Morgunblaðið - 30.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 J ú, auðvitað verðum við vör við efasemdir um starf okkar,“ segir Kristinn Björnsson, forstöðumaður Sálfræði- deildar skóla, í samtali sem birt er hér til hiiðar. Efasemdirnar sem um er að ræða lúta að sjálfum grundvelli þeirrar umfangsmiklu sálfræðiþjónustu sem nú er rekin í skólum lands- ins: Eru sálfræðingar, sem slíkir, sérstaklega í stakk búnir til að fást við þau sálrænu, tilfínningalegu og félagslegu vandamál skólabarna sem lög um grunnskóla ætlast til að þeir sinni? Eða, svo að hnykkt sé á spurningunni, eru til fræði- legar úrlausnir á vanda skólabarna, óþekkt, óeirð, feimni, leiða, tregðu, sein- þroska o.fl. sálfræðiþjónustu í skólum? Um 400 börn eru að jafnaði send á fund skóla- sálfrœðinga í Reykjavík á ári hverju. Hér er greint frá starfi sálfrœðideilda skóla og raktar efasemdir um skólasálfrœði. Til skamms tíma var fengist við i vandamál er vörðuðu þroska skólabarna, sálarlíf þeirra og 1 háttalag á heimilinum sjálfum, af I foreldrum þeirra eða vandamönn- j um; oft í samráði við kennara og J skólayfirvöld, og stundum líka | sóknarprestinn. Nú eru breyttir tímar. Sálfræðingar og félags- ráðgjafar, sem eiga að heita sér- j fræðingar á þessu sviði, hafa hasl- | að sér völl í skólum og tekið að sér , þetta verkefni. f lögum um grunn- j skóla frá 1974 er gert ráð fyrir því ! að sálfræðideildir séu reknar í hverju fræðsluumdæmi landsins, og í reglugerð um ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla, sem sett var í framhaldi af lögunum, er sem stendur við það miðað að á móti hverjum þúsund nemendum i komi einn sálfræðingur eða fé- | lagsráðgjafi. Sálfræðingar skuli . þó aldrei vera færri en helmingur | starfsliðsins. Vandinn að vera manneskja Ólíklegt er að þeir sálfræðingar í finnist sem treysta sér til að svara j báðum spurningunum hér að ofan játandi án fyrirvara. Sálfræðingar hlytu að fallast á að fræði þeirra eru alls ekki markviss, eins og náttúruvísindi eru að jafnaði, en þeir mundu væntanlega bæta því við, að rannsóknir í sálarfræði á undanförnum áratugum hafi skil- að margvíslegum niðurstöðum um almenn einkenni á sálarlífi manna | og háttalagi, jafnt heilbrigðra sem hugsjúkra, og með þá þekkingu að I vopni séu sálfræðingar betur til þess fallnir en aðrir, foreldrar, kennarar eða prestar, að fást við sálræn, tilfinningaleg og félagsleg vandamál skólabarna. En slík svör eru satt að segja hæpin og kveikja líka fleiri spurningar: Er t.d. víst að fyrirbæri sem í hversdagsmáli okkar eru látin í ljós með orðum eins og „óþekkt", „óeirð", „feimni", „leiði“, „tregða", „seinþroski" o.s.frv. verði skýrari og viðráðan- legri þegar búið er að þýða þau yfir á tæknimál sálarfræði (s.s. „fatur“ og „ýgi") og sundurgreina af sálfræðingnum. Og með það í huga að skólasálfræðingar hljóta einkum að hafa afskipti af því sem talið er óeðlilegt eða afbrigðilegt í sálarlífi og háttalagi barna má spyrja hvar mörk heilbrigði og af- brigðileika eru dregin. Það má segja sér að skýr markalína sé ekki til, en hugmyndin að spurn- ingunni er sú hugsun að ef til vill leiði skipulag og æ umfangsmeira starf sálfræðideilda skólanna til þess að það sem áður var talið „heilbrigð óþekkt", „venjuleg feimni" o.s.frv. verði nú flokkað sem eitthvað óeðli; m.ö.o. að hegð- un sem litið var á að bundin væri tilteknu aldurs- eða þroskaskeiði, tilteknum aðstæðum, eða bara persónuleika barna, verði stimpl- uð sem sjúkleg í einhverjum skiln- ingi. Afleiðingarnar gætu orðið háskalegar, t.d. fyrir sjálfsímynd viðkomandi barna eða viðhorf annarra til þeirra. Liggur það enn fremur ekki í augum uppi að sam- hengi er á milli fjölgunar í stétt skólasálfræðinga og fjölgunar þeirra vandamála sem þeir glíma við? Sú skoðun, sem býr að baki þessum spurningum, að þau sál- rænu, tilfinningalegu og félags- legu vandamál sem skólabörn eiga við að etja séu að drjúgum hluta partur af þeim vanda að vera manneskja, og því eðlileg og heil- brigð, og til að berjast við þau þurfi ekki aðstoð sálfræðinga sem slíkra, heldur eigin styrk, og stundum hjálp góðhjartaðs og skilningsríks fólks, kann að virð- ast afturhaldssöm og hleypidóma- full í meira lagi. En er svo við nánari áthugun? Hér verður þess ekki freistað að styðja þessa skoðun frekari rökum en þeim sem fólgin eru í efa- semdunum sem raktar hafa verið. Frá þessum álitaefnum er rétt að hverfa og hyggja að sögu og dag- legri starfsemi sálfræðideilda skóla. Grunnskólalögin og aukin sálfræðiþjónusta Sálfræðiþjónusta fyrir nemend- ur barna- og unglingaskóla í Reykjavík (sem nú heita grunn- skólar) hófst fyrir rúmum tveimur áratugum, í október 1960. Þá var ráðinn sálfræðingur við Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur og Sál- fræðideild skóla þar með stofnuð. Næsta ár var starfsliði fjölgað, en þetta var þó fámenn deild fyrsta áratuginn, oftast 3 sálfræðingar, 1 félagsráðgjafi og 1 sérkennari að starfi. Þessi starfsemi hófst að frumkvæði þáverandi fræðslu- stjóra, Jónasar B. Jónssonar, hún var rekin af Reykjavíkurborg og kostuð af henni. Með hinum nýju grunnskólalög- um 1974 voru lögfest ákvæði um þessa þjónustu, og ákveðið að setja á stofn ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu skóla í hverju fræðsluumdæmi. Er hún starf- rækt sem deild í viðkomandi fræðsluskrifstofu, og lýtur stjórn fræðslustjóra og fræðsluráða, en yfirstjórn er í höndum mennta- málaráðuneytis. Kostnaður greið- ist að jöfnu af ríkissjóði og sveit- arfélögum. í framhaldi af lagasetningunni hefur sálfræðideildum síðan verið komið á fót um land allt. í Reykja- vík er starfseminni skipt á milli þriggja deilda; einnar í Tjarnar- götu 20 sem er fyrir svæði vestan Kringlumýrarbrautar auk Laug- arneshverfis, annarrar í Réttar- holtsskóla sem er fyrir austur- hluta borgarinnar auk Árbæjar- hverfis, og þriðju sem er í Hóla-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.