Morgunblaðið - 30.10.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.10.1983, Blaðsíða 46
Sérstök sjónvarpskvikmynd gerð gaman að eiga von á að sjá þá félaga í gömlu myndunum heima í stofu hjá sér, einhvern tíma á næstunni, þeir gætu áreiðanlega léttilega komið mönnum til að hlæja jafn hjartanlega og fyrr, svo ekki sé nú minnst á ljúfan söng hans Bing. Leikarinn hér umkringdur leikkon- um, sem allar hafa leikid aðalhlut- verk á móti honum í kvikmyndum. Myndin tekin þegar verið var að sýna sjónvarpsþáttinn „Road to Hollywood". Leikkonurnar eru talið frá vinstri: Virginia Mayo, Janis Paige, Jill St. John, Martha Raye, Rosemary Clooney, Lucille Ball, Rhonda Fleming, Dorothy Lamour, Jane Russell, Dina Merrill og Martha Hyer. um hinn vinsæla gamanleikara MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD í vor er leið var haldið upp á áttræðisaf- mæli hins vinsæla gamanleikara Bob Hope. Það er áreiðanlega ekki vegur að geta sér til um hve miklum fjölda manna hann hefur skemmt á löngum ferli, en sá hópur er stór. Auk kvikmynda, sjón- varpsmynda- og þátta, hefur Bob Hope komið fram í eigin persónu út um allan heim, t.d. skemmti hann bandarískum hermönnum, sem voru við skyldustörf fjarri ættjörðinni, hver jól um áratuga skeið. Hann hefur alls staðar verið aufúsugestur þar sem hann hefur komið, enda maðurinn með afbrigðum skemmti- legur og hafði auk þess samvinnu við góða listamenn, sem tekið hafa þátt í gamninu með honum. Kvikmyndabók Warner Bros. félagsins segir frá 54. kvikmyndinni, sem Bob Hope lék í árið 1972, myndinni „Cancel My Reservation". Hann var þá kominn fast að sjötugu en lék 42 ára gamlan mann, mót- leikari hans í mvndinni var Eva Maria Saint. Geri aðrir betur! Vegna afmælis Bob Hope lét CBS sjónvarpsstöðin gera sérstaka mynd þar sem brugðið var upp þáttum úr lífi og starfi gamanleikarans. Við það tækifæri komu margir fyrrver- andi samleikarar hans sem fram, lögðu sitt af mörkum til að heiðra leikarann. Myndinni var valið nafnið „Leiðin til Hollywood" eða „Road to Hollywood" og nafngiftin sjálf- sagt átt rætur að rekja til mynd- anna, sem þeir léku í saman Bing Crosby og Bob Hope og nefndust nöfn- um sem hófust á „Leiðin til... “ , eða „The Road to ... “ . Þeir _ voru skemmtilegir saman félagarnir Bing Crosby og Bob Hope, auk áðurnefndra kvikmynda komu þeir saman í ótal skemmtiþáttum í sjónvarpi og á skemmti- stöðum, þeir brugðu á leik í orðsins fyllstu merkingu, það var beinlínis gert ráð fyrir að þeir bættu inn í áður skrifuð handrit, athugasemdum og bröndurum. Þeir voru vinir í einkalífi og spiluðu saman golf og sú íþrótt var tilefni margra gamanmála þeirra. Bing Crosby lést árið 1977 svo ekki gat hann samfagnað vini sínum á afmælinu. En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var þar samankomið mikið kvennaval, leikkonur sem leikið höfðu á móti Bob Hope í mörgum myndum. Leiða-myndir þeirra félaga Crosby og Hope urðu alls sjö talsins, sú fyrsta frá árinu 1940, sú síðasta frá 1962. Það væri „Road to Singapore“ „Road to Bali“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.