Morgunblaðið - 27.09.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 „Aflífa varð dýrin úr því sem komið var“ — segir Eiríkur Beck, lögregluþjónn „l>AD varð að aflífa dýrin úr því sem komið var. Hundarnir voru svo æstir og ráðvilltir. Ég vil kenna um það áfengisneyslu fólksins, sem umgekkst dýrin,“ sagði Eiríkur Beck, en hann var bitinn af Hvutta, sem síðar af aflífaður ásamt Labrador-hundinum. „Labrador-hundurinn hafði glefsað í fólk inni og síðan flugust hundarnir á úti á götu. Við náðum dýrunum, settum þann minni inn í lögreglubíl. Hann var orðinn trylltur af öllu umstanginu og beit mig — ekki alvarlega, þegar ég kom inn í lögreglubílinn. Annað ráð var ekki en að aflífa hann úr því sem komið var. Því var farið með hann á stöðina og hann aflíf- aður. Þetta mál allt er ákaflega leið- inlegt. Ég hef sjálfur verið alinn upp í sveit og umgengist dýr frá blautu barnsþeini og ávallt borið mikla virðingu fyrir skepnum. Þetta var eina leiðin úr því sem komið var,“ sagði Eiríkur Beck. „Reyndi að róa hundinn niður“ — segir Ingólfur Harðarson, lögregluþjónn „Ég REYNDI að róa Labrador-hundinn eins og mér var unnt. Faðir eigand- ans sótti hundinn niður í kjallara og teymdi hann til mín. Hann var greini- lega hræddur og ég lét hann þefa af mér, ég klappaði honum og stóð með hann góða stund til þess að láta hann venjast mér,“ sagði Ingólfur Harðar- son, lögreglumaður, sem Labrador-hundur réðst á síðastliðið röstudagskvöld. „Þessu næst gekk ég með hund- inn áleiðis að lögreglubílnum en þá trylltist hann og beit mig. Ég náði taki á dýrinu, því ekki var þorandi að láta hann fara sinna ferða, eftir að hafa verið búinn að bíta fólk. Ég fékk svo aðstoð og dýrið var aflífað. Ég tel að ekki hafi verið um annað ræða, þó ekki sé mitt að dæma um það. Dýrið var það tryllt að ekki var hættandi á að sleppa því lausu." — Reyndist bitið alvarlegt? „Nei sem betur fer ekki. Ég að- eins hróflaðist, hef líklega hrófl- ast af malbikinu. Það var farið með mig í slysadeild, en ekki reyndist ástæða til þess að sprauta mig,“ sagði Ingólfur Harðarson. Rúnar Skæringsson, eigandi Labrador-hundsins, stendur við staðinn þar sem hundur hans var aflífaður. „Vil meina að lögreglan hafi gert hundinn vitlausan“ — segir eigandi Labrador-hundsins í spjalli við Mbl. „ÉG VIL meina að lögreglan hafi gert hundinn vitlausan — að elta hann heim og reyna að draga hann út með valdi. Það er augljóst mál að æstur hundur lætur ekki bjóða sér að ókunnugir menn komi þannig fram við sig. Auðvitað trylltist hundurinn alveg og því fór sem fór. Þeir hefðu átt að leyfa honum að róast heima yfír nóttina aö minnsta kosti,“ sagöi Rúnar Skæringsson sjómaður, eigandi Labrador-hundsins sem beit þrjá menn í æðiskasti sl. föstudagskvöld á Framnesveginum. „Málavextir voru þeir'" sagði Rúnar, „að ég og kunningi minn vorum á rölti á Framnesvegin- um með hundinn minn Bósa upp úr kvöldmat á föstudaginn. Við vorum báðir töluvert drukknir. Ofarlega á Framnesveginum búa hjón, sem eiga hund, og ég þekki lítillega. Við verðum varir við hundinn þeirra og dettur í hug að kíkja í heimsókn. Fljótlega eftir að við komum slettist eitthvað upp á vinskapinn og konan hringir á lögregluna til að láta fjarlægja okkur. Mig minnir að ég hafi brotið glas. Þegar lögreglan kemur æsist Bósi og þá vilja lögreglumenn- irnir láta loka hann inni í her- bergi á meðan þeir tala við okkur. Konan tekur um hálsól- ina og ætlar að draga hundinn inn í annað herbergi og loka hann þar inni, en þá bítur hann hana í höndina og sleppur út ásamt hundi konunnar. Ég vissi ekki almennilega hvernig fram- haldið var, en mér var sagt að hundarnir tveir hafi slegist úti á götu og Bósi síðan tekið á rás niður Framnesveginn og heim. Mamma heyrði í honum og hleypti honum inn og niður í kjallara þar sem við höfum hann venjulega. Þá var hann i einum spreng, móður og mjög æstur. Lögreglan bankar skömmu síðar upp á heima og vill fá hundinn. Þeir ná í hann niður í kjallara, en þá tryllist hann endanlega og bítur einn lögreglumanninn. Þeir skjóta hann þá við útidyrn- ar. Þetta var alger klaufaskapur, að mínu mati. Þessi hundur hef- ur aldrei áður bitið nokkurn mann, mér vitanlega, og var mjög vinsæll í hverfinu. Það var bara mikill leikur í honum. Lögreglan var sótt á staðinn vegna þess að konan kvartaði yf- ir mér og kunningja mínum. Það var allt í lagi, við vorum fullir og vitlausir, en þeir hefðu ekki átt að vera að atast í hundinum." „Var nóg boðið þegar hund- inum var sigað á mig Hundurinn Hvutti með öðrum af sama kyni. „ÉG HEFDI betur látið það ógert að hringja í lögregluna og setið uppi með mitt hundsbit. Þá væri Hvutti á lífí í dag. En það er alltaf hægt að vera vitur eftir á, ég kallaði á lögregluna til að láta koma mönnunum út, en ekki vegna hundsins sem beit mig,“ sagði Þórunn Gísladóttir, konan sem Labrador-hundurinn beit í íbúð henn- ar á föstudagskvöldið. Lögreglan aflíf- aði Labrador-hundinn og rúmlega sjö ára gamlan hund Þórunnar, Hvutta. Þórunn lýsir atburðarásinni þetta kvöld svo: „Það hefur verið svona á milli átta og hálfníu á föstudagskvöldið að ég heyri Hvutta gelta úti á svöl- um. Veit ég þá ekki fyrr en tveir menn með Labrador-hund eru komnir inn í íbúðina og gera sig heimakomna. Ég kannaðist aðeins við annan þeirra, eiganda hundsins, hann býr á Framnesveginum og gengur stundum framhjá með hundinn sinn. Mennirnir voru báðir mjög drukknir. Ég var ein heima þetta kvöld, maðurinn var í vinnu, Þegar hundur bítur eiganda er mis- brestur á meðferd hans og umhirðu Páll Eiríksson, gedlæknir, sem staðið hefur fyrir námskeiöum um meöferð hunda „Reyndin er sú að hér á landi er alltof mikið um að menn haldi hunda án þess að hafa aðstæður til aö sinna þeim. Ég ráðlegg því öllum sem hyggjast fá sér hund, að gera sér frá upphafí grein fyrir aö meö hundinum bætist einn heimilismeðlimur í hópinn,“ sagði Páll Eiríksson, geðlæknir, sem undanfarin ár hefur haldið námskeið um uppeldi og meðferð hunda, fyrir hundaeigend- Þá ráðlegg ég þeim sem sótt hafa námskeið mín, svo og öðrum hundaeigendum, að lesa sér til um allt sem viðkemur hundum al- mennt og sérstaklega þeirri teg- und sem þeir hafa í huga. Einnig þarf fólk að gera sér glögga grein fyrir þeim kvöðum sem fylgja því að halda hund, en það gleymist mörgum þar til í óefni er komið. Hundinum þarf að sinna oj> hirða vel um hann á allan hátt. Aður en fólk velur sér hund þarf það að athuga náið allar aðstæður sínar til hundahalds, gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hundinum fylgir og taka tillit til nágranna. Þá er nauðsynlegt að. hundurinn fái að minnsta kosti einnar klukkustundar útivist á degi hverjum og umfram allt finni hlý- hug og umhyggju eigenda sinna. Hundurinn vill vera vinur hús- bændanna. Hann leggur sig fram við að sína þeim traust sitt og væntumþykju og það verða eig- endur að gera gagnkvæmt. Oft hefur orðið misbrestur á þessu, en þó finnst mér sem hundeigendur séu almennt að vakna til vitundar um þá umhyggju sem hundurinn þarfnast. Það eignast enginn góð- an og hlýðinn hund með því að ula hann upp með hörku og misþyrm- ingum. Hundar eru misjafnlega hús- bóndahollir, sumar tegundir eru svokallaðir „eins manns hundar", aðrir eru félagssinnaðri, þó allir séu þeir miklar félagsverur. Hundar af Labrador-kyni eru ekki dæmigerðir „eins manns hundar" og má rekja til þeirrar ástæðu hversu vinsælir þeir eru sem fjöl- skylduhundar, því elskulegri skepnur er ekki hægt að hafa. Labradorinn er með skapbetri hundum og sjaldgæft að þeir glefsi í fólk, aðrar hundategundir eru líklegri til þess. Auðvitað er hægt að gera þá geðveika og taugaveiklaða eins og allar aðrar skepnur og menn. Þegar gert er á hlut hunds eða eiganda hans eru eðlileg viðbrögð að hann bregðist illa við, en fátítt er að Labrador- inn bíti fólk í þeirri aðstöðu, frek- ar en öðrum. Þegar slíkt gerist þarf meira til og því segi ég það, að þegar Labrador-hundur bítur frá sér, hvað þá eiganda sinn, þá er mikill misbrestur á umhirðu hans og uppeldi. En málleysinginn á sér enga talsmenn,“ sagði Páll Eiríksson að lokum. og var því treg til að hleypa þeim inn. En hreyfði þó engum andmæl- um fyrst í stað. Eg tók eftir því að eigandinn var með sár á öðrum handleggnum, greinilega bit eftir hund, og reyndi að fá hann til að fara upp á slysa- varðstofu og láta gera að sárinu. En það var sama hvað ég sagði, þeir voru ekkert á því að fara og höfðu í frammi drykkjulæti. Annar þeirra fór til dæmis inn í eldhús og kastaði mjólkurglasi í gólfið í bræði. Ég var þá farin að þreytast á þessu og skipaði þeim að yfirgefa íbúðina strax. Eigandinn var sífellt að siga hundinum til og frá, segja honum að gera þetta og gera hitt, og þegar ég sagði þeim að hypja sig sigaði hann hundinum á mig. Hundurinn beit mig þá í höndina. Þá var mér ' nóg boðið og hringdi í lögregluna til að láta fjarlægja mennina. Þegar lögreglan kemur eru báðir hundarnir orðnir mjög æstir, sleppa út og fara að slást utan við húsið. Síðan frétti ég ekki meira af þeim fyrr en seint um nóttina, því lögreglan keyrði mig á slysavarð- stofuna þar sem sárið var saumað saman og ég var sprautuð við stífkrampa. Um nóttina kemst ég svo að því að búið er að aflífa báða hundana. Það var mikið áfall. Ég verð að segja það alveg eins og er, að mér fannst þessar aðgerðir lög- reglunnar alltof hranalegar. Hingað til hef ég ekki haft nema gott eitt af lögreglunni að segja, en mér finnst það fullmikið af því góða að skjóta báða hundana á staðnum. Ef ég hefði gert mér grein fyrir því hefði ég víst örugglega aldrei hringt á lögregluna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.