Morgunblaðið - 07.12.1983, Page 14

Morgunblaðið - 07.12.1983, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 14 Stuttfréttir ... Savéskur vopna- kassi finnst St Johns, Anlipia. 6. desember. AP. Kassi með vopnum, sem ein- kennd eru með framleiðslu- merkjum frá Sovétríkjunum og Kúbu, fannst skammt undan einni eyjanna skammt undan ströndum Antigua, að því er skýrt var frá í dag. Engar nánari upplýsingar hafa verið veittar, en talið er að kassinn kunni e.t.v. að vera í einhverjum tengslum við þær hræringar, sem átt hafa sér stað á Grenada á undanförn- um mánuðum. Fengu ekki pólitísk hæli Newark, New Jersey, 6. desember. AP. Þremur meðlimum Samstöðu í Póllandi, sem komust til Banda- ríkjanna með því að laumast um borð í flutningaskip, hefur verið neitað um landvist vestra, að því er segir í frétt frá innflytjenda- eftirlitinu. Mennirnir þrír bjuggu um tíma í V-Þýskalandi, en ferðuðust þaðan til Frakk- lands, þar sem þeir laumuðust um borð í flutningaskipið. Var þeim synjað á þeim forsendum, að þeir hefðu ekki gefið upp nægilega góðar ástæður fyrir beiðni sinni. Von um bata af beinkrabba Sydney, 6. desember. AP. Hópur sérfræðinga við háskól- ann í Sydney tilkynnti í dag, að hann hefði þróað mótefni, sem ræðst gegn krabbameinsfrumum. Telja þeir, að þessi uppgötvun þeirra kunni e.t.v. að valda bylt- ingu í meðferð sjúklinga, sem þjáðst hafa af beinkrabba. Þetta nýja mótefni segja sérfræð- ingarnir vera heilbrigðum beinfrumum algerlega skaðlaust. „Við vitum hins vegar ekki fyrir víst fyrr en eftir nokkur ár hvort þetta mótefni er án allra auka- verkana," sagði talsmaður hóps- ins. Einstök herferö gegn eldflaugum Vínarborg, 6. dcæmbor. AP. Tékkneskir námsmenn hafa hafið mikla herferð gegn stað- setningu meðaldrægra eldflauga Sovétmanna í landinu. Er her- ferð þessi talin einstök að því leytinu til, að hún virðist vera mjög víðtæk og algerlega að frumkvæði námsmannanna sjálfra. Undirskriftalistar hafa gengið um margar af stærstu borgum iandsins undanfarna daga. Bæði tékknesk og a-þýsk yfirvöld hafa samþykkt að sov- éskum SS-20-flaugum verði kom- ið fyrir í viðkomandi löndum. Hins vegar hefur nokkuð á þvi borið að undanförnu og vakið at- hygli, að andstöðu almennings við flaugarnar hefur verið getið í ríkisfjölmiðlum í Tékkóslóvakíu. Njósnir gerast erfiöari New York, 6. desember. AP. Stórblaðið New York Times skýrði frá því í dag, að banda- ríska leyniþjónustan ætti nú í vandræðum með að afla nauð- synlegra upplýsinga um gang mála i Miðausturlöndum eftir að PLO-menn voru hraktir frá Beir- út í fyrra. Að sögn blaðsins átti CIA greiðan aðgang að nokkrum mikilvægum mönnum innan samtakanna, en hefur að mestu misst sambandið við þá í öllum hrakningunum, sem PLO hefur átt í. Tekur blaðið svo djúpt í árinni að segja, að tap þessara tengiliða hafi verið „meiriháttar áfall fyrir leyniþjónustuna bandarísku." Stjörnur á ströndinni Fyrirsætan Jerry Hall sprangar á þessari mynd um ströndina við St. Peter á Barbados-eyjum ásamt sambýlismanni sínum, rokkar- anum Mick Jagger. Þau skötuhjú hafa haldið saman um allnokkurt skeið og er ungfrúin með barni, reyndar aðeins tveir mánuðir í fæðingu barns þeirra. Þó svo sé komið er Jaggcr ekkert á þeim buxunum að kvænast. Er vafalítið enn minnugur reynslunnar úr fyrra hjónabandi sínu, þar sem frúin hafði á brott með sér digran sjóð. Krefjast afsagn- ar Otto Lambsdorff Bonn, 6. desember. AP. STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKUR sósíaldemókrata tilkynnti í dag, að hann myndi krefjast afsagnar Otto Lambsdorff, efnahagsmálaráðherra V-Þýska- lands, vegna meintrar aðildar hans að mútumáli. Ákæra hefur enn ekki verið lögð fram á hendur ráðherranum, en talið er að hann verði ákærður eigi síðar en í vikulok. Hans-Jochen Vogel, formaður þingflokks sósíaldemókrata, sagði fréttamönnum í dag, að krafa um afsögn Lambsdorff yrði lögð fram í þinginu á morgun, miðvikudag. Sagði Vogel, að þannig gæfist þing- inu tími til þess að reifa málið á föstudag. Eins og málum er háttað á þing- inu nú eru litlar líkur taldar til þess að tillagan hljóti samþykki. Stjórnarandstaðan hefur 220 þing- sæti að baki sér en stjórnarflokk- arnir 278. Þingið samþykkti mót- atkvæðalaust í síðustu viku að svipta ráðherrann þinghelgi. Þess ber þó að gæta, að aðeins tíundi hluti þingmanna greiddi atkvæði. Lausnargjald Heineken komið í leitirnar: Elskendur hnutu um hluta fjármunanna Zeist, Hollandi, 6. desember. AP. FJÁRMUNIRNIR, sem reiddir voru af hendi til þess að leysa Alfred Heineken úr haldi á sínum tíma, hafa nú fundist að sögn lögreglu. Komst hún á sporið eftir að tveir elskendur höfðu hnotið um jarðrask í skógi einum, þar sem þeir ganga oft um. Af ótta við að upphæðin kunni að verða einhvers konar viðmiðun fyrir mannræningja á komandi ár- um hefur lögreglan neitað að gefa upp hversu há upphæð það var, sem reidd var af hendi og síðar fannst. Hún staðfesti einungis, að allir peningarnir hefðu komist til skila. Fundust þeir í fjórum plastpok- um, sem grafnir höfðu verið um fet niður í jörðina. Fimmtíu lögreglu- menn leituðu fjárins eftir að elsk- endurnir höfðu beinlínis hrasað um hluta þeirra á göngu sinni. Virðist sem mannræningjarnir hafi misst hluta fjárins úr pokanum í flýtin- um við að grafa peningana í jörðu og ekki tekið eftir því í myrkrinu. Þótt ekki hafi lögreglan viljað gefa upp hversu miklir peningar voru í spilinu er orðrómur á kreiki í Amsterdam að um hafi verið að ræða 30—35 milljónir hollenskra gyllina (280—320 milljónir ísl. króna). START fund- ur í Genf (íenf, 6. desember AP. Tyrkland: Herstjórnin hefur afsalaÖ sér völdum Ankara, 6. des. AP. MEIRA en þriggja ára herstjórn í Tyrklandi fékk formlegan endi í dag, er nýkjörið þjóðþing landsins kaus sér forseta. Er forsetakjörið stóð yfir í þinginu, sem situr í einni deild, komu meðlimir svonefnds Ör- yggisráðs þjóðarinnar saman í for- setahöllinni, en nú voru þeir klæddir borgaralegum fötum í stað einkenn- isbúninga hersins. Nokkrum klukkustundum síðar flutti Kenan Evren forseti ávarp til þjóðarinnar í útvarpi og sjón- varpi, þar sem hann tilkynnti, að ráðið hefði afhent völd sín í hend- ur þjóðþinginu „með góðri sam- vizku, því að enginn mun geta sagt, að við höfum ekki staðið við loforð okkar." Evren stjórnaði valdatöku hers- ins í september 1980, en hann var þá yfirmaður herráðs landsins. VIKTOR Karpov, aðalsamninga- maður Rússa í Genfarviðræðunum um takmarkanir við langdrægum kjarnorkueldflaugum (START) átti í dag meira en klukkustundar langan fund með Edward L. Rowny, sendi- herra Bandaríkjanna. Eftir fundinn vildi Karpov ekki tjá sig um gang viðræðnanna, er fréttamenn þyrpt- ust að honum en sagði aðeins: „Þið munið heyra frá okkur á fímmtu- dag“. Gert er ráð fyrir því, að fundur- inn á fimmtudag, verði síðasti fundurinn í þessum viðræðum fyrir jólahlé. Er Karpov var spurður að því, hvort Rússar myndu mæta til þessara viðræðna á ný á næsta ári, svaraði hann: „Ég veit það ekki“. Niðurstöður þekkts fræðimanns, Hans Gödicke: Pýramídarnir m.a. afleið- ing mikilmennskubrjálæðis RÚMUM 4500 árum eftir tilurð þeirra hefur prófessor að nafni Hans Gödicke við John Hopkins-háskólann lagt fram kenningu um hvers vegna egypsku pýramídarnir voru byggðir á lítilli hásléttu á El Giza svæðinu, skammt frá Kairó. Prófessorinn telur, að skýring- una megi rekja til þriggja þátta: landslagsins, dýrkunar á sólinni og mikilmennskubrjálæðis eg- ypsku fornkonunganna. Pýramídarnir hafa verið gaumgæfilega rannsakaðir allt frá því Napóleon vann sigur í orrustu þarna um slóðir árið 1798. Það hefur hins vegar vakið athygli, að á þeim rúmlega 4500 árum, sem liðin eru frá því þessi merkilegu mannvirki voru reist, hefur engin óyggjandi skýring á tilurð pýramídanna komið fram. „Það er auðvelt að skirrast við að svara erfiðustu spurningun- um,“ sagði Gödicke, sem er þekktur fyrir fræðirannsóknir sínar á egypskum fornminjum. í fyrirlestri hans fyrir skemmstu kom m.a. fram, að Grikkinn Heródótus hefði verið fyrstur manna til þess að velta vöngum yfir píramýdunum. „En Herodótus féll í sömu gryfju og hinn dæmigerði ferðamaður á okkar tímum. Hann var svo bergnuminn yfir þessum miklu mannvirkjum, að hann gleymdi algerlega að spyrja sjálfan sig hvers vegna pýramídarnir hefðu orðið til á þessum stað,“ sagði Gödicke ennfremur. Skýring prófessorsins á tilurð pýramídanna er ekki þess eðlis, að hún hafi orðið til á einum degi. Að baki henni liggja rann- sóknir í 11 ár. Ekki hefur hann þó unnið sleitulaust að kenning- um sínum um pýramídana, en meginhluta umrædds tíma hefur hann þó helgað sig þeim rann- sóknum. Meðan á rannsóknum hans á þeim hefur staðið hefur hann einnig lagt fram kenningar um hvernig Rauðahafið skiptist. Gödicke er þeirrar skoðunar, að ferðalag ísraela frá Egypta- landi, þar sem þeir gengu m.a. þurrum fótum yfir Rauðahafið, kunni að hafa átt sér stað 200 árum fyrir umgetinn tíma í Bibl- íunni. Skýringuna á þessari óvenjulegu ferð yfir Rauðahafið telur Gödicke, að megi rekja til öflugrar bylgjuhreyfingar í landslaginu af völdum eldgoss. Pýramídarnir í E1 Giza hafa alltaf verið Gödicke sérlega hugleiknir. Hann sá þá fyrst í tunglsljósi fyrir 27 árum er hann var í hópi fræðimanna frá Brown-háskóla. „Þetta eru einu mannvirki heimsins, sem aldrei hafa valdið mér vonbrigðum," sagði Gödicke í viðtali við Wash- ington Post. „Pýramídar eru fullkomnustu minnisvarðar, sem hægt er að byggja. Þegar staðið er fyrir framan þá og horft upp eftir þeim fær maður á tilfinn- inguna, að þetta sé vegur sem liggur til hins óendanlega." Prófessor Gödicke kveðst hafa tekið eftir því við uppgröft á vegum John Hopkins-háskólans, að draga mætti línu á milli suð- vesturhorna pýramídanna þriggja á E1 Giza-svæðinu. Lína þessi lægi síðan áfram til Helio- polis, hofs sóldýrkenda í austur- hluta Egyptalands. Strax árið 3000 f.Kr. hafði svokallaður „benben“-steinn markað þann stað er geislar sólar komu inn í heim mannsins. Gödicke telur, að Khufu kon- ungur hafi látið reisa pýramída við vestasta odda umræddrar línu, þ.e. þar sem síðustu geisla sólar gætti, til þess að undir- strika brotthvarf sitt úr heimin- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.