Morgunblaðið - 30.10.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 65 öðrum meðferðaraðferðum beitt svo sem einstaklingsbundinni samtalsmeðferð, og ýmiss konar hópmeðferð, þar með talin fjöl- skyldumeðferð og samfélags- lækningar. Meðferðin miðar m.a. að því að draga úr einangrun sjúklinganna og gera fjölskyld- una og samfélagið í heild virkari þátttakanda í fyrirbyggingu, meðferð og endurhæfingu. Því er það ljóst að meðferðin kallar á samvinnu og hópvinnu sérfræð- inga úr ýmsum stéttum og með mismunandi menntun og viðhorf. Geðlæknirinn starfar oftast sem leiðtogi „teymis" sem í eru lækn- ar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, geðhjúkrunarfræðingar o.fl. Öflug iðjuþjálfun er einn af grundvallarþáttum í rekstri nú- tíma geðdeilda. Slík starfsemi tekur ekki aðeins til mats og þjálfunar í sambandi við athafnir daglegs lifs, svo sem umgengni og heimilishald heldur einnig til fé- lagslegra samskipta og mismun- andi tjáningarforma. Síðast en ekki sízt er geðdeildum nauðsyn- legt að hafa aðstöðu til að meta starfshæfni sjúklinga sinna og í framhaldi af því aðgang að þjálf- unarverkstæðum og hæfilegum vinnustöðum." með tilkomu mikilvirkari geð- lyfja, en raflækningum er þó beitt í 4—7% tilfella af innlögð- um sjúklingum á almennar geð- deildir í nágrannalöndunum. Þessar lækningar, eins og þær eru framkvæmdar nú á dögum, eiga lítið sem ekkert skylt við þær aðferðir, sem við lýði voru fyrr á árum. Nú fær sjúklingur- inn létta svæfingu og lyf sem draga úr krampavirkni. Raflækn- ingar eru mjög örugg og virk læknismeðferð, sé þeim beitt við réttar aðstæður. Á það sérstak- lega við um mjög alvarleg tilfelli þunglyndis, þar sem sjálfsvígs- hætta er áberandi eða í þeim til- fellum þar sem sjúklingurinn er hættur að nærast vegna þung- lyndis og orðinn líkamlega veikur vegna geðsjúkdómsins. 1 sumum tilfellum getur raflækningin beinlínis bjargað mannslífum." Aðspurður um aukaverkanir af þessari læknismeðferð sagði Hannes, að sumir yrðu varir við léttvægar minnistruflanir rétt fyrst eftir meðferðina sem hyrfu eftir skamman tíma. „Um raf- lækningar gilda ákveðnar ábend- ingar eins og um aðra geðlækn- ismeðferð og aðalatriðið í þessu sambandi er að velja rétt sjúk- þessara lyfja getur leitt til fíkni- myndunar og fráhvarfseinkenna þegar reynt er að stöðva lyfja- gjöfina, jafnvel þó neytt sé venju- legra skammta. Helstu fráhvarfseinkennin, sem sjúklingar kvarta um eru svefnleysi, kvíði, lystarleysi, ógleði, þyngdartap, skjálfti, sviti, ýmsar skyntruflanir svo sem ljósfælni, óþægindi við hljóð- og þefáreiti og dofi í útlimum. Al- varlegri fráhvarfseinkenni eru sjaldgæf í þeim tilvikum þar sem neytt hefur verið venjulegra skammtastærða. Það er ástæða til að leggja áherzlu á það, að slík vandamál koma yfirleitt ekki upp við skammtímameðferð með kvíða- leysandi lyfjum, en eru fyrst og fremst vandamál hjá litlum minnihluta einstaklinga, sem eru á slíkri meðferð um mjög langa um tíma, e.t.v. nokkur ár.“ „Geðsjúkdómar eru mjög tíðir hjá öldruðu fólki, en sérhæfða öldr- unargeðdeild skortir“ Hvar kreppir skórinn mest í geðheilbrigóisþjónustunni hér á landi? „Heilsugæzla aldraðra er stór og vaxandi þáttur í heilbrigðis- þjónustunni. Hlutfall aldraðra hjá hinum ýmsu þjóðum Vestur- Evrópu hefur hækkað töluvert á þessari öld og lætur nærri að 13—16% af íbúunum séu nú 65 ára eða eldri. Hér á landi hefur þetta hlutfall einnig farið vax- andi, einkum í Reykjavík. Áætl- anadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins telur að árið 1990 verði hlutfall íbúa, 70 ára og eldri, um 7,2% af íbúatölu landsins, en um 10% í Reykjavik. Tíðni líkamlegra og geðrænna sjúkdóma fer mjög ört vaxandi í þessum aldursflokkum og á síð- ustu árum hefur verið gert stór- átak a.m.k. hvað varðar hjúkrun- ar- og langlegudeildir fyrir aldr- aða. Geðsjúkdómar, bæði bráðir og langvarandi, eru mjög tíðir hjá öldruðu fólki og fara ört vaxandi eftir 65 ára aldur. í könnun sem Tómas Helgason, prófessor, hefur gert á geðsjúkdómum allra ís- lendinga, sem fæddir voru á ár- unum 1895—1897, komu í ljós geðsjúkdómar hjá 37% þeirra einstaklinga sem eru á aldrinum 61—81 árs. Á þessu aldursskeiði eru elliglöp og geðbrigðasjúk- dómar, sem svo þunglyndi, al- gengustu geðsjúkdómarnir. Það er ýmislegt sem bendir til þess að heilbrigðisþjónustunni sé veru- lega ábótavant á þessu sviði og það er mikið áhyggjuefni að hér á landi er ekki starfrækt nein sér- hæfð öldrunargeðdeild. Það er því mjög knýjandi að slíkri þjónustu verði komið upp sem allra fyrst. Með tilkomu B-álmunnar hér við Borgarspítal- ann gerum við okkur vonir um að aðstaða skapist til fyrsta flokks öldrunarlækninga og öldrunar- geðlækninga. Það er mikið óunnið á þessu sviði og brýnt að góð samvinna verði með frumheilsu- gæzlunni, sérfræðingum í öldrun- arlækningum, félagsmálastofn- unum sveitarfélaganna og hjúkr- unar- og elliheimilum um þessa þjónustu. Miðað við efnahagsástand þjóðarinnar í dag er að sjálfsögðu mjög lítið svigrúm til nýrra fjár- festinga í heilbrigðisþjónustunni, þannig að við verðum fyrst um sinn að nýta eins vel og hægt er þær aðstæður sem fyrir hendi eru við skipulagningu á geðheilbrigð- isþjónustu aldraðra. í þessum efnum gildir hið sama og á öðrum sviðum geðheilbrigðisþjónust- unnar, nefnilega nauðsyn þess að heilsugæzla geðsjúkra verði sam- hæfð og sambærileg annarri heil- brigðisþjónustu í landinu." ÁJR % • Langvarandi notkun róandi * ' lyfja getur leitt til fíkni- myndunar og fráhvarfseinkenna þegar reynt er að stöðva lyfjagjöf- ina jafnvel þótt neytt sé ✓ ✓ venjulegra skammta • W Bráðaþjónusta geðsjúkra í desember á síðasta ári hófst rekstur bráðaþjónustu fyrir geðsjúka og standa geðdeildir Borgarspítalans og Landspítal- ans að þeirri starfsemi í samein- ingu. Aður var engin formleg bráðamóttaka fyrir geðsjúklinga, þó að innlagnir á deildirnar féllu oft undir bráðainnlagnir. Að- spurður um þessa þjónustu sagði Hannes, að hún hefði mælst vel fyrir og að almennt væri talið að tilkoma hennar hafi bætt geð- heilbrigðisþjónustuna verulega. „Sjúklingar eiga nú kost á bráðamati geðlæknis allan sólar- hringinn árið um kring. Að þessu leyti má því segja að geðsjúkir njóti nú sömu aðstöðu og ein- staklingar með líkamlega sjúk- dóma. Jafnhliða bráðamóttök- unni hefur verið tekin upp aukin verkaskipting og samvinna á milli geðdeildanna, sem hefur orðið til að bæta þjónustuna við þá sjúklinga sem til deildanna leita. Bráðaþjónustan á Borgarspít- alanum er staðsett á slysadeild spítalans, en þar er mjög góð að- staða til slysa- og sjúkramóttöku. Borgarspítalinn hefur á að skipa sérhæfðu starfsfólki á því sem næst öllum sviðum heilbrigðis- þjónustunnar, sem ásamt góðri samvinnu milli deilda spítalans hefur gert okkur auðveldara en ella að annast bráðaþjónustuna." „Notagildi raflækninga er löngu sannað“ f gegnum tíðina hafa raflækn- ingar þekkst sem læknismeðferð á geðsjúkum. Hvernig er þessi með- ferð framkvæmd? „Um þessa læknismeðferð hafa verið nokkuð skiptar skoðanir og umræðan því miður stundum lit- ast af fordómum og vanþekkingu. Raflækningar hafa verið not- aðar í mörg ár og notagildi þeirra fyrir löngu sannað. Á síðustu ár- um hefur nokkuð dregið úr notk- un þessarar meðferðar, einkum dómstilfelli og að tæknilega sé rétt að meðferðinni staðið." „Langvarandi notkun róandi lyfja getur leitt til fíknihættu“ Doktorsritgerð Hannesar fjallaði um fíkni- og ávanahættu róandi lyfja. Hvað segir hann um fíkni- hættuna? „Geðlyfjanotkun hér á landi er sem í nágrannalöndunum bæði veruleg og útbreidd, sem er skilj- anlegt m.t.t. þess hve tíðir geð- sjúkdómar eru. Fyrstu nútíma- geðlyfin komu fram á sjónarsvið- ið upp úr 1950 og olli tilkoma þeirra byltingarkenndri þróun í meðferð geðsjúkdóma. Geðlyfin eru aðalforsenda þess að hægt var að færa meðferðina meira út í samfélagið. Langflest nútíma- geðlyfja eru örugg og virk lyf, en stundum vakna spurningar um það hvort sum þessara lyfja séu óþarflega mikið notuð. Á árunum 1975—1980 var árlega selt nægi- lega mikið magn af geðlyfjum hér á landi, að það hefði nægt 10% af þjóðinni allan ársins hring. Meirihluti geðlyfja eru svoköll- uð kviðaleysandi, róandi og/eða svefnlyf af benzodiazepine-gerð, en í þeim flokki lyfja eru m.a. diazepam (valium), nitrazepan (mogadon) o.fl. Fyrstu benzodiazepine-lyfin komu á markaðinn upp úr 1960 og fór notkun þeirra mjög ört vax- andi þannig að almennt er talið að 10—15% af fullorðnu fólki noti róandi og/eða svefnlyf ein- hvern tíma á ári hverju. Tíðni slíkrar lyfjanotkunar hér á landi er að öllum líkindum mjög áþekk því sem gerist í nágrannalöndun- um. Fram til þessa hefur jafnan verið talið að hætta á ávana- eða fíknimyndun í slík lyf sé hvorki veruleg né útbreidd, einkum ef ekki er farið upp fyrir venjulegar skammtastærðir. Rannsóknir þær sem ritgerðin mín byggir á svo og aðrar nýlegar rannsóknir á sama sviði, hafa hins vegar leitt í ljós, að langvarandi notkun Volvo 245 GL ’82 vínrauður, sjálfskiptur, með lúxus innréttingu, til sölu. Uppl. í síma 20635. Við kaupum barnalopapeysur úr tvíþættum lopa Við bjóðum aðstoð og leiöbeiningar í prjóni á barnalopapeysum úr tvíþættum lopa. Kristín Jónsdóttir, handmenntakennari, veitir til- sögn þriöjudaginn 1. nóv. kl. 9.00—11.00 og þriðjudaginn 8. nóv. kl. 9.00—11.00. Þátttakendur eru beðnir aö skrá sig í síma 11784 mánudaginn 31. október. íslenzkur heimilisiðnaður Vissuð þið aö viö eigum 178 uppskriftir. Þessi er ein af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.