Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 21 Aðeins þremur árum síðar sagði Jóhann Hafstein af sér formennsku sökum heilsu- brests og nokkrum mánuðum eftir það varð Magnús Jónsson, sem þá var orðinn varaformaður, fyrir alvarlegu veikinda- áfalli, sem leiddi til þess, að hann dró sig í hlé frá stjórnmálaþátttöku. Á þessum eina og hálfa áratug hefur ýmislegt annað stuðlað að því, að ný for- ystusveit myndaðist ekki með sama hætti og gerðist t.d. á viðreisnarárunum. Frá sumrinu 1971 hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið lengur í stjórnarandstöðu en á nokkru öðru tímabili í sögu sinni. Uppvaxandi forystusveit þessa tíma þ.e. þeir sem nú eru á aldursbilinu milli fimmtugs og sextugs, hafði því haft færri tækifæri til að afla sér reynslu í stjórn- málastörfum en fyrirrennarar þeirra. Þetta hefur óhjákvæmilega leitt til þess, að óumdeild foringjaefni hafa ekki komið fram á sjónarsviðið í jafn rikum mæli og áður. Þessi sama kynslóð stóð í eldlínu þeirra höfuðborginni forystu og þess vegna sé ekki tímabært, að hann leiti eftir öðrum trúnaðarstörfum. Þeir eru fáir stjórn- málamenn um þessar mundir, sem kunna að standast pólitískar freistingar með þessum hætti. Síðustu vikur hefur Gunnar G. Schram, hinn nýi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi verið nefndur til við- bótar við þá þrjá, sem nú þegar hafa til- kynnt framboð. Hins vegar liggur ekkert fyrir um það, hvort Gunnar G. Schram tekur ákvörðun um slíkt. Á þessu stigi er of snemmt að meta stöðu frambjóðendanna þriggja í þeirri baráttu sem framundan er, auk þess sem engan veginn er útilokað að fleiri blandist í þann leik áður en upp verður staðið. Annars konar embætti Margir Sjálfstæðismenn eru þeirrar skoðunar, að Geir Hallgrímsson sé hinn síðasti í hópi hinna „stóru", þ.e. foringja Forjstusreit fyrri tíma. Frí v.: Ólafur Thors, Sveinn Guðmundsson, Jón Kjartansson, Kjartan Jóhannsson, að baki honum Jóhann Þ. Jósefsson, Frið- jón Þórðarson, Jón Sigurðsson á Reynistað, Gunnar Thoroddsen og Ing- ólfur Jónsson. Myndin er tekin í þing- flokksherbergi Sjálfstæðisflokksins í Alþingishúsinu. Ljósm. ÓI.K.M. innanflokksátaka, sem hrjáði Sjálfstæðis- flokkinn um skeið. Þessi átök mörkuðu allt þetta fólk meira og minna og eiga þátt í, að ekki hefur tekizt samstaða um einstakl- ing í þessum hóp, sem eðlilegt væri að tæki við flokknum við formannsskipti. Þetta kom glögglega í ljós á landsfundi 1981, þegar þessi kynslóð afsalaði sér í raun varaformannsembætti, vegna þess að hún gat ekki komið sér saman um fram- bjóðanda úr sínum röðum. Telja má víst, að ástæðan fyrir því, að Matthías Bjarna- son núverandi heilbrigðis- og samgöngu- ráðherra, gaf ekki kost á sér þá til vara- formannskjörs hafi verið sú, að hann fann, að ekki var stuðnings og samstöðu að vænta þar sem helst mátti búast við. Helztu fulltrúar þessarar kynslóðar í Sjálfstæðisflokknum skipa hins vegar flestar ráðherrastöður á vegum flokksins nú, en það er önnur saga. Áður voru menn kallaðir Áður voru menn kallaðir til forystu- starfa í Sjálfstæðisflokknum en nú sækj- ast menn eftir þeim, eins og sjá má af því, að þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þegar tilkynnt framboð til for- mennsku, en slíkt hefur ekki gerzt áður við formannsskipti, eins og hér hefur verið rakið. Auk þeirra Birgis ísl. Gunnarssonar, Friðriks Sophussonar og Þorsteins Páls- sonar, sem þegar hafa tilkynnt framboð, hefur nafn Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, mjög borið á góma í umræðum í sumar og haust um formannsefni. Borgar- stjóri er nú einna vinsælastur forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, enda sá sem leiddi flokkinn til sigurs á ný í borgar- stjórn Reykjavíkur. Það sýnir mikla póli- tíska staðfestu af hans hálfu að nýta ekki það tækifæri og bjóða sig fram til for- mennsku. Davíð Oddsson lítur bersýnilega svo á, að skyldur hans séu þær að veita Reykjavíkurborg og Sjálfstæðisflokknum í Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokksins af gamla skólanum, ef svo má að orði komast, og að eðli for- mannsembættisins muni breytast mjög frá og með næsta landsfundi. Eftir Bjarna Benediktssyni er haft, að formennska í Sjálfstæðisflokknum sé mis- kunnarlausasta starf, sem til sé á íslandi. í leiðara Morgunblaðsins á dögunum var sagt, að það væri ofurmannlegt. Þetta eru stór orð. Formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að sameina mörg og ólík þjóðfélagsöfl. Hanrt þarf í fyrsta lagi að veita forystu flokks- kerfinu sjálfu, sem er myndað af fjölmörg- um sjálfstæðisfélögum um allt land, sem hafa innan sinna vébanda tugþúsundir fé- lagsmanna. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa lengi verið a.m.k. tveir pólar. í ára- tugi var Gunnar Thoroddsen-forystumað- ur annars þeirra. Nú þegar má sjá augljós merki þess, að nokkrir einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir að skipa þann sess og auðveldar það ekki nýjum formanni að ná tökum á flokkskerfinu. f annan stað þarf nýr formaður að vinna trúnað þingflokks Sjálfstæðisflokksins og sætta hann við forystu sína. Þetta verður erfitt verk svo vægt sé til orða tekið. f þriðja lagi verður nýr formaður í þeirri óvenjulegu aðstöðu að standa utan ríkis- stjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn á að- ild að og hann þarf að hlióta viðurkenn- ingu ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem forystumaður þeirra. Ýmsir mundu segja, að þetta væri „ofurmannlegt" verk. Á hinn bóginn má færa rök að því, miðað við nú- verandi stjórnmálaaðstæður, að í því felist ákveðinn pólitískur styrkleiki fyrir nýjan formann flokksins að standa utan ríkis- stjórnar. f fjórða lagi þarf nýr formaður Sjálf- stæðisflokksins að njóta trausts margvís- legra þjóðfélagsafla, sem flokkurinn sækir styrk sinn til í menningarlegu og þjóðern- islegu tilliti, í atvinnulífinu og þ.á m. í ein- stökum atvinnugreinum og verkalýðs- hreyfingunni, i félagasamtökum, byggðar- lögum, og síðast en ekki sízt í fjölmiðla- heiminum. Á margan hátt má segja, að þessi tengsl út í þjóðlífið hafi skapað Sjálfstæðisflokknum sérstöðu meðal ís- spurning, hvort þeir fá yfirleitt tækifæri til þess áður en óánægja með það, að þeir hafi ekki náð slíkri stöðu þegar í stað brýzt fram. Þetta er ástæðan fyrir því, að sumir velta því fyrir sér, hvort átökin í Sjálf- stæðisflokknum eigi eftir að verða enn harðari á næstu árum, en þau þó hafa verið hingað til, þótt með allt öðrum hætti verði. Þetta er líka ástæðan fyrir því, að upp hafa komið raddir um, að Sjálfstæðis- flokkurinn muni þróast í svipaða átt og frjálslyndi flokkurinn í Japan, eða kristi- legir demókratar á Ítalíu, en þessir flokkar eru í raun samtök hópa, sem starfa meira eða minna sjálfstætt undir forystu ein- stakra foringja sem semja síðan sín í milli. Merki um þessa þróun hefur mátt sjá í Sjálfstæðisflokknum á undanförnum ár- um, þar sem einstakir frambjóðendur í prófkjörum hafa byggt upp sterkar kosn- ingavélar, sem um leið hafa veikt sjálfa flokksvél Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Gleggsta dæmið um þetta er sá öflugi hóp- ur, sem myndast hefur um Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra og býr yfir ótrúlegri skipulagningu og styrkleika. Þetta eru þau rök, sem hníga að því, sem sagt var hér að framan, að frá og með næsta landsfundi muni formannsembætti í Sjálfstæðisflokknum vera annað en það hingað til hefur verið og að nýr formaður verði fremstur í hópi jafningja fremur en óumdeilanlegur foringi. 32 SÍÐUR LAUGARDAGim 13 OKTABER 1»T1 Jóhann Hafstein segir af sér formennsku Sjálfstæðisflokks Geir Hallgríms- son tekur við h»nn Hdunn «iSi af a*r rornwnruku .S)«lftla8a ««ln» I gar Hann ttlkynntl þn» ðvantu ákvðrOun á h miAii)dmar S)áir>l»fllsflokkilm. tr hóht kl 15 0(> -t I bráfl tll miflit)ðrnar S)áir>tafllaflokksina aaiflt • ann Hifilrln. afl af hvilaufaraáalaflum hrffli hann I >fir afl búa ðakartrt atarfaorku oc þvf aáffll hann af Ai •« flokkaráfhluni ui lll ■» kaá Af hrllaiifaraáalváum ikkanft .r „ú Mki m .« _______________rtv>«ia Israelar sækja enn inn í Sýrland ha Ii.shta hvrriakkftr hriau Vxon afhendi hlióðritanir rfk)ftit)«rnar Irlftr. ftá krir niftfti < ?rald Ford ' araforeeti * Tl Styrkleiki Sjálfstæðisflokksins varðar mestu fyrir þjóðina mrtt. .vl. fnl. >>*>!». « **• >aá - Ik»«.>.,« n.fi ..It rrí'SÍHÍkr X£S.V,2: Forsíða Morgunblaðsins 13. október 1973, er skýrt var frá því, að Jóhann Hafstein hefði látið af formanns- störfum vegna heilsubrests og Geir Hallgrímsson tekið við. lenzkra stjórnmálaflokka og að sá formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sem ekki nýtur trausts þessara þjóðfélagshópa, sé þess ekki megnugur að gegna þessu embætti. Loks má nefna, að innan Sjálfstæðis- flokksins sjálfs takast á margvísleg öfl. Nú er t.d. tímabært að íhuga, hvort næstu. miklu átökin innan Sjálfstæðisflokksins verði milli frjálshyggjumanna og miðju- manna og hvort upp komi þær raddir, að hinir dugmiklu ungu frjálshyggjumenn, „ sem hafa látið mjög að sér kveða á undan- förnum árum og það i vaxandi mæli, hafi sett of mikinn hægristimpil á Sjálfstæðis- flokkinn, sem muni gera honum erfiðara um vik 1 kosningum að höfða til þeirra margbreytilegu kjósendahópa, sem eru forsendan fyrir pólitískum styrk flokksins. Formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að njóta trausts beggja þessara aðila. Fram að þessu hefur nýr formaður Sjálfstæðisflokksins jafnan verið vaxinn upp í embætti sitt áður en hann tók við því. Svo var um ólaf Thors, Bjarna Bene- diktsson, Jóhann Hafstein og Geir Hall- grímsson. Þetta hefur verið forsendan fyrir því, að þeim hefur þegar í stað tekizt að ná utan um þessi ólíku öfl. Enginn þeirra þriggja manna, sem nú sækjast eftir formennsku í Sjálfstæðis- flokknum eru vaxnir upp í embættið. Þess vegna mun þeim veitast örðugra að ná tök- I um á starfinu en fyrirrennurum þeirra og Sjálfstæðisflokkur á fjölmiðlaöld Á tveimur áratugum hef- ur stjórnmálabaráttan á íslandi tekið ótrúlegum breytingum. Þær eru fyrst og fremst tengdar vaxandi hlut fjölmiðla í opinberum umræðum og þar er þáttur sjónvarpsins mestur, en Morgunblaðið hafði forystu um að opna fjölmiðlana upp úr 1960. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið seinn að aðlaga sig þessum breyttu aðstæðum, líklega vegna þess, að hann er góðu vanur í sambandi við þjón- ustu fjölmiðla við flokkinn. Þeir flokkar, sem hafa ekki búið við sama styrkleika í fjölmiðlaheiminum, eins og t.d. Alþýðuflokkurinn, hafa verið fljótari að aðlaga sig þessum breytingum. Nú er augljóst, að breyt- ing er að verða á þessari stöðu Sjálfstæðisflokksins einnig og að flokkurinn get- ur ekki í framtíðinni byggt á því í stjórnmálabaráttu sinni að tengsl hans við fjölmiðla verði þau sömu og áður. Þetta ásamt öðru ýtir undir þá skoðun margra, að með formannskjöri á lands- fundi við þær aðstæður í flokknum, sem hér hefur verið lýst, sé fyrst og fremst verið að kjósa Sjálfstæðisflokknum nýjan talsmann, sem muni hafa því meginhlutverki að gegna á næstu árum að verða aðaltalsmaður Sjálfstæðisflokks- ins út á við og þá ekki sízt á vettvangi fjölmiðla, en verði að sætta sig við, að hlutur annarra forystumanna flokksins í raunverulegri stefnumörkun og ákvarð- anatöku verði mun meiri en tíðkast hefur til þessa. Þetta er út af fyrir sig svipuð þróun og orðið hefur víða erlendis, þar sem stjórn- málaforingjar eru fyrst og fremst valdir með það í huga, að þeir séu frambærilegir í fjölmiðlum og þá aðallega í sjónvarpi. Þetta er talinn mesti styrkur núverandi Bandaríkjaforseta og á nýafstöðnu þingi Verkamannaflokksins í Bretlandi var nýr leiðtogi kjörinn, sem Verkamannaflokk- urinn gerir sér vonir um, að muni hefja flokkinn til vegs, með því hlutverki sem hann mun leika á vettvangi fjölmiðlanna í Bretlandi á næstu misserum. En fyrst og fremst hljóta Sjálfstæðis- menn þó að hafa í huga orð bílstjórans sem vitnað var til í upphafi þessarar greinar. Það er mikið alvörumál að velja Sjálfstæðisflokknum nýjan formann og sú ákvörðun kallar á ríka ábyrgðartilfinn- ingu fulltrúa á landsfundinum, sem hefst í byrjun nóvember. Styrmir Gunnarssoa er annar af ritstjórum Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.