Tíminn - 24.08.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1965, Blaðsíða 9
ÞRIDJUDAGUK 34. ágúst 1965 TfMINN 9 gnæfir yfir KýreníahéraSinu á N-Kýpur. Kastala þessum halda Tyrkir, og er 113 þeirra ágætlega búið nýtízku vopnum. Fjalla- þorpin í nágrenni kastalans eru flest tyrknesk. svo ispaklega um alræmda drykkjumenn, að „þetta eru svo sem ósköp góðir menn, þótt þeir komi heimilum sín um á vonarvöl“; Tyrkir eru i sjálfu sér allra beztu menn í þeim skilningi, þótt þeir séu og hafi alltaf verið villimenn. Eitt nýjasta framlag þeirra til veraldarsögunnar var, er þeir fyrir réttu ári flugu bandarísk um Nató-lánsflugvélum að nóttu til, fullfermdum íkveikju sprengjum og yljuðu sveda- fólki á Kýpur undir uggum, að allega konum og börnum í þeirri frækilegu aðför að varn arlausu saklausu fólki, en þe~s háttar hefur löngum verið tyrknesk sérgrein. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa Tyrkir reynt að þurrka algjörlega út heilar þjóðir en aldrei tekizt það að fullu, (hvorki með hundraðþúsund- földum morðum i Armeníu, Grikklandi, Balkanlöndunum né í Kúrdistan. Tyrkneska árás in á Kýpur í ágúst í fyrra var sögð (réttlát?) hefnd, enginn veit fyrir hvað. Fyrir skömmu hafa tyrk- neskir Kýpríótar fengizt til að taka aftur þátt í löggjafarstarf þingsins í Lefkosía. Fazil Kút- sjúkur, varaforseti Kýpur, er hinn pólitíski foringi Tyrkja á Kýpur, og hvað hann snert ir, hefur hann ætíð verið mjög fylgjandi náins og vinsamlegs samstarfs beggja þjóðbrotanna um flest, sem horfði til fram- fara í málum landsins. En mjög oft hefur varaforsetinn verið einn um þá skoðun sína og litlu fengið að ráða í þeim efnum fyrir hinum tyrknesku trúbræðrum ,sínum. Allir, sem eitthvað þekkja til á Kýpur, vita líka, að þannig samstarf á milli framfarasinnaðra Grikkja og hinna fornaidar- þvergirðandi Tyrkja, verður alltaf lítt hugsanlegt. Grikkir vildu koma á nútíma eigna- og tekjuskatti til að fá fé til almennra framkvæmda í land- inu; slíkur skattur var áður ó- þekktur á Kýpur. Fulltrúar tyrkneska fimmtungs þjóðar- innar með hið óskoraða neit- unarvald sitt í þinginu, brugðu hart við og sögðu nei; — al- máttugur Allah sér án allra skatta fyrir þörfum sinna. Grikkir greiða einir þessa skatta af frjálsum vilja í lands sjóð. Grikkir báru fram í þinginu lagafrumvörp um lagningu vatnsveitu og holræsakerfis, svo og almenna heilsugæzlu í borgum og bæjum landsins. f>að þótti Tyrkjum næsta fá- heyrt frumhlaup hinna kristnu því Allah hefur alltaf séð um sína, þá, sem hann hefur vel- þóknun á, en látið hina deyja úr sótt. Þingfrumvarp til laga um lagningu akvega í landinu strandaði á því, að tyrkneskir asnar vilja helzt halda sig á gömlu troðningunum og hætt ir til að verða fótsárir á mal- bikuðum strætum. Þannig mætti endalaust telja upp púðurkornin, sem ollu sprengingunni miklu á Kýpur veturinn 1963. Eftir að ófriðurinn brauzt út í ljósum logum á þjóðaheimilinu Kýpur hafa Grikkir fært margt í framfarahorf á eylandinu af eigin rammleik. Byggður hef- ur verið fjöldí íbúða, brýr og verksmiðjur, malbikaðir vegir hafa verið lagðir og gerðar fiskibátahafnir, — allt fyrir grísk-kýpríótískan pening, sem fólkið greiddi af frjálsum vilja í landssjóð. Á meðan þessi skipan mála fer enn fram á Kýpur, reyna tyrkneskir múezzínar árangurslaust að kalla frá mínarettunum tyrk- neska Kýpríóta til bænagerða gegn þessari þróun Kýpur til nútímaþjóðfélags. Nú á dögum er skurðaðgerðum mjög oft beitt til að stemma stigu við krabbameini á byrjunarstigi, og það er raunar ákaflega svip uð aðgerð, sem gera þyrfti hið fyrsta á hinu sýkta þjóð- félagi Kýpurs: nema á hrein- lega skorinn hátt hina tyrk- nesku meinsemd úr landinu og transplanta henni þar sem hún á eðlilega heima, þ.e. í Ósmanaríjcinu. Eitthvert land rými hljóta Tyrkir að eiga handa þessum 80 þúsund bræðrasálum sínum frá Kýpur, því nokkuð hlýtur nú að hafa rýmkazt um þá eftir að þeir fóru fyrir fáum áratugum brennandi og myrðandi um hinar aldagömlu grísku byggð ir á Eyjahafsströndum Litlu Asíu og flæmdu milljónir grískra þegna Tyrklands úr landi. Þessi heppilegasta lausn á Kýpurvandamálinu mun þá líka koma fyrr eða síðar af sjálfu sér og verða öllum máls aðilum til gæfu, en þeim þjóð um til sóma, sem hafa kjark til að stuðla að henni að megni á alþjóðavettvangi. Hinn svonefndi ,,Othello.kastali" er í gamla borgarhlutanum í Famagústa, sem nú er orðinn tyrkneskt gettó. ENNÞÁ NÝTT FRÁ LORELEI: Mjög bragðgott, og þrjátíu kökur í pakkanum. HÚSMÆÐUR! Kaupið fyrst einn pakka, og dæmið um gæði vörunnar. Söluumboð verksmiðjunnar eru: Reykjavík: Akranes: Vestmannaeyj ar: ísafjörður: Siglufjörður: Verzlanasambandið Samband ísl. samvinnufélaga Páll G. Sigurðsson Vörusala SÍS Jóhannes G. Jórxsson Ásgeir Björnsson KEXVERKSMIÐJAN LÓRELEI, Akureyri — sími 11775 VERZLUNARSTARF Starfsfólk í kjörbúðir Viljum ráða starfsfólk í kjörbúðir vorar strax og síðar. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS, Sambandshúsinu. STARFSMAN NAHALD / r IBUÐ OSKAST 3—4 herbergja íbúð óskast í eitt ár fyrir útgerðar mann utan af landi. Fjögur fullorðin i heimili. Upplýsingar í síma 20-3-96 eftir kl. 6 á kvöldin í dag og á morgun. RAFSUÐUTÆKI ÓDÝR HANDHÆG 1 fasa. Inntak 20 amp. Af- köst 120 amp. (Sýður vír 3,25 mm). Innbyggt öryggi fyrir yfirhitun. Þyngd 18 kíló. Einnig rafsuðukapall og rafsuðuvír. SMYRILL Laugavegi 170, Sími 1-22-60.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.