Morgunblaðið - 27.09.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
41
fclk f
fréttum
Lily Broberg sextug:
Var lands-
leikur-
inn efst
í huga á
afmælinu
+ Danska leikkonan Lily Bro-
berg, sem er mörgum að góðu
kunn hér á landi, átti sextugs-
afmæli nú fyrir nokkrum dög-
um og var haldiö upp á það
með pomp og prakt. Sam-
starfsfólk hennar við Folke-
teatret og aðrir velunnarar
efndu til mikillar veislu þar
sem henni voru afhentar 59
rauðar rósir og ein til. Var hún
logagyllt og Ijómaði eins og
sól.
„Danir vinna 2—1,“ hrópaði
Lily þegar tveir vina hennar báru
hana í gullstól um veislusalinn
og átti þá aö sjálfsögöu viö, aö
Danir ynnu Englendinga í lands-
leiknum meö tveimur mörkum
gegn einu. Lily Broberg er nefni-
lega mikill áhugamaöur um
knattspyrnuna og henni var
landsleikurinn efst í huga á
þessari stóru stund. Hún var líka
staðráöin í aö fylgjast meö hon-
um í sjónvarpinu daginn eftir og
dönsku leikmennirnir gáfu henni
sína gjöf, sigur yfir Englending-
um, eitt mark gegn engu. Lík-
lega heföi þaö veriö skemmti-
legra aö fylgjast meö Lily Bro-
berg og kunningjum hennar fyrir
framan sjónvarpsskerminn en
aö horfa á leikinn sjálfan.
„Danir vinna,“ hrópaði Lily Broberg þegar tveir vina hennar báru
hana í gullstól á sextugsafmælinu.
„flrchibald heitir rík-
asti hundur í heimi“
+ „Archibald heitir ríkasti hundur í heimi. Ég var að koma
frá því að arfleiða hann aö miklum peningum."
Þaö var feröaskrifstofukóngurinn danski, Simon Spies,
sem sagöi þetta nú fyrir nokkrum dögum, en ekki lét hann
þess getið hve mikiö fé hann heföi ánafnaö hundinum, sem
einnig er kallaöur „herra Bellemand". Archibald var ekki sá
eini sem naut gjafmildi Spies þennan daginn, því aö Janni,
konan hans unga, átti þá 21 árs afmæli og fékk í afmælis-
gjöf skínandi hvíta Corvettu sem kostaöi 2,25 milljónir ísl.
kr.
Þegar Spies skýröi frá þessu tóku fréttamenn sérstakl-
ega til þess hve laslegur hann var og Janni og aöstoöarm-
enn hans uröu að hjálpa honum upp í bílinn. Hann er
sykursjúklingur og hefur átt viö ýmsan annan krankleika aö
stríöa og þaö er kannski þess vegna sem honum finnst timi
til kominn aö ráöstafa eignum sínum.
Spies meö Archibald, sem raunar er oröinn
sex ára gamall og því óvíst aö honum endist
aldur til að njóta auðæfanna.
VILTU VERÐA
BETRI RÆÐUMAÐUR?
Kynningarfundur á Dale Carnegie námskeiöinu, fimmtu-
dagskvöld kl. 20.30 aö Síðumúla 35.
Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 82411.
82411 Eínkaleyfi á Islandi
DALE CARNEGIE STJÓRNUNARSKÓLINN
NÁMSKEIOIN Konráö Adolphsson
ODYRT
...og gott þegar
ábragdió reynir
Fíallaskór
Ósviknir DACHSTEIN meö tvöföldum saumum, nlð-sterkum
gúmmlsóla, vatnsþéttrl reimlngu. Framleiddir i Austurrlkl og
sérstaklega geröir fyrir mikiö álag og erfiöar aðstæöur.
Sánitas kr. 200, Gaisberg kr. 1.312, Achensee kr. 1.309,
Softy kr. 1.667 (36—46). Flims kr. 1.483 (36—46). Retz kr.
761 (36—46). Retz kr. 674 (30—35).
r
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS.
FÁLKINN*
SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670