Morgunblaðið - 04.12.1983, Page 10
58
' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Bjarni á dómsmilarádherralundi
Evrópu í Róm irió 1962
isamt Baldri Möller.
Aö loknu lögfræóiprófi irió 1930 (f.v.): Bjarni, Hókon
Guómundaaon og Jónatan Hallvarósson.
Uti fyrir þinghúsinu í Berlín 1931 (f.v.) Bjarni,
Sveinn Benediktsson og Þórarinn Benedikz.
hægt að koma fyrir ættingjum og
vinum þegar á þurfti að halda.
Eins og fyrr segir höfðu foreldr-
ar mínir stóran kálgarð og drýgðu
tekjur sínar með því að selja róf-
ur, næpur og blómkál en kartöflur
voru aðeins ræktaðar til heimilis-
ins. Gætti Rósa sem bjó á fjósloft-
inu garðsins sem ekki var vanþörf
á því að rófurnar voru gómsætar
og strákar sólgnir í þær er dimma
tók ef marka má æskuminningar
roskinna Reykvíkinga. Foreldrar
mínir komu sér líka upp fallegum
blóma- og trjágarði með grasbletti
sem var griðastaður okkar barn-
anna og leikfélaga okkar. — Við
Skólavörðustíginn og í nágrenninu
bjó gott fólk. Margt af því hafði
byrjað búskap um svipað leyti og
foreldrar mínir og var því góður
kunningsskapur milli nágrann-
anna og börn þessa fólks urðu
leiksystkini og skólafélagar okkar
systkinanna.
Foreldar mínir voru frændmörg
og frændrækin. Var jafnan
gestkvæmt á heimilinu ekki síst
meðan pabbi var þingmaður
Norður-Þingeyinga sem hann var
óslitið frá 1908—1931 en þá féll
hann fyrir kaupfélagsstjóranum á
Kópaskeri, flokksbróður sínum og
frænda. Foreldrar mínir voru
bæði mjög áhugasöm um stjórn-
mál og reyndar fjölda annarra
mála. Kom því margt áhuga-
manna á heimilið til skrafs og
ráðagerða um margvísleg efni en
einkum þó um stjórnmál, sérstak-
lega sjálfstæðismálið bæði áður og
eftir að það var til lykta leitt.
Voru þar á meðal mestu skörung-
ar þjóðarinnar eins og Einar
Benediktsson skáld, Bjarni frá
Vogi og fleiri samherjar föður
míns en einnig kom fólk sem ekki
átti samleið með þeim í stjórnmál-
um. Var ekki að sjá að því væri
verr tekið en öðrum. Oft voru vinir
og frændur á heimilinu, einkum að
norðan, stundum vetrarlangt við
nám, aðrir fáeina daga eða vikur.
Aldrei man ég eftir því að við
börnin værum látin fara út ef
gesti bar að garði eða að nokkrum
væri bannað að taka þátt í sam-
ræðum. Hvort sem við lögðum
mikið eða lítið til málanna fór
ekki hjá því að við kynntumst
ýmsum sjónarmiðum og aldrei
man ég eftir því að nokkrum skoð-
■ vjoinmai,wr' l''*'/* r > ■*!"■■■■»
Sveinn, Ragnhildur og Kristjana.
Bjarni Benediktsson
Bemskuheimili
og uppvaxtarár
unum væri þröngvað upp á okkur.
Ég held að naumast hafi sá dagur
liðið meðan pabbi sat á þingi að
einhver þingmál væru ekki rædd.
Hann sagði frá umræðum í þing-
inu, las greinar sem hann var að
skrifa og bar undir mömmu og
þau systkinanna sem höfðu áhuga
á viðkomandi málum. Var hann
jafnan fús til að taka athugasemd-
ir og ábendingar til greina enda til
þess leikurinn gerður.
Mamma var ekki síður áhuga-
söm en pabbi og aldrei held ég að
hún hafi latt hann til baráttu.
Hún saumaði bláhvíta fánann sem
vígður var á Þingvöllum 1907. Hún
var ákaflega áhugasöm um kven-
réttindi og menntun kvenna, var
m.a. ein af stofnendom Hins ís-
lenska kvenfélags þá aðeins 16 ára
gömul, Kvenréttindafélagsins og
stóð að stofnun Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar. Foreldrar
mínir voru bæði félagar í mörgum
menningar-, framfara- og líknar-
félögum enda víða þörf á að taka
til hendinni. Við systkinin sögðum
stundum bæði í gamni og alvöru
að mömmu væri ekkert mannlegt
óviðkomandi.
Nú mætti ætla að fólk með
svona mörg áhugamál hefði haft
lítinn tíma til að sinna börnum
sínum. Því fór þó víðs fjarri. Eins
og áður segir var mikið rætt um
þau mál heima sem efst voru á
haugi hverju sinni og þá tókum við
systkinin þátt í þeim umræðum ef
við kærðum okkur um. Faðir
okkar var ákaflega vel heima í ís-
lenskum fræðum og skáldskap og
átti góðan bókakost. Hafði hann
lag á að fræða okkur án þess að
við vissum af. Hann sagði okkur
margt úr fornsögunum, Snorra-
Eddu og þjóðsögur, sem hann virt-
ist kunna utanbókar þvi að aldrei
skeikaði orði hversu oft sem hann
sagði þær og fór með kvæði og
rímur fyrir okkur. Oft sagði hann
okkur líka frá bernsku sinni á
Húsavík og bernskubrekum sem
mömmu fannst reyndar óþarfi að
fræða okkur um. Hann var líka
mjög ættfróður og gat rakið sam-
an ættir ólíklegustu manna á ótal
vegu, fræði sem við höfum þó
takmarkaðan áhuga á meðan við
vorum yngri en þeim mun meiri er
við eltumst. Auk þess talaði hann
óvenjufallegt mál og alltaf norð-
lensku eins og hún er fallegust og
hafði á hraðbergi orðatiltæki og
vísuorð sem hann hafði lag á að
nota svo að vel fór. Hann sá um
útgáfu á mörgum íslendingasagn-
anna fyrir Sigurð Kristjánsson og
las þá sem oftar sögurnar upphátt
en mamma eða bræðurnir aðstoð-
uðu hann við prófarkalestur.1
Bjarni í ræðustól
á Hvatarfundi
inemma á stjórn-
málaferli sínum.
Fyrri kona Bjarna, Valgerður
Tómasdóttir.
Hann var líka mjög fróður um ör-
nefni og sögufræga staði bæði í
nágrenni Reykjavíkur og annars
staðar á landinu og fór oft með
okkur í gönguferðir um bæinn og
nágrennið eða á Náttúrugripa-
safnið og Þjóðminjasafnið og
fræddi okkur um það sem fyrir
augun bar. Hins vegar var faðir
okkar lítill trúmaður eins og títt
var um marga jafnaldra hans. Þó
að hann færi aldrei í kirkju nema
við jarðarfarir og þingsetningar
lifði hann, held ég, samkvæmt
siðalögmáli kristinna manna.
Hann hafði samviskuna sem
stundum er kölluð Guðsröddin í
manninum að leiðarljósi en vænti
ekki umbunar né heldur hegn-
ingar fyrir, hvorki þessa heims né
annars. Aldrei setti hann sig í
dómarasæti þótt menn misstigju
sig á vegi dyggðarinnar. Hann var
mótfallinn því að börn væru skírð
því að honum fannst að ekki ætti
að þröngva trúarbrögðum upp á
óvita og réð því að við systkinin
vorum ekki fermd. Taldi hann
ferminguna „danskan sið“ sem
Lúðvík Harboe hefði þröngvað upp
á íslendinga um leið og hann
bannaði sögulestur og rímnakveð-
skap. Hefði hann þannig orðið
þess valdandi með ofstæki sínu að
Islendingar glutruðu niður forn-
um menningararfi. Mamma
kenndi okkur bænir og vers og réð
því að við vorum öll skírð. Hún
sannfærði okkur líka um að við
hefðum lært allt það í barnaskóla
sem fermingarundirbúningurinn
átti að kenna enda held ég að við
höfum síst verið verr að okkur í
fræðunum en jafnaldrar okkar.
Við systkinin létum hins vegar öll
síra börn okkar og ferma og lét
pabbi það afskiptalaust.
Ég man aldrei eftir því að pabbi
ávítaði okkur eða skammaði hvað
þá að hann danglaði í okkur. Hann
var þó ekki gallalaus fremur en
aðrir.
Mamma var mjög vel að sér
bæði til munns og halda. Hún
sagði okkur líka oft sögur, þjóð-
sögur og ævintýri eða frá uppvaxt-
arárunum í Éngey. Annars má
segja að mamma hafi verið verk-
stjórinn á heimilinu.JHeimilið var
mannmargt og í mörg horn að líta.
Henni féll aldrei verk úr hendi.
Hún saumaði lengi vel allt á börn-