Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTXJDAGUR 21. OKTÓBER 1983 37 þann, sem býr í litlu þjóðfélagi aö svara spurningum um slík mál. Vió spyrjum Asgeir hvort honum finnist hlutverkaskipting karla og kvenna ennþá í mjög fðstum skoröum. „Já, því er ekki hægt aö neita. Þaö er til dæmis ennþá ætlast til þess, aö viö karlmennirnlr séum haröir í horn aö taka, sterkir og lát- um ekki tilfinningar okkar í Ijós. En viö höfum ekkert síður þörf fyrlr það en konur aö sýna blíöu og hreln- skilni. Ég hef þó oröiö var viö aö þetta er aö breytast og konur kunna betur aö meta slíka eiginleika t fari karla." En kunna karlar sjálfir eins vel aö meta þessa nýju ímynd? „Við karlmennirnir eigum hálf erf- itt meö aó staösetja okkur og eigum eiginlega eftir aó finna okkur nýjan staó í samræmi viö breytta stööu konunnar." Myndir þú ef til vill vilja skipta um hlutverk viö konuna þína og vinna heima? „Ég gæti vel hugsaö mér þaö. Ég get ekki séö aó þaö skipti neinu máli, hvort þaö er konan eöa maöur- inn, sem vinnur fyrir heimilinu. Þessi nýja upplýsingaöld, sem vlö llfum á, býöur upp á nýtt samlífsmunstur, sem getur þýtt, að viö getum ef til vill unniö heima hjá okkur og verió hjá börnunum um leiö. Ég gæti vel hugs- aó mér aö stjórna fyrirtækinu úr stofunni heima hjá mér. En ég tel þaö mikilvægt aö fólk sé sveigjan- legt í þessum efnum sem öörum og passi sig á því aö festast ekki um of í ákveónum hlutverkum." Ert þú ekki oröinn fastur i hlut- verki ábyrgóarfulls atvinnurekanda? „Mitt starf hefur krafist þess að ég liföi fastmótuöu og öguöu lífi, ég hef því þurft aö sparka í sjálfan mig ööru hvoru, til aó festast ekki alveg. i minni atvinnugrein má maöur ekki staöna og því varla um aö ræöa aö slaka á taumunum. Varöandi mína eigin ímynd, þá ákvaö ég einu sinni aö breyta algjörlega um ytri ímynd. Ég lét klippa mig mjög stuttri pönk- klippingu, rakaöi af mér yfirvarar- skeggió, setti gráu buxurnar, skyrt- urnar og bindin inn í skáp og mætti í leöurgalla." Ásgeir viröist nokkuð ánægöur meö þetta uppátæki, því hann brosir hæglátlega. Hvað geröist? „Ég fann aó fólk missti traust á mér ..., “ hann hugsar sig um. „Það var skrítiö aö upplifa hvernig um- i Þaó er efcki auðvelt að reka fyrirtæki nú á ís- landi. Margir hafa gef- ist upp á því og aðrir vilja ekki taka áhatt- una. Við rákumst á ungan framkvæmda- mann, sem ekki hefur látið deigan síga, þrátt ffyrír þungan róður. Og nú er fyrirtæki hans, Rafrás hf., að setja á_ markaðinn ffyrstu ís- lensku tölvurnar. Þessi maður er Ásgeir _______ Bjarnason. Hann á fleiri ahugamál, eitt þeirra er bygging______ svokailaðra kúluhúsa; er hann fformaður ffé- lagsskapar, sem hyggst byggja 10 slík húsj Graffarvoginum á næsta ári. Okkur lék fforvitni á að kynnast þessum unga fram- kvæmdamanni og við- horfum hans til lífsins og tilverunnar. hverfið brást við þessum breytta búningi, því sjálfur breyttist ég ekk- ert innra meö mér og ég fór aö spyrja sjálfan mig; yröi ég eitthvaö verri stjórnandi ef ég væri pönkari?“ Þú hefur svo látiö undan þrýstingi frá umhverfinu og farió aftur í skrifstofugallann? „Ég hafói þörf fyrir þaö á þessu tímabili, aö stokka sjálfan mig upp með þessu móti og þegar þeirri þörf var fullnægt, þá færöist ég ósjálfrátt yfir í fyrra horf, reynslunni ríkari,... en þetta var óneitanlega sérstasð upplifun." Á boröinu fyrir framan Ásgeir sjá- um viö teikningar af hvolfþakshús- um. Þessar byggingar stinga óneit- anlega í stúf viö ferhyrndu húsin okkar. Allar línur eru ávalar og mjúk- ar og hafa húsin á sér framandi svip. Eins og vió sögöum hérna í upphafi þá er Ásgeir formaöur Byggingar- samvinnufélags hvolfþaksbyggj- enda, sem telur 130 félaga. Einar Þorsteinsson arkitekt er hugmynda- fræöingur félagsskaparins. „Mig hefur lengi langaö til aö búa í pýramída, og varö kúluhúsiö eins konar málamiölun," segir Asgeir og hlær afsakandi, eins og honum finnst þetta of sterk ályktun. „Hvernig eru húsin uppbyggö? „Kúlan sjálf er byggö úr trégrind, sem klædd er dúkefni úr sarnafll. Síöan er sett einangrun og loks er húsiö klætt meö plötum aö innan og koma þar ýmsir möguleikar til greina." Á teikningum af húsunum, sem eru raóhús, sést aö töluvert gler er í efri hluta þeirra. „Á suöurhliöi þeirra er ansi mikill glerveggur. Hef ég áhuga á aö aö fá þar gler, sem veltir útfjólubláum geislum sólarinnar inn og nýta þann- ig betur orkuna. En einn af hvötun- um aö þessum nýja byggingarstíl er aö skapa manninum náttúrulegra umhverfi. Þaö er sagt aö fólk veröi stressaöra á því að búa í málmgrind og steypu, okkur sé hollara aö búa í húsi úr lifandi efnum eins og tré, því rafsviö jaröar fái ekki eins vel leikið um okkur ef viö erum í afskermuöu búri úr málmgrind. Annar hvati aö hvolfþakshúsunum er sá aö þessi byggingarstíll er um 20% ódýrari, en taliö er aö 170 fer- metra hús muni kosta fokhelt 1V4 milljón króna.“ Hve mörg hús hyggist þiö byggja að þessu sinni? „Fyrst veröur gerö tilraun meö 10 hús. Ef hún reynist vel fylgja fleiri í kjölfariö. Upphaflega sóttum viö um óskipulagt byggingarsvæöi, sem viö viljum skipuleggja sjálf á okkar kostnaö, því okkur henta ekki fer- hyrndar lóöir. Höföum viö áhuga á aö byggja einbýlishús á þessum lóö- um en vildum hafa þann möguleika opinn aö hægt væri aö byggja fleiri kúluhús vió þetta eina. Til dæmis ef ungt fólk væri aö byrja aö byggja og heföi takmörkuö fjárráö, þá gæti þaó byrjað smátt en stækkaö svo viö sig. Gert var ráö fyrir aö kúlurnar tengdust saman með tengibyggingu. Önnur hugmynd var sú, aó fá lands- lagsarkitekt til aö vinna meö íbúun- um aö umhverfismótun. En til aö yf- irvöld tækju okkur alvarlega en héldu ekki aó þetta væri bara létt geggjun, þá höföum viö húsin í hefðbundara formi aö þessu slnni." Ef þaö er talin létt geggjun aó byggja kúluhús, hvaó finnst ykkur þá um hugmyndina aó setja á stofn raf- eindafyrirtæki uppi á tvö hundruö metra hárri bjargbrún þar sem lund- ar og fleiri fuglar eiga heima? En þessa hugmynd fengu þeir hjá byggöadeild Framkvæmdastofnunar árið 1977. Þá var Loranstöðin á Reynisfjalli lögö niöur og viö þaö misstu 12 menn atvinnu sína. Það var þá sem Rafrásarmenn hófu könnun á því hvort rafiönaöarfyrir- tæki væri mögulegt á þessum staö. „Við eyddum tveim árum í aö kanna þennan möguleika," segir Ás- geir, „en útkoman varö sú, aö þetta gat ekki gengiö þá. Ég ákvaö þá aó kaupa hús í þeirrl von að þetta gæti breyst í framtíð- inni. Húsiö var tiltölulega nýtt en þaö var byggt '68 og litiö notaö, 360 fer- metrar aö flatarmáli. Þarna er ákaflega fallegt og sést vitt, þegar heiðskírt er og þarna er mikiö fuglalíf. Nú nota ég þennan staö sem eins konar afþreyingar- staö, þegar ég og vinir mínir vilja slaka á. Ég eyddi til dæmis síóustu jólum þarna, þ.e.a.s. ég slökkti á jólunum eöa by passeraöi (tengdi fram hjá ), eins og þaö er orðaö á tölvumáli. Ég var nefnilega þreyttur eftir veturinn og, þegar maður á svo allt í einu aö fara aö standa í veisluhöldum og breyta þannig eölilegum rythma, þá er eins og fólk fari frekar úr jafn- vægi. Annars hefur húsiö veriö allt of lítiö notaö. Þaö mætti nýta þaö bet- ur á sumrin, til dæmis fyrir starfs- menn Rafrásar, sem gætu fariö í vinnuferöir þangaö til aö leysa verk- efni, sem krefjast einbeitingar og frióar, því þarna eru ansi magnaöir kraftar. Þaö er greinilegt aö Ásgeir hefur ekki aöeins trú á raforkunni heldur einnig þeirri orku, sem manninum hefur ekki ennþá tekist að mæla. „Ég trúi á lífsorkuna," segir hann. Hvað er lífsorka? „Það er erfitt aö koma oröum yfir hana, en þetta er einhver drifkraftur, einhver orka, sem sumt fólk hefur aögang aö umfram aöra. Sumir hafa leitast viö aö tengjast þessum krafti til dæmis með hugleiöslu." Stundar þú hugleiöslu? „Ég iökaói hugrækt hjá Sigvalda Hjálmarssyni um skeiö. Þá var ég í hugleiósluhóp, sem naut handleiöslu indverska jógans sir Chinmoy, sem kom hingaö frá New York, en meðal áhangenda hans er Carlos Santana. Þá fengum við John Mc Laughlin hingað, en hann er þekktur tónlistar- maöur og lærisveinn sir Chinmoy." Leiö þér betur meöan þú stund- aöir hugleiöslu? „Mér leið afar vel, maöur þarf aö halda heilanum og vitundinni viö ekkert síöur en öörum hlutum líkam- ans. Ég held líka aö hugleiöslan sé jákvaað leiö til slökunar og okkur kaupsýslumönnum veitir ekki af slíku.“ En þú ert hættur hugleiöslunni? „Já, þaó kom tímabil þar sem var mikiö aó gera og fannst mér ekki timi til hugleióslu, en þaö er auövitaö rangt gildismat, aö láta allt annaö ganga fyrir sjálfum sér. Og svo þeg- ar maöur er orðinn 45 ára þá er maður kominn meö kransæöastiflu eöa einhverja aöra sjúkdóma, sem rekja má til kyrrsetu og streitu." Þú hlýtur aö hreyfa þig svolítið? „Ég syndi og hef stundaö líkams- rækt hjá Gústa í Kjörgaröi síóastlióin tvö ár og svo á ég tíu gíra reiöhjól, sem ég hjóla á. Og í vetur ætla ég á skíði.“ En er ekki erfitt aö finna tíma og orku til aö sinna öllu því, sem viö höfum rætt um? „Mín skoðun er sú, aó maöurinn geti þaö sem hann vill og ætlar sér, en þaö veröur líka aö skipta hann máli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.