Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.01.1984, Qupperneq 1
Sunnudagur 8. janúar ORWELL Líkt og á fyrri tímum er sumar tölur voru taldar meiri örlagatölur en aörar, hefur ártalið 1984 fengiö adra og meiri þýðingu í vit- und nútímamannsins en önnur ártöl. Því veldur hin einstaka skáldsaga 1984 eftir Englendinginn George Orwell, sem skrif- uð var 1948. Þar er dregin upp skuggaleg mynd af framtíðarríkinu sem hinu algera einræðisríki, þar sem hver snefill persónu- frelsis og mannréttinda hefur verið afnuminn. Þar hefur enginn minnsta vald yfir örlögum sínum og tækninni er miskunnar- laust beitt í þágu valdhaf- anna. jálfur hafði Orwell engan sérstakan áhuga á árinu 1984. Ætlun hans var að lýsa og vara við hinu algera ein- ræðisríki, sem hann þóttist sjá fyrir einhvern tímann í framtíð- inni. En eftir því sem árið 1984 hefur færzt nær, hefur sú spurn- ing orðið áleitnari, hvort framtíð- arríki Orwells sé ekki þegar orðið að bláköldum veruleika, að minnsta kosti sums staðar. Víst er, að í sumum hlutum heims hafa mannréttindi og persónufrelsi verið skert >' þeim mæli, að vart verður lengra gengið en í skáld- sögu Orwells, sem hlotið hefur meiri frægð en flestar aðrar skáldsögur á þessari öld og verið gefin út á fleiri en 60 tungumálum í yfir 10 milljónum eintaka. Sagan hefst, þegar söguhetjan, Winston Smith, er í þann veginn að fara heim úr vinnu sinni 4. apr- íl 1984. Þennan dag verða kafla- skipti í lífi hans á þann veg, að hann byrjar að skrifa dagbók. Hann tekur að halda þessa dagbók í ögrunarskyni við þjóðfélagið, sem skiptist í þrjár stéttir. Æðri en allir aðrir trónir Stóri bróðir, sem er nánast guð þessa samfé- lags, alsjáandi og allsráðandi. Síð- an kemur innri hluti Flokksins, sem býr við hóglífi, þá kemur ytri hluti Flokksins, þar sem menn búa við algera hugsanastjórn. Síðast koma öreigarnir, sem eru um 85% þjóðfélagsþegnanna. Þetta fólk er aðeins „heimskur lýðurinn", að mati valdhafanna, og reynt er að halda því ánægðu með ódýru áfengi, klámbókmenntun, sem hið opinbera framleiðir, og ómerki- legum skyndihappdrættum. Sjálfur tilheyrir Smith ytri hluta Flokksins og starfar í sann- leiksráðuneytinu, sem í reynd ger- ir ekkert annað en að búa til lygar. Því er lýst þannig í sögunni: Þetta var risabygging, eins og pýramídi í lögun, úr ljómandi, hvítri steinsteypu, er teygði sig — hver stallurinn af öðrum — þrjú hundruð metra í loft upp. Á fram- hlið hennar stendur: STRÍÐ ER FRIÐUR FRELSI ER ÁNAUÐ FÁFRÆÐI ER MÁTTUR í samræmi við þetta hefur frið- arráðuneytið stríðsrekstur með höndum og gnægtarráðið stjórnar efnahagslífinu, þar sem skortur- inn setur svip sinn á allt. Kær- leiksráðuneytið á að halda uppi lögum og reglu, en hefur fyrst og fremst pyntingar og ofsóknir í verkahring sínum til þess að tryggja vald Flokksins. Landið, sem nefnist Eyjaálfa, á í stöðugum styrjöldum. En óvinur- inn er alls ekki alltaf sá sami. Stundum er Eyjaálfa í bandalagi við Evrasíu og á þá í styrjöld við Austur-Asíu og stundum gerir Eyjaálfa skyndilega frið við það síðarnefnda, en fer í stríð við Evr- asíu. Þegar breytt er um óvin, fær sannleiksráðuneytið nóg að gera. Allar bækur og blöð verður þá að umrita til þess að sýna fram á, að nýi óvinurinn hafi alltaf verið höf- uðóvinur Eyjaálfu. HUGSANALÖGREGLAN Stóri bróðir, sem enginn veit hvort er goðsögn eða raunveru- George Orwell leiki, vakir yfir öllum hugsunum og gerðum manna með aðstoð „hugsanalögreglu", sem hefur eft- irlits- og njósnatæki í hverri íbúð. Lýsingin á því í sögunni er slá- andi: „Firðtjaldið var í senn við- og senditæki. Það nam hvert hljóð frá Winston, ef hann hafði hærra en sem svaraði lágum hvíslingum. Auk þess var líka hægt að sjá hann, meðan hann var innan sviðs málmþynnunnar. Að sjálfsögðu var ekki hægt að vita, hvort hafð- ar voru gætur á mönnum á ein- hverju vissu augnabliki. Enginn vissi, hversu oft eða hvenær Hugs- analögreglan tók samband við hvert einstakt firðtjald. Það var einnig hugsanlegur möguleiki, að hafðar væru gætur á öllum mönnum samtímis. Víst var að minnsta kosti, að hún gat sett sig í samband við hvaða firðtjald sem var, hvenær sem henni bauð svo við að horfa. Menn urðu að lifa — lifðu raunar af vana, sem var orð- inn að eðlisávísun — í þeirri sannfæringu, að lögreglan heyrði hvert hljóð og fylgdist með öllum hreyfingum þeirra, nema þegar myrkt var.“ Lýsingar Orwells á múgæsing- unni eru ekki síður áhrifamiklar, en múgæsingu er beitt í 1984 sem tæki: „Það ægilega við Tveggja mínútna hatrið var ekki, að menn voru skyldaðir til að taka þátt í því, heidur hitt, að það var ger- samlega ómögulegt að komast undan þátttöku. Áður en 30 sek- úndur voru liðnar, var alveg ónauðsynlegt að gera sér nokkuð upp. Viðbjóðslegur tryllingur ótta og hefnigirni, löngunar til að drepa, kvelja, berja andlit i mauk með sleggju, virtist læsast um all- an hópinn eins og rafmagns- straumur og gera hvern mann, gegn vilja sínum, að organdi vitf- irringi, sem lét öllum illum látum. Og samt var bræðin, sem menn fundu til, óhlutlæg, ómótuð til- finning, sem hægt var að beina af einum hlut á annan eins og blossa logsuðutækis." HUGRENNINGAGLÆPIR Og Orwell lýsir vel því öryggis- leysi, sem ríkir í þessum framtíð-' arheimi einræðisins:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.