Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
5
Sjónvarp kl. 18.10
„Stundin
okkar“
Ása H. Ragnarsdóttir mætir
að vanda til leiks, ásamt Þor-
steini Marelssyni, kl. 18.10 í dag
í Stundinni okkar. Sitthvað
verður á boðstólum í þættinum,
m.a. sýnir brúðuleikhúsið leik-
ritið „Átján barna faðir í Álf-
heimum". Þá bregða Smjatt-
pattarnir á leik og fluttur verð-
ur seinni hluti teiknimyndasög-
unnar „Krókópókó og hjálpsem-
in“. Þá verður farið út fyrir
sjónvarpssal og fylgst með
barnahópi í fjöruferð og að lok-
um flytja fjórar stúlkur leik-
þætti.
Guðrún Eðvarð
Birgisdóttir Ingólfsson
Hljóövarp kl. 20.00
„Utvarp unga
fólksins“
Á dagskrá útvarpsins kl. 20.00 í
dag er þátturinn Útvarp unga fólks-
ins, en hann er í umsjón þeirra Guð-
rúnar Birgisdóttur og Eðvarðs Ing-
ólfssonar.
„Þetta verður síðasti þátturinn í
umsjón okkar beggja," sagði Guð-
rún Birgisdóttir, “því Eðvarð
hyggur á nám í Háskólanum í vet-
ur.
í þættinum verður gestur okkar
að þessu sinni Jóhann Helgason,
sem nýlega er kominn til landsins
eftir að hafa tekið þátt í tónlist-
arkeppni með góðum árangri.
Lokahrinan í spurningakeppninni
verður einnig í þættinum og eigast
við þau Ólafur M. Björnsson og
Una Björk Ómarsdóttir. Síðan fer
fram verðlaunaafhending. Nú við
ætlum að hringja í stúlku á
Djúpavogi til að fá fréttir þaðan
og eins hringjum við í gullsmið og
hyggjumst kanna hvernig trúlof-
unarhringamálin standa í dag.
Tónlist verður síðan inn á milli ef
tími gefst til,“ sagði Guðrún Birg-
isdóttir að lokum.
„Já ráðherra“
Á dagskrá sjónvarpsins á
morgun, mánudag, verða þeir
Appclby og Jim Hacker mættir
til leiks í ráðuneytinu í þættinum
„Já ráðherra".
Þátturinn nefnist að þessu
sinni „Gamall uppvakningur"
og að vanda reynir Sir
Humphrey Appelby að knýja
blessaðan ráðherrann til að
framkvæmda eftir sínu höfði
— eða réttara sagt engra fram-
kvæmda.
Hljóðvarp kl. 16.20
„Með fulltrúum fjögur
hundruða milljón manna“
„MEÐ fulltrúum fjögur hundruð
manna" nefnist þáttur séra Bem-
harðs Guðmundssonar frá heims-
þingi Alkirkjuráðsins og er á
dagskrá útvarpsins kl. 16.20 í dag.
Er það síðari þátturinn frá þinginu.
„í þessum síðari þætti er frá-
sögn haldið áfram af heimsþingi
Alkirkjuráðsins, sem haldið var í
Kanada á liðnu sumri,“ sagði séra
Bernharður. „Þingið sóttu um
1000 manns frá yfir 100 löndum,
en þing sem þetta er haldið á átta
ára fresti.
í útvarpsþættinum verða nú
viðtöl við þrjá Islendinga sem sátu
þingið, þau herra Pétur Sigur-
geirsson, biskup, Sólveigu Ás-
geirsdóttur og Pétur Þorsteinsson.
Þá mun ég greina frá hinum um-
ræddu ályktunum þingsins varð-
andi mannréttindamál, annars
vegar vegna íhlutunar Banda-
ríkjamanna í Mið-Ameríku og
ekki síður vegna aðgerða Sovét-
manna í Afganistan, gerð nokkur
grein fyrir því hvað veldur því
jafnvægisleysi sem ríkir á milli
austurs og vesturs.
Þá segi ég frá merkilegri
skýrslu sem lögð var fram á þing-
inu. Hún er árangur af starfi guð-
fræðiriga úr öllum kirkjudeildum
og er stórt skref til aukinnar ein-
ingar kirkjunnar, en sem kunnugt
er getur fólk úr vissum kirkju-
Séra Bernharður Guðmundsson
deildum ekki átt saman heilaga
máltíð, eins og málin standa í dag.
Um þau mál ræði ég svo við dr.
Einar Sigurbjörnsson," sagði séra
Bernharður Guðmundsson að lok-
um.
S 'M \KIH'SI X I
HOLLANDI
m
★ Óbreytt verd frá 1983
★ S-L ferðaveltan dreifir
greiðslum á yfir 20 mánuði
★ Eemhof-Kempervennen
stóraukið sætaframboð
★ Fjölskylduferðir í algjörum
sérflokki
Nú fylgjum við glæsilegu sumri í hollensku
sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á
sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá
árinu 1983.
í sumar var uppselt í allar ferðir, biðlistar
mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum
því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og
opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum
leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina
tímanlega og hefja strax reglubundinn spamað með
Eemhof
Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega í gegn á sl.
sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin, fjölbreytt
íþrótta-, leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús,
verslanir, bowling, diskótek, tennis, mini-golf, sjóbretti
o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar.
Vetrarsalan opnar
þér greiðfæra leið
Vetrarsala Samvinnuferða-Landsýnar á
hollensku sumarhúsunum er okkarað‘^J
þess að opna sem allra flestum v.ðraðanlega
„a ereiðfæra leið í gott sumarfr. með alla
fiölskvlduna. í eriiðu efnahagsastand. er
ómetanlegt að geta tryggt sér hárréttu ferðma
með góðum fyrirvara og notfært sér obreyt
verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og
SL-kjörin til þess að létta á kostnað. og dreifa
greiðslubyrðinni á sem allra lengstan tima.
SL-ferðaveltunni. í henni er unnt að spara í allt að 10
mánuði og endurgreiða lán jafnhátt sparnaðinum á 12
mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum
á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins
miklum mun auðveldari en ella.
Og enn munum við bjóða SL-kjörin. Með þeim má
festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og
verjast þannig öllum óvæntum hækkunum.
Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið
1984 að veruleika hjá sem allra flestum fjölskyldum.
Kempervennen
Nýtt þorp, byggt upp í kjölfar reynslunnar í Eemhof
og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í
Eemhof og í Kempervennen er síðan bætt um betur
og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar,
veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess
sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum
fyrir börnin.
Fyrirhyggja í ferðamálum - einföld leið til
lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði
Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni
oghjá umboðsmönnum um allt land
Samvinnuferóir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899