Morgunblaðið - 04.12.1983, Síða 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
ÚE liEIMI EVIEMyNEANNA
KKt
inní
kvikmyndahúsin
Tvær splunkunýjar myndir
skreyta bíóauglýsingasíöuna í
dag, (1.12.), La Traviata eftir
Zeffirelli, í Bióhöllinni og Svika-
mylla Peckinpahs í Regnbogan-
um. Vægast sagt ólíkar myndir.
Kvikmyndagerö hinnar
heimsfrægu óperu Verdis hóf
göngu sína í London fyrir rösk-
um mánuði og þar hefur hún
slegiö í gegn. Viö, hérna á
SV-horninu, a.m.k. erum þaö
lánsöm aö geta boriö saman
kvikmyndina og lifandi flutning í
Islensku óperunni.
Svikamyllan, eöa The
Osterman Weekend, er hins-
vegar nýjasta verk hins gamal-
kunna leikstjóra Sam Peckin-
pah, sem haft hefur frekar hljótt
um sig síöustu árin.
Viðfangsefnið er ein af met-
sölubókum Ludlums og sú
fyrsta sem er kvikmynduö,
merkilegt nokk. Svikamyllan var
frumsýnd í New York fyrir u.þ.b.
einum mánuöi. Þá er tveim kvik-
myndavikum aö Ijúka í Regn-
boganum.
Fanny Hill, sem eitt sinn þótti
djarfur skáldskapur, hefur nú
rétt einu sinni veriö kvikmynduö
og afraksturinn er til sýnis í
Austurbæjarbíói. Á meöan var
alvörupornói Bíóbæjar ekið á
hauga ...
Nýtt líf hefur nú gengið á
þriöja mánuö í Nýja bíói og fer
nú sýningum þar fækkandi.
Meryl Streep hrífur áhorfend-
ur i einni bestu mynd ársins,
Sophie's Choice í Laugarásbíói.
Annars er flest viö þaö sama í
kvikmyndaheimi borgarinnar.
STJÖRNUGJÖFIN:
GUÐIRNIR HLJÓTA AD VERA
GEGGJAOIR
MIDNIGHT EXPRESS
ANNIE
FLASHDANCE
FORINGI OG FYRIRM.
ZORRO OG HÝRA SVERDIÐ **
SKÓGARLÍF ★ **
UNGU LÆKNANEMARNIR *'/j
PORKY'S *
SVIKAMYLLAN **’/í
S.V.
**V4
★ *★
**'A
★ *
★* Vi
Alan
Esquivel
í myndinni
„Alcino og hrægammurinn“
kvikmynd sem
Sandinistar í
Nicaragua geróu
í áródursskyni.
Sandinistar gera kvik-
myndir í áróðursskyni
Síöan árið 1979, eöa frá því
aö einræöisstjórn Anastasio
Somoza var bylt, hefur menning-
arbylting átt sér staö í Nicaragua
í kjölfar byltingar marxistanna.
Tilraunir hafa veriö geröar til aö
hefja dans, skáldskap, leikhús-
menningu og myndlist til vegs og
viröingar. Margar þessara til-
rauna hafa tekist vonum framar,
en aörar hafa runniö út í sand-
inn.
Fram í sviösljósiö, félagar!
Sandinistar, vinir þeirra og
óvinir, hafa einnig komiö auga á
áróöursmátt kvikmyndanna.
Enginn annar miðill nær til jafn
margra á jafnskjótan og einfald-
an hátt. Kvikmyndastofnun Nic-
aragua (Instituto Nicaragúense
de Cine) styrktist heldur betur
árið 1980 og er nú vel þekkt á
erlendum vettvangi. Fjölmargir
kvikmyndageröarmenn hafa
stigið fram í sviösljósið og gert
myndir meö eöa án fjárstyrks frá
marxistastjórninni. En kvik-
myndamenning landsins ein-
kennist engu aö síður af hug-
myndafræði Sandinista.
Meginmarkmiö kvikmynda-
stofnunarinnar, eöa Incine eins
og hún er oftast nefnd, er aö
gera „áróöurs- og heimilda-
myndir um baráttuna fyrir frelsi",
eins og þaö er kallaö.
Síöustu þrjú árin hafa aö
minnsta kosti 32 svarthvítar
myndir verið geröar, átta stuttar
(20 til 50 mínútna langar) heim-
ildamyndir í lit og tvær í fullri
lengd. Þá hafa 12 minniháttar
kvikmyndahátíöir verið haldnar.
Listamenn á vegum Sandin-
ista vinna mikið meö mönnum
frá öðrum löndum, sérstaklega
frá Kúbu (Pastor Vega og (Migu-
el Littin), Uruguay (Walter Ach-
úgar) og Panama (Pedro Rivera).
Marxistar stofnuöu einnig
sjónvarpsstöö, „Sistema Sand-
inista de Television, SST) og
hafa nokkrar myndir veriö gerö-
ar á þeirra vegum: Sandino Vive
(Sandino lifir) gerö í samráöi viö
herinn — Expedición al territorio
de los Sumos (Ferðast til lands
Sumoanna) um indíána í Nicar-
agua — Nuestro desconocido
Facifico (Okkar óþekkta Kyrra-
haf) — allar gerðar af sama
manninum, Franco Penalba.
Fjölmargir erlendir kvik-
myndageröarmenn hafa gert
myndir um Nicaragua; Þjóöverj-
arnir Peter Lillienthal, sem geröi
Nicaragua: frjáls þjóö eöa dauöi
— og Orlandi Lúbbert og
Christian Barckhausen geröu
Residencia en la Tierra (Dvalar-
staöur á jöröu) — Bandaríkja-
maöurinn John Chapman geröi
Nicaragua 1979: brot úr byltingu
— Chilemaöurinn Marilú Mallet
geröi Evangelio (Guöspjalliö).
Dæmisaga um stjórn-
málaástandið
Sú mynd sem mestra vin-
sælda hefur notiö er án efa Al-
cino y El Condor (Alcino og
hrægammurinn). Myndin var
fjármögnuö af stjórnum í Nicar-
agua, Mexico, Kúbu og Costa
Rica. Aöalhlutverkiö leikur ungur
drengur, Alan Esquivel. Myndin
var útnefnd til Óskarsverölauna
sem besta erlenda myndin áriö
1982.
Ramiro Lacayo, fram-
kvæmdastjóri Incine, fagnaöi út-
nefningunni sem „sigri fyrir Nic-
aragua og öll lönd Miö-Amer-
íku“. Hann sagöi ennfremur: „Út-
nefningin sýnir ennfremur stuön-
ing við byltingu okkar og bylt-
ingarmenn um gervalla Mið-
Ameríku. Auövitaö erum við
stoltir." Ramiro Lacayo er rúm-
lega þrítugur arkitekt, sem gekk
í lið meö Sandinistum áriö 1976.
„Alcino og hrægammurinn"
var gerö af útlaga frá Chile,
Miguel Littin. Áöur haföi hann
kvikmyndað „La Viuda de Monti-
el“ (Ekkja Montiels) meö Gerald-
ine Chaplin í aöalhlutverki.
Myndin er byggö á smásögu eftir
Nóbelsverölaunahöfundinn
Gabriel García Márquez, en
hann er vel þekktur stuðnings-
maður marxistastjórnarinnar í
Nicaragua.
Myndin hefur veriö kölluö nú-
tímaútgáfa af goösögninni um
Ikarus, en er í raun og veru
dæmisaga um stjórnmála-
ástandiö í Miö-Ameríku. Myndin
var öli tekin í Nicaragua og kost-
aöi eina milljón dollara í fram-
leiöslu (rúmar 30 milljónir ís-
lenzkra króna).
Byltingaráróður
Incine hefur nýlega lokiö viö
aöra kvikmynd í fullri lengd og
heitir hún „El Senor Presidente”
og var gerö í samstarfi viö Kúbu-
menn og Frakka. Nú hafa þeir
hug á aö kvikmynda ævi gamall-
ar frelsishetju, Augusto Sandino,
en nafn marxistasamtakanna er
þaöan fengiö.
Áöurnefndur Lacayo telur
(eins og flestir í Nicaragua) aö
kvikmyndir eigi fyrst og síöast aö
flytja byltingaráróöur. Kvik-
myndir eigi aö endurspegla sögu
þjóöarinnar, baráttuna fyrir hag-
fræði- og stjórnmálalegu frelsi.
Það verndi byltinguna fyrir utan-
aökomandi árásum og illkvittn-
islegum aðskotadýrum.
Ssmantakt: HJÓ.
Byggt á Screen lnt«rnational
og Intarnational Film Quida.
„Nóttin í San Lorenzo“
Bræöurnir Paolo og Vittorio
Taviani hlutu alþjóöaviöurkenn-
ingu og frægö þegar mynd þeirra
Padre Padrone var sæmd fyrstu
verölaunum, sem besta kvik-
myndin á kvikmyndahátíöinni í
Cannes 1977. Eftir aö þeir slógu í
gegn meö myndinni sýndi ítalska
sjónvarpiö verk bræöranna. 17
milljónir ítala horföu á Padre
Padrone þegar hún var sýnd í
sjónvarpinu þar og einnig sýndi
sjónvarpiö sex af sjö öörum bíó-
myndum þeirra á árinu 1978.
Áhuginn á þeim í heimalandi
þeirra var gífurlegur og mikill var
hann um heiminn.
Þeir bræöurnir höföu veriö
tengdir kvikmyndaiönaöinum ít-
alska á einn eöa annan hátt t þrja
áratugi áöur en þessar vinsældir
náöu hámarki meö Padre Padr-
one. Þaö var mynd Roberto Ross-
ellini, Paisa, sem kveikti áhuga
þeirra á aö fást viö þennan miöil,
kvlkmyndina. Níunda mynd þeirra
og sú nýjasta heitir La Notte di San
Lorenzo eöa „Nóttin í San Lor-
enzo“. Hún var frumsýnd í London
fyrr á þessu ári og hlaut mjög góöa
dóma. Myndin segir frá bændum i
vagnalest á flótta undan nasistum
rétt fyrir frelsun Italíu og eru at-
Ný mynd
Taviani-bræðra
buröirnir séöir meö augum lítillar
stúlku, sem nú er fulloröin, og hún
reynir aö muna eina hlýja sumar-
nótt, nóttina í San Lorenzo. Hér á
eftir fer útdráttur úr viötali viö þá
Taviani-bræöur sem tekiö var viö
þá þegar þessi nýja mynd þeirra
var frumsýnd í London.
Hafa áhorfendur ykkar breyst
með vinsældum Padre Padrone?
„Já, áhorfendur okkar hafa
óneitanlega breyst til muna. Eftir
Padre Padrone sýndi ítalska sjón-
varpiö allar fyrri myndir okkar,
jafnvel þær, eins og fyrsta myndin
okkar um Sikiley, Un Uomo da
bruciare, sem aðeins örfáir sáu
þegar þær voru frumsýndar. Nú
koma mun fleiri i bíó til aó sjá
þessar myndir, þökk sé sjónvarp-
inu.“
Hefur ykkur þótt freistandi aö
höfða meira til aþjóölegri áhorf-
endahóps?
„Þaö er Ijóst aö höfundur hefur
áhorfendahóp í huga, en fyrst og
fremst reynir hann, eöa við, aö
leita sannleikans og sýna hann I
meö því tungumáli sem hann er
hrifnastur af, i þessu sambandi,
kvikmyndinni. Munurinn er sá aö
áöur geröi hann verk sín fyrir mjög
þröngan hóp og honum fannst eins
og hann væri aö heyja óvinnandi
baráttu, en núna, meö þessum
nýju miölum, eru hugsanir hans
kunnar stórum hópi manna og
hann finnur aö hann er ekki lengur
einn.“
Hvernig hefur ykkur gengið meö
fjármagn?
„Fyrsta kvikmyndin okkar í fullri
lengd frá 1962, Un uomo da
bruciare, var gerö fyrir mjög lítinn
pening. Þá kom I fuorilegge del
matrimonio, áriö eftir og höföum
viö nægt fjármagn viö gerö henn-
ar, en þaö er mynd sem viö kunn-
um ekki mjög vel viö. Hún var um
hjónaskilnaöarlög á Italíu og er
eina kvikmyndin sem viö höfum
gert sem er ekki eftir okkar eigin
hugmynd. Eftir þaö unnum viö
meö mjög lítiö fjármagn til aö gera
þaö sem viö vildum gera. Viö gerö-
um þrjár myndir fyrir næstum ekk-
ert. San Michele aveva un gallo
var ein þeirra og hana tókum viö á
fjórum vikum og notuöum 15.000
metra af filmu og aöalleikarinn var
Giulio Brogi, sem aldrei þurfti aö
Taviani-bræöur vió upptökur á La Notte di San Lorenzo.
nota nema eina töku á. Allonsa-
fan, var gerö fyrir heldur meiri
pening af því ríkiö dreiföi henni en
Padre Padrone var mjög ódýr.“
Hvaö kostaði San Lorenzo?
„Um eina milljón dollara,
kannski meira. Þetta er raunar
ekki mikill peningur því viö þurft-
um allan tímann aö hafa tækni-
menn á kaupi og bændur í vagna-
lest, sem voru áttatíu eöa nítíu
talsins á hverjum degi og þaö
geröi myndina dýra.“
Notiö þiö alltaf atvinnuleikara?
„Ja. Kvikmyndir okkar eru
skáldskapur, sýningar, svo viö
veröum aö hafa atvinnuleikara. En
viö höfum mjög gaman af því aö
vinna meö sviösleikurum elnnig,
sem kannski eru aö fara fram fyrir
kvikmyndatökuvélarnar í fyrsta
sinn á æfinni. Viö höfum haft
marga leikara í þessari nýju mynd
okkar, sem eru mjög góöir á sviöi,
en eins og jómfrúr fyrir framan
myndavélina og nálgast því verk-
efni sitt meö undrunartilfinningu,
forvitni og áhuga og ótta og mikilli
löngun. Allt þetta er okkur mjög
dýrmætt vegna þe§s aö þaö tákn-