Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
59
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1936—1939 (f.v.): Jóhann Hafstein, Bjarni, Kristján Guðlaugsson, formaöur, Björn Snæbjörnsson og Jóhann G. Möller.
Ljósm. Vigfút Sigurgtirtson.
Bjarni meö móöursystur sinni Ragnhildi konu Halldórs
skipstjóra Þorsteinssonar é Háteigi.
í heimsókn hjé ömmu (f.v.): Sveinn, Ragnhildur Ólafsdóttir í Engey, Bjarni og Pétur.
in, bæði ytri og innri fatnað. Hún
átti prjónavél sem hún prjónaði á
sokka og nærföt handa fjölskyld-
unni auk þess sem hún prjónaði
mikið í höndunum. Mamma hafði
næmt auga fyrir litum og hafði
gaman af að grípa í handavinnu
þegar tími gafst til. Hún var svo
vandvirk að hún þoldi ekki að sjá
neitt illa gert og hafði ímugust á
allri hroðvirkni. Mamma sá um að
við lærðum heima og hjálpaði
okkur ef með þurfti. Hún sá um
kálgarðinn, og lét okkur hjálpa sér
í honum sem var mikið verk og
leiðinlegt. Auk alls þessa hafði
mamma mikinn áhuga á félags-
málum, eins og fyrr segir, sat í
fjölda félagsstjórna og nefnda,
fylgdist alltaf vel með og las
ósköpin öll. Ég hef oft furðað mig
á því hvernig hún komst yfir þetta
allt því að hún virtist alltaf hafa
nægan tíma.
Mömmu var eins og mæðrum er
títt mjög annt um velferð og fram-
tíð okkar barna sinna og vildi að
við værum sem best búin undir
lífið sem hún vissi að var ekki
alltaf dans á rósum.
Milli pabba og bræðra hans,
Baldurs blaðamanns og Þórðar
bankastarfsmanns, sem kvæntur
var Ólafíu Bjarnadóttur, var góð
frændsemi og mikill samgangur.
Sama má segja um Fjólu Stef-
ánsdóttur, matreiðslukennara,
sem ólst upp með þeim bræðrum
frá fæðingu og þeir litu alla tíð á
sem systur. Hún giftist síðar
Daníel Fjeldsted lækni. Þau syst-
kinin voru yngri en pabbi og
dvöldust öll meira og minna á
heimili foreldra minna á yngri ár-
um sinum eftir að móðir þeirra
lést (1904). — Mamma og systur
hennar, Ragnhildur, er giftist
Halldóri skipstjóra Þorsteinssyni
á Háteigi, Ölafía, ógift, Maren,
gift Baldri föðurbróður, og Krist-
ín, hálfsystir þeirra, Bjarnadóttir,
kona Helga Tómassonar, voru ein-
staklega samrýndar og þó að þær
væru e.t.v. ekki alltaf sammála,
stóðu þær saman eins og klettur
þegar á reyndi. Var oft glatt á
hjalla þegar þessi stóra fjölskylda
hittist og margt skrafað og skegg-
rætt. Ég man eftir ferðum út í
Engey þegar þær Engeyjarsystur
sýndu börnum sínum eyjuna og
við sáum með eigin augum koll-
urnar liggja á eggjum og blikana
álengdar eða „sögufræga" staði úr
lífi móður okkar og frænkna og
þágum svo heitt súkkulaði og kaffi
hjá fólkinu í austurbænum, Brynj-
ólfi bónda Bjarnasyni og börnum
hans. Kona Brynjólfs, Þórunn
Jónsdóttir, var af Engeyjarætt og
þremenningur við mömmu. Ekki
var síður skemmtilegt að fara með
frænku á Háteigi í berjamó í
boddýbíl frá Alliance. Þá var nú
sungið og trallað og frænka söng
hæst af öllum. í ársbyrjun 1936
fórum við mörg saman út í Sandey
á Þingvallavatni, sumir akandi,
aðrir gangandi eða á skautum. Ég
man að Valgerður kona Bjarna fór
langleiðina á skautum. Skömmu
síðar lagðist hún banaleguna. —
Það var ekki heldur amalegt að
koma á Laugaveg 66 sem mátti
heita miðstöð systranna. Þar
bjuggu afi, amma og Ólafía, Mar-
en og Baldur og Kristín og Helgi
um skeið og Kristjana systir og
Lárus H. Blöndal og Bjarni eftir
að Valgerður dó. Það var notalegt
að sitja í stóra, fallega garðinum
sem fáir vissu um, skoða trén og
blómin og spjalla við afa, ömmu
og frændfólkið og alla þá sem
komu þar við. Mér finnst núna að
það hafi alltaf verið sólskin í garð-
inum hennar ólafíu. — Allt þetta
góða fólk var óaðskiljanlegur hluti
af bernsku okkar systkina og upp-
vaxtarárum. Það er nú allt látið
nema Ólafía Bjarnadóttir, ekkja
Þórðar Sveinssonar, og Lárus H.
Blöndal.
Foreldrar mínir eignuðustu sjö
börn, Svein, f. 1905, Pétur, f. 1906,
Bjarna, f. 1908, Kristjönu, f. 1910,
Ragnhildi, f. 1913, Guðrúnu og
Ólöfu, f. 1919.
Pétur ólst að mestu upp hjá
ömmu okkar Ragnhildi Ólafsdótt-
ur og seinni manni hennar, Bjarna
Magnússyni, skipstjóra og síðar
verkstjóra, og Kristjana ólst að
miklu leyti upp hjá Ragnhildi
móðursystur okkar og Halldóri
Þorsteinssyni, skipstjóra á Há-
teigi. Þau voru þó bæði með annan
fótinn á Skólavörðustígnum.
Eins og að ofan greinir var
Bjarni þriðja barn foreldra okkar.
Hann var snemma bráðger og
svipmikill. Hann var talinn heldur
alvarlegur og fáskiptinn í
bernsku, seintekinn en einstaklega
Faðir, Benedikt Sveinsson.
samviskusamur og skyldurækinn.
Hann var góður námsmaður en
klaufskur i höndunum og enginn
söngmaður. Líklega var hann lítill
íþróttamaður en þó synti hann
alltaf nokkuð og var alla tíð mikill
göngugarpur. Eg kann lítið að
segja frá bernskuárum hans.
Bræður mínir voru allir mjög
samrýndir enda aldursmunur lítill
og skammt að fara á milli bræðr-
anna þar sem afi og amma bjuggu
á Laugavegi 18 til ársins 1919 en
fluttust þá á Laugaveg 66. Þótti
Pétri og Bjarna þó oft nauðsynlegt
að leita trausts og halds hvor hjá
öðrum gegn stríðni elsta bróður-
ins, sem var miklu stærri og
sterkari en þeir, og stjórnsemi
ólafíu móðursystur sem var
ráðskona hjá ömmu í veikundum
hennar og þurfti því m.a. að sjá
um uppeldi Péturs. Ég man eftir
því að það kom oftar en einu sinni
fyrir að afi vakti pabba upp um
miðja nótt til að skilja strákana
sem höfðu lent í áflogum. Bræður
mínir gáfu út blað þegar þeir voru
strákar. Ræddu þeir þar ýmis mál
en þó einkum ágreiningsmál sín á
milli og höfðu ýmsir betur. Upp-
lagið var þó aðeins eitt eintak,
handskrifað í hvert skipti. Ekki
veit ég hvar þessi blöð eru niður-
komin nú en hins vegar hef ég í
fórum mínum nokkur tölublöð af
blaði sem pabbi og bræður hans
Baldur og Þórður skrifuðu á unga
Móðir, Guðrún Pétursdóttir.
aldri. Kennir þar margra grasa.
Eftir að Bjarni tók að stálpast
var hann kúasmali hjá ömmu sem
rak kúabú á Háteigi til ársins
1919. Rak hann kýrnar inn í
Fossvog á morgnana og sótti þær
á kvöldin hvernig sem viðraði.
Hefur það sjálfsagt stundum verið
erfitt verk fyrir lítinn dreng. En
við systkinin öll bárum mikla
virðingu fyrir ömmu svo að hon-
um hefur sjálfsagt aldrei dottið í
hug að kvarta hvað þá að óhlýðn-
ast henni. Seinna var Bjarni svo í
nokkur sumur í fiskvinnu á
Innra-Kirkjusandi, þar sem
Bjarni afi okkar var verkstjóri, og
í sveit á Lundum í Stafholtstung-
um hjá Guðmundi, bróður Ragn-
hildar ömmu okkar. Var hann þar
fyrst með Pétri bróður sem hafi
verið þar áður og var því öllum
hnútum kunnugur. Lánaði Guð-
mundur frændum sínum stundum
hesta um helgar. Fór Pétur með
yngri bróður sínum í útreiðartúra
og skoðunarferðir um sveitina og
komu þeir víða við.
Bjarni tók inntökupróf í
Menntaskólann árið 1920. Sóttist
honum námið vel í flestum grein-
um. Söngtíma sótti hann þó ekki,
sagðist heldur ekki hafa vandað
sig sérstaklega þegar hann var
prófaður og slapp því við tíma-
sókn. Hann segir sjálfur í Minn-
ingum úr Menntaskóla að skólaár-
in hafi yfirleitt verið friðsemdar-
Bjarni Magnússon skipstjóri sem
Bjarni var skíróur í höfuðið é.
Hann var síðari maöur Ragnhildar
móðurömmu Bjarna. Með honum
er uppvaxandi þingmannsefni
Halldór Blöndal systursonur
Bjarna.
ár. Þó segist hann hafa lent í erj-
um við bekkjarsystur sínar í 1.
bekk sem hafi endað með því þær
hafi stofnað sitt eigið félag en
kusu hann heiðursfélaga sem hon-
um þótti hin mesta háðung. í bréfi
sem hann skrifar bræðrum sínum,
sem þá voru á Siglufirði, í júnílok
1923, segir hann frá úrslitum
gagnfræðaprófsins. Þar skrifar
hann m.a. að hann mundi hafa
orðið með þeim allra efstu í
bekknum ef ekki hefði verið „hel-
vítis danski stíllinn". Hann hefur
líka lesið vel fyrir prófið því að
hann segist hafa farið eldsnemma
á fætur á morgnana og lesið langt
fram á kvöld. Annars held ég að
Bjarni hafi yfirleitt lesið vel í
skóla. Hann las í litlu herbergi við
hliðina á eldhúsinu heima og hafði
þar gott næði þó að hann kvartaði
stundum undan hávaða í kvenfólk-
inu.
Ég held að Bjarni hafi kunnað
vel við sig í Menntaskólanum.
Honum líkaði vel við flesta kenn-
arana, þó að honum hafi þótt
námsgreinarnar misskemmtilegar
eins og gengur. Hann átti líka
góða bekkjarfélaga. Ég man best
eftir Vestmannaeyingunum Ey-
þóri Gunnarssyni og Ólafi Hall-
dórssyni, Júlíusi Siguriónssyni,
Ragnari frænda okkar Olafssyni
og Finnboga Rúti Valdimarssyni
sem þá var alltaf kallaður Rútur.
Komu þeir oft heim og drukku
miðdagskaffi með heimafólkinu.
Þótti okkur yngstu systrunum
gaman að spjalla við þessa „lærðu
menn“ og hlusta á tal þeirra. Þeir
kenndu okkur fáein orð í latínu
sem við héldum mjög á loft og
skemmtum með í tíma og ótíma.
Ef fara átti nánar út í „kunnáttu"
okkar sögðum við að bræður okkar
væru því miður ekki búnir að læra
meira. Vorum við þá 4ra—5 ára.
Bjarni sagði okkur Guðrúnu oft
sögur á þessum árum, einkum var
hann sérfræðingur í sögunni af
Loðinbarða, eins og fleiri, Stígvél-
aða kettinum og sögunni af kúnni
Bröndu sem amma átti og ein-
hverntíma hafði stangað Pétur í
bræði sinni. Þessu reiddist Bjarni,
sem þá lá í vöggu, og rak kúna á
haf út en hún synti alla leið til
SJÁ NÆSTU SÍÐU