Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
63
Eyssen aðmíráll í brú þýzka hjálp-
arbeitiskipsins „Komet“. Hann er
að senda fyrirmæli til Weyher skip-
herra á „Orion“ í sambandi við elt-
ingarleik við kaupskip Bandamanna.
Kurt Weyher, skipherra á „Orion“.
„Orion“ á siglingu á hafínu á milli fslands og Grænlands, dulbúið sem
sovézkt viðgerðaskip. Fallbyssa leynist í smáhýsinu fremst á þiljunum. Gervi-
björgunarbátur er notaður til að fela aðra fallbyssu.
Enn velta menn vöngum yfir þess-
ari miklu ráðgátu, einni hinni
mestu í sjóhernaðarsögunni, eink-
um í Þýzkalandi, Astralíu og
Bretlandi.
Hvers vegna fannst til dæmis
lík aðeins eins manns af áhöfn-
inni? Hvers vegna varð reyndri
áhöfn skipsins á sú ótrúlega
skyssa að sigla upp að óþekktu
kaupskipi með þeim afleiðingum
að „Kormoran" fékk færi á því að
koma herskipinu í opna skjöldu og
gat fært sér þá yfirburði í nyt,
gert fallbyssurnar skotklárar og
orðið fyrri til að skjóta?
Enn meiri heilabrotum veldur
að þegar nokkrir mannlausir
björgunarbátar frá „Sydney"
fundust voru þeir sundurskotnir.
Skotið hafði verið á þá með vél-
byssum, en Þjóðverjar héldu því
fram að þeir hefðu aðeins skotið á
aðra hlið beitiskipsins.
1 nýrri bók, „Hver sökkti Syd-
ney“ („Who Sank the Sydney", Leo
Cooper/Secker, £11.95), reynir
Michael Montgomery að svara
nokkrum þeim spurningum, sem
málið hefur vakið. Hann er sonur
brezks sjóliðsforingja, sem ástr-
alski sjóherinn hafði fengið að
láni og var siglingafræðingur
skipsins. í bók sinni kemur hann
fram með nokkrar spennandi vís-
bendingar um það sem kann að
hafa gerzt 19. nóvember 1941.
JAPANSKUR KAFBÁTUR
Meðal þess sem fannst í sumum
björgunarbátum „Kormoran", sem
margir af áhöfninni komust á land
í, nokkur hundruð mílum fyrir
norðan Perth, voru japanskar
mjólkurflöskur, þótt vitað sé að
skipið kom aldrei í japanska höfn.
Montgomery telur að árásar-
skipið hafi haft nána samvinnu
við japanskan kafbát og kafbátur-
inn hafi gert tundurskeytaárás á
„Sydney" þegar herskipið var
hjálparvana. Hann telur einnig að
það liggi í augum uppi að japanski
skipherrann hafi umfram allt vilj-
að tryggja að ekkert ástralskt
vitni kæmist lífs af og segði frá
slíku atferli Japana á sama tíma
og þeir áttu í samningaviðræðum
við Bandaríkjamenn á dögum und-
irbúnings árásarinnar á Pearl
Harbor.
Hann dregur einnig í efa þá
ástæðu, sem Bandaríkjamenn
sögðu opinberlega að hefði orðið
til þess að endi var bundinn á við-
ræður við Japani um hernaðarlega
Ljósmyndari „Life“ tók þessa mynd af „Atlantis“ í dulargervi skömmu eftir árásina á „Zamzam“ sem þýzka skipið
sökkti. Bandaríkjamönnum sem voru í „Zamzam“ var bjargað um borð í „Atlantis" og seinna voru þeir fíuttir til
Frakklands. Þessi mynd af „Atlantis" var seinna notuð þegar brezka beitiskipið „Devonsbire" sökkti þýzka
víkingaskipinu.
Eitt fórnarlamb þýzku ræningjaskipanna.
Ljósmyndari „Life“ tók einnig þessa mynd sem sýnir „Zamzam“ hallast og björgunarbáta halda til „Atlantis".
mikilvæg hráefni einni viku síðar.
Hermálaráðherra Bandaríkj-
anna, Henry Stimson, sagði að
ástæðan hefði verið sú að 25. nóv-
ember hefði borizt símskeyti frá
Winston Churchill, forsætisráð-
herra Breta, þar sem sagt var frá
brezkri leyniþjónustuskýrslu um
ferðir japanskra liðsflutninga-
skipa við strönd Kína.
Bókarhöfundur telur að þetta
hafi ekki verið nógu gild ástæða
til þess að slíta viðræðunum. Og
hann dregur þá ályktun af nokkr-
um eyðum, sem er að finna í
opinberum brezkum skjölum frá
þessum tíma, að sá þáttur, sem
Japanir áttu í því að sökkva „Syd-
ney“, hafi verið sá raunverulegi
prófsteinn, sem sannfærði Frank-
lin D. Roosevelt forseta um að
Japanir væru fastákveðnir í því að
leggja út í styrjöld.
Hinn 7. desember 1941 gerðu
Japanir árásina á Pearl Harbor.
Hinn 10. desember bárust þær
ótrúlegu fréttir að nýjasta orr-
ustuskipi Breta, „Prince of
Wales“, og orrustubeitiskipinu
„Repulse", sem Churchill hafði
sent til fjarlægari Austurlanda í
nóvember til að fyrirbyggja árás á
Singapore, hefði verið sökkt í jap-
anskri loftárás. Þar með misstu
Bretar yfirráð sín á hafinu í þess-
um hluta heims. Hinn 11. desem-
ber sögðu Þjóðverjar og ítalir
Bandaríkjamönnum stríð á hend-
ur, í samræmi við Möndulsáttmál-
ann og að beiðni Japana.
NÝTT „SYDNEY“
Skip Konunglega ástralska sjó-
hersins höfðu tekið virkan þátt í
stríðinu að heita má frá byrjun,
bæði á Miðjarðarhafi og Atlants-
hafi. Þau létu mikið að sér kveða í
brottflutningnum frá Grikklandi
og Krít og í flutningum til og frá
Tobruk. Þegar Japanir hófu út-
þenslu sina færðu þau sig nær
heimaslóðum og tóku þátt í
orrustunni á Kóralhafi, fyrstu
árás Bandamanna á Solomon-
eyjar og hinum mörgu aðgerðum á
sjó, landi og úr lofti á suðvestan-
verðu Kyrrahafi.
Systurskipi „Sydney", „Perth",
var sökkt í marz 1942. Alls missti
ástralski sjóherinn þrjú beitiskip,
fjóra tundurspilla og 13 smærri
skip í stríðinu, en í stríðslok réð
hann þó yfir þremur beitiskipum,
níu tundurspillum og 53 korvett-
um.
Eftir heimsstyrjöldina eignuð-
ust Ástralíumenn í fyrsta skipti
raunverulegt flugvélamóðurskip
og kölluðu það „Sydney". Það var
tekið í notkun 1949 og var fyrst í
stað búið orrustuflugvélum af
gerðinni Sea Fury og árásar-
könnunarflugvélum af gerðinni
Firefly.
Með tilkomu þess viðurkenndu
ástralskir stjórnmálamenn að
flugstöðvar á landi nægðu ekki til
að tryggja Ástraliu nægilega öfl-
ugar loftvarnir. Vegna mikilla
fjarlægða reyndist lífsnauðsyn-
legt fyrir Ástralíumenn að ráða
yfir flugvélamóðurskipi.
„Sydney" tók þátt í Kóreustríð-
inu og leysti af hólmi brezka
flugvélamóðurskipið „Glory". Það
kom á vettvang í þann mund er
ástralska freigátan „Murchison"
og önnur skip SÞ áttu börðust í
návígi við fallbyssuskyttur komm-
únista við Hanfljót.
í janúar 1952 höfðu flugvélar
„Sydney" farið 270 árásarferðir,
aðallega gegn iðnaðarskotmörkum
og járnbrautakerfi óvinarins.
„Sydney" útvegaði einnig nokkr-
um skipum, sem send voru til
skotárása, könnunarflugvélar, þar
á meðal ástralska tundurspillin-
um „Tobruk". GH