Morgunblaðið - 16.10.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
45
burð vaknaði á ný umræða um
öryggisaðbúnað, og rifjaðist við
það upp að áður hefur verið
reynt að stika vegartroðninginn
þarna uppeftir og leggja síma en
hvorugt fékk að vera i friði. Það
var þó ljóst að við svo búið mætti
ekki standa. Var ráðist í það einn
laugardaginn að reisa vörður af
háheiðinni þar sem háspennulín-
an krossar þjóðveginn, og í há-
norður beint yfir heiðina að
fyrsta skálanum. Mættu um
hundrað manns til að taka þátt í
vinnunni, voru það dróttskátar,
foreldrar, hjálparsveitir, eldri
skátar og velunnarar. Gekk
verkið vel og voru reistar rúm-
lega fjörutíu vörður, en þessi
vegalengd er 2 kílómetrar. Einn-
ig var vegartroðningurinn upp-
eftir, sem er 5 kílómetra langur
stikaður. Síma stendur til að
leggja þarna uppeftir og tengja
sjálfvirka kerfinu og ætti þá ör-
yggi þarna að vera orðið nokkuð
gott, og vonandi verða ekki fleiri
slys.“
tíma til að hafa áhyggjur þegar
það gerðist, því það var ekki fyrr
en um það bil sem leitinni af hin-
um drengnum var að ljúka að upp-
götvaðist að Þór væri týndur líka.
Við höfðum þá strax samband við
lögreglu og þeir létu halda leitinni
áfram þar til Þór fannst skömmu
síðar. Það var allt í lagi með hann,
hann hafði uppgötvað það tiltölu-
lega fljótlega að hann væri villtur
og gróf sig þá í fönn og dúðaði sig
í öll fötin sem hann hafði meðferð-
is og skriðið ofan í svefnpokann
sinn.
Svo þessi vörðuhleðsla var
virkilega þarft verk og gott fram-
tak. Það var líka mjög gaman að
þessu, við fengum einstakt veður
til vinnunnar og þegar henni var
lokið fórum við í kaffi upp í Jötun.
Strákarnir fóru með okkur og líka
sá eini sem ekki er í skátunum,
annars vil ég meina að þessi
skátaáhugi gangi í ættir, allavega
hefur það gert það í þessari fjöl-
skyldu," sagði Jóna en hún er sjálf
gamall skáti.
Lagakennsla
á Islandi
í 75 ár
LAGADEILD Háskóla íslands hélt
formlega upp á 75 ára afmæli laga-
kennslu á Islandi 1. október sl. Var
hátídin haldin í hátíöarsal Háskóla
íslands ad viöstöddum fjölda gesta,
en heiöursgestur var frú Ragnhild-
ur Helgadóttir, menntamálaráö-
herra.
Björn Þ. Guðmundsson, forseti
lagadeildar setti samkomuna og
rakti í ávarpi sínu framgang
lagakennslu á íslandi frá upp-
hafi, en Lagaskólinn tók hér til
starfa þann 1. október árið 1908.
Skólinn starfaði í þrjú ár og urðu
nemendur hans fimmtán talsins.
Enginn brautskráðist þaðan og
árið 1911 gengu nemendur inn í
Háskóla íslands og luku fyrstu
laganemar prófi þaðan ári
seinna, 1912.
Þá fluttu ávörp þeir dr. Guð-
mundur K. Magnússon, rektor
Háskólans, Þór Vilhjálmsson,
forseti Hæstaréttar íslands og
prófessor Arnljótur Björnsson,
formaður Lögfræðingafélagsins.
Skýrði Arnljótur frá þeim gjöfum
sem lagadeildinni hafa borist
vegna afmælisins. Nefndi hann
fyrst peningagjöf að fjárhæð kr.
120.000 sem tryggingaskóli Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga,
Lögmannafélag Islands, Lög-
fræðingafélag íslands og aðrir
aðilar sem ekki vildu láta nafns
síns getið, gáfu deildinni. Þá
sagði hann frá bókagjöf sem börn
Sveinbjörns Jónssonar, hæsta-
réttarlögmanns færðu deildinni í
minningu hans. Er þar um að
ræða danskt dómssafn í 57 bind-
um, sem hefur að geyma dóma og
dómsúrskurði í málum á sviði
skaðabóta og vátryggingaréttar.
rætt við
Jóhannes
Eðvaldsson
á „The Mermaid
Bar " í Glasgoxv
Jóhannes Eðvaldsson
sagði í samtali við undir-
ritaðan fyrir nokkrum ár-
um að draumur hans væri
að setjast að í Glasgow og
reka þar veitingasölu, eða
„pub“ eins og Bretarnir
kalla það. Hinn 11. marz
sl. lét Jóhannes drauminn
rætast er hann keypti
pubbinn „The Mermaid
Bar“. Það lá því beint við
að heimsækja Jóhannes á
barinn þegar tækifæri
gafst til í Skotlandsferð
fyrir nokkru.
„Þetta hefur verið mjög
strembið hjá mér síðan ég keypti
m *
B i 1
[ 4 ^v A
Jóhannes afgreiðir bjórinn.
„Sömu mennirnir
koma kvöld eftir kvöld“
barinn," sagði Jóhannes. „Nýr
bareigandi þarf að vinna sér
traust fastra viðskiptavina og ég
hef því verið hér sjálfur eins
mikið og ég hef getað.
Auk þess sé ég um öll innkaup
sjálfur og annast bókhald og
þegar við bætast knattspyrnu-
æfingar og leikir með Mother-
well vill vinnudagurinn verða
langur. En ég kvarta ekki, fasta-
kúnnarnir hafa haldið áfram að
sækja staðinn og það sýnir að
þeir eru ánægðir."
Knattspyrnan skipar heið-
urssess hjá viðskiptavinum bar-
anna í Glasgow og menn skipt-
ast í tvo hópa eftir trúmálum og
knattspyrnu, kaþólikkar sem
styðja knattspyrnufélagið Celtic
og mótmælendur, sem styðja
Rangers. The Mermaid Bar er
staðsettur í hverfi mótmælenda
og barinn sækja því eingöngu
aðdáendur Rangers og mátti sjá
þess merki á veggjum hans. En
hvernig var það fyrir fyrrum
leikmann Celtic að kaupa og
reka bar í hverfi mótmælenda?
„Það var auðvitað viss tor-
tryggni ríkjandi fyrst en mér
tókst alveg að eyða henni. Mér
tókst að ná góðu sambandi við
viðskiptavinina og það er fyrir
öllu. Samkeppnin milli baranna
er mikil og ef eitthvað er í ólagi
þýðir það ekki nema eitt, barinn
fer á hausinn. Ég get nefnt sem
dæmi að hér skammt frá var
mjög huggulegur og flottur bar
en hann gekk ekki engu að síður,
eigandinn var kaþólskur og karl-
arnir verzluðu því ekki við
hann.“
Þegar hér var komið sögu í
viðtalinu þurfti Jóhannes einu
sinni sem oftar að þjóta frá til
að afgreiða viðskiptavin. Greini-
legt var að hann snerist í kring-
um þá og lét aldrei neinn bíða
eftir afgreiðslu. Hann ræddi við
þá í léttum tón og greinilegt var
að karlarnir voru þarna á
heimavelli. Þetta var að kvöld-
lagi, komið nálægt lokun og
ýmsir inni á barnum orðnir vel
þéttir. Þeir drukku stíft og pönt-
uðu gjarnan tvö hálfs líters glös
í einu.
„Þessir menn koma hingað
nánast á hverju kvöldi allan árs-
ins hring. Hér hitta þeir vini
sína og kunningja og ræða um
heima og geima, en aðallega þó
knattspyrnu. Þessir menn eru
aldir upp við „pubina" og þekkja
ekki annað," sagði Jóhannes.
Jóhannes hafði orð á því að
hann ætlaði að gera ýmsar lag-
færingar á barnum, það væri
ekki komið á dagskrá ennþá.
Barinn var kominn í niðurníðslu
þegar Jóhannes keypti hann og
endurbætur nauðsynlegar.
„Ég byrjaði smátt og ætla að
fikra mig áfram. Ég hef áhuga á
því að vinna áfram á þessu sviði
og draumurinn núna er að eign-
ast lítið og huggulegt hótel
hérna í Skotlandi, helst nálægt
golfvelli," sagði Jóhannes að lok-
um.
Ef íslendingar hafa áhuga á
því að líta inn hjá Jóhannesi er
heimilisfangið: The Mermaid
Bar, 161 James Street, Glasgow.
— SS.
Fastagestir á Mermaid-bar benda stoltir á merki Glasgow Rangers.
MorKunbladid/Jón Gunnlaugsson.
Me1 ** T \ ' | M r?T % /
|j^\ * JT M\%. -