Morgunblaðið - 27.09.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
15
Friðlandið Dyrhólaey:
Lokun svæð-
isins á vorin
gefur góða
raun
UNDANGENGIN tvö vor, á tíma-
bilinu frá 1. maí til 25. júní, hefur
veginum að Dyrhólaey verið lokaö
og þannig komið í veg fyrir umferð
ferðafólks um friðlandið Dyrhóla-
ey á meðan á varptímanum stend-
ur. Ennfremur var svæðið friðað
fyrir beit. Talsmenn Náttúruvernd-
arsamtaka Suðurlands, Einar H.
Einarsson, bóndi á Skammadals-
hóli og Stefán Gunnarsson, vita-
vörður í Dyrhólaey, gerðu í sumar
könnun á fuglalífi og gróðurfari
svæðisins nú eftir tveggja ára frið-
un. í greinargerð þeirra segir m.a.:
„Hvað fuglalífið áhrærir urðu
helstu niðurstöður sem hér seg-
ir: Nú hafði maríuerlan bæst í
varpfuglasamfélagið en hennar
söknuðum við í fyrra. Fjölgun
hafði orðið nokkur í verpandi
þúfutittlingi, steindepli og snjó-
tittlingi (sólskríkju). Heiðlóðu-
og spóahreiðrum hefur fjölgað
um sem næst helming og tjalds-
hreiðrum mun meira. Þá voru nú
bæði hrossagaukur og stelkar.
Nú verpir krían í tveimur frekar
smáum byggðum, þó er þar um
a.m.k. 100 falda fjölgun að ræða.
Austast á eynni (Görðum) virð-
ist lundabyggðin hafa stórauk-
ist, bæði hefur hún færst norður
eftir brúninni og nýjar holur
hefur hann grafið mun lengra
vestur í gróðurlendið en áður
var. Um æðarfuglinn er það að
segja að viðbót hreiðra er nú
rösklega 70, eða 333 á móti 260 í
fyrra. Svo virðist sem ritunni sé
alltaf að fjölga og nýr gestur,
grágæs, hreiðraði um sig í móan-
um suður af tjörninni austan við
háeyna.
Hvað gróðurfarið varðar hefur
orðið ótrúleg breyting á sl.
tveimur árum. Sjálfsgræðsla
eykst ört og fjölgun blómplanta
er merkilega ör ef t.d. er tekin til
samanburðar skógræktargirð-
ingin í Gjögrum i Sólheimaheiði,
en þar var hæg breyting fyrstu
20 árin. En það sem við urðum
mest undrandi á er hin hraða
aukning krækiberjalyngsins á
ýmsum stöðum á eyjunni."
Þmmutilboð!!
Með venjulegum bankavöxtum —
engin lánskjaravísitala...
útborgun og eftirst.
á sex mánuðum.
1. Örtölvustýrt að öllu leyti.
2. Tölvustýrð klukka 7 daga fram í tímann.
3. Með 7 mismunandi dagskrárstundum.
4. Þráðlaus fjarstýring með 8 möguleikum.
5. Sjálvirkur dagsrárleitari (APLD) „Index skanner“.
6. Rafstýrðir snertirofar.
7. Framhlaðið.
8. Gefur nákvæmlega til kynna hversu margar
mínútur eru eftir óspilaðar af kasettunni.
9. Möguleikar á Vfe hraða, tvöföldum hraða og
ramma fýrir ramma „Frame by frame“.
Aðeins39.900“
HUOMBÆR »>"sí"pi
HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Quelle pöntunarlistinn með haust- og vetrartískuna '83 - ’84 er 600 litprentaðar
blaðsíður, uppfullar af vönduðum þýskum varningi. Úrvalsfatnaður á alla fjöl-
skylduna, skór og töskur. Allt gæðavörur á hagstæðu verði. Öruggur afgreiðslu-
máti. 20 marka afsláttarseðill fylgir hverjum lista. o
— “ — — — “ — — — —
Vinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið - I
ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr.195 auk póstkröfugjaldsins. •
Quelle-umboðið Pósthólf 136, 230 Njarðvik. Sími 92-3576
Afgreiðsla í Kópavogi, Auðbrekku 55, sími 45033.
Nafn sendanda: |
heimilisfang:
sveitarfélag:
Póstnr.:
Quelle umboðið sími 4 5033