Morgunblaðið - 21.10.1983, Side 3

Morgunblaðið - 21.10.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 35 Hann er klassíakur þessi fatnaður fri Cerutti. Yrjóttur ullarjakki, ullarpeysa og einlitar ullarbuxur fri Gianfranco Ferre. Heimllishorn Bergljót Ingólfsdóttir Raudsprettuflök í ofni Rauðsprettuflök Það þykir mörgum synd aö taka roöiö af rauösprettuflökum, en ef matreiöa á þau á þennan hátt er víst ekki um annaö aö ræöa. Caprice-rauösprettuflök 4 rauösprettuflök, egg, rasp, olía, salt, 2 bananar, sítrónusneiöar. Sósan: 1 laukur smátt brytjaöur, 2 matsk. smjöriíki, 'h matsk. hveiti, 2—2'h dl. hvítvin, salt og sinnep aö smekk. Flökunum velt upp úr þeyttu eggi og raspi, kryddaö og steikt á pönnu í olíu. Fiskurinn síöan tekinn af pönnunni og haldiö heitum. Bananarnir eru afhýddir og skornir i tvennt og svo langsum, brugöið í olíuna, og síöan lagöir ofan á fiskinn asamt sitrónusneiöunum. Sósan: Laukurinn brytjaöur og brúnaöur í smjöri, hveiti stráö yfir, þynnt út meö hvítvíni eöa vatni og súputeningi, kryddaö. Soöln hrísgrjón borin meö. Rauðsprettuflök í ofni 600 gr rauðsprettuflök, 1 tsk. salt, dál. af brytjaörl steinselju, 2 tómatar skornir í bita. Ofnfast fat er smurt vel og steinselja og tómatar lagt í botn- inn. Flökunum, heilum eða skorn- um eftir endilöngu, rúllaö upp, kryddi stráö á áöur, smjörbitar settir á viö og dreif yfir, bakað í ofni í ca. 20 mín. viö 200°C eöa þar til fiskurinn er tilbúinn. Álpapp- ír eða lok haft á fatinu. Meö eru haföar kartöflur og t.d. tilbúin Hollandaise-sósa úr pakka. Eggjakaka með púrru- sneiðum o.fl. Það kemur áreiöanlega fyrir i öll- um heimilum, að það þurfi að drífa upp fljótlega máltíð og þi •ru eggjaréttir oft það sem hand- hægast er. í þessari eggjaköku eru 6 egg, sem þeytt eru með 6 matsk. af vatni og örlitlu salti. Smjörlíki sett á meöalheita pönnu og síðan er eggjahrærunni hellt á. Ofan á er hægt að setja ýmislegt það sem finnst á flestum heimilum, svo sem þurrkaðar kryddjurtir, ostbita, afganga af kjöti eða pylsu, sardínur, púrrur ( sneiðum eða tómatbita. Eggjakakan er til- búin þegar hræran er næstum því stífnuö, gæta þarf þess að láta ekki yfirborðið þorna alveg, þá verður þetta þurrt. Gott brauð er nauðsynlegt með. Ef geyma á rúsínurnar Þurrkaöir ávextir, jafnt rúsínur sem annað, geymast betur í lokaöri krús, plasti eða gleri, heldur en ef það er látið vera í pakkanum eða sellófan- pokanum. UM MINNISPENINGA Mynt Ragnar Borg Margir eru þeir myntsafnarar, sem eiga nokkra minnispeninga í safni sínu. Oftast nær eru þetta fallegír peningar, sem segja frá einhverjum minnisveröum at- burði. Minnispeningur í safni hef- ir oftast mjög eínstaklingsbundió gildi. Þannig getur sami peningur verið einum manni mikils virði, meöan annar lítur hann sem smekklegan hlut úr málmi. Peningurinn, sem Lionsum- dæmiö lét slá áriö 1976, er mór mikils viröi, því óg hefi starfaö í Lionskiúbbnum Baldri í rúm 28 ár, en klubburinn verður 30 ára hlnn 24. þessa mánaöar. Ég átti því láni aö fagna, aö kynnast upphafs- mönnum Lionshreyfingarinnar hór á landi, þeim Magnúsi Kjaran, Guöbrandi Magnússyni, Einvaröi Hallvarössyni og fleirum. Minnis- stæö veröur mér ævinlega ferö sú, er óg fór til Siglufjaröar, til aö sitja stofnskrárfund Lionsklúbbsins þar. Viö Hilmar Foss vorum meö þeim Magnúsi og Guöbrandi, sem auövitaö töluöu alla leiö noröur og sögöu frá. Var ekki einasta aö þeir þekktu hvern bæ á leiöinni, heldur, aö því er mér heyröist, hvern ábú- anda frá landnámsöld til vorra daga. Magnús Kjaran og Guðbrandur Magnússon höföu kynnst ung- mennaféiagshreyfingunni i æsku, og hrifust, aö vonum, af þeim þrótti, sem henni fylgdi fyrstu árin. Þaö hefur veriö mjög vanmetinn sá þáttur, sem ungmennafélagshreyf- ingin átti í, aö fsland varö efna- hagslega sjálfstætt. Minnispeningur, sem Lionsumdmmið lét slá irió 1979, i 25 ira afmmli hreyfingarinnar i Islandi. í Lionshreyfingunni fundu þeir félagar afl, sem gat stytt mönnum stundir í góöum félagsskap, og um leið lagt mörgum góöum málefn- um lið. Þetta hafa svo margir aörir fundiö aö Lionshreyfingin á íslandi er afar fjölmenn, 2.777 félagar í tveim umdæmum, 79 klúbbum um allt land, ennfremur 2 Lionsklúbb- ar kvenfólksins. Starfiö er þrótt- mikiö, verkefnin mörg og ólík. Minn Lionsklúbbur, Baldur, hefir undanfarin ár gefiö sjúkrarúm á Hrafnistu, en á sumrin gerum viö tilraunir til uppgræöslu á stóru landsvæöi, sem viö höfum girt við Hvítárvatn. I sumar fórum viö þangaö uppeftir með loönunætur til aö setja á böröin til aö reyna aö hefta fok. Miklu lengri sögu get ég lesið út úr Lionspeningnum mínum. Ég gæti sjálfsagt fyllt marga dálka hér í blaóinu. Þó er þetta bara lítill málmhlutur, sem segir sumum ekki neitt. Söfnun minnispeninga veröur æ algengari síöustu árin. Peningun- um fjölgar meö hverju ári. Hér starfar ágætt fyrirtæki, ísspor, þar sem vinna kunnáttumenn í faginu. Hjá (sspor hafa verið slegnir mjög margir fallegir minnispeningar, sem margir vilja eignast. Viö Lionsmenn öflum peninga á margvíslegan hátt. Viö í Lions- klúbbnum Baldri seljum Ijósaper- ur. Einnig seljum viö pakka meö niöurstoönu lostæti. Þessa pakka kaupa mörg fyrirtæki og senda vinum sínum hér heima og erlend- is. Ef þiö viljiö eignast svona pakka getiö þiö hringt í mig. öllum ágóöa af starfsemi Lionsklúbbanna er variö til líknarmála, og er þaö drjúgt, sem lagt er fram. Þá má heldur ekki gleyma jDeim tíma, sem Lionsmenn sjá af handa gamla fólkinu. Þaö fer ekki hátt endilega, en ótalin eru spilakvöldin, bingó- spilin og skemmtikvöldin, sem Lionsmenn eiga meö öldruöum, öllum til ánægju. islenskir merkjasafnarar hafa einnig komiö auga á, aö Lions- menn hafa nokkur mismunandi merki í jakkahorninu. Sumlr safn- arar hafa náö saman allmörgum mismunandi svona merkjum. Öll eru þessi merki bandarísk aö upp- runa, en verða í Lionshreyfingunni alþjóðleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.