Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 25

Morgunblaðið - 16.10.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 25 Átta landa keppn- in heíst á morgun A MORGUN heldur skáklandslið Islands utan til aö taka þátt í átta landa keppni í Osló í Noregi. Auk íslands taka landslið Norðurland- anna, þ.m.t. Færeyinga, V-Þýzka- lands og Póllands þátt í mótinu. í íslenska landsliðinu að þessu sinni eru nærri allir stigahæstu skák- menn landsina að þeim Friðriki Olafssyni og Jóni L. Árnasyni frá- töldum, en þeir gátu af óviðráðan- legum ástæðum ekki verið með. Þá teflir Áslaug Kristinsdóttir á kvennaborðinu í forföllum Guð- laugar Þorsteinsdóttur, en Áslaug er næststigahæst íslenskra kvenna. íslenska liðið er þannig skip- að: 1. borð: Guðmundur Sigur- jónsson, 2. borð: Margeir Pét- ursson, sem jafnframt er fyrir- liði, 3. borð: Helgi Ólafsson, 4. borð: Jóhann Hjartarson, kvennaborð: Áslaug Kristins- dóttir og unglingaborð: Karl Þorsteins. Mót þetta er m.a. hugsað sem nokkurs konar æfing fyrir lands- lið þessara þjóða fyrir ólympíu- skákmótið næsta ár. Ljóst er að við ramman verður reip að draga verður fyrir íslensku sveitina, því Norðmenn, Pólverjar og Sví- ar senda flestalla sína beztu skákmenn til leiks. f sænska lið- inu eru t.d. fimm alþjóðlegir tit- ilhafar, þ.á m. Pia Cramling en hún er af mörgum álitin sterkasta skákkona heims um þessar mundir. Liðin eru þannig skipuð, borð- in talin upp í sömu röð og hjá íslensku sveitinni hér á undan: Noregur: Simen Agdestein, Ögaard, Tiller, Heim., Ingrid Dahl og Espen Agdestein. Svíþjóð: Schussler, Schneider, Ornstein, Kaiszauri, Pia Craml- ing og Stefan Winge. Pólland: Sznapik, Adamski, Szymszak, Flis, kvennaborð óákveðið og Staniszewski. Færeyjar: S. Ziska, J.Ch. Han- sen, Apol. A. Ziska og á ungl- ingaborðinu er Vulten. Færeyingar mæta kven- mannslausir til leiks því þeir eiga enga liðtæka skákkonu. Sú lausn var valin að þeir fá norska konu lánaða, Mary Klingen. V-Þýzkaland: Ostermeyer, Bischoff, Borik, Grun, Fischdiek og Bruner. Finnland: Ojanen, Maki, Bin- ham, Pirttimaki, Lena Laitinen og K. Poutianen. fslenzka sveitin, sem tekur þátt f átta landa keppninni í skák: Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Karl Þorsteins, Guðmundur Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson og fyrir framan þá situr Áslaug Kristinsdóttir. MorgunblaöiðKÖE Danmörk: Sejer Holm, Car- sten Höi, E. Pedersen, Sloth, Nina Höiberg, Sönderberg og varamaður er Senderhoff. Mótið hefst í Osló á morgun og lýkur næstkomandi laugardag. Sérstæð Hnausum í Meöallandi í október. NÚ í söfnunum er vel viðeigandi að birta myndir af fjárréttum. Þessi mynd er af fjárrétt Jóns Skúlasonar í Þykkvabæ í Landbroti. Jón hefur byggt réttina inn í all- stóran rauðamalarhól. Til suðurs úr réttinni sér til hafs, en í gagn- stæða átt til fjalla. Réttin er grjóthlaðin til hliða og trjám plantað ofan við hleðslurnar, fjárrétt þannig að hún er einnig skrúð- garður. Réttin er mjög vel hlaðin og þótt hún sé allmikið mannvirki er hún smámunir einir hjá öllum görðunum, sem Jón hlóð í landar- eign sinni. Þegar tímar líða munu öngvir trúa að þeir séu hlaðnir af einum manni. Lofa verkin þarna alls staðar meistarann. Yilhjálmur Fjárlagafrumvarpið: Afram skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði GERT er ráð fyrir því að á næsta ári verði aftur lagður á hinn sérstaki skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði, en búist er við að inn- heimta skattsins muni nema um 65 milljónum króna og er þá meðtalin innheimta eftirstöðva síðustu ára. í endurskoðaðri tekjuáætlun þessa árs er gert ráð fyrir því að innheimta skattsins verði um 50 milljónir króna, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar. f greinargerð með frumvarpinu kemur fram varðandi þessa fyrir- huguðu skattálagningu, að við ríkjandi aðstæður sé ekki unnt að lækka skatta meira en gert hefur verið. Hins vegar sé stefnt að því að lækka skatta meira í áföngum síðar, meðal annars með niðurfell- ingu skatts á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði, auk fleiri gjalda. ir fjármunir, að því er virðist fyrst og fremst úr opinberum sjóðum. Um margra ára skeið hefur SÍS stefnt markvisst að þvi, að auka hlutdeild sína í vinnslu frystra sjávarafurða og er sú viðleitni þáttur í almennri útþenslustefnu Sambandsins. Ekki væri hægt að gera athugasemd við það ef Sam- bandið hefði lagt fram eigið fé til þessarar uppbyggingar. En því er ekki að heilsa, þvert á móti hefur fjármagnið fyrst og fremst verið sótt í opinbera sjóði. Hvað veldur því, að opinberir aðilar taka ákvörðun um að leggja svo mikið fjármagn í uppbyggingu á nýju fiskvinnslufyrirtæki á Patreksfirði, þegar annað frysti- hús er þar til staðar, sem hægt hefði verið að byggja upp og endurnýja? Ástæðan er auðvitað sú, að Framsóknarflokkurinn, hinn pólitíski armur Sambands- ins, hefur beitt áhrifum sínum í stjórnkerfinu á þessum árum til þess að tryggja samvinnuhreyf- ingunni fjármagn til þeirrar upp- byggingar. Markmiðið var auðvit- að að gera út af við gamla frysti- húsið og tryggja alger yfirráð SÍS yfir atvinnulífinu á Patreksfirði. Nú standa Patreksfirðingar frammi fyrir því, að nýja frysti- húsið hefur smátt og smátt dregið máttinn úr því gamla, sem fyrir var, en vinnubrögðin og fyrir- hyggjan í sambandi við uppbygg- ingu nýja frystihússins er með þeim hætti, að rekstur þess hefur stöðvast og atvinnuleysi blasir við. Það er auðvitað öllum ljóst, að engu byggðarlagi á íslandi er greiði gerður með vinnubrögðum af þessu tagi. Full ástæða væri til, að rannsókn færi fram á því, hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um uppbyggingu þessa fyrirtækis og hverjir hafa staðið fyrir þeim. Vitlausa fjárfestingu af þessari tegund er hægt að finna um allt land. Og hún er ein helzta ástæðan fyrir því, að lífskjör okkar eru mun lakari en í nálæg- um löndum. Hitt er svo annað mál, að það verður að koma atvinnulifi fólks- ins á Patreksfirði á traustan grundvöll. Það verður bezt gert með því, að framtak heimamanna sjálfra fái að njóta sín og þeim verði gert kleift að koma þeim at- vinnufyrirtækjum sem á staðnum eru í rekstur og að sá rekstur verði ^vggður á skynsamlegum grund- Aðrir verða hins vegar að standa ábyrgir gerða sinna. Flugstöðin Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu nýju flugstöðvarinn- ar á Keflavíkurflugvelli. Með því hefur tvennt áunnizt. í fyrsta lagi hefur skref verið stigið í átt til mikilsverðs áfanga í samgöngu- málum okkar íslendinga. í annan stað hefur stöðvunarvaldi aftur- haldsaflanna í Alþýðubandalag- inu verið hrundið. í þrjá áratugi hefur sérstök áherzla verið lögð á að skilja að starfsemi varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli og daglegt líf fólks á Suðurnesjum, sem annars staðar, í því skyni að áhrif dvalar varn- arliðsins á þjóðlíf okkar yrðu sem minnst. Það hefur hins vegar haft neikvæð áhrif á þessa viðleitni, að í hvert sinn, sem íslendingar fara til annarra landa verða þeir að fara um varnarsvæðið. Hið sama á að sjálfsögðu við um útlendinga, sem hingað koma. í ræðu, sem Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, flutti í gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli er framkvæmdir hófust gerði hann þennan þátt málsins að um- talsefni og sagði: „í tengslum við endurskoðun varnarsamningsins við Bandarík- in árið 1974 var m.a. ákveðið að stefnt skyldi að aðskilnaði farþegaflugs frá starfsemi varn- arliðsins. Algjör forsenda slíks að- skilnaðar var bygging flugstöðvar á svæði í námunda við flugbrautir, þannig, að aðkeyrsla yrði ekki um núverandi varnarsvæði. Bygging nýrrar flugstöðvar og flutningur hennar er alger forsenda þess, að unnt sé að skiija á milli almennrar flugstarfsemi og farþegaumferðar annars vegar og starfsemi varn- arliðsins hins vegar. Islendingar hljóta að vera sammála um nauð- syn og hagkvæmni slíks aðskiln- aðar. Ennfremur er slíkur aðskiln- aður í þágu starfsemi varnarliðs- ins og því samþykktu Bandaríkja- menn þegar 1974, að þeir myndu einir greiða allan kostnað vegna gerðar flughlaða ásamt lögnum, aðkeyrslubrautum og vegalagn- ingu, en sá kostnaður er nú áætl- aður um 36 milljónir dollara." Þessi rök utanríkisráðherra eru augljós og skýr og á ekki að þurfa um að deila. Stærö flug- stödvarinnar í umræðum um flugstöðvarmál- ið hefur hvað eftir annað komið fram sú gagnrýni, að flugstöðin verði of stór og að enga nauðsyn beri til að byggja svo stórt hús yfir þessa starfsemi. Þessi gagn- rýni hefur komið úr öðrum áttum en hin almenna viðleitni Alþýðu- bandalagsins til þess að koma í veg fyrir, að flugstöðin verði byggð. Þessi gagnrýni hefur komið frá fólki, sem er hlynnt því að ný flugstöð komi til sögunnar en tel- ur þessa hins vegar vera of stóra. Athyglisvert er að kynnast rök- um utanríkisráðherra í þessu sambandi. I ræðu sinni sagði hann m.a.: „Nýja flugstöðin, sem verður um 80% stærri að flatarmáli en núverandi bygging án farþegaút- gangs mun vissulega bæta úr þessum þrengslum (þ.e. í gömlu byggingunni, innskot Mbl.) en fyrir liggur þegar, að flestar stofnanir fá sínar óskir uppfylltar að öllu leyti... Stærð flugstöðvar er mjög háð því hve mikill fjöldi farþega þarf að fara um hana á tilteknum tíma. Staðsetning landsins frá Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og tengsl flugferða til beggja átta, takmarka möguleika íslenzkra flugvéla að dreifa komu- og brottfarartímum. Þessi staðreynd hefur óhjákvæmilega haft áhrif á hönnun og stærð nýju flugstöðvar- innar." Geir Hallgrímsson upplýsti einnig í þessari ræðu, að bygging- in hefði þrívegis verið minnkuð frá því, sem upphaflega var stefnt að og sagði ennfremur: „En þótt nauðsynlegt sé að gæta aðstöðu farþega, sem um völlinn fara, þá er ekki síður ástæða til að huga að aðbúnaði starfsfólks. í núverandi flugstöð vinna á háannatímum yfir 400 manns. Þessi gamla flugstöð er með öðr- um orðum einn stærsti vinnu- staður landsins undir sama þaki.“ í Þjóðviljanum var fyrir skömmu haft orð á því, að framlag íslendinga til flugstöðvarinnar myndi nema hærri upphæð en framlag okkar á þessu ári til skóla, heilsugæslu, hafna og flug- valla. Þetta er auðvitað fáránlegur samanburður, þar sem annars vegar er talað um fjárframlög á einu ári en hins vegar á nokkrum árum. Kjarni málsins er þó sá, sem utanríkisráðherra vék að í fyrrnefndri ræðu er hann sagði: „Þegar rætt er um kostnað flug- stöðvar er ekki úr vegi að benda á þá athyglisverðu staðreynd, að nettóhagnaður Fríhafnarinnar á sl. ári, 3,2 milljónir dollara, sem skilað var í ríkissjóð, myndi, mið- að við svipaða upphæð árlega, nægja til að greiða allar afborgan- ir og vexti af nauðsynlegri lántöku íslands vegna byggingarinnar, að upphæð 22 milljónum dollara." Loks er ekki úr vegi að minna á þá þýðingu, sem flugstöðin nýja mun hafa fyrir Suðurnesjabúa sérstaklega en að því vék Geir Hallgrímsson í fyrrnefndri ræðu og sagði: „Flestir starfsmenn stöðvarinnar eru héðan og því ná- tengdir hagsmunir í húfi. Með þeim byggðakjarna, sem myndast mun í kringum flugstöðina í fram- tíðinni, byggingu flugskýla og annarri viðhaldsaðstöðu, svo og möguleikum á tollfrjálsu svæði fyrir iðnrekstur, svo eitthvað sé nefnt, skapast ný skilyrði, sem ekki hafa verið til staðar fyrr vegna þrengsla í nágrenni núver- andi flugstöðvar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.