Morgunblaðið - 21.10.1983, Side 15

Morgunblaðið - 21.10.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1983 47 á eru flestallir skólar lands- ins komnir af staö og hægt og rólega aö færast fullt líf í félagslíf þeirra. Margt er sér gert tll dægrastyttingar og skemmtunar svo ekki sé minnst á þann þroska sem yfirleitt fylgir góöu félagslífi. Segja má aö hann komi í Ijós á alla þá vegu sem hægt er aö hugsa sér m.a. í mælskulist. Sjaldnast fær æskan aö láta þessar gáfur njóta sín í almennum skólatíma og verö- ur í staö þess aö deila list sinni til félaganna á öörum tíma, til dæmis á málfundum. Þetta gamla góöa samkomuform stendur alltaf fyrir sínu og er undravert aö ekki skuli vera meira af slíkum fundum en raun er á. Hvaö sem því annars líöur þá hefur Menntaskólinn í Reykjavík veriö sá seigasti viö aö halda málfundum á loft og státar hann af elsta málfundafélagi landsins. i MR er félagslífiö fariö af staö og á síöasta fimmtudag, 15.9., var haldinn fyrsti málfundur vetrarins. Bar hann yfirskriftina „Pillan og páfinn". Eins og nafniö geftur til kynna var rætt um hvort nota ætti getnaöarvarnir og ef ekki þá hvers vegna. Fyrir þá sem ekki þekkja til hvernig málfundir ganga fyrir slg má benda á eitt og annaö. „Pillu- og páfafundurinn“ veröur tekinn sem dæmi. Alltaf eru einhverjir frummæl- endur. Þetta fimmtudagskvöld voru þeir tveir- og meömælendur tveir. Tveir piltar og tvær stúlkur. Piltarnir töluöu fyrir hönd páfa og gegn getnaöarvörnum en stúlkurn- ar meö pillunni og öörum getnað- arvörnum. Fyrr í pontu af stúlkun- um var Árdís Björnsdóttir. Gaf hún góöar upplýsingar um ágæti pill- unnar og mátti Ijóst vera aö dreng- irnir áttu á brattann aö sækja. Var ætlast til aö hver og einn talaöi í 6—7 mínútur og fóru þeir flestir þar nærri. Fyrri pilturinn í pontu var Snorri Hreggviðsson og eftir aö hafa setið undir máli hans tel ég hann einn þann skemmtilegasta ræöumann sem ég hef séö. Viö skulum líta á hvaö Snorri haföi til málanna aö leggja: Hér á árum áöur iökuöu blá- menn og annar fávís skríll trúarat- hafnir sem tengdust svokallaöri náttúrutrú, en hún felst aö mestu leyti í því aö bukka sig og beygja fyrir stokkum og steinum og færa þeim fórnir á mjög svo lítt viturleg- an hátt. Þaö er einmitt slík iökan og slíkt háttalag sem þær stallsyst- ur eru aö boöa oss hér í kveld. Eini munurinn á nýju hjátrúnni og þeirri gömlu er sá aö nú skal alþjóö bukka sig og beygja og jafnvel snæöa, pilluna svokölluöu. Já, góöir gestir, nú á aö gera hina helgu athöfn, er elskendur eigast, aö engu. Þetta veröur bara alveg eins og svo mjög tíökast nú á meöal okkar frónbúa í spilabúll- um úti um allan bæ, þar sem spill- ing og vanhelgi hvílir yfir öllu og öllum. Eini munurinn er sá aö nú er gjaldmiöillinn ekki smápeningur heldur pilla sem komiö er fyrir á viöeigandi staö eftir kúnstarinnar reglum og leikurinn getur hafist. Breytni af þessu tagi hefur oft áöur veriö viðhöfö á meöal okkar mannanna og þá yfirleitt á tíma villimanna af öllum stæröum og geröum. Og alltaf hafa fylgt þess- ari hegöan allar mögulegar syndir og svínarí hiö mesta. Nægir í því sambandi aö nefna Rómverja og allt þaö brambolt sem þeim fylgdi á meðan Róm var nafli alheimsins og Rómverjar gátu hagaö sér eins og sönnum barbörum sæmdi. En svo ég víki nú sögunni aftur aö kjarna málsins, vil ég benda á þaö aö ekki er einungis um aö ræöa þessa einu aöferð til aö forö- ast þungun viö samfarir. Þaö má t.d. nefna lykkjuna sívinsælu ... Já, góöir hálsar, hvaö býöur lykkj- an ekki upp á nema viöurstyggilegt dráp á ósjálfbjarga elnstaklingi. Enn á ný erum við komin á kaf í lágkúruna og niöur á plan barbar- ismans, þar sem leikmaöur gæti t.d. ímyndaö sér fóstriö, sem ekki er annaö en ofurlítill frumuhnykill, dinglandi í snöru sem falin hefur veriö í sköpum kvenverunnar. Þessi aöferö minnir einna helst á i hengingar í Frakklandi á miööldum eöa svo leitaö sé enn lengra aftur allt til þess tíma er frumherjar mannskepnunnar Veiddu sér til matar meö þvi aö leggja lykkju á leið veiöibráöa sinna. Sú aðferð byggist á því aö leggja snöru á jöröina þar sem veiöi er von og hylja meö laufi og ööru nærtæku drasli. Leggjast svo í leyni og bíöa eftir bráöinni, og toga í spottann á réttu augnabliki. Þetta var göfugur lífsmáti. En sá klepraöi sori sem á borö fyrir okkur er borinn hór í kveld byggist á því einu aö veiöa í snöruna til skemmtunar en ekki til af afla sér og sínum lífsviöurværis. Þetta er sum sé hrein og klár af- taka án dóms og laga, svo ekki sé meira sagt. Meöbræöur og -systur, nú verö- um viö aö viðhafa „snör“ handtök Log taka höndum saman og „snar- k ast" sem fyrst að því verkefni ^ aö koma í veg fyrir aö „getn- aöarvarnadrílin" nái takmarki sínu og eyöi því vammlausa og varnarlausa lífsformi er ég minntist á hér áöan. Fleiri eru þessar svokölluöu getn- aöarverjur en ætla ég samt ekki aö „verja" meiri tíma til þeirr- ar upptalningar því aö „óverjandi" er meö öllu aö slá slöku viö í bar- áttunni gegn villutrúarboöendun- um. „Variö" ykkur: Snúum „vörn“ í sókn og „vörnum" þeim leiöar sinnar. Viö Svavar erum sannir fram- veröir þeirrar lifsglööu og yndis- aukandi stefnu aö útrýma öllum þeim „tossastaglara-uppfinning- um“ (Laxness) er komiö hafa fram í dagsljósiö á undanförnum árum og áratugum, tengdar hinu lífsspill- andi atferöi aö „varna" móöur náttúru leiöar sinnar. Aö koma í veg fyrir eölilega þróun sem átt hefur sér staö frá alda ööli og fram á vora daga. Hvar værum viö bara stödd ef Eva heföi verið á pillunni ... Yfir þessari ræöu skemmtu viðstaddir sér konunglega og enginn efaöist um aö piltarnir heföu tekiö forustuna. En ekki var Adam lengi í Paradís. Nasst steig í púltið annar umsjónar- maður Blöndungsins. Ásta Hrönn lét engan bilbug é sér finna og sagði meðal annars: Hjé siö- menntuðum þjóöum hefur frelsi til að velja og hafna veriö í héveg- um haft. Þaö skýtur því skökku við þegar péfinn, sem er boöberi kristínnar trúar, fyrirskipar brot é þessum grundvallarmannréttind- um. Því ætti fólk ekki að geta val- iö 15 mínútna sælu én þess aö þurfa aö óttast aó barn veröi úr. Aö þurfa aö hætta í skóla, í vinnu eöa yfirleitt aó rústa tilveru tveggja einstaklinga, vegna féránlegra banna sunnan úr heimi. Pillan, ásamt öörum getnaöar- vörnum, er eitt besta vopniö sem nútimamaöurinn ræður yfir til aö stemma stigu viö fólksfjölgun. En i hinum ramm-kaþólsku löndum er 18 barna faöirinn í Álfheimum öf- undaöur þvi ekki er óalgengt aö í fjölskyldu séu allt aö 30 börn. Hvaö þurfa konur í heiminum aö þola vegna sérvisku 30 kardinála í Vatikaninu sem aldrei hafa skipt á barni? Sá hefur allt sem kjafta kann og þaö sést á andstæöingum mínum. Þeir hafa ekki neitt, ekki einu sinni munninn fyrir neöan nefiö né eyrun fyrir utan brosiö. En snúum okkur nú aö röksemdafærslu þeirra fé- laga. Þaö skyldi þó aldrei vera aö eitthvaö annaö og meira en siö- feröisrugl liggi aö baki. Getur þaö veriö aö karlar séu hræddir viö konur. Aö þeir óttist að ef getn- aöarvarnir séu leyföar, þá hópist konur út á vinnumarkaöinn og slíka samkeppni myndu þeir aldrei þola. Eftir áriö væri þeir komnir meö svuntuna og farnir aö sjóöa fisk og flot. Snorri er ekki samkvæmur sjálf- um sér þegar hann stendur hérna á öörum fæti og galar um líf án getnaöarvarna. Hann bregöur upp sinum besta fæti í Sigtúni um hverja helgi og þaö þarf enginn aö segja mér aö hann njóti ekki dyggrar aöstoðar getnaöarvarna á þessum prufukeyrslum sínum. Eitt af rökum mótmælenda minna eru aö getnaöarvarnir sam- rýmist ekki kristinni trú og þaö sé veriö aö eyöa lífi. Ég vil minna á aö kirkjan vílaöi ekki fyrir sér aö strá- fella börn, konur og gamalmennl i baráttu sinni fyrir auöi og völdum. I dag þykist hún svo hafa áhyggjur af einni frumu. Aö lokum vil óg segja þeim sem óttast aö getnaöarvarnir hljóti ekki náö fyrir augum páfa aö áriö 1978 samþykktu kardinálar í Vatikaninu að eitthvaö væri til í sólarmiöju- kenningu Galíleó Gallleis 400 árum eftir aö hún kom fram. Það er því ekki öll von úti enn. Síöastur frummælenda taiaöi svo Svavar H. Svavarsson og er hann ræöuskörungur mikill. Oröa- foröi hans er sórstakur og sömu- leiöis framsögutæknin. Eftir aö frummælendur höföu lokiö máli sinu var gert hlé. Síðan var önnur umferö og nú töluðu frummælend- ur undirbúningslaust í tvær mín. Eftir þaö var oröiö gefiö laust. i fyrstu gekk treglega aö fá fund- armenn í púltið en ekki leiö á löngu þar til fjörugar umræöur hófust á milli fundargesta. Rúmri stund fyrir miönætti sættu allir sig viö oröinn hlut og fundi lauk. Þótti fundurinn hafa tekist mjög vel og ekki skemmdi mætingin, sem var franiar björt- ustu vonum. Gaman væri aö frétta af fleiri fundum og ef einhver vill er oröið alltaf laust í þessum Bland — ungi. FM Ennum Listahátíð ’84 Fyrir stuttu las ég grein í Blöndungnum, skrifaða af hneyksluöum lesanda. Fjall- aöi greinin (eins og svo margar aörar í dagblööunum upp á síö- kastið) um hvaöa hljómsveit væri viturlegast aö fá til landsins á Listahátíö ’84. Tel ég mér skylt aö svara grein þessari, sakir þess hve mikil vitleysa og misskilningur kemur fram í henni. Greinarhöfundur gagnrýnir hug- mynd þá aö Queen ætti aö koma á listahátíö. Telur hann aö hugmynd- in sé tímaskekkja og þaö sem Queen var aö gera á síöustu plötu sinni sé „steingelt“. Þetta meö tímaskekkjuna skil ég ekki alveg. Þó Queen hafi gert iélega plötu, skil ég ekki aö þaö hafi þurft aö koma niöur á fyrri plötum þeirra. Þaö væri eins og aö segja, ef aö Beethoven heföi sam- iö sína tíundu sinfóníu og hún heföi oröiö léleg (sem hún heföi aldrei oröiö) þá væru allar hinar lólegar líka. Meistaraverk eins og „Bo- hemian Rhapsody", „Killer Queen", „Good oldfashioned lov- erboy", „Love of my live“, „Milli- onaire's Waltz" og ótal mörg önnur lög yröu ekki léleg þó á eftir kæmu léleg lög. Hitt er svo annað mál, aö sein- asta plata Queen, Hot Space, er alls ekki léleg. Á fyrri hliö plötunn- ar reyna fjórmenningarnir fyrir sér á nýju sviöi, Disko-fönki. Þar nota þeir hljóögerfla meira en venjulega og blásturhljóöfæri í fyrsta skipti. Þá má hinsvegar deila um hversu vel þeim tekst upp. En þó er aö minnsta kosti eitt lag á þessari hliö, sem er mjög gott, hvaö sem hver segir. Þaö er lagiö „Back chat“. Seinni hliöin sýnir aftur á móti og sannar, hversu geysilega fjöl- hæf hljómsveitin Queen er. Þar er hvert lagiö úr sinni áttinni, til dæm- is hratt rokklag, ballaöa, fönklag og hiö óviöjafnanlega „Under pressure", þar sem snillingurinn David Bowie leggur hönd á plóg- inn. Söngur og hljóöfæraleikur er allur framúrskarandi eins og venja er á Queen-plötum. En víkjum nú aftur aö greininni margumtöluöu. Höfundur segir siðar í greininni aö Iron Maiden sé sú hljómsveit sem hvaö mest só skapandi á sínu sviöi (sem væri þá þungarokk). Ekki er ég honum sammála um þaö. Ég hlustaöi fyrir stuttu á nýjustu plötu Iron Maiden. „Piece of rnind" og verö aö segja aö hún olli mór verulegum vonbrigöum. Ekki nóg meö aö hún væri einhæf (alltaf sami takturinn) heldur heyröi ég ekki eitt einasta fallegt, syngjandi, skemmtilegt eöa vel gert stef á allri plötunni. Einn aöai-galli viö piötu þessa og reyndar rokktónlist yfir- leitt, er einhæfur hraöi og fáar styrkleikabreytingar. Þaö er eins og allt miöist viö aö spila sem hraðast og hafa sem hæst. Þetta er þó ekki tilfelliö meö Queen, enda er fjölbreytnin mikil á þeim bæ. Vegna alls þessa, og einnig hins, aö Queen er reiöubúin aö koma hingaö, finnst mór tilvalið aö bjóða þeim á Listahátíö '84. Því eins og greinarhöfundurinn okkar blessaöi kemst réttilega aö oröi, þá er þetta nefnilega LISTA-hátíö. God save the Queen. Núverandi Queen-aðdáandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.