Morgunblaðið - 07.10.1983, Side 10

Morgunblaðið - 07.10.1983, Side 10
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? 50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 Píanótónleikar í Háskólabíói Bandaríski píanóleikarinn Martin Berkofsky heldur tónleika ásamt eiginkonu sinni, Önnu Málfríði Sigurðardóttur, í Háskólabíói á morgun, laugardaginn 8. okt., kl. 14.00. Þau munu leika verk eftir Schubert og Brahms. Martin Berkofsky var sjúklingur á Grensásdeild Borgarspítalans sl. vetur og naut endurhæfingar eftir að hafa lent í umferöarslysi. Þau hjónin vilja með tónleikum þessum sýna þakklæti sitt með því að láta allan ágóða sem inn kemur renna til Grensásdeildarinnar. Miöar fást í Háskólabíói og á Grensásdeild Borgarspítalans. Þjóðleikhúsið: Skvaldur og Lokaæfing Um helgina verða þrjár sýningar á Skvaldri, farsanum eftir Michael Frayn. Uppselt er á 8. sýningu í kvöld og einnig á 9. sýningu á laugardagskvöld. Leikendur eru Þóra Friöriksdóttir, Gunnar Eyj- ólfsson, Sigurður Sigurjónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigríöur Þorvaldsdótt- ir, Rúrik Haraldsson, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sig- urösson. Lokaæfing er nýtt leikrit eftir Svövu Jakobsdóttur, sem var frumsýnt á Litla sviöi Þjóöleik- hússins fimmtudaginn 6. október. Nútímaleikrit um vel stæö hjón í Reykjavík og undarlegar framtíö- aráætlanir þeirra. Önnur sýning á verkinu veröur á Litla sviöinu á sunnudagskvöld og hefst kl. 20.30. — Leikendur í sýningunni eru Edda Þórarinsdóttir, Siguröur Karlsson og Sigrún Edda Björns- dóttir. Sýningar hafnar á „Guðrúnu“ hjá LR Sýningar hefjast aö nýju hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld á leikritinu Guörún eftir Þórunni Sigurðardóttur, en verkiö er byggt á Laxdæiasögu og er fyrsta tilraun i meira en hálfa öld til aö lífga forn- sögur okkar á leiksviöi. Þaö var frumsýnt í fyrravetur. Aörar sýningar um helgina: Á laugardagskvöldiö veröur Hart í bak sýnt í lönó, en þessi nýja sýn- ing hefur hlotiö ágætar viötökur. Forsetaheimsóknin veröur á miö- nætursýningu í Austurbæjarbíói en þar koma fram flestir leikarar Leik- félagsins og á sunnudagskvöldiö veröur hiö umtalaða leikrit Úr lífi ánamaðkanna sýnt en þar er meö- al persóna ævintýraskáldiö fræga H.C. Andersen. SÝNINGAR Norræna húsíð: Farandsýning um Orkneyjar og Hjaltlandseyjar í Norræna húsinu laugardaginn 8. okt. veröur opnuö sýning frá Statens historiska museum i Stokkhólmi um Orkneyjar og Hjalt- landseyjar. Þetta er farandsýning og var fyrst sýnd í Stavangri í október 1981 og fór þaöan til Bergen og yfir tii Svíþjóöar og Álandseyja. Héöan fer sýningin til Færeyja, þar sem hún veröur sett upp i Noröurlandahúsinu í Þórs- höfn. Sýningin samanstendur af Ijósmyndum, 38 litmyndum og 30 svart-hvítum myndum ásamt 16 textaskýringamyndum. Sænski Ijósmyndarinn Sören Hallgren hef- ur tekiö myndirnar og er leitast viö aö sýna eyjarnar, Orkneyjar og Hjaltlandseyjar, frá ólikum sjón- arhornum í nútíö og fortíð. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14—19 til 23. okt. nk. Nýlistasafnið. Samsýning frá Hollandi og íslandi Samsýning hollenskra og ís- lenskra listamanna hefst á morg- un, laugardag, í Nýlistasafninu og i Listasafni ASÍ. Eru listamennirnir níu frá hvoru landi og sýna þeir myndir og skúlptúra. Sýning þessi hefur lengi veriö í undirbúningi, eöa í um tvö ár. Hún er skiptisýning, þ.e. aö viku liöinni veröur samskonar samsýning opnuö í Stedelijk Museum í Amst- erdam. í nýjum sal, sem nú er veriö aö fullklára i Nýlistasafninu, veröur bókasýning á sama tíma og sam- sýningin og í tengslum viö hana. Sýningin stendur yfir í tvær vikur og veröur opnuö í Nýlistasafninu kl. 15.00 á morgun, en kl. 16.00 í Listasafni ASÍ. Kjarvalsstaðir: Tveimur sýningum lýkur um helgina Á Kjarvalsstööum lýkur nú um helgina tveimur sýningum. Er þaö sýning Septem '83 hópsins og sýn- ing fimm finnskra vefnaðarlista- kvenna. Sýningunum lýkur kl. 22.00 á sunnudag, en á Kjarvalsstööum veröur opiö frá kl. 14.00 um helg- ina. TONLIST Vísnavinir í Þjódleikhús- kjallaranum Vísnavinir halda vísnakvöld í Þjóðleíkhúskjallaranum á mánu- dagskvöld kl. 20.30. Þar mun koma fram söngsveitin Aldrei aftur, en hún er skipuö þeim Bergþóru Árnadóttir, Pálma Gunn- arssyni og Tryggva Húbner. Kvennaleikhúsiö flytur Ijóö eftir Nínu Björk Árnadóttur. Ennfremur koma þeir Halldór Kristinsson og Örn Bjarnason fram. Hótel Loftleiðir: Jass í hádeginu Hópur jassleikara hefur tekiö aö sér aö koma fram í Blómasal Hót- els Loftleiöa í hádeginu á sunnu- dögum. Þaö er 12 manna kjarni, sem skiptist á um aö leika í hádeg- isjassinum. Jassleikararnir eru: Björn R. Einarsson, Þór Benediktsson, Kristján Magnússon, Reynir Sig- urösson, Árni Elvar, Þorleifur Gíslason, Friörik Theodórsson, Guömundur R. Einarsson, Gunnar Ingólfsson, Sveinn Óli Jónsson, Guömundur Ingóifsson og Árni Scheving. FERÐIR Útivist um helgina Helgarferö veröur á föstu- dagskvöldiö kl. 20 í Landmanna- laugar. Þetta er árleg ferö Útivist- ar, þar sem skoðaö veröur Jökulgil fyrir sunnan Laugarnar. Ekiö verö- ur inn aö gróöurvin, sem nefnist Hattver og gengiö þaöan til baka í Laugarnar. Útivistarkvöldvaka veröur á laugardagskvöldiö. Sunnudagsmorgninum veröur eytt í gönguferöir í nágrenni viö sælu- húsiö, en síöan ekiö heim um Dómadalsleiö. Á sunnudag kl. 10.30 veröur einsdagsferö, þar sem gengin veröur gömul þjóðleið, Sandakravegur, upp á Fagradals- fjall. Þetta er svæöl í vestanverö- um Reykjanesfjallgaröi. Kl. 13 á sunnudaginn veröur farin ferö á Selatanga. Feröafélagiö um helgina Ferðafélag íslands fer á sunnu- dag kl. 9.00 í gönguferö á Þverár- dalsegg, Móskaröshnjúka (807 m) og Trönu (743 m). Gönguferöin hefst í Þverárdal, sem er sunnan í Esju. Kl. 13 er farin fjöruganga viö Hvalfjörö og er þaö þægileg gönguferö fyrir alla fjölskylduna. i þessar feröir er brottför frá Umferöarmiöstöðinni, austanmeg- in, og þar er fargjaldiö greitt. Miövikudaginn 12. október veröur fyrsta myndakvöld Ferða- félagsins á þessu hausti. Þar eru sýndar myndir úr feröum sem hafa verið farnir eöa veröa farnar á næsta ári. ÝMISLEGT Hlutavelta í húsi Slysavarna- félagsins Kvennadeild Slysavarnafélags Reykjavíkur heldur hlutaveltu á sunnudag og hefst hún kl. 14.00. Hlutaveltan er haldin í húsi Slysa- varnafélagsins viö Grandagarð. Safnaðarfélag Áskirkju: Flóamarkaður um helgina Safnaöarfélag Áskirkju veröur meö flóamarkað til styrktar kirkju- byggingunni á morgun, laugardag. Flóamarkaöurinn veröur haldinn í kjallara kirkjubyggingarinnar við Vesturberg og hefst hann kl. 10.00 og stendur til 18.00. Á sunnudag veröur aftur haldinn samskonar flóamarkaöur, þá frá kl. 13.00—18.00. Kvikmyndir f MÍR-salnum Tvær kvikmyndir verða sýndar í MÍR-salnum um helgina. Hefst sýningin kl. 21.00 á sunnudag og veröur fyrst sýnd mynd um sjón- armið Sovétmanna í alþjóöa- og friöarmálum, en á eftir henni kem- ur stutt mynd um efniö „Beirút í ágúst 1982“. Báöar myndirnar eru meö ensku skýringartali. Aögang- ur er ókeypis. Sýningu Ragnars Kjartansson- ar lýkur í Listmunahúsinu í Listmunahúsinu hefur undanfarnar vikur staðið yfir sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara, en sýningin var sett upp í tilefni 65 ára afmælis hans. Henni var framlengt um viku, en lýkur nú á sunnudag. Þá er sýningin opin frá kl. 14.00—18.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.