Morgunblaðið - 04.01.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
7
Innilegar þakkir sendi ég öllum vinum mínum og œtt-
ingjum sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og
kveðjum á 80 ára afmæli mínu 28. desember sl.
Kær kveðja.
Lilja Víglundsdóttir.
Tónleikar
Sunnudaginn 8. janúar kl. 17.00 halda GllðrÚn
Sigríður Friðbjörnsdóttir sópransöngkona og
Óiafur Vignir Albertsson píanóleikari tónleika
að Gerðubergi.
Á efnisskránni eru Ijóð Maríu Stuart eftir Schumann,
Ijóöaflokkurinn Haugtussa eftir Grieg og Ijóð eftir Pál
isólfsson og Þorkel Sigurbjörnsson.
Dansinner,
fyrir alla
unga —
sem aldna
Dansskóli Heiöars Ástvaldssonar
mun veröa meö tíma í eftirtöldum
dönsum í vetur:
INNRITUN OG
UPPLÝSINGAR
KL. 13—18
SÉRTÍMAR FYRIR
ELDRI BORGARA
EINKATÍMAR
SÉRTÍMAR í GÖMLU
DÖNSUNUM
BARNAFLOKKAR
SAMKVÆMISDANSAR
FREESTYLE-DANSAR
DISKÓDANSAR
ROCK N’ROLL
SÍMAR:
20345
38126 74444
ORnsillAll
KENNSLUSTAÐIR
Reykjavík
Brautarholt 4,
Drafnarfell 4,
Ársel.
Hafnarfjöröur
Guttó
Félagsheimiii
Hjálparsveitar
skáta
Garðabær
félagsmiöstööin
Seltjarnarnes
Félagsheimiliö
isiumossonnR
Talað út
og suður
Kjartan Jóhannsson,
formaóur Alþýðuflokks, fer
út og inn um gluggann í
áramótahugleiðingu um
fjárhagsvanda sjávarút-
vegsins.
# / íyrsta lagi segir hann:
„Að því er sjávarútveginn
varðar verður að greiða úr
þeim fjárhagsvanda sem
þar hefur skapast. Það á
ekki að gera með því að
stríka út skuldir hinna
skuldugustu og láta þannig
fólkið í landinu standa
undir þessum skuldum.
Fyrir því eru engin rök. En
í slíkri aðgerð fælist á hinn
bóginn mikið óréttlæti
gangvart þeim sem af for-
sjálni hafa haft hóf á
skuldasöfnun sinhi..."
e / annan stað segir
flokksformaðurinn: „Til
þess að fjárhagsvandinn
minnki í stað þess að
aukast verður á hinn bóg-
inn að tryggja viðunandi
rekstrarafkomu ... Jafn-
framt ætti að tengja þetta
íjárhagslegum aðgerðum,
þannig að greiðslum at
skipum, sem létu af reið-
um, ræri frestað um sinn
og þær jafnframt léttar. Á
sama hátt ætti með fjár-
hagsaðgerðum að hretja
til þess að úrelt skip yrðu
tekin úr sjósókn. Með
þessu mundi verulegur
árangur nást í því að
treysta rekstrargrundvöll
útgerðar á fslandi.”
Hver á að standa undir
þessum „fjárhagslegu að-
gerðum“? Skattgreiðend-
ur? Er hér ekki verið að
mótmæla því í öðru orðinu
sem krafizt er í hinu?
„Það sem helzt hann var-
ast vann, varð þó að koma
yfir hann ', var eitt sinn
sagt.
Ráðherrar í
hár saman
Tveir af ráðherrum
Kramsóknarflokksins
brugðu á leik um áramótin
til sóknar og varnar á kerf-
isvettvangi. llalldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráð-
herra, kom því á framfæri
um fjölmiðla að „skynsam-
Pennastrik og Veiðimálastofnun
Ráöherrar Framsóknarflokks, Jón Helgason og Halldór
Ásgrímsson, eru ekki á eitt sáttir um, hvort Veiöimála-
stofnun skuli heyra undir sjávarútvegs- eða landbúnaðar-
ráöuneyti. Kjartan Jóhannsson, formaöur Alþýðuflokks, er
sjálfum sér ósamkvæmur í afstöðu til „pennastrika“ í
reikningsdæmi sjávarútvegs. Aö þessum efnum er ýjaö í
Staksteinum í dag.
Iegt“ væri að „setja ýmis
mál, sem viðkoma sjávar-
útvegi, undir sjávarútvegs-
ráðuneytið, svo sem Sigl-
ingamálastofnun, jafnvel
Landhelgisgæzluna, fiski-
og farmannafra'ðsluna og
Veiðimálastofnun".
Jón Helgason, landbún-
aðarráðherra, brá við
skjótt til varnar á sínu
áhrifasvæði. „Ég hef látið
þá skoðun í ljós,“ sagði
hann, „að þetta eigi að
heyra undir landbúnaðar-
ráðuneytið" og átti þar við
Veiðimálastofnun, sem að
óbreyttri skipan er í hans
verkahring. „Ég dreg í efa
að það sé heppiíegt,” sagði
landbúnaðarráðherra enn-
fremur, og átti enn við til-
færslu þessarar stofnunar
yfir til samráðherrans,
llalldórs Ásgrímssonar!
„Auðhringur-
inn SÍS“
Sveinbjörn Jónsson frá
Súgandafirði skrifar grein í
Þjóðviljann 29. desember
sl. Hann fjallar m.a. um
SÍS-hringinn og segir:
„Það er engu að síður
orðin staðreynd að straum-
ar lýðræðisins hafa snúizt
við í honum (valdapýra-
mída SÍS) og fjármagnið er
látið streyma ofar og ofar ■
prýramídann meðan bænd-
irr og aðrir grunnþegnar
eru gerðir að hálfgerðum
ölmusulýð. Auðhringurinn
SÍS, sem engu lýtur nema
lögmálum hámarksgróða,
kaupir nú rándýrar gyll-
ingarauglýsingar i sjón-
varpi og víðar til að reyna
að tengja nafn sitt hugsjón-
um sem hann er löngu bú-
inn að svíkja. Hvernig gat
þetta gerzt? Hvernig gat
auðhringur orðið til vegna
þarfar fólks til að tryggja
sér ódýr og örugg aðföng
og sæmilega örugga mark-
aðsstöðu fyrir afurðir sín-
ar?“
Upphlaups-
fréttir
Þjóðviljinn hefur breyzt
og ber æ skýrara mark
starfshátta Ólafs Ragnars
Grímssonar meðan hann
átti sæti á þingi, sem m.a.
einkenndust af upphlaup-
um, þar sem reynt var að
gera úlfalda úr hinum og
þessum mýflugum. Allt
rainnir þetta verklag á um-
fangsmikið kartöflugras
með engum undirvexti.
Þannig þekja tvær fréttir
forsíðu blaðsins í gær, önn-
ur um tollamál, hin um
ÁTVR. Næstliðin fimm ár
fór Ragnar Arnalds fyrrv.
fjármálaráðherra, með yfir-
stjórn og stefnumótun alls
er þcssum fyrirbærum við-
kemur. Ef þeir pottar eru
brotnir, sem Þjóðviljinn
vill vera láta í fréttum sín-
um, hvers vegna var þá
fyrst að þeim ýjað er Ál-
þýðubandalagið hefur látið
af yfirstjórn mála? Og
hvers vegna var því ekki
kippt í liðinn, sem úr hon-
um telst gengið, meðan Al-
þýðubandalagið hafði að-
stöðuna til?
Samhjálp kvenna
6 vikna námskeið hefjast 9. janúar nk.
Ef næg þátttaka fæst, mun Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttakennari,
gefa kost á hressingarleikfimi fyrir konur er gengist hafa undir brjóst-
aögerð.
Kennslustaöur íþróttahús Seltjarnarness.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 33290.
kl. 9—14 daglega.
Hressingarleikfimi kvenna og karla
Vetrarnámskeið hefjast
mánudaginn 9. janúar nk.
Laugar-
Kennslustaðir: Leikfimissalur
nesskóla og íþróttahús Seltjarnarnes.
Gæt bætt við örfáum konum í byrjenda-
flokk. Fjölbreyttar æfingar — músik —
sökun.
Upplýsingar í síma 33290 kl.
9—14 daglega.
Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari