Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.10.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 29 GLITRANDI VERÖLD COPPOLA Krancis Coppola á blaðamannafundi sem hann hélt eftir frumsýninguna. Frannie (Teri Garr) og Ray (Raul Julia) dansa inn í nóttina. FRANCIS er enit við sama heygarðshornið. Hann slapp naumlega við gjaldþrot árið 1979 þegar „Apocalypse Now“ var sýnd. Honum var ráðlagt að fara varlegar í sak- irnar með næsta verkefni sitt, en Coppola fer ekki troðnar slóðir. Hans næsta mynd átti að vera sérstök. Coppola fjármagnaði „Svarta folann“ (sem Tónabíó hefur sýnt að undanförnu við mikla aðsókn) en leikstýrði sjálfur „One From the Heart“, gam- aldags (er það neikvætt?) ástarsögu sem gerist í róm- antísku og súrrealísku um- hverfi. Þegar Coppola hugsar, hugsar hann stórt. Þegar hann þarfnast peninga, þarfnast hann stjarn- fræðilega hárra upphæða. „Apoca- lypse Now“ kostaði 32 milljónir dollara á verðlagi 1979. „One From the Heart“ kostaði 26 milljónir dollara árið 1981. Reiknað í ís- lenskum krónum gerir það um 730 milljónir. Atómstöðin, dýrasta kvikmynd sem íslendingar hafa gert, kostar 10 milljónir. „One From the Heart" var til- búin til sýningar í janúar 1982. í ágúst árið áður hafði aðstoðar- framleiðandinn, „Paramount", sýnt kvikmyndahússeigendum ófullgerða útgáfu af myndinni og með því kallaði fyrirtækið yfir sig reiði Coppola. Coppola þráskallaðist við að af- henda myndina dreifingaraðilan- um, því hann var alltaf að breyta henni á elleftu stundu. Coppola lagði blessun sína yfir verkið rúm- um sólarhring fyrir auglýstan frumsýningartíma, en hætti svo við og var að fíngera hljóðið nótt- ina fyrir frumsýningardaginn. COPPOLA TIL SÖLU En þá kom óvæntur leikur hjá Coppola. Hann lét forráðamenn Paramount ekki vita þegar hann leigði Kadio City Music Hall á eigið eindæmi og sýndi myndina 6000 manns. Það kostaði hann 20.000 dollara og heilsíðuauglýsing i sunnudagsblaði New York Times kostaði hann 24.000 dollara (700.000 ísl. krónur). Stjórnendur dreifingaraðilans Paramount, en þeir björguðu Coppola frá gjaldþroti þegar leik- stjórinn var hálfnaður með mynd- ina, brugðust ókvæða við. Þeir tóku „One From the Heart“ út af dreifingaráætlun fyrirtækisins. Coppola sat því einn uppi með rándýra kvikmynd og engin trygg- ing var fyrir að myndin borgaði sig. Coppola samdi þess vegna við Columbia, sem gerði heiðarlega tilraun til að koma myndinni fyrir almenningssjónir, en það tókst ekki. Fólk í Bandaríkjunum hafði ekki áhuga á henni. Kvikmyndaver Coppola, draum- ur hans og framtíð, Zoetrope Stud- ios, varð gjaldþrota. „Svarti fol- inn“ (sem Coppola framleiddi, en leikstýrði ekki eins og margir halda), náði hylli almennings, en hagnaðurinn af henni nægði ekki til að borga skuldir Coppola. Á sama tíma fjármagnaði Coppola þrjár aðrar myndir; Svarti folinn snýr aftur, Undankomusnillingurinn (The Escape Artist, um Houdini) og Hammet, sem Werner Herzog gerði. Þá annaðist hann dreifingu á maraþonmynd Hans Júrgen Syderberg, Hitler, og 50 ára gam- alli mynd Abel Gance, Napoleon. Zoetrope Studios var auglýst til sölu, en á ýmsu hefur gengið. Lán- ardrottnar Coppola hafa marg- sinnis gefið honum greiðslufrest. Þegar síðast fréttist var Coppola enn ekki laus úr klípunni. En á meðan skuldasúpan kraumaði í pottum fyrirtækisins, tók Coppola að sér að gera myndina Utangarðs- drengirnir (The Outsiders) fyrir Warner-bræðurna og framhaldið af þeirri mynd Rumble Fish. Þær kostuðu örfáa dollara miðað við fyrri myndir kappans og „Utan- garðsdrengirnir" náði talsverðum vinsældum í Bandaríkjunum. Bíó- höllin sýndi myndina í sumar og sýnir „One From the Heart“ þessa dagana. GLITRANDIVERÖLD Las Vegas glitrar og glansar. Himinninn svartur, blár og bleik- ur. Karlinn í tunglinu í róman- tísku skapi. Ástin blómstrar í henni veröld. En ekki hjá Hank og Frannie. Þau rífast. Leiðir skilur. Frannie heldur til Las Vegas með aleiguna í ferðapinkli. Einhvers staðar í mannþyrpingunni, innan um ljósaskilti í regnbogans litum, bíður Ray, blóðheitur. Tom Waits blúsar og Crystal Gayle syngur. Leila er á flótta. Sirkusdama í gullnum kjól. Kynæsandi og frjáls. Óskadama Hanks, veruleik- anum ofar. Eða eins og Laxness sagði: Dáið er allt án drauma og döpur veröldin. Þegar Francis Coppola hefst handa, safnar hann í kringum sig úrvals fólki. Leikararnir í „One From the Heart" eru að vísu ekki stærstu nöfnin í heimi kvikmynd- anna; Teri Garr leikur Frannie, Frederic Forrest Hank, Nastassia Kinski Leilu og Raul Julia Ray. Þekkt nöfn vestanhafs þó svo að Nastassia Kinski eigi þeirra mestra vinsælda að fagna hér- lendis. Fyrir utan Coppola sjálfan, eru það tveir menn sem bera hita og þunga myndarinnar. Dean Tavoul- aris hannaði allar hinar marg- flóknu sviðssetningar, sem var viðamesti kostnaðarliður myndar- innar. Verk Tavoularis vakti mikla athygli og er sagt valda byltingu í heimi sviðshönnuða. Dean hefur unnið með Coppola allar götur síðan 1971, þegar Coppola gerði óðinn um mafíuna, Guðföðurinn. Vittorio Storaro hinn ítalski stillir linsurnar, en hann er virtasti og eftirsóttasti kvik- myndatökumaðurinn í dag. Stor- aro kvikmyndaði meðal annars „Apocalypse Now“ og hlaut óskar- inn, sem og „Rauðliða" Warren Beattys og sjónvarpsmyndaflokk- inn Wagner. HJÓ Hundaeigendur og aðrir vinir hunda Sýnum samtakamátt og sameinumst um áhugamál okkar í öflugu félagi Hundaræktarfélag Islands er félag þeirra sem vilja óskoruö réttindi til aö njóta félagsskapar hundsins: • stuöla að hreinræktun þeirra kvnja sem til eru í landinu, • bæta meðferð og ögun hunda, • fræða um eðli hundsins, og • sýna ræktarsemi öllum hundum. Við þurfum á aðstoö ykkar aö halda til að ná settu marki. Þú getur aðstoðað okkur meö því að gerast félagi. Tekið á móti innritunarbeiönum í félagið í símum: 91-31529 skrifstofan, 91-44984 Guðrún, 91-45699 Sigríö- ur, og hverfastjórnin um land allt. Hausttilboð STÓRKOSTLEG verðlækkun Allt að 50% verðlækkun Fyrsta flokks hjól frá Peugeot, Winther, Kalkhoff, S.C.O. og Everton. .. Reidhjolaverslunin __ ORNINN Spitalastig 8 vió Oóinstorg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.