Morgunblaðið - 07.12.1983, Page 7

Morgunblaðið - 07.12.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 7 Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig á áttræöisafmæli mínu 21*. nóvember sl. meö heimsókn- um, skeytum og gjöfum. Jón Kr. Elíasson, Bolungavík. SJÚKRASKÓR Hvítir sjúkraskór með trésólum. Stæröir 35 — 46 GEÍSÍPf Jólin nálgast Nýjar hugmyndir ‘ daglega!' Mikilvægt eftirlitshlutverk í þágu friöar „Ég vil ekki ráðleggja íslendingum í innanríkismálum landsins, enda ekki nógu kunnugur þeim til þess, en hvað þá NATO-her- stöð sem þið hafið varðar þá skilst mér að hún sé eftirlitsstöð. Ég hef þá tilfinningu að líta mildari augum á slíkar stöðvar, því virkt eftirlit getur stuðlað að því að friður haldist. Ég myndi því telja það mikilvægt fyrir ykkur að þetta eftirlitshlutverk herstöðvarinn- ar breyttist ekki,“ sagði Bulent Ecevit, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands (síðast við völd 1979), í samtali við blaðamann Alþýðu- blaðsins í síöustu viku. Ecevit var staddur á ráðstefnu ungra evrópskra jafnaðarmanna um hernaðarstefnu sem haldin var í Strassburg í Frakklandi og lauk í síðustu viku.“ (Upphaf forsiöufréttar í Alþýöublaöinu í gær.) Til að koma í veg fyrir styrjöld Ungir jafnaðarmcnn þinguðu nýlega um hermál í heiminum í Stra-ssburg í Krakklandi. I'ar ræddi blaðamaður Alþýðublaðs- ins við Ecevit, fyrrv. for- sætisráðherra, sem féllu svo orð um eftirlitsstöðvar á borð við varðstöðina á Keflavíkurflugvelli: „Sem áður segir taldi Ecevit það mikilvægt fyrir íslendinga að hlutverk herstöðvarinnar breyttist ekki frá því að hafa með eftirlit að gera yfir í eitt- hvað annað stærra í hern- aðarlegu tilliti. Hann taldi okkur heppna að því leyti að íslandi hefði tekist að tryggja það, að tilvist amer- ískrar NATO-stöðvar hefði ekki leitt af sér hernaðar- legar tilhneigingar gegn rótgrónu lýðræðinu. Hann sagðist hafa tilhneigingu til að líta eftirlitsstöðvar mild- ari augum en aðrar vegna hættunnar á kjarnorku- styrjöld, hún væri raunveruleg og mikil. Stór- veldin yrðu að ná alþjóð- legu samkomulagi um eft- irlit með því hvort hvor að- ili um sig fari eftir settum reglum. Hann sagði þetta atriði alveg vanta í SALT- samningana svo heitið gæti. Ecevit nefndi einnig að Bandaríkjamenn hefðu á sínum tíma komið til sín og beðið um að fá að setja upp eftirlitsstöð á Tyrklandi. Hans viðbrögð hefðu verið þau, að hann sagðist trúa á SALT-samningana og gildi eftirlitsstöðva við að koma í veg fyrir kjarnorkustyrj- öld, svo hann væri að þessu leyti hlynntur slfkum stöðvum, en að hann teldi að um slíkt eftirlit ætti að semja í SALT-viðræðunum, Tyrkland væri ekki aðili að þeim og því ættu stórveldin að semja fyrst um gagn- kvæmt eftirlit almennt. Bandaríkjamenn tóku ekki vel í þessi svör og málið koðnaði niður.“ „Semi- kommur“ l'að hefur ekki farið mikið fyrir þeim tveimur smáflokkum sem bættust Alþingi á haustdögum. Sér- staða þeirra er nánast eng- in í vitund almennings. Bandalag jafnaðarmanna hefur að vísu staðið að nokkrum málatilbúnaði varðandi stjórnskipan og starfshætti Alþingis, en til- þrif í málafylgju eru smá í sniðum. Kvennaframboðið hefur ýjað að „kvennamál- um“ og utan í afvopnun- armál, en sólir þess eru ekki hátt á lofti í skamm- degi íslenzkra stjórnmála. Stefán Bencdiktsson, Bandalagi jafnaðarmanna, og tiuðrún Agnarsdóttir, Kvennaframboði, hafa þó nokkra sérstöðu (sem al- vöruþingmenn), hvað mál- flutning og þingstörf öll áhrærir. Forystumenn Alþýðu- bandalagsins, sem kunna sýnu verr við sig á almenn- um þingbekkjum en í ráð- herrastólum, hafa sýnt skipulega og vaxandi til- burði í þá átt að safna þessum tveimur smáflokk- um undir sinn verndar- og ekki sízt valdavæng. I'eir náðu ekki vopnum sínum í síðustu þingkosningum, eftir fimm ára stjórnarað- ild (fjórtán-kaupskerð- inga-stjórnin), og líta hina tvo smáflokka sem „hækj- ur“ til að hökta á til meiri þingáhrifa en eigin efni eða styrkur stendur til. I'essi viðleitni hefur ekki með öllu verið árangurs- laus, svo ekki sé málað í of stcrkum litum. Einkum og sér í lagi hefur Alþýðu- bandalagið haft erindi sem erfiði þegar smáflokkaaf- staðan til öryggis- og varn- armála er skoðuð. I'að gæti verið Kvcnna- framboðinu vafasamur „vinningur" að gerast taglhnýtingur Alþýðu- bandalagsins í öryggismál- um, sem mikill meirihluti þjóðarinnar hefur samhuga afstöðu í og sterka sannf- æringu fyrir, að halda eigi í sama horfi og verið hefur, þ.e. aðild að varnarsamtök- um vestrænna þjóða, sem tryggt hafa frið í okkar heimshluta allt frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. I'að er ekki traustvekj- andi út á við ef Kvenna- framboðið ætlar að „þró- ast“ yfir skoðanalegan stafkarl Alþýðubandalags- ins. Róttækir sósíalistar og kommúnistar hafa löngum kunnað lagið á því aö nýta sér smáhópa ýmiss konar, en þaö var naumast ætlan kjósenda Kvcnnalistans aö þingmenn hans yrðu eins- konar semi-kommur eða vinnukonur í húshaldi Al- þýðubandalagsins. Metsölublcid á hverjum degi! HITAMÆLAR m sj |c |80 |60 •140 i20 L| SQyiíteiy§)ty](r Vesturgötu 16, sími 13280. fe(Q) Geriö jólainnkaupin á meöan úrvaliö er mest ■ -> V 7 Heildverzlun með eitt fjölbreyttasta úrval á einum stað 27 ára reynsla hefur kennt okkur aö velja aöeins þaö besta. Viö einir bjóöum í heildsölu merki eins og SUPERJOUET — KIDDIKRAFT — NIN- TENDO — KNOOP — RICO — EKO — DEMUSA og LONE STAR, auk ritfanga frá ASAHAI — og úrval gjafavara — postulíns og kerta. • • Hafiö samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI VIÐ SOGAVEG. SÍMI 37710.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.