að vakna afíur, gamli mað- urinn. Hann býður sig nú fram við aukakosningar, sem fara fram í kjördæmi einu í Bretagne, og er talið víst að hann muni kom- ast að þingmensku þar. Stærstn loftskeytastöð í heimi hafa Svíar í hyggju að reisa. Á stöð þessi að ná til allra stöðva heimsins og vera meðal annars i stöðugu sambandi við stöðvar í Norður-Ameríku. Svissneskir járnbrantarþjónar hafa nýlega samþykt yfirlýsingu þess efnis að þeir myndu eigi rétta út hendi til hjálpar við flutn- ing á hergögnum yfir Svissland. Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu áður, hefir það marg- sinnis komið fyrir að verkamenn í hinum ýmsu löndum hafa gert slíkt hið sama, og væri vel farið ef alþýðan um allan heim bindist þannig samtökum um að vinna á móti stríði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.