Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 78 Ró í amstrinu Ég fór að strauja þegar ég kom heim eftir erilsaman en góðan dag. Ég kveikti á kerti og setti það í gluggakistuna, það er allt í lagi, engin gluggatjöld í hættu fyrir kertaloganum, því ég dró ekki fyrir gluggann. Þá gat ég líka horft út á ljósin, sem Ijómuðu í myrkrinu, og sýndu mér að bak við aðra glugga var annað fólk að sýsla eins og ég. Ég setti jólaplötu á plötuspilar- ann. Einhver hafði sett eitthvað blátt með hvíta þvottinum í þvottavélina, því skyrtubolirnir, sem ég hafði verið að strauja mjallahvíta á undanförnum vik- um og mánuðum, höfðu fengið yfir sig ókunna blámóðu. Við því er ekkert að gera nema fara að því góða ráði, sem ég lærði af góðu fólki, og segja: Skítt með það! Þetta er heillaráð. Spjallað við Guð Stuttar bænir við dagleg störf — komnar frá ýmsum lönd- um og tímum. Drottinn, vísaðu mér veg þinn og gefðu mér fúsleika til að fara hann. Himneski faðir: Þú veist hvaða verkefni bíða mín í dag. Þótt ég gleymi þér, vilt þú þá ekki gleyma mér. Guð, gefðu okkur kjark til að færast mikið í fang í þínu nafni og gefðu okkur trúfesti í hinu smáa. Drottinn, hjálpaðu mér til að skilja að þú lætur ekkert henda mig, sem þú og ég getum ekki sigrast á saman. Þegar ég renndi straujárninu yfir köflótta kaffidúkinn okkar og fann stemmninguna frá ljós- unum og aðventusöngvunum umfaðma mig varð mér hugsað til þeirra vina minna, sem upp- hátt hafa lofað þær friðarstund- ir, sem þeir eiga við strauborð fjölskyldunnar. Það finnst ekki öllum jafn gaman af öllum heimilisstörfum, svo gott er þeg- ar hver getur tekið að sér það, sem hann best fær notið. Vinur minn sagðist alltaf strauja fyrir kvöldmatinn, þá væri hann hvort eð er að hlusta á útvarpið. Eða strax eftir hádegi á laugar- dögum þegar hann væri hvort sem er að hvíla sig eftir heila- starf og hamagang vikunnar. Hann sagði að sér væri alveg sama þótt hann hreyfði hend- urnar reglubundið á meðan. Vinkona mín sagðist hafa tekið að sér ásamt fleiri hússtörfum að strauja fyrir allt sitt heima- fólk. Þótt henni þyki nóg um allt það sem sífellt þarf að vera að strauja á stóru heimili, þá gæfi það mikla sigurgleði og sálar- jafnvægi að sjá nýstrokinni þvottinum staflast upp í fallega hlaða. Hún straujar oftast eldsnemma á morgnana, áður en hún fer í vinnuna, og þykir þessi tilfinning gott veganesti. Svona hugsaði ég til vina minna meðan ég straujaði og það yljaði mér um hjartarætur. Sumir þeirra voru þarna í grennd við mig, bak við hina gluggana, sem ljósið skein út um. Það er líka svo gott að geta notað þennan tíma þegar verið er að vinna með höndunum eitthvað, sem hugurinn er ekki of bundinn af, til þess að tala við Guð. Til að tala við Drottin um heima og geima, um gleði og áhyggjur, um fólk og fyrirætlan- ir og þakka fyrir þann frið og þá gleði, sem gefst í hverjum degi. Og nú sendi ég þér, góði lesandi, mínar bestu kveðjur og óska þér góðra stunda á aðventunni, stunda í næði og stunda í ann- ríki, stunda í einveru og stunda í félagsskap. Ég óska þér margra góðra stunda með frelsara okkar því þær stundir gera allar hinar stundirnar bærilegar, sumar meira að segja ómetanlegar og ógleymanlegar. Guð, ég er í svo vondu skapi, fylltu mig aftur af lofsöng. Drottinn, ef þér þóknast að gera kraftaverk, gerðu mig þá af náð þinni að góðri manneskju. Ó, Guð, hjálpaðu okkur til að hafa stjórn á sjálfum okkur svo að við getum þjónað öðrum. Þakka þér, góði Guð, fyrir það að ég get hlegið að því, sem er skemmtilegt. Drottinn, þú dóst fyrir mig, hjálpaðu mér til að lifa fyrir þig. Jesús kemur aftur Biblíulestur vikuna 4.—10. desember Símtal við Raufarhafna rprest Sunnudagur 4. des.: Post 1.6—11 — Jesús mun koma aftur Mánudagur 5. des.: Lúk. 24.30—53 — Jesús steig upp til himna Þriðjudagur 6. des.: Matt 24.32—44 — Hin þrungna alvara Miðvikudagur 7. des.: Matt 25.1—13 — Látum lampa trúar okkar loga Fimmtudagur 8. des.: I. Kor. 15.22—28 — Við komu hans rjúkum við upp Föstudagur 9. des.: I. Kor. 15.50—58 — Við hinn síðasta lúður Laugardagur 10. des.: I. Þess. 4.13—18 — Fundur við Drottin í loftinu Endurkoma Krists 2. sunnudagur í aðventu Mark. 13.32—37 Við hringdum til sóknar- prestsins á Raufarhöfn, séra Guðmundar Arnar Ragnarsson- ar, til að fregna af aðventuund- irbúningi þar í söfnuði. „Við erum að undirbúa að- ventukvöld," sagði hann, „það verður laugardaginn 10. þ.m. kl. 17.30. Þar verður kórsöngur og einsöngur og fermingarbörnin flytja efni. A aðfangadagskvöld verður hér aftansöngur kl. 18 og á annan jóladag verður messa kl. 14 hér á Raufarhöfn. Á jóladag verður guðsþjónusta í Sauða- neskirkju kl. 11 og í Svalbarðs- kirkju kl. 14. Það verður ef veður leyfir og ég kemst yfir heiðar. Já, fólk er komið í jólaskap hérna á Raufarhöfn og farið að undirbúa jólin. Þessi undirbún- ingur er alls ekki eilíft amstur því þetta amstur verður til gleði. Störfin, sem verið er að vinna til undirbúnings jólanna gera stundina að enn meiri stund þeg- ar hún kemur. Þótt jólin séu ekki undirbúin með föstu eins og páskarnir, sem eru enn meiri há- tíð en jólin, hefur jólaundirbún- ingurinn mikið gildi. Við ættum að undirbúa páskana á sama hátt og jólin, en þann undirbún- ing vantar í þjóðlíf okkar og kirkjulíf." Við sendum séra Guðmundi Erni og fjölskyldu hans og söfn- uðinum okkar bestu aðventu- kveðjur og lesendum sendir hann kveðjur sínar og safnaðar- ins. Séra Guðmundur Örn Ragnarsson Á aðventunni hvetur kirkjan okkur til að búa okkur undir komu Drottins. „Sjá, konungur þinn kemur til þín,“ lesum við í textum aðventunnar. Hann er að koma, hann kemur til þín á jól- unum, enn einu sinni máttu lifa þann mikla fagnaðarfund. Og undirbúðu hjarta þitt. Enn einu sinni áttu aðventu til að undir- búa þig. í dag segir guðspjallið: Hann er í nánd. Hann kemur aftur — í skýjum himinsins — með miklum mætti og dýrð. En daginn eða stundina veit enginn, hvorki englar á himni né sonur- inn, enginn nema faðirinn. Þetta segir guðspjallið. Og við verðum að spyrja sjálf okkur og hvert annað: Trúum við þessu? Margar kenningar hafa búið um sig með þjóð okkar, kenningar, sem gera ekkert úr endurkomunni, ekkert úr dómsdegi, neita því að upp- risa Jesú Krists sé einu dyrnar til eilífs lífs. Það er þyngra en tárum taki að nokkur skuli segja svo eða hugsa. Því sannleikurinn mun birtast okkur með mætti og mikilli dýrð, sá sannleikur að Jesús einn er frelsari heimsins. Látum hann ekki finna okkur sofandi fyrir þeim sannleika þegar hann kemur allt í einu. Notum stundir aðventunnar til að staðfestast og gleðjast og fagna í trúnni á frelsara okkar. Þau Gunnar Haukur Ingimundarson og séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir hafa nú látið af umsjón þessarar síðu vegna anna sinna á öðrum sviðum kirkjunnar. Ég þakka þeim hið góða sam- starf og fyrir lesenda hönd þakka ég þeim skrif þeirra. f þeirra stað tekur Félag guðfræðinema við umsjóninni og býö ég það velkomið til starfa. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.