Morgunblaðið - 23.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 17 fHttgunHftfrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö. Evrópu- eldflaugarnar Enn á ný hafa aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sameinast um nýja sáttatil- lögu Bandaríkjastjórnar sem miðar að því að fá Sovétmenn til að fækka kjarnorkueld- flaugum í Evrópu. Á miðviku- daginn skýrði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, frá því að Bandaríkjamenn hefðu þann dag enn einu sinni lagt fram nýjar hugmyndir í eldflauga- viðræðunum í Genf, sem hóf- ust í nóvember 1980. Sjötta lota viðræðnanna stendur nú yfir og sumir kalla hana úr- slitalotuna. Viðræðurnar eiga rætur að rekja til ákvörðunar utanríkisráðherrafundar Atl- antshafsbandalagsins í des- ember 1979 þar sem tekin var tvíþætt ákvörðun: (a) hafist yrði handa við að smíða og koma fyrir í 5 Vestur-Evrópu- ríkjum 572 bandarískum kjarnorkueldflaugum til að svara þeirri hættu sem SS-20 kjarnorkueldflaugar Sovét- manna valda; (b) hafnar yrðu viðræður við Sovétmenn um að allar Evrópueldflaugar yrðu fjarlægðar, tækist sam- komulag um það yrði banda- rísku eldflaugunum 527 ekki komið fyrir. Sjötta viðræðu- lotan í Genf er kölluð úrslita- lota vegna þess að í desember verður hafist handa við að setja bandarísku eldflaugarn- ar upp í Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og á Ítalíu náist ekki samkomulag í Genf. Nú sést því víða haldið fram að haustið verði „heitt" í Vestur-Þýskalandi og Bret- landi en með því er vísað til þess að ýmsar þær hreyfingar sem síðan á árinu 1980 hafa barist gegn því að hin tví- þætta ákvörðun NATO frá 1979 komist til framkvæmda ætli að beita valdi til að koma í veg fyrir uppsetningu eld- flauganna. Frá því að ákvörð- unin var tekin 1979 og póli- tískar deilur hófust um hana hafa farið fram þingkosningar í Bretlandi, á Ítalíu og í Vestur-Þýskalandi, þeim lönd- um sem helst koma við sögu vegna móttöku á eldflaugun- um. í öllum löndunum þremur hafa ríkisstjórnir að kosning- um loknum litið svo á sem kjósendur hafi veitt þeim um- boð til að framfylgja ákvörðun NATO frá 1979. Eldflauga- andstæðingarhir eru því kall- aðir saman á „alþingi götunn- ar“ til að hindra framkvæmd stjórnvaldsákvarðana. At- hyglisvert er að vestur- evrópskir jafnaðarmenn sem héldu £* stjórnartaumunum í Danmörku, Noregi og Vestur- Þýskalandi í desember 1979 og studdu NATO-ákvörðunina hafa nú söðlað um og vilja fresta uppsetningu bandarísku eldflauganna í von um að Sov- étmenn skipti um skoðun í Genf. Þeir einu sem hafa sýnt sveigjanleika í viðræðunum í Genf eru Bandaríkjamenn. Upphaflega lagði Ronald Reagan fram hugmyndina um svokallaða „núll-lausn“, það er að allar Evrópueldflaugar yrðu þurrkaðar út. Á það mega Sovétmenn ekki heyra minnst. Síðan hefur ýmsum tillögum verið hreyft af vest- rænni hálfu jafnframt því sem kröfu Sovétmanna um að franskar og breskar kjarn- orkueldflaugar verði taldar til Evrópueldflauga hefur verið eindregið hafnað, ekki síst af frönskum jafnaðarmönnum. Sovétmenn hafa haldið fast í þá skoðun að með einkaeign á meðaldrægum kjarnorkueld- flaugum í Evrópu séu þeir að skapa jafnvægi og jafnstöðu. Þessa röksemd notuðu Sovét- menn þegar þeir áttu 100 SS- 20 eldflaugar og þessa sömu röksemd nota þeir þegar þeir eiga meira en 350 SS-20 eld- flaugar án þess að nokkuð hafi breyst á Vesturlöndum. Eins og málum er háttað vegna þvermóðsku Kremlverja sýnist ljóst að hafist verður handa við að koma bandarísku kjarnorkueldflaugunum fyrir í Vestur-Evrópu í desember næstkomandi, hvort þær verða að lokum 572 eða færri virðist nú til umræðu í Genf, en ekki hitt hvort til uppsetningar kemur eða ekki. Sovétmenn vilja auðvitað ekki að einokun þeirra á Evrópueldflaugunum sé afnumin. Þeir vilja geta ógnað með þeim í því skyni að skapa hræðslugæði meðal Vestur-Evrópubúa. Þótt samkomulag takist ekki í þessari lotu Genfarvið- ræðnanna er ljóst að þar með er samningaviðræðum um nið- urskurð kjarnorkuvopna í Evrópu ekki lokið. Þráðurinn slitnar ekki þótt kjarnorkufor- skot Sovétmanna hverfi og hótanir þeirra um að tortím- ingin sé á næsta leiti eru ekk- ert nýnæmi. Og með öllu er ástæðulaust að láta þær hót- anir hræða sig svo að menn gleymi því hyldýpi sem er milli sanns friðarvilja lýðræð- isþjóðanna og miskunnarlauss hernaðaranda sovéskra ráða- manna sem síðast fékk útrás þegar suður-kóreska farþega- flugvélin var sko^in niður með köldu blóði. Bítilóðir á Broadway: Hálft hundrað bítlalaga Bítlakynslóðin kemur saman í kvöld og rifjar upp gamlar minningar og gömul lög þegar 35 manna hópur undir stjórn Gunnars Þórðarsonar flytur rúmlega tveggja stunda langa skemmtidagskrá um „Bítlaæðið" í veitingahúsinu Broadway. Þar syngja fjórtán vinsælustu söngvarar þess tíma hálft hundrað laga, innlendra og erlendra, við undirleik tólf manna hljómsveitar Gunnars. Skemmtunin verður endurtek- in á sunnudagskvöldið og verða þá liðsmenn keflvísku „bítla- hljómsveitarinnar" Hljóma heiðursgestir en 5. október nk. eru tuttugu ár liðin síðan Hljóm- ar komu fyrst fram opinberlega. Söngvararnir, sem koma fram á skemmtuninni er hefur yfir- skriftina Bítlaæðið, eru Þorgeir Ástvaldsson og Halldór Krist- insson (Tempó), Engilbert Jen- sen (Hljómum), Sigursteinn Há- konarson (Dúmbó), Ólafur Þór- arinsson (Mánum), Þuríður Sig- urðardóttir, Magnús Sigmunds- son og Jóhann Helgason, Pálmi Gunnarsson, Jóhann G. Jó- hannsson (óðmönnum), Pétur W. Kristjánsson (Pops o.fl.) Rúnar Júlíusson (Hljómum), Jónas R. Jónsson (Flowers) og Björgvin Halldórsson (Bendix). Kynnir og sögumaður verður Páll Þorsteinsson, útvarpsmað- Pétur Krtstjánsson kom víða við á Bítlatímanum — hér æfir hann „Friday On My Mind“ með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar. ur Mbl./KrÍ8tján Örn Elíasson. Jóhann G. Jóhannsson syngur í fyrsta skipti opinberlega „Don’t Try To Fool Me“. Ólafur Þórarinsson og hljómsveit- in Mánar réðu ölhi austan fjalls — hann syngur hér bítlalagið „I’m Down" með tilþrifum. Menntaskólinn f Kópavogi: Tíunda starfsárið hefst í nýju húsnæði Nýtt merki skólans hafið hátt á loft í höndura þeirra Ingólfs Þorkelsson- ar, skólastjóra (t.h.) og Sveins Gíslasonar, formanns skólafélagsins. í kaffisamsætinu sem haldið var í Menntaskólanum að lokinni setningar- athöfninni var margt um manninn og voru nemendur jafnt sem kennarar önnum kafnir við að bera fram veitingar. „Menntaskólinn er óska- barn þessa bæjarfélags og er það von okkar allra að hann megi dafna í framtíðinni, á sama hátt og hann hefur vaxið og þrifíst til þessa,“ sagði séra Þorbergur Kristjánsson m.a. í gær, þegar hann ávarpaði gesti á setningarathöfn Menntaskól- ans í Kópavogi. Fór athöfnin fram í Kópavogskirkju og var kirkjan þéttsetin. Meðal gesta var menntamálaráðherra, frú Ragnhildur Helgadóttir. í ræðu sinni rakti hún tildrög skólans og stofnun og óskaði Kópavogsbúum til hamingju með að hafa nú loks flutt skól- ann í viðunandi húsnæði, en á þessu ári hefur menntaskólinn kennslu í húsi því sem áður var Víghólaskóli. Má kalla nýja húsnæðið afmælisgjöf til skólans, því að nú eru liðin tíu ár frá því hann var settur í fyrsta sinn, þann 22.september 1973. Einnig fluttu ræður við setningarathöfnina Ingólfur Þorkelsson, skólastjóri menntaskólans, Hákon Sigur- björnsson, formaður skóla- nefndar, Þorsteinn Helgason, formaður kennarafélags skól- ans og Sveinn Gíslason, nem- andi og formaður skólafélags- ins. Skólakórinn söng og Þór- unn Guðmundsdóttir lék á flautu. „Við stjórnendur og starfsmenn Menntaskólans í Kópavogi viljum leiðbeina nemendum af festu, án þess að teyma þá. Við viljum gefa þeim sýn til allra átta, en leggjum þeim helst í sjálfs- vald í hvaða átt þeir fara, og við viljum fremur kenna þeim að hugsa en að innræta þeim hvað þeir eigi að hugsa.“ Á þennan veg voru orð Ingólfs skólastjóra þegar hann ávarpaði nemendur og sagði skólann settan. Að lok- inni kirkjuathöfn var gestum boðið á opið hús í mennta- skólanum, en þar afhjúpaði skólastjóri nýtt merki skól- Hið nýja húsnæði Menntaskólans { Kópavogi, sem áður var Víghólaskóli. „Það er von mín að skólinn megi miðla sem bestri kunnáttu og auka sjálfstæði nemenda." Frú Ragn- hildur Helgadóttir, menntamála- ráðherra ávarpar gesti við setn- ingarathöfnina. ans. Merkið er tákn skólans í sveitarfélaginu og er í útliti nokkuð líkt merki Kópavogs. Eins og áður segir er nú merkisár í sögu Menntaskól- ans í Kópavogi. Tíu ár eru liðin frá stofnun hans og skólinn flytur nú í nýtt hús- næði. Til þessa hefur kennsl- an farið fram í álmu sem byggð var við Kópavogsskóla árið 1973. Þó fyrirsjáanlegt sé að hið nýja húsnæði dugar ekki til frambúðar þá fylgir þessarri breytingu sá kostur að byggingarmöguleikar á skólalóðinni eru miklir. Nú eru innritaðir í menntaskólann 454 nemend- ur, en á fyrsta starfsári hans stunduðu 110 manns þar nám. 34 kennarar eru við skólann og er kennt á níu sviðum. í vetur verður kennt í skólanum eftir þremur kerfum. Elstu nemendur eru í menntaskólakerfi, nemend- ur þriðja bekkjar í áfanga- kerfi og nemendur annars og þriðja bekkjar í fjölbrauta- kerfi. Kostar 180 milljónir að ljúka við byggingu Þjóðarbókhlöðunnar — þegar hefur verið varið 90 milljónum króna í bókhlöðuna miðað við núgildandi verðlag Morgunblaftið/Kristján Einarsson. Undanfarid hefur verið unnið að frágangi þaks og klæðningu 3. og 4. hæðar Þjóðarbókhlöðunn- ar. Er bókhlaðan klædd í rauða japanska álskikkju. Fjármögnun húsnæðislánakerfisins: Stærstur hluti úr lífeyrissjóðum KOSTNAÐUR við húsnæðislána- kerfið á næsta ári og vegna hækk- ana lána í ár nemur að því er fé- lagsmálaráðherra upplýsti á blaða- mannafundi í gær 1.800 til 1.850 millj. kr. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984 eru 400 millj. kr., 200 millj. kr. til Byggingarsjóðs ríkisins og 200 millj. kr. til Byggingarsjóðs verkamanna. Á lánsfjáráætlun eru 1,2 milljarðar kr., sem að sögn ráðherrans er fyrirhugað að ná að stærstum hluta úr lífeyrissjóðum landsmanna. Þeim 250 millj. kr. sem á vantar sagði hann að fyrir- hugað væri að ná inn annað hvort sem einhvers konar sparilánum, eða með nýtingu lagaheimildar um aukna sölu spariskírteina ríkis- sjóðs. Lífeyrissjóðir eiga nú að greiða sem svarar 40% af ráðstöfunarfé sínu til ýmissa opinberra sjóða. Sagði félagsmálaráðherra að það hlutfall væri áætiað 1,2 til 1,5 milljarður á árinu 1984. Sagði hann ríkisstjórnina hafa í hyggju að taka stærsta hlutann af þessu fé í byggingarsjóðina. Ekki væri endanlega ákveðið hvar það sem á vantaði yrði tek- ið. Tekjur til Byggingarsjóðs verkamanna eru áætlaðar 400 millj. kr. á árinu 1984, 200 millj. kr. á fjárlögum og 200 í lánsfjár- áætlun. EINS OG fram kom í fréttum um Þjóðarbókhlöðu fyrr í sumar, hefur að undanförnu verið unnið þar að tveimur þáttum, þaksmíði og ein- angrun og klæðningu 3. og 4. hæðar. Báðum þessum þáttum ætti að vera lokið í næsta mánuði. Þegar þeim lýkur hefur frá upphafi verið varið til Þjóðarbókhlöðunnar 40 milljónum og 864 þúsundum króna, eða um 90 milljónum króna miðað við verðlag í dag. í áætlun hönnuða frá því í vor um að Ijúka bókhlöðusmíðinni á næstu fjónun árum er gert ráð fyrir, að til þess þurfi 180 milljónir króna 'miðað við núverandi verðlag. Eftir því að dæma er þriðjuni verksins lokið. Þessar upplýsingar fengust hjá Finnboga Guðmundssyni, lands- bókaverði, en hann er formaður hyggingarnefndar bókhlöðunnar. Finnbogi sagði að innréttingar í hús sem þetta væru eðli sínu sam- kvæmt dýrar, og vægju þær þyngst af því sem eftir er. Um framhaldið sagði Finnbogi: „Næsti áfangi er frágangur í kjallara bókhlöðunnar og lagnir í kjallara og stigahús, ásamt því að setja upp tækjabúnað vegna hita- kerfis og loftræstingar. Þessi áfangi felur meðal annars í sér, að komið verði hita í húsið. Annar þáttur er múrverk. Er þar veigamest ílögn í öll gólf, utan kjallaragólf, og flísalögn á 2. hæð og í stigahúsum. Samhliða þessu þarf að loka húsinu td fulls og koma gleri í fjórar hæðiT“ Um peningahliðina hafði Finn- bogi þetta að segja: „Þótt viðbúið sé, vegna hins ál- menna ástands, að á næsta ári verði að fara hæg^r en lagt er til í tillögum byggingarnefndar, verð- ur þó vonandi unnt að halda Kosið að afturvirknin hefði náð lengra — segir Pétur J. Eiríksson, talsmaður áhugamanna um húsnæðismál áfram hægt og bítandi. Og ég veit að Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, hefur full- an hug á því. Bygging Þjóðarbókhlöðunnar er komin á þann rekspöl, að henni verður að ljúka á allra næstu ár- um, enda eiga þrjár stofnanir vöxt sinn og viðgang undir því: Lands- bókasafn og Háskólabókasafn, sem sameinuð verða í hirvni nýju bókhlöðu og Þjóðskjalasafn, sem fær allt safnahúsið við Hverfis- götu til sinna nota þegar Lands- bókasafnið flyst vestur á Mela.“ „VIÐ ERUM að mörgu leyti mjög ánægðir með það að komið hefur verið að verulegu leyti til móts við okkar kröfur. Fyrir utan það að lán hafa verið hækkuð og lengd, þá hef- ur verið tekin upp ákveðin aft- urvirkni til þeirra sem byggðu eða keyptu á árunum frá 1981, og þá ekki aðeins til þeirra sem byggðu eða keyptu í fyrsta sinn,“ sagði Pét- ur J. Eiríksson nagfræðingur, einn af forsvarsmönnum áhugamanna- hóps um húsnæðismál, er Mbl. spurði hann álits á samþykktum ríkisstjórnarinnar í lánamálum hús- byggjenda. Pétur sagði einnig: „Við hefð- um hins vegar kosið að þessi aft- urvirkni hefði náð lengra og við teljum að hún sé ekki fullnægj- andi. Það er kaldhæðnislegt að þeir sern harðast lentu í óðaverð- bólgu, * ertum framlögum til husnæðislána og ítrekuðum kjaraskerðingum, það er að segja þeir sem fóru út í húsbyggingar eða kaup á árinu 1981, bera minnst úr býtum. 50% viðbótar- lán við þá krónutölu sem húsnæð- isstjórnarlánið var þá er ekki mikill peningur. Þar er réttlæt- inu ekki fullnægt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.