Tíminn - 24.08.1965, Blaðsíða 13
1
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 1965
ÍÞRÓTTIR
13
Ertelftrr, tengst -kH hœgri, skorar gegn ICR, Ljósmynd BJ. BJ-
Fer bikarinn á Skaga...
Ilsím—mánudag. — Ekki fengust úrslit í fslandsmotinu um helg-
ina, því að Akurnesingar áttu í engnm erfiðleikum með að sigra
KR-inga á grasvellinum við Langasand á laugardaiginn í leik, þar
sem Akurnesinigar brutu niður alla mótstöðu KR-inga með því að
skora tvö mörk á fyrstu þremur mínútum síðari hálfleiks, og eftir
það sáu KR-ingar aldrei sólina í leiknum, sem skeirn þó skært á rúm-
lega 2000 áhorfendur, heldur hlupu þeir um völlinn, ráðþrota og
áttavilltir eins og fuglar í. búri.
Fram að þeim tíma, eða í fyrri
hálfleiknum, hafði leikurinn ver-
ið jafn, en KR-ingar þó heldur
haft yfirtökin og Heimir mark-
vörður haft lítið að gera. Raun-
veruiega reyndi aðeins einu sinni
á geitu hans, þegar Eyleifur Haf-
steinsson komst óvænt með knött
inn frír inn í vítateig, en Heimi
tókst ekki að verja nákvæma
spymu hans — knötturinn smaug
í homið út við stöng. Þetta skeði
á 21. mínútu.
Hins vegar reyndi talsvert á
Helga Dan. í marki Afcraness, og
hann stóð sig ágætlega, var hepp-
inn og djarfur, en fyrir mistök
Boga bakvarðar fékk hann þó á
sig mark. Á 28. mín. skallaði Bogi
knöttinn til Helga, en reiknaði
ekki með hraða Baldvins Baldvins
sonar, sem komst á milli og
renndi knettinum auðveldlega
framhjá Helga. Jafntefli var því
í háilfleik.
Og svo hófst síðari hálfleikur-
inn og Akumesingar brunuðu upp
með knöttinn og eftir 20 sek. lá
hann í marki KR. Matthías gaf
vel fyrir markið — Ríkharður
stökk hæst og skallaði á mark,
frekar laust, en Heimir var of
seinn að átta sig og knötturinn
sigldi í markið. Og aftur var byrj-
að á miðju. Akurnesingar voru
fljótir að ná knettinum og vörn
KR var opin eins og flóðgátt.
Matthías lék upp að vítateig og
spymti jarðarknetti í átt að marki
— og knötturinn smaug gegnum
fætur mótherja sem samherja og
lenti í marldnu — síðast víst af
fæti Kristins bakvarðar KR. Stað-
an 3-1 og ekki þrjár mínútur liðn
ar af hálfleiknum.
Alger upplausn greip nú um
sig í KR-liðinu, það var eins og
stjómlaust rekald á rúmsjó, og
með aðeins meiri yfirvegun í leik
hefðu Akurnesingar átt að geta
aukið markatöluna veralega, en
þrátt fyrir ágæt tækifæri tókst
þeim aðeins að skora eitt mark í
viðbót og var Eyleifur þar að
verki, hann féfck knö'ttinn þar sem
’hann stóð einn og óvaildaður inn
á markteig(!) og átti ekki í erfið
leifcum með að renna knettinum í
mark. 4-1 og sigurinn var innsigl-
aður.
Þegar leið á leikinn, jafnaðist
hann að vísu — en Akiirnesingar
voru þó alltaf sterkari aðilinn.
KR-ingar fengu. þó sín tækifæri,
en Sigurþór og þó einkum Gunn-
ar Felixson misnotuðu þau illá.
Með þessum mikla sigri hafa Ak-
urnesingar aukið mjög sigurlíkur
sínar í mótinu og standa nú lang-
bezt að vígi, þótt reikningslega
séu margir möguleikar fyrir
hendi. Og hver hefði búizt við
þessu fyrst í vor, þegar Akumes-
ingar töpuðu tveimur fyrstu leikj-
um sínum í mótinu? Sennilega fá-
ir, en vissulega er iiðið allt ann-
að og betra nú en þá — einkum
vegna stöðubreytingar Ríkharðs og
skipulagshæfileika hans og í öðru
la'gi að hæfileikar Eyleifs hafa
blómstrað að fullu. Og þá má ekki
gleyma Jóni Leós eða Helga Dan.
— og hinum skemmtiiegu, ungu
leikmönmum M®tithiasi og Bene-
dikt, svo að fáir einir séu nefndir.
Reyndar' hafa sigrar Akumesinga
í mótinu ekki alltaf verið sann-
færandi — en gegn efsta liðinu
í mótinu, KR, voru þeir áberandi
betri og vissulega er þetta mesti
sigur þeirra í mótinu hingað til.
Það kom ef til vill ekki mjög á
óvart, að KR-ingar léku illa, en
hins vegar kom það á óvart, að
ailan baráttuvilja, sem alltaf hef-
ur verið sterkasta .vopn þeirra,
skyldi skorta. Þá er ekki mikið
eftir hjá liðinu, sízt eins og það
lei-kur í dag. Magnús Pétursson
dæmdi leikinn mjög vel.
. .. eða tekst Akureyri
að stöðva Skagamenn?
Alf—mánudag. — Vonir Keflvíkinga um sigur i íslandsmótinu
dvínuðu eftir ósigur gegn Akureyri á sunnudaginin 0:2. Hátt á annað
þúsund manns safnaðist saman á Akureyrar-vellinum til að fylgj-
ast með viðureigninni og flestir þeirra fóru ánægðir heim eftir að
hafa séð heimaliðið sigra verðskuldað. Leikur Akureyi ar-liðsins var
samnfærandi, og spurningin er, hvort því tekst að stöðva hina her-
skáu Skagamenn, sem nú standa næstir því að hreppa titilinn.
Að minni hyggju ættu Akur-
eyringar að geta sett strik í reikn-
iniginn, jafnvel þótt þeir eigi að
leika gegn Skagamönnum á úti-
velli. Sannleikurinn er nefnilega
sá, að Akureyrar-liðið hefur verið
að sækja sig jafnt og þétt og t.d.
er vörnin ekki neitt vandamál
lengur. Með afturkomu Einars
Hclgasonar í markið, er vömin
nú orðin miklu öruggari og hún
átti stóran þátt í því, að Akureyri
fór með sigur af hólmi á sunnu-
daginn. Keflvíkingar ,4>ressuðu“
mjög að Akureyrar-markinu í síð
ari hálfleik, en tókst aldrei að
rjúfa vamarmúrinn, sem þar var
fyrir.
Mörk Akureyringa voru skoruð
í síðari hálfleik, en þá léku Akur
eyringar á móti strekkin^svindi
og höfðu þar að auki rigningu í
fangið. Bæði mörkin voru skoruð
úr skyndiupphlaupum eftir að
vörn hafði verið snúið upp í sókn.
Fyrra markið var skorað á 5.
mín. Kári Árnason lék upp vinstra
kant og gaf fyrir markið, þar sem
Skúli Ágústsson var fyrir og „sóp-
aði“ knettinum inn. Síðara mark
ið skoraði Páll Jónsson, h. út-
herji, á 15. mín., er hann náði að
afgreiða sendingu frá Valsteini v.
útherja.
Keflvíkingar reyndu án afláts
að jafna, en tókst ekki. Jón Stef-
ánsson átti góðan leik og tókst
að halda Jóni Jóhannssyni. mið-
herja Keflavíkur, að mestu niðri
— og bakverðir Akureyrar-liðsins
Jón og Ævar héldu útherjum
Keflavíkur í skefjum. Framverð
ir liðsins, Guðni og Magnús, léku
nokkuð aftarlega og þéttist því
vpmin ennþá betur Þrátt fyrir
þessa leikaðferð áttu Akureyring-
ar hættulegar sóknartilraunir,
því þegar vörnin náði knettinum.
var hann umsvifalaust sendur út
á annan hvorn kantinn — og upp
og þaðan fyrir mark, þar sem
Skúli og Kári biðu tilbúnir eftir
sendingu.
Maður hafði búizt við meiri
baráttu af hálfu Keflvíkinga, en
leikur þeirra var mjög tætingsleg
ur. Þeir léku nteira með knött-
inn í síðari hálfleik þegar þeir
sóttu undan vindi og rigningu, en
tókst aldrei að byggja upp skipu
lega. Bezti maður liðsins var fyr- g
irliðinn, Högni Gunnlaugsson.
Þrátt fyrir þessi úrslit eru
möguleikar Keflvíkinga ekki al-
veg úr sögunni, en þeir eru litl-
ir. Hins vegar hafa Akureyringar
talsverða möguleika. og verður
gaman að fylgjast með viðureign
þeirra og Skagamanna. sem verð
ur að öllum líkindum um næstu
helgi.
Leikinn dæmdi Grétar Norð-
fjörð og stjórnaði honum af ör-
yggi og festu.
BREZK
knattspyrna
Enska knattspyrnan fór
í gang aftur um sl. L helgi
og Þá var leikið í öllum
fjórum deildun'um. Sú ný-
breytni hefur verið tekin
upp á Englandi, að ef leik
maður meiðist, er heimilt
að setja varamann inn á.
Og í þrettán leikjum skeði
það, að þessi nýja reglugerð
var notuð — og brezku blöð
in tala um, að hvergi hafi
verið um misnotkun að
ræða Áhorfendur virðast
®tla að kunna vel við ný-
breytnina, enda fá þeir
meira fyrir au.rana sína.
Hér á eftir fara úrslit í
leikjum 1. og 2. deildar á
Englandi — og úrsllt frá
SkotJandi, þar sem Rangers,
lið Þórólfs Beck, á erfitt
uppdráttar um þessar mtmd
ir. Hér koma svo úrslitin:
L deild:
Arsenal — Stoke 2:1
Blackpool - Fulham 2:2
Blackbum - Tottenham
(frestað)
Chelsea - Burnley 1:1
Everton - Northamt. 5:2
Leeds - Sunderland 1:0
Leicester - Liverpool 1:3
Manchester Utd. Sheff. W.
1:0
Newcastle - Nott. F. 2:2
Sheff. Utd. - Aston V, 1:0
WBA - West Ham 3:0
2. deild:
Birmingham - C. Palace 2:1
Bolton - Charlton 4:2
Bristol - Rotherham 2:1
Cardiff - Bury 1:0
Carlisle - Norwich 4:2
Conventry - Wolves 2:1
Derby - Southamt. 0:3
Ipswich ■ Preston 1:0
Leyton - Huddersfield 0:2
Middlesb. - Manch. City 1:1
Portsm. - Playm. 4:1
í skozku ,,league cu.p“
urðu úrslit m. a. þessi:
Celtic - t>undee 0:2
Dundee Utd. Motherw. 4:1
Aberdeen - Rangers 2:0
Hearts • Clyde 1:2
Dunfermi. • Kilmarnock 1:3
Partick - St Johnst. 0:1
Falkirk - St. Mirren 0:1
Morton ■ Hihemian 2:4
Ekki er okkur kunnugt um
hvort Þórólfur hafi leikið
með Rangers í leiknum
gegn Aberdeen.
í 1. deildar leikjunum á
Englandi, komu engin úr-
slit sérstaklega á óvart.
„Úlfarnir“, sem féllu niður
í 2. deild í fyrra, byrja ekki
of vel í 2. deild, því þeir
tapa fyrsta leiknum, gegn
Coventry, liðinu, sem iék
hér s. 1. sumar Úlfarnir
höfðu yfir, 1:0, uær allan
leiktímann, en rétt undir
lokin tókst Hu.dson, sem ísl.
knattsp.áhorfendur muna
eftir frá leikjum Coventry,
að skora tvö mörk með
stuttu millibili og urðu því
lokatölur 2:1 fyrir Coven-
try.