Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 Hugrakkir — eða — eftir Þorstein Halldórsson Undanfarið hafa miklar umræð- ur farið fram meðal þjóðarinnar, bæði í ræðu og riti, um áfengis- mál. Þar ber hæst umræðuna um „bjórmálið" svonefnda. Hámarki náði hún þó er birtar voru niður- stöður skoðanakönnunar fyrir- tækisins Hagvangs hf., sem hefur unnið sér þann sess að vera talið hvað traustasta fyrirtæki hér á landi á þessu sviði, er sýna það sem menn höfðu lengi talið sig vita að mikill meirihluti væri fyrir hendi meðal þjóðarinnar til að leyfa framleiðslu og sölu áfengs öls. Ég ætla ekki að fara yfir rök- stuðning manna með eða á móti umræddu leyfi þar sem ég tel um slíkt jafnréttis- og mannréttinda- mál að ræða að það sé hafið yfir alla umræðu, heldur að benda á hlut blessaðra þingmanna þjóðar- innar í í þessu máli. Að þora að Vs Nú hafa „fulltrúar kjósenda" á Alþingi velt þessu máli á undan sér árum saman sem um rauðgló- andi hlut væri að ræða og forðast að ræða það í lengstu lög, svo þeir brenni sig nú ekki. Nú bregður svo við að þegar þetta mál hefur greinilega stuðning meginþorra þjóðarinnar, þá bursta nokkrir „hugaðir" þingmenn af sér rykið og flytja um það tillögu til þings- ályktunar að ríkisstjórnin hlutist til um að efna til þjóðaratkvæðis um hvort leyfa skuli framleiðslu og sölu meðalsterks öls. Aldrei að stíga skrefið til fulls, einungis hálfs eða þaðan af minna, virðist vera „motto" þingmanna. Því ekki að leyfa sölu og framleiðslu áfengs öls? Samningsrétturinn Ekki minnist undirritaður þess að hafa heyrt þingmenn minnast á þjóðaratkvæði um afnám samn- ingsréttar launþega eða um aðrar efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar. Þá höfðu þingmenn kjark. Hvar er hann nú þegar smámál sem „bjórmálið" er, í samanburði við ýmislegt annað sem háttvirtir þingmenn eru að vasast í, kemur til umræðu þeirra á meðal? Hagsmunir hverra? Hverra hagsmuni eru þeir þing- menn að vernda, sem snúast önd- verðir gegn þessu máli? Er þetta „Nei háttvirtu þingmenn. HættiÖ aö láta stjórnast af smáum en háværum minnihlutahópum s.s. póstmeisturum hér og Pétri þar, takið á ykkur rögg og afgreiðiö þetta mál upp á eigin spýtur hiö snarasta meðan þið hafið byr, en gloprið þessu ekki eins og þegar þið félluð fyrir „sextíumenningun- um“ á sínum tíma í ímyndaðri hræðslu við at- kvæðamissi vegna útsend- inga KEF-sjónvarpsins.“ kannski eitthvað í ætt við lands- föðurlega hönd Andropovs til verndar ímynduðum hagsmunum óvitanna, þ.e. í þessu tilfelli meg- inþorra þjóðarinnar? Ef svo er þá vil ég frábiðja mér og öðrum ís- lendingum til handa slíka forsjá og láta hana Pólverjum og Afg- önum eftir. hvað? Nei háttvirtu þingmenn. Hættið að láta stjórnast af smáum en há- værum minnihlutahópum s.s. póstmeisturum hér og Pétri þar, takið á ykkur rögg og afgreiðið þetta mál upp á eigin spýtur hið snarasta meðan þið hafið byr, en gloprið þessu ekki eins og þegar þið félluð fyrir „sextíumenningun- 21 um" á sínum tíma í ímyndaðri hræðslu við atkvæðamissi vegna útsendinga KEF-sjónvarpsins. Hvers er að vænta? Ætli endir þessa „bjórmáls" nú verði ekki eitthvað í líkingu við fyrri málalok. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafa ekki kjark til ákvarðanatöku enda virðast þeir vera að reyna að hrinda þessu gló- andi máli sem lengst frá sér með því að flytja ályktun um þjóðar- atkvæði, sem hægt er að stinga niður í skúffu til að rykfalla. Þeir þingmenn sem teldu sig geta stutt „bjórfrumvarp" vilja vera vissir um að missa ekki atkvæðin þeirra Péturs og hans Páls bindindis- postula og sjálfskipaða verndara allra heimila í landinu, því menn sem þeir virðast hafa ráðið og munu þá ráða gjörðum þingmanna í málum sem þessum hér eftir sem hingað til. Hvernig eiga kjósendur líka að geta búist við öðru frá þingmönn- um sem virðast ekki hafa nokkurn áhuga í verki á að þegnarnir nái hálfu jafnrétti frá því sem nú er í vægi atkvæða milli kjördæma? Því skyldu ekki erlendir ferða- menn, áhafnir flugvéla og skipa vera áfram Jafnari" en allir aðrir „óbreyttir" landsmenn? Kópavogi, 22.11.1983. Þorsteinn Halldórsson er nemandi vid lagadeild Háskóla íslands og íulltruí Sjálfstæðisflokksins í jafn- réttisnefnd Kópavogs. | smáauglýsingar smáauglýsingar smáauglýsingar — smáauglýsingar Nýbyggingar Steypur, múrverk, flisalögn. ! Múrarameistarinn simi 19672. Óska eftir að komast í samband við frímerkjasafnara meö skipti fyrir augum. Aðelns nýútkomin merki koma tll greina. Bréfaskipti fara fram á pýzku. E. Hauri, Degen. CH-5042, Hirschthal, Schweiz. verobrEfamarkaður HUSI VEBSLUNARINNAR SiMI 8 33 20 KAUP OC SALA VEÐSKUL DABRÉfA Heildsöluútsala Odýrar sængurgjafir o.fl. aö Freyjugötu 9. Opið frá 13—18. I.O.O.F. 7 = 16512078VÍ = F.L. □ Glitnir 59831277 = 1 □ Gimli 59831287. □ Helgafell 59831277 VI — 2 M =REUA MUSTERISKIDOARA: RMHekl? 7-12-SPR-MT-HT I.O.G.T. St. Frón nr. 227 og Veröandi nr. 9, fundur í kvöld miövikudag kl. ! 20.30. ÆT. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Myndakvöld Miövikudaginn 7. desember veröur myndakvöld á Hótel Hofi, Rauöarárstíg 18, kl. 20.30. Efni: Siguröur Jónsson og Sigfús Gunnarsson segja frá gönguferö á hæsta fjall og næst hæsta fjall í Afriku, Kilimanjaro og Mount Kenya og sýna myndir úr feröun- um. Guörún Þóröardóttir sýnir myndir frá ferö til Flateyjar á Breiöafirði og svipmyndir úr haustferö F.í. í Þórsmörk. Allir velkomnir, feröafélagar og aðrlr. Komiö og fræðist um feröalög á islandi og i framandi löndum. Ferðafélag islands. Kvenfélag Hallgrímskirkju Jólafundurinn veröur fimmtu- daginn 8. desember kl. 20.30. Stjórnin. Kristniboðssambandið Almenn samkoma „eröur' / kristniboöshúsinu Betamu. Ldu. ásvegi 13, í kvöld, kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson guöfræö- ingur talar. Fórnarsamkoma. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miövikudag kl. 8. Stofnfundur Stofnfundur iþróttadeildar Snarfara veröur haldinn sunnu- daginn 11. desember 1983 á Hótel Loftleiöum (Bíósal) og hefst kl. 14:00. Stjórn- og undirbúningsnefnd [A raðauglýsingar — radauglýsingar — raðaugiýsingar tilboö útboö 5! ÚTBOÐ Tilboð óskast í gerð gerfigrasvailar í Laug- ardal fyrir íþróttaráð Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. janúar 1984 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REVKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 (D ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Innkaupanefndar sjúkrastofnana óskar eftir tilboðum í blóð- og lyf jagjafsett (einnota). Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. janúar 1984 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi Jólafundur veröur haldinn fösfudaginn 9. desember kl. 20.00 aö Hamraborg 1, 3. hæö. Dagskrá: 1. Kvöldveröur 2. ?? 3. Hugvekja: Séra Árni Pálsson. Tilkynniö þátttöku til Steinunnar í síma 42365 eöa Hönnu i sima 40421 fyrir fimmtudag. Konur mætlö vel og takiö meö ykkur gesti. Stiórnin. A141 Njarðvík — Viðtalstími Bæjartulltruar Sjálfstæöisfiokksins Ingólfur Báröarson og Sveinn Elríksson veröa til viö- tals kl. 15—17 laugardaginn 10. desember í Sjálfstæöishúsinu Njarövík og taka þeir viö fyrirspurnum og hvers kyns ábendingum frá bæjarbúum. Kópavogur Aöalfundur Baldurs, málfundarfélags sjálfstæöismanna i Kopavogi, veröur haldinn fimmtudaginn 8. desember 1983 kl. 20.30 i Sjálfstæö- ishúsinu, Hamraborg 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarfulltrúar flokksins ræöa bæjarmálin. 3. Önnur mál. Félagar fjölmenniö Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi Spilakvöld Spilakvöld veröur haldiö i Sjálfsfæöishúslnu Valhöll, Hóaleifisbraut 1. fimmtudaginn, 8. desember Splluö veröur félagsvist og hefst hún kl. 20.00. Góöar kaffiveitlngar. Góö spilaverölaun. Netndin. Höfóar til „fólksí öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.