Morgunblaðið - 23.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 Skýrsla Coopers & Lybrand: ÍSAL gefist ráð- rúm til at- hugunar „Endurskoðunarskýrslan er nú til umsagnar hjá ÍSAL og ég get ekki tjáð mig um innihald hennar, fyrr en fyrirt*kinu hefur gefist ráðrúm til að athuga hana,“ sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra, er Mbl. spurði hann um niðurstöður endur- skoðunarskýrslu brezka fyrirtækis- ins ('oopers & Lybrand, en iðnaðar- ráðherra barst skýrslan um miðjan mánuðinn. Sverrir sagði, að brezka endur- skoðunarfyrirtækið gerði í skýrslu sinni nokkrar fyrirspurnir og at- hugasemdir. „Það er ákvæði í aðal- samningi um að endurskoðun skuli ljúka fyrir 1. september, og þeir senda þessa skýrslu sem er upp á um 130 bls. í framhaldi af því. Að hætti endurskoðenda gera þeir fyrirspurnir og athugasemdir og fyrst verður að gefa þeim ráðrúm til að svara, áður en ég tjái mig um hana.‘ SUS-þing hefst í dag ÞING Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, hið 27. í röðinni, hefst í dag, fostudag, og verður þingsetning í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst hún klukkan 16.00. Við þingsetninguna munu flytja ávörp þeir Sigurbjörn Magnússon, formaður Heimdallar, Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, og Jörgen Glenthöj, formaður NUU. Þá mun formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, Geir H. Haarde, flytja ræðu. Að ræðuhöldum loknum fer fram nefndarkjör og önnur upp- hafsstörf þingsins, en á föstu- dagskvöldið verður kvöldvaka í Valhöll. Á morgun, laugardag, verða nefndarstörf og umræður um skýrslu stjórnar og fleira. Eftir hádegið verða haldnir fyrirlestrar um atvinnuþróun og hátækni- iðnað, en að því loknu verða al- mennar umræður. Á laugardagskvöldið verður síð- an hátíðarkvöldverður, en aðal- ræðumaður kvöldsins verður Dav- íð Oddsson, borgarstjóri í Reykja- vík. Á sunnudag verður áframhald nefndarstarfa, en eftir hádegið verða ályktanir afgreiddar. Síðan fer fram stjórnarkjör, en að því loknu verður þinginu slitið. Rigning um helgina Á MORGUN verður suðvestlæg átt og byrjar að rigna vestan- lands, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Islands og á sunnu- dag er einnig búist við rigningu. Á austanverðu landinu er aftur á móti búist við björtu og góðu veðri um helgina. Keiluspilshús í ÖskjuhlíÖ Á EFRI hiuta þessarar samsettu myndar sést öskjuhlíðin, eins og hún er nú og á neðri hlutanum er líkan af sama svæði, þar sem komið er inn á keiluspilshúsið, sem sótt hefur verið um leyfi til að byggja þarna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur málið verið afgreitt frá skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar, en nú er það til umfjöll- unar í byggingarnefnd. Veitingahúsið Oðal hyggst byggja húsið, en gert er ráð fyrir að það verði 5 hæðir og flatar- mál samtals 4.976,4 fermetrar, en 20.867 rúmmetrar. Á fundi byggingarnefndar þann 8. september var málinu frestað og vísað til umsagnar umhverfismálaráðs og eldvarna- eftirlits. Þá var það mat nefnd- arinnar að innkoma og umferð- arleiðir væru óljósar Leitin aö Gullskipinu: Hollending- ar vilja halda áfram „HOLLENDINGAR eru fullir áhuga á að leit að gullskipinu Het Wapen van Amsterdam á Skeiðar- ársandi haldi áfram,“ sagði Árni Kristjánsson aðalræðismaður Hollands á íslandi í gærkvöldi er Mbl. náði símasambandi við hann þar sem hann er staddur í Hol- landi. Árni hefur meðal annars rætt leitina að gullskipinu við hol- lenska ráðherra. Sagði hann að það væri nú til alvarlegrar at- hugunar hjá opinberum aðilum í Hollandi hvernig þeir gætu að- stoðað við leitina, meðal annars væri í athugun hvaða tæki hent- uðu best til þess. Mbl. bar þetta mál undir Eyj- ólf Konráð Jónsson lögmann Gullskipsins hf. og staðfesti hann að þeim gullskipsmönnum væri kunnugt um þennan áhuga Hollendinga. Sagðist hann hafa verið i Amsterdam fyrir skömmu og þar hafi það meðal annars upplýst að togarinn Fri- edrich Albert sem talið er að grafið hafi verið niður á í sand- inum hefði verið smíðaður í Rotterdam í Hollandi 1898 og síðan seldur til Þýskalands. Fiskiskip Þróunarsamvinnustofnunarinnar: Smíði hætt vegna vanskila ríkisins Kostnaður yfir 60 milljónir króna SMÍÐI FISKISKIPSINS sem Þróunarsamvinnustofnun íslands hefur verið með í smíðum í Slippstöðinni á Akureyri hefur verið hætt í bili vegna þess að staðið hefur á peningum frá ríkissjóði að sögn Þórs Guðmundssonar, forstöðumanns Þróunarsamvinnustofnunarinnar. Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði hins vegar að ekki væri um nein vanskil að ræða. Samningur um smíði þessa skips hefði verið gerður og væri allt kapp lagt á að standa við hann af hálfu ríkisins. Það skip sem hér um ræðir er 159 smálesta fiskiskip, útbúið bæði til tog- og nótaveiða. Að sögn Þórs er fyrirhugað að fyrsta verk- efni þess verði við Grænhöfðaeyj- ar, en það er sérstaklega hannað til tilraunaveiða og fiskileitar á þeim slóðum. Sagði Þór að á skip- inu yrðu þrír Islendingar, skip- stjóri, stýrimaður og vélstjóri, en áhöfnin yrði að öðru leyti skipuð innfæddum. Smíðakostnaður skipsins er í dag áætlaður 54 milljónir, en með veiðarfærum og öðrum útbúnaði verður stofn- kostnaður þess yfir 60 milljónir, að sögn Þórs. Þótt fjármagn fáist til að ljúka smíði skipsins, er óvíst hvenær hægt verður að taka það í notkun því ekki hefur verið af- greidd fjárbeiðni Þróunarsam- vinnustofnunarinnar vegna veið- arfærakaupa, mannaráðninga og annars undirbúnings. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sagði, er mál þetta var borið undir hann, að hann væri ekki vanur að tjá sig um mál einstakra viðskiptamanna, en af því að aðrir hefðu sagt að smíði skipsins hefði verið hætt, þá gæti hann staðfest að svo væri. Sagði hann að ríkið væri orðið á eftir með greiðslur miðað við smíðasamning og síðara samkomulag og vantaði nú um 6 milljónir þar uppá. Ástæðan fyrir því að hlé hefði orðið á smíðinni, hefði hins vegar ekki eingöngu verið þessi dráttur á greiðslum, heldur hefði Slippstöðin átt kost á miklum viðhaldsverkefnum og tal- ið það hagstæðast fyrir báða aðila að taka þeim og gera hlé á smíði skipsins á meðan, þegar svona hefði staðið á með greiðslur og auðsjáanlega engin þörf verið fyrir skipið strax, þar sem ekki væri búið að taka ákvörðun um að ráða mannskap á skipið né vinna að öðrum undirbúningi. Sagði Gunnar að aðeins væri eftir um sex vikna vinna við skipið og myndi Slippstöðin ljúka smíði þess, þótt eitthvað seinna yrði, hvernig sem ylti með greiðslur frá ríkinu. Fiskveiðasjóður: Engar ákvarðanir um uppboð á fiskiskipum segir Már Elísson, forstjóri „ÞAÐ HEFUR ekki verið tekin ákvörðun um uppboð á fiskiskipum, en ég get staðfest, að til eru þau skip, sem skulda sjóðnum meira en þau eru metin á,“ sagði Már Elísson, forstjóri Fiskveiðasjóðs, er Morgunblaðið bar undir hann orð Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, að Fiskveiðasjóður hefði ákveðið að bjóða upp marga togara vegna vanskila. Már Elísson sagðist aðspurður ekki tilbúinn til að ræða fjárþörf Fiskveiðasjóðs vegna lánsfjárá- ætlunar, hana ætti eftir að ræða nánar í stjórn sjóðsins. Hann gat þess þó, að vanskil við sjóðinn hefðu numið um 800 milljónum króna áður en hluti sjóðsins af Areiðanlega hægt að stórspara þarna — segir fjármálaráðherra um utanlandsferðir opinberra starfsmanna „ÞAÐ VERÐUR eitt af mínum fyrstu verkum, þegar ég kem heim frá Handaríkjunum um mánaða- mótin að gagna frá nýrri reglugerð um ferðalög opinberra starfs- manna á kostnað ríkissjóðs til út- landa,“ sagði Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra, er Mbl. bar undir hann frétt í Alþýðublaðinu sl. þriðjudag þess efnis að tuttugu starfsmenn ríkisins væru dag hvern í ferðalögum erlendis. Segir í fréttinni, að blaðið hafi heimildir fyrir því að á fimmtán mánaða tímabili, þ.e. frá því í lok maí í fyrra þar til nú í ágúst á þessu ári hafi að jafnaði verið um tuttugu manns í utanferðum á vegum stofnana ríkisins hvern dag. Einnig er spurt, hvort ekki megi spara á þessu sviði eins og öðrum. Fjármálaráðherra sagði vegna þessa: „Það er áreiðanlega hægt að stórspara þarna. Ferðir verða mjög takmarkaðar og sett- ar strangar reglur um í hvaða tilfellum menn mega fara út. Það verður ekki frjáls ákvörðun einstaklinga að sækja einhverja fundi erlendis hér eftir." gengismun hefði komið inn, en hann næmi alls um 300 milljónum auk 60 milljóna króna til lána til loðnuútgerðar og væri nú búið að ganga frá þeim. „Hjá Fiskveiðasjóði er staðan nú þannig, að það eru um 10 togar- ar og smærri skip, sem skulda sjóðnum allt fra 110% upp í 160% af húftryggingarmati skipanna. Það hefur vissulega verið rætt um það að afskrifa það, sem þar er umfram eða 300 til 400 milljónir króna. Um það eru hins vegar skiptar skoðanir," sagði Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, meðal annars, er hann svaraði fyrirspurnum á fundi sín- um á Patreksfirði um helgina. „Vegna þessa hefur stjórn Fisk- veiðasjóðs ákveðið að bjóða upp mjög marga togara, en ég skal ekkert um það segja hve fljótt það gerist. Fiskveiðasjóð vantar nú um 700 milljónir króna til þess að geta staðið í skilum, til að geta greitt þau vanskil erlendis, sem útgerðin hefur safnað upp hjá sjóðnum," sagði Steingrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.