Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 Bjarni Benediktsson Bernskuheimili og uppvaxtarár Með Ólafi Thors við Haffjaröaró. Ameríku þar sem Baldur föður- bróður rakst á hana á götu. — Við vorum oft óþekkar að fara í rúmið á þessum árum og kenndum um myrkfælni. Var þá gott að eiga góðan bróður sem nennti að sitja hjá okkur og segja okkur sögur. Bjarni tók nokkurn þátt i fé- lagslífinu meðan hann var í skóla. Voru talsverðir flokkadrættir og átök um þessar mundir sem sjaldnast voru þó af pólitískum uppruna þótt menn hafi deilt um stjórnmál sem annað á félags- fundum. Hann var forseti mál- fundafélagsins Framtíðarinnar um skeið en sagði af sér á miðju starfsári vegna áhugaleysis fé- lagsmanna. Bjarni hafði engin afskipti af stjórnmálum meðan hann var í menntskóla. Mun það ekki hafa verið vegna áhugaleysis heldur hins að hann taldi sig ekki hafa nægan þroska til að skipa sér í ákveðinn flokk enda líklegt að þeir flokkar sem þá voru starfandi hafi lítt höfðað til hans, en Sjálfstæð- isflokkurinn gamli var að liðast í sundur. Bjarni tók stúdentspróf 1926 og innritaðist í lagadeild þá um haustið. Ég held að aldrei hafi hvarflað að honum að leggja stund á annað en lögfræði. Sóttist hon- um námið vel og lauk hann kandi- datsprófi vorið 1930, þá nýorðinn 22 ára. Hlaut hann hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin í deild- inni. Ég man vel eftir því hvað hann var glaður þegar hann kom heim að loknu síðasta prófi. Af félögum sínum í lagadeild um- gekkst Bjarni Jónatan Hallvarðs- son mest. Urðu þeir snemma mikl- ir mátar og hélst sú vinátta meðan báðir lifðu. Bjarni stundaði alltaf vinnu á sumrin, eins og áður er getið. Sumarið 1924 voru Pétur og hann beitingastrákar hjá Brynjólfi Sig- urðssyni og Jóni B. Sveinssyni á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð en frá 1925—30 vann hann á Siglu- firði, fyrst tvö sumur hjá Óskari Halldórssyni en síðan hjá Sveini bróður sem þá hafi gerst umboðs- maður ýmissa sunnlenskra út- vegsmanna á Siglufirði. Bjarni taldi sig hafa haft mikið gagn af þessari sumarvinnu. Hvort tveggja var að hún var óhjá- kvæmileg til þess að hann gæti stundað nám á veturna og svo hitt að honum fannst öllum gagnlegt aó kynnast atvinnulífinu af eigin raun, ekki síst þeim sem gengu menntaveginn. Hann talaði oft um það síðar á ævinni að það væri nauðsynlegur þáttur í uppeldi hvers einasta íslendings. — Hrædd er ég þó um að honum hafi stundum leiðst í þessari útivist þó að ekki hefði hann það beinlínis á orði. í bréfi til mömmu 1928 biður hann hana að skrifa oftar og hvetja aðra til þess þó að ekki væru nema „litlu stelpurnar". í sama bréfi minnist hann á að mamma sé að hvetja hann til að fara út í stjórnmál en segir að fyrst verði nú að ljúka námi áður en út í slíka sálma sé farið. Um þessar mundir var Frjáls- lyndi flokkurinn starfandi og munu bræður mínir allir hafa fylgt honum að málum og Bjarni var fundarstjóri á þeim fundi frjálslyndra þegar ákvörðun var tekin um að sameinast íhalds- flokknum og stofna Sjálfstæðis- flokkinn árið 1929. Enginn þeirra gerðist þó stofnandi Sjálfstæðis- flokksins. Það er mishermi að Bjarni hafi einhvern tíma verið Framsóknarmaður og víst er að hann kaust aldrei þann flokk enda fékk hann ekki kosningarétt fyrr en vorið 1933. (Kosningaréttur var þá bundinn við 25 ára aldur.) Haustið 1930 fór Bjarni til Berl- ínar þar sem hann lagði stund á stjórnlagafræði. Dvaldist hann þar fram í ársbyrjun 1932 er hann fór til Kaupmannahafnar og hélt þar áfram námi. Um þessar mundir var Hitler að byrja að koma undir sig fótunum í Þýskalandi. Var Bjarni lítið hrif- inn af valdabrölti hans. Hann skrifar heim um átök kommúnista og nasista og fundahöld hinna síð- arnefndu og talar um hlífðarlaus- ar pólitískar ofsóknir þeirra, hryðjuverk og pólitísk morð en getur þess jafnframt að svo virðist sem hinir vitrari menn hafi hina mestu skönim á þeim. Má ekki á milli sjá á hvorum hann hafði minna álit, kommúnistum eða nasistum. Hins vegar kunni Bjarni vel við sig í háskólanum í Berlín og fannst hann hafa mikið gagn af náminu. Hann umgekkst nokkuð íslendinga sem þar voru þó að ekki sé því að leyna að honum fannst sumir þeirra óþarflega vinstri sinnaðir og ofstopafullir. Jón Leifs tónskáld sem þá bjó í Berlín bauð honum stundum heim til sín um helgar. Þar heyrði hann m.a. „tónband" sem pabbi hafði kveðið rímur inn á fyrir Jón tveimur árum áður, og var honum þó annað betur gefið en söngrödd. Bjarni var síðan hálft ár við nám við Kaupmannahafnarhá- skóla. Þótti honum gott að vera þar í návist Péturs bróður sem þá hafði unnið í danska utanríkis- ráðuneytinu í rúm tvö ár og var því öllum hnútum kunnugur í Kaupmannahöfn. Dvöl Bjarna þar varð þó skemmri en hann hafði gert ráð fyrir því að um haustið 1932 var hann settur prófessor við Háskóla íslands og skipaður í stöðuna ári síðar. Er heim kom leigði hann sér herbergi á Laugavegi 18 en var í fæði heima á Skólavörðustíg. Þessi vetur var mjög erfiður for- eldrum okkar og okkur systkinun- um öllum. Ragnhildur systir sem hafði orðið stúdent um sum^rið 1932 veiktist af berklum og lá rúmföst frá því í desember um veturinn þar til hún dó síðari hluta ágústmánaðar 1933. Lá hún fyrst heima en fór um vorið á Víf- ilsstaði. Bjarni og mamma veikt- ust af brjósthimnubólgu og mamma var rúmliggjandi þegar Ragnhildur dó. Þetta setti náttúr- lega svip á heimilislífið. Fljótlega eftir að Bjarni kom heim frá útlöndum fór hann að sýna stjórnmálum verulegan áhuga. Gekk hann í Heimdall snemma árs 1933 og í Vörð nokkru síðar og gerðist strax virkur fé- lagi. Hann var kosinn í borgar- stjórn í ársbyrjun 1934 og tók þá jafnframt sæti í borgarráði. Auk lögfræðilegra ritstarfa tók Bjarni fljótlega að skrifa greinar í blöðin, einkum Morgunblaðið, auk þess sem hann var síflytjandi ræður. Var nú ekki minna rætt um stjórnmál á Skólavörðustígnum en áður þó að hlutverkaskipti hefðu átt sér stað. Þótti Bjarna gott að heyra álit foreldrar sinna og systkina og var eins og faðir okkar forðum fús til að taka athuga- semdir og ábendingar til greina. Eins og ég hef áður sagt var jafnan mjög gestkvæmt á heimili foreldrar minna. í þeim hópi voru vinir okkar systkinanna. Sumir skólafélagar bræðranna voru langdvölum á heimilinu. Síðar komu menn sem Sveinn hafði kynnst gegnum útgerð, t.d. Ólafur Þórðarson frá Laugabóli og Loftur Bjarnason, sem urðu tryggir vinir okkar systkinanna allra og for- eldra okkar fram í andlátið. Skólasystkini Ragnhildar systur okkar voru líka daglegir gestir. Meðal þeirra var Valgerður Tóm- asdóttir, dóttir Tómasar Tómas- sonar ölgerðarmanns og fyrstu konu hans, Ingibjargar Hjartar- dóttur. Ranka og Vala voru mjög samrýndar, sátu t.d. saman frá því í 2. bekk í Menntaskólanum. Val- gerður var glæsileg stúlka, greind, skemmtileg og mikiil námsmaður. Foreldrar hennar voru skilin og fylgdi hún móður sinni en hafði þó mikið samband við föður sinn. Það leyndi sér ekki að hún tók sér skilnað foreldra sinna mjög nærri. Að loknu stúdentsprófi fór hún til Englands og var þar við nám einn vetur en kom heim um sumarið 1933. Hún hélt áfram að koma heim á Skólavörðustíg þó að Ragnhildur væri dáin. Er ekki að orðlengja það að við systur þótt- umst verða þess varar er líðat tók á veturinn 1934 — 5 að Bjarni þyrfti stundum að flýta sér furðu mikið að borða á kvöldin. Kennd- um við það í fyrstu áhuga hans á fræðistörfum og stjórnmálum en komumst brátt að raun um að þar mundi annað ráða ferðinni. Kom líka að því að þau Valgerður sögð- ust hafa ákveðið að giftast. Áður en af því varð fór Valgerður á hús- mæðraskóla í Danmörku þar sem hún var sumarlangt. Þau giftust svo 12. október 1935 og fluttust í snotra leiguíbúð við Ásvallagötu. Gæfan virtist brosa við þeim en brátt syrti að. Valgerður veiktist af fóstureitrun og þó að allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi hennar kom það fyrir ekki og dó hún 11. mars 1936. Var hún öllum harmdauði en þó vitanlega umfram allt Bjarna sem syrgði hana mjög. Festi hann ekki yndi á Ásvallagötu eftir þetta en fluttist þaðan og bjó í nokkur ár í sambýli við Kristjönu systur og Lárus Blöndal á Laugavegi 66 en kom aftur í fæði heim á Skóla- vörðustíg. Eftir lát Valgerðar fór Bjarni að sækja kirkju og sótti styrk og huggun í kristna trú. Var hann mjög kirkjurækinn upp frá því. Síðari kona Bjarna var eins og kunnugt er Sigríður, dóttir Önnu Pálsdóttur frá Neðra Dal í Bisk- upstungum og Björns Jónssonar skipstjóra frá Ánanaustum, hin ágætasta kona. Giftust þau 18. desember 1943. Stóð hún síðan við hlið hans og studdi hann í blíðu og stríðu, uns yfir lauk. VE RALDARPLATA r r KRISTJANS JOHANNSSONAR OG LUNDÚNASINFÓNÍUNNAR íœst hjá okkur Á hljómplötu sinni syngur Kristján gullíalleg lög við allra hœíi við undirleik London Symphony Orchestra undir stjórn ítalska meistarans Maurizio Barbacini. Kristján syngur: O Sole Mio Musica Proibita Torna a Surriento Core ’Ngrato Non ti scordar di me Dicitencello vuie Mattinata Sjá dagar koma Mamma Rondine al Nido í Ijarlœgð Maria Mari! Ideale Hamraborgin eins og honum einum er lagið. TAKMARKAÐ 'íEybKARNABÆR UPPLAG FYRIR JÓL J HuðMPLðTuDE,LD,R AUSTURSTRÆTl 22 — LAUGAVEGI 66 — RAUÐARÁRSTÍG 16 — MARS. HAFNARFIRÐI — GLÆSIBÆ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.