Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983 íslandssagan þarf að lifa í þjóðarsálinni — eftir Vigfiis B. Jónsson Eitt af því sérstæða við okkur íslendinga er það, hversu vel við þekkjum til landnáms lands okkar og upphafs okkar sem þjóðar. Við vitum að eitt sinn og upphaflega vorum við nánast ósamstæð flóttamannaþjóð komin frá Noregi og nálægum eylöndum. Forfeður okkar og formæður voru hetjur, sem hingað komu um hyldýpishaf, og unnu það sérstæða afrek að kanna og nema þetta norðlæga land. Margir þeirra, sem hingað sóttu, hlutu þau örlög að farast í öldum úthafsins og bera sín bein í myrkum mar. Þeir voru líka hetj- ur og saga þeirra hetjusaga, þótt óskráð sé. íslandssagan er m.a. saga mik- illar baráttu um aldur við fátækt, myrkur og kulda óblíðra náttúru- afla. Hún er saga um mikilhæft fólk, sem sakir sundurlyndis glat- aði sjálfstæði sínu og barðist síð- an öldum saman við erlent vald samtímis því að standa iðulega í návígi við sjálfa hungurvofuna. Auðvitað skýrir sagan bæði frá sigrum og ósigrum, en samt er hún fyrst og fremst saga um stranga sigurför þjóðar til þekk- ingar og betra mannlífs. Tunga okkar er samofin sögunni og höf- um við með réttu verið stoltir af hvorutveggja. íslendingar hafa löngum sótt styrk og stolt í sögu sína. Hún hefur verið grundvöllur sannrar þjóðerniskenndar og þeirrar þjóðhollustu, sem er af allt öðrum toga spunnin, en sú komm- úníska þjóðarremba, er vaðið hef- ur uppi hérlendis að undanförnu. í Islendingasögunum streyma uppsprettulindir hinnar íslensku tungu og í þær hafa flest höfuð- skáld okkar sótt mikil og góð yrk- isefni. Menntaðir gáfumenn hafa látið sér það um munn fara að ef við íslendingar hefðum ekki átt trú okkar, tungu og sögu, þá hefð- um við ekki haldið velli í þessu landi og ættu margir að hugleiða það. Það verður vart um það deilt að söguþekkingu okkar íslendinga fer nú mjög hnignandi og er áber- andi, hversu margt ungt fólk veit lítið um fortíðina. Það væri mörg- um hollt nú á tímum kvarts og kveina að gera sér það ljóst, að lífsbarátta okkar nútíma íslend- inga er leikur einn, ef miðað er við það, sem forfeður okkar og for- mæður áttu í höggi við. Að mínu mati er það ekki nóg að sagan sé skráð og sé til í bókahill- unum okkar. Hún þarf líka að vera til í vitund fólksins og lifa í þjóð- arsálinni. Gamalt spakmæli segir: „Þeir, sem gleyma fortíð sinni, eru líklegir til að glata framtíð sinni". Þetta spakmæli á jafnt við um þjóðir sem einstaklinga og ef sam- bandið milli fortíðar og nútíðar rofnar, þá er hætta á ferðum. Ég er ekki einn um það að finnast það furðu gegna að það skuli vera komið á framkvæmdastig að skera niður kennslu í íslandssögu ofan í nánast ekki neitt. Það er helst svo að skilja, að nú þegar spanni kennsla um sögu landsins í sum- um skólum aðeins 120 ár af þeim rúmum 1100, sem sagan greinir. Það getur hver sagt sér sjálfur, hvaða gildi slík kennsla hefur og hvernig söguþekkingin verður, ef fólk kann ekki atburðarás sögunn- ar í réttu samhengi. Komi það kennslufyrirkomulag til fram- kvæmda, sem hér um ræðir, þá getur það naumast kallast annað Vigfús B. Jónsson „Það er ekki nóg að sagan sé skráð og sé til í bókahillunum okkar. Hún þarf iíka að vera til í vitund fólksins og lifa í þjóðarsálinni.“ en áfall fyrir íslenska menningu, þjóðerniskennd og tungu, svo ekki sé meira sagt. Rökin fyrir þessari niðurskurð- arstefnu eru m.a. þau, að það eigi að hætta kennslu í íslandssögu með tilliti til fróðleiks, heldur eigi börnin að skilja hana. En gallinn er nú bara sá, að það hefur löng- um vafist fyrir fólki að skilja það, sem það veit nánast ekkert um. Og mér er spurn: Varðar okkur virkilega ekki lengur um afreks- menn sögunnar, t.d. Snorra Sturluson? Varðar okkur ekki heldur um gullöld íslendinga, Sturlungaöld, margra alda bar- áttu við erlent vald, verslunará- nauð, kristnitöku, siðabót, land- nám Islendinga á Grænlandi, fund Vínlands hins góða, svartadauða, stórubólu og Tyrkjarán svo eitt- hvað sé nefnt. Ég er undrandi á því, hversu hljótt þetta mál hefur farið og að ekki skuli hafa orðið um það mikil umræða. Það má einnig kallast einkennilegt, ef jafn afdrifarík breyting á námsefni og hér um ræðir getur átt sér stað án þess að tilkomi samþykki Alþingis. Alla- vega hlýtur það að vera lágmarks- krafa, að okkar ágæti mennta- málaráðherra, frú Ragnhildur Helgadóttir, taki þetta mál til al- varlegrar athugunar og væri ekk- ert á móti því, að hún liti á það í leiðinni, hvernig staðið er að út- gáfu íslenskra námsbóka yfirleitt. Við íslendingar ættum ekki að gleyma því, að því aðeins eigum við góðan menningararf að menn hafa staðið um hann vörð og má eigi af þeim verði víkja um alla framtíð. Laxamýri 25. nóv. 1983. Vigíús B. Jónsson er bóndi að Laxamýri í Adaldal. Fyrst þarf að eyða ófriðarviljanum eftir Ólaf Arnarson Hér fer á eftir ávarp sem Olafur Arnarson, tannlæknanemi, flutti á 1. desemberhátíð stúdenta. Þegar fólk með gott hjartalag telur sig sjá fátt annað framund- an en heldur óhuggulegan heims- endi, er ekki undarlegt þótt storm- ar fari þannig um heilahvelin, að ekkert standi eftir nema ótti og örvænting. Þannig er komið fyrir þeirri kvísl Vesturlandabúa, sem kalla sig „friðarsinna" til aðgrein- ingar frá öðrum, enda þótt hvert einasta mannsbarn vilji að sjálf- sögðu koma í veg fyrir styrjöld. Spurningin er í raun ekki um það, hvort friðarvilji sé fyrir hendi, heldur hvers konar frið beri að tryggja og með hvaða móti. Hugmyndafræði svokallaðra „friðarsinna" er á því reist, að úti- lokað sé með öllu að réttlæta notk- un vopna, jafnvel þótt í varnar- skyni sé. Með öðrum orðum, engin fórn er svo stór, að ekki megi færa hana á altari friðarins. Því krefj- ast friðarsinnarnir þess, að Vest- urlönd afvopnist einhliða og treysti, líkt og Afghanir, á friðar- ást Moskvuherra. Við, sem stöndum að þessari í myndatexta á síðu tvö í Morg- unblaðinu sl. sunnudag var sagt að í lok sýningar á óperunni La Travi- ata hefði Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona verið heiðruð fyrir störf sín að óperumálum í gegnum tíðina. Þetta var ekki eftir sýn- ingu á La Traviata, heldur eftir fullveldishátíð, höfnum alfarið þessum boðskap. Yfirskrift dagsins er: Friður, frelsi, mannréttindi. Við leggjum á það megin- áherzlu, að þessi þrjú atriði mynda eina órofa heild. Við höfnum því, að hægt sé að slíta eitt þessara atriða úr sam- hengi við hin tvö, og bendum á, að frelsi einstaklingsins er forsenda þess, að mannréttindi séu virt, og friður án frelsis og mannréttinda verður til þess eins, að kúgunar- stjórnir alræðisríkja fá frið til að svipta þegna sína frelsi og traöka á sjálfsögðum mannréttindum þeirra. Mikil er gleymska þeirra Vest- urlandabúa, sem krefjast einhliða afvopnunar og segja, að með því sé friðurinn tryggður. Hafa þeir gleymt þeim Tékkum, sem hrifust af „vorinu í Prag“? Hafa þeir gleymt þeim þúsundum Sovét- manna, sem settir hafa verið í fangelsi, þrælkunarbúðir og á geð- veikrahæli fyrir það eitt að vera ekki algerlega á sama máli og valdsmennirnir? Hvernig stendur á því, að frjáls- ir menn eru reiðubúnir að fórna öllu fyrir friðinn? Ef til vill ræður þar einhverju óttinn og örvæntingin, sem ég minntist á í upphafi. Fólk hræðist frumsýningu á Miðlinum og Sím- anum, óperum Menotti, en Þuríð- ur fer með hlutverk svikamiðilsins frú Flóru í þessari uppfærslu ís- lensku óperunnar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. „Hin eiginlega fridarb- arátta hlýtur að vera baráttan fyrir frelsi og mannréttindum öllum til handa, því að frelsið er öllu öðru dýrmæt- ara.“ örlög sín, óttast að verða kjarn- orkusprengjunni að bráð. í blindni setur það fram kröfu um einhliða kjarnorkuafvopnun, en gleymir því, að með einhliða afvopnun af- vopnast einungis annað stórveldið. Hitt heldur sínum vopnum. Með öðrum orðum, Vesturlönd eiga að leggjast eins og lítill kjölturakki við fætur Ráðstjórnarríkjanna og láta það ráðast, hvort þeim verður klappað eða í þau sparkað. Ut á þetta hefur friðarumræða undanfarinna mánaða og missera gengið. Friðurinn hefur, á röngum forsendum, verið gerður að eigin- legu markmiði. Afvopnun á að tryggja frið. Við megum hins vegar ekki gleyma því, að þekkingunni að baki kjarnorkuvopna verður ekki eytt, og þótt við vörpum öllum vopnum veraldar út í hafsauga, tryggjum við ekki frið. Það eru nefnilega ekki vopnin sjálf, sem eru hættuleg, heldur mennirnir. Þekkingin er fyrir hendi, og hve- nær sem er er hægt að smíða ný vopn. Fyrst þarf því að eyða ófrið- arviljanum. Síðan koma vopnin. Við lýðræðissinnar í Háskóla ís- lands teljum, að til þess að svo megi verða, þurfi að ríkja skiln- ingur milli þjóða. Þær þurfa að geta treyst hver annarri. Ólafur Arnarson Á þessari stundu er þetta aðeins draumsýn, því að skilningur og traust getur aldrei ríkt milli þjóða, nema þær sitji allar við sama borð. Og það verður þá fyrst, þegar allir menn allra þjóða njóta sömu réttinda. Þess vegna höfnum við þeirri einhæfu friðarumræðu, sem fram hefur farið á Vesturlöndum að undanförnu. Við viljum ræða þessi mál á raunhæfum grundvelli og setjum því fram kröfuna um frið, frelsi og mannréttindi. Hin eiginlega friðarbarátta hlýtur að vera baráttan fyrir frelsi og mannréttindum öllum til handa, því að frelsið er öllu öðru dýrmætara. Á fullveldisdegi íslands er ánægjulegt til þess að hugsa, að öll þau 65 ár, sem ísland hefur verið frjálst og fullvalda ríki, hef- ur lýðræðisskipulagið verið okkar stjórnarfar. Frelsi einstaklingsins hefur verið í hávegum haft, og stjórnarskráin tryggir okkur víð- tækari mannréttindi en flestar þjóðir búa við. En eitt er það þó, sem hefur ver- ið megingæfa okkar íslendinga, og það er, að við höfum ávállt gert okkur grein fyrir því, hve dýrmætt okkar fullveldi er. Við höfum ávallt skynjað dýrmæti þess frels- is, sem við búum við, og skilið að það er ekkert, sem réttlætir það, að því sé fórnað, því að það er hornsteinn okkar þjóðskipulags. Með þetta í huga höfum við átt náið samstarf við aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir um sameiginlegar varnir. Þetta gerum við af illri nauðsyn, vegna þess að eitt og sér má ísland sín lítils í hinum stóra, grimma heimi. En öll hljótum við að bíða eftir þeim degi, þegar lýðræðishugsjón- in verður ofan á í heiminum og við verðum frjáls, fullvalda þjóð í samfélagi frjálsra, fullvalda þjóða. Sá dagur er ekki í sjónmáli nú, en hann kemur, ef allir, bæði stúd- entar og aðrir, sýna samstöðu. Við verðum fyrst og fremst að standa vörð um það þjóðfélag, sem við búum í, og vera þakklát forfeðrum okkar og mæðrum fyrir þá arfleifð, sem þau létu okkur í té: Hið frjálsa, fullvalda ríki. Þakklæti okkar sýnum við best með því að berjast saman fyrir: friði, frelsi og mannréttindum, ís- lendingum og öðrum til handa. Þorlákshöfn: Þorláksvaka í Egilsbúð f HINUM stóra hópi kaþólskra dýrlinga er heilagur Þorlákur eini fslendingurinn, sem þekktur er erlendis, og Þorlákshöfn er eina byggðarlagið, sem ber nafn hans. Á þessu ári eru liðin 850 ár frá fæðingu hans. Af því tilefni verð- ur í Egilsbúð sýning honum helg- uð. Sýningin verður opin til ára- móta á sama tíma og safnið — en hægt verður að semja um aðra tíma. Fréttatilkynning frá bókaverði. Nafn féll niður Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að niður féll nafn Hjálmars Jóns- sonar blaðamanns, sem var höf- undur greinar um áskorendaein- vígin í skák í London. Þá féll enn- fremur niður, að greinin var rituð sl. sunnudag. Leiðrétting: Miðillinn en ekki La Traviata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.