Tíminn - 24.08.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.08.1965, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 1965 TÍMINW SéS yfir gamla hlutann af Kýrenía og héraðið í kring. Þarna eru sumir af beztu baðstöðum Kýpurs með 18—20 gráða heitum sjó að busla i í baksýn St. Hilarion. p 'H . . - .... . Halldór Vilhjálmssoii: KOMIÐ VIÐ A KYPUR Undanfarin tvö og hálft ár hefur oft og misjafnlega verið minnzt á Kýpur í heimsfréttun mn. Vart hafði verið lýst yfir sjálfstæði eyjarinnar árið 1960 eftir aldalöng erlend yfirráð, er ólgan í innanlandsmálum landsins tók að vaxa með nýj um krafti og varð að mikilli sprengingu milli kýpríótísku þjóðbrotanna tveggja, sem eyj una byggja, Tyrkja og Grikkja. Sú sprenging heyrðist víða um veröld. Saga Kýpur hefur löng um verið saga blóðs og tára í- búanna; hana má rekja a.m.k. aftur til 6. aldar f. Kr. og inn an þessarar sögu er hægt að greina vissa hringrás, sem hófst með landnámi Grikkja á eyjunni og lauk að sínu leyti við lýðveldisstofnunina, sem var grísk-kýpríótískt afrek. Á Kýpur höfðu frá upphafi vega sögunnar drottnað og hlaupið af sér hornin margar þjóðir, víðs vegar að komnar, en Grikkir einir skópu sér- staka og varanlega menningu á eyjunni; aðskotadýrin hurfu smátt og smátt út í buskann aftur er aldir liðu fram: Ass- ýríumenn (8.—6. öld f.Kr.) Egyptar (6. öld), Persar (s. hl. 6. aldar), Hellenar, Róm- verjar (1. öld e. Kr.), Mikla- garðsmenn (330—1191), kross- farar, Frakkar, Feneyjamenn (1489—1571), Tyrkir (1571— 1878) og svo Erglendingar (1878—1960). Þá loks tókst grískum Kýpríótum að hrista að mestu af landinu öll erlend bönd, en frélsisbarátta þeirra undir forystu George Grivas, sem hófst 1. apríl 1955, var mikil og dýr hetju-saga, þótt Lundúna-Reuter legðli mikið kapp á það á sínum tíma, að sú saga kæmi aðeins út í enskri útgáfu sem víðast. Sjálf stæði það og fullveldi sem Kýp ur hlaut eftir mikið þóf 16. ágúst 1960, var þó hvorki hálft né heilt, því Englendingar líta á enskar herbækistöðvar á Kýpur sem jafn sjálfsagðan hlut og enskar togveiðar á Skerjafirði eða í ísafjarðar- djúpi, enda fyrrverandi merkis stórveldi, sem um fæst þarf að spyrja leyfis; á Kýpur tóku þeir ensku það ráð, sem löng um hefur reynzt þeim vel enda þrautreynt af Rómverjum, — nefnilega „að deila og drottna“ í þetta sinn með að- stoð tyrkneska minnihluta Kýpurbúa. Englendingar bjuggu á svo bráðsnjallan hátt um Kýpurhnútinn, er landið fékk sjálfstæði, að fimmtungur landsbúa og tæplega það, fékk sömu sérréttindi og pólitíska aðstöðu eins og um helming í- búanna væri að ræða. Þessi brezki fimmtungs-leppur á Kýpur er sem sagt tyrkneskur að tungu. siðum, hugsunar- og uppruna, en meiri hluti þjóðarinnar eða 80 af hundr- aði, sem fyrir þessu gerræði varð, er grískur að tungu og menningu. Þetta er allt nauðsynlegt að hafa í huga, ef skilja á ástand ið á Kýpur í dag og þær blóð- ugu innanlandsóeirðir, sem á undan eru gengnar, því Kýpur er Sögueyja engu síður en fs- land, — grísk sögueyja, — og hvoruga þessara eylandsþjóða er hægt að skilja og þekkja að nokkru gagni í dag án þess að skyggnzt sé í skuggsjá alda langrar þjóðarsögu þeirra. Kýpur, landið og þjóðin, sem sett hefur menningarstimpil sinn á allt í eylandi þessu, er grísk; jafn grísk og ísland er íslenzkt. Fyrir þeirri staðreynd er ekki hægt að loka augunum ef sanngirni skal ráða. Mest af því, sem blöð og út- varpsstöðvar í V-Evrópu og Bandaríkjunum hafa sagt um upptök og þróun Kýpurvanda- málsins, er ýmist byggt á brennandi trú pató-kristinna þjóða, bandarískum ótta við brottrekstur úr US-víghreiðr- um í Tyrklandi eða brezkum ótta við að missa herstöðvarn- ar við Famagústa og annars staðar á Kýpur. Nato-jólaóra- tóríið frá 1963, svo og þessi nató-missa solemnis ætíð síðan í öllum fréttaflutningi frá Kýpur er í öllum V-Evrópu- löndum hin samhljóma grýlu saga um vondu Grikkina (alias kommúnista, vitanlega eins og alltaf, þegar önnur rök bresta) sem hafi sér það til dægra- styttingar að berja á vesalings saklausa tyrkneska minnihlut- anum. Jafnvel hið sjálfstæða og oftast óhlutdræga banda- ríska fréttarit „Time“ sagði frá atburðunum á Kýpur með tyrkneska grátstafi í kverkun um. Hvað íslenzk málgögn snertir, þá hafa þau látið sér nægja að taka við þeim fyrir- fram tuggnu fréttum frá Kýp- ur, sem að þeim var rétt, eins og þeirra er vani, hvað, sem á dynur. Enginn var sendur á vettvang til að safna íslenzk- um fréttum af þvi, sem gerð- ist, og það þótt a.m.k. við eitt Reykjavíkurblaðanna ,sé starf andi blaðamaður, sem frá fyrri tímum býr yfir nokkurri sérþekkingu á málefnum Kýp ur og hefði auðveldlega getað safnað þarlendis óhlutdrægum fréttum handa íslenzkum les- endum og útvarpinu. En okk ur hefur lingum þótt AP og UPI hentugri og fyrirhafnar- minni fræðslulindir.. Kýpur er eitt af þeim örfáu löndum fjarri íslandi, þar sem íslenzkir ferðamenn verða að vera við því búnir að leysa úr ýmsum spurningum lands- manna. t.d. hvort þeir séu frá Reykjavík eða Akureyri, hvort Surtsey brenni enn eða hvort enn sé hægt að fljúga fyrir lítinn pening milli meginlands Evrópu og Ameríku með „Loft lædir“. Afstaða sú, sem ísland tók með Kýpur við úrslita-at kvæðagreiðslurnar hjá Samein uðu þjóðunum, er einnig ó- gleymd meðal Kýpurbúa. Þegar blaðað er í kýprótísk um upplýsingapésa, kemur eitt og annað í leitirnar; í skránni yfir erlenda sendifulltrúa í landinu má sjá, að Nicosía hef ur erft rússneska sendiherrann úr Túngötu í Reykjavík. en annars verður maður fljótt var við, að Nicosia er hvergi til nema helzt utan Kýpur. Höfuð staður landsins heitir nefni- lega Lefkosía, og heyrist nafn ið vera borið fram með oíur litlu ,.ð“-bljóði í stað hreins ísl. „s“. Opinber fulltrúi íslands í Lefkósía er herra Savvas Jo- hannidis, blaðamaður. Hann er bæði vel þekktur og ákaflega vel kynntur í landi sínu, og má það teljast mikið happ fyr ir íslendinga að eiga svo á- gætan fulltrúa þar syðra. Ræð ismaður okkar á Kýpur hefur unnið að því með feikna dugr aði að kynna löndum sínum ís- land og íslenzk málefni. bæði í ræðu og riti. Hann þekkir ís land af eigin raun, en hann dvaldist hérlendis um tíma, m. a. til að kýnna sér starfsemi íslenzkra samvinnufélaga, ,sem hann taldi vera Kýpurbúum til mikillar fyrirmyndar. Hann á allmarga íslenzka vini frá dvöl sinni hér heima m.a. Sigurð Magnússon, rithöfund og gagn rýnanda, sem hann talaði um af mikilli vinsemd og virðingu. Það er fleira, sem breyting- um tekur á Kýpur við nánari athugun en nafn höfuðstaðar- ins eitt. Strax og komið er í land af skipsfjöl * Famagusta eða Limasól, blasa tyrknesku gettóin við augum, borgar- hlutar, sem eru undir gæzlu norrænna, vopnaðra varða úr friðarliði Sameinuðu þjóðanna þar sem Tyrkir hafa dregið sig í hlé éftir innanlandsóeirð irnar, sem hófust í árslok ‘63. Sá aðkomumaður, sem er vel uppfræddur af evrópisku nato- pressunni, klökknar yfir þeirri dýflissu-tilveru, sem tyrknesku píslarvottamir búa við á Kýp ur. En er tækifæri gefst til að hafa tal af nokkrum almenn- um fultrúum beggja málsaðila fær hið fyrrum svart-hvíta skoðanamálverk brátt á sig marga gráa eða marglita skell una. Sennilega hefði aldrei lagzt neinn ásteitingarsteinn í veginn milli grískra og tyrk- neskra Kýpurbúa, ef þessi tvö þjóðerni væru ekki jafn gjör- ólík að hugsunarhætti og eðlis fari og tvær þjóðir geta fram- ast verið. Við íslendingar get um komizt einna næst því að skilja þá lausn kýpurvanda- málsins. sem Tyrkir hafa vilj að þvinga í gegn með aðstoð Breta, nefnilega að skifta eyj unni á milli grískra og cyrk- neskra Kýpríóta, ef við hugs- uðum okkur, að auk íslendinga byggju um 40 þúsund íslenzk ir þegnar af öðru þjóðerni á íslandi: Ekki Bandaríkjamenn, Englendingar, Danir, marokk- anskir Márar. — heldur Tyrk ir. Ennfremur yrðum við að gera okkur í hugarlund, að her stöðvamálum einhvers erlends stórveldis á fslandi væri þann ig háttað, að slíkar stöðvar þætti viðkomandi þjóð bezt tryggðar í samvinnu við mmni hlutann tyrkneska og afhentu þess vegna hinum 40 þúsund íslenzku Tyrkjum til eignar og einka-afnota smá-landskika, eins og Norðurland og Vest- firði. Nái íslenzkt hugmynda- flug þetta langt, er hægt að segja, að við höfum fengið nokkra innsýn í hið eiginlega Kýpurvandamál. Það má annars segja um Tyrki eins og íslenzkir segja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.